Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 09.05.1995, Síða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ 1995 HM IKNATTSPYRNU AKUREYRI Fimmtugasti sigur Svía og Wislander með 1.500. HM- mark þeirra SVÍAR, sem hafa tekið þátt í öllum fjórtán heimsmeistara- keppnunum, fögnuðu sínum fimmtugasta HM-sigri þegar þeir lögðu Hvít-Rússsa að velli og þá voru þeir fyrstur til að rjúfa 100 stiga múrinn — búnir að tryggja sér 101 stig í HM- leikjum sínum. Þá skoraði Magnus Wislander 1.500. mark Svía í heimsmeistarakeppninni, þegar hann skoraði ellefta mark þeirra (sjá mynd). Þá má geta þess að Mats Olsson varði mark Svía og setti met — lék í sinni fimmtu heimsmeistara- keppni. ■ iÉfÍÉEBHpl I '-i Svíar sluppu með skrekkinn Morgunblaðið/Rúnar Þór SVÍAR jjurftu nokkrar mínúturtil að átta sig gegn Hvíta- Rúss- iandi í Iþróttahöllinni á Akureyri í gær en þegar þeir fundu taktinn héldu þeir honum og voru með vænlega stöðu í hléi, 15:9. Hins vegar gáfu Evrópumeistararnir eftir í seinni hálf- leik, sjálfstraustið varð æ meira hjá mótherjunum og senni- lega var það markvarsla Tomasar Svensson í lokin sem gerði útslagið en í stöðinni 29:27 tók hann vítakast frá Andrei Bar- bashinski 30 sekúndum fyrir leikslok og tryggði sænskan sig- ur. Sharovarov átti síðasta orðið en eins marks sigur, 29:28, nægði Svfum. Wislander var mjög öflugur og skytturnar Magnus Andersson og Staffan Olsson góðar. Hvíta-Rússland er greinilega með mjög gott lið og ekki kæmi á óvart ef liðið yrði í öðru sæti í riðlinum. Þama virðist vera neisti sem getur orðið að erfiðu báli. 500. leikurinn í HM á Akureyri FIMMHIJNDRAÐASTI leikur í sögu heimsmeistarakeppn- innar var leikinn á Akureyri í gær, þegar Svíar og Hvít- Rússar mættust í íþróttahöllinni. Fyrir leikinn var stutt athöfn vegna tímamótaleiksins. Sigfríður Þorsteinsdóttir, forseti bæjarsljórnar Akureyrar, ávarpaði ieikmenn og áhorfendur. Síðan komu hópur barna hlaupandi inn á völl- inn og færðu leikmönnum, dómurum og aðstandendum liðanna minryargrip um leikinn. Steinþór Guóbjartsson skrifar frá Akureyri Svíar fóru sér að engu óðslega, voru rólegir og biðu eftir tækifærinu. Reyndar náðu þeir fyrst forystunni eftir 10 mínútur en framhaldið gaf tilefni til að ætla að auðveldur sigur væri framundan. Um miðjan seinni hálfleik var munurinn fimm mörk, 24:19 en þá urðu kaflaskipti. Mik- hail Iakimovich fékk að sjá rauða spjaldið fyrir að hindra Erik Hajas í opnu færi og þá fóru samheijar hans að láta til sín taka. Spil Hvít- Rússa varð markvissara, allir tóku þátt og allir sköpuðu hættu en í fyrri hálfleik snerist spil þeirra & SVÍAR HAFA VERIÐ MEÐ I ÖLLUM HM fyrst og fremst um Iakimovich, sem gerði þá sex mörk, og Touc- hkin, sem var með hin þijú mörk liðsins í hálfleiknum. En sprettur Hvít-Rússa kom of seint að þessu sinni. Svíar voru með leikinn í höndum sér en örar skiptingar í öruggri stöðu skiluðu sér ekki, menn gerð- ust of værukærir og markvarslan hefur oft verið betri. Þeir hleyptu mótheijunum inn i leikinn en samt var eins og sigurinn væri aldrei í hættu þó ekki hefði mátt tæpara standa. Eis OGallir vita er valinn maður í hveiju rúmi en að þessu sinni var Erik Hajas í aðalhlut- verki, leikstjórnartdinn Magnus Öruggt hjá Egyptum ^fcað var ekki burðugur bolti sem Egyptar og Brasilíumenn sýndu í síðasta leiknum á Akur- eyri í gærkvöldi. Sérstaklega eiga Brassarnir langt í land í þessari íþrótt og áttu þeir aldrei möguleika. Egyptar sigruðu 32:20 eftir að hafa haft yfir í leikhléi 19:10. Þótt leikurinn komist ekki á Stefán Þór Sæmundsson skrifar frá Akureyri spjöld sögunnar fyrir gæði þá býr margt í egypska liðinu og þeir gætu alveg strítt stærri þjóðunum, t.d. Spánveijum. Að sögn þjálfara liðsins, Ulrichs Weilers, eru ungu leikmennimir sem slógu í gegn á HM 21 árs og yngri fyrir tveimur árum nú orðnir burðarásar í liðinu. Hann sagðist vera ánægður að leik- mennimir skyldu halda haus því fyrsti leikurinn á slíku móti væri alltaf erfiður fyrir taugamar. Árangur Svía í HM Leikir Unnið Jafnt Tap Úrslrt Sæti Þ 938 3 1 0 2 8:13 3 ! 1954 3 3 0 0 56:36 1 1958 6 6 0 0 138:74 11 1961 6 5 0 1 89:73 3 Jl 964 6 3 0 3 104:90 2 I 1967 6 4 0 2 118:112 5 )1970 6 2 0 3 69:68 6 I 1974 6 3 0 3 111:113 10 |1978 6 2 0 4 121:125 3 I 1982 7 2 1 4 159:157 11 |1986 7 5 0 2 3 —4. cn 03 * 1990 7 6 0 1 176:143 1 1993 m 16 HH 1 166:136 Sigmundur Ó. Steinarsson tók saman/ Morgunblaðið GÓI Þjóðverjar hafa einnig verið með í öllum HM, en þeir tefldu fram tveimur liðum 1964-1990, undir sitt hvoru merkinu. Sviar hafa ekki unnið Spán- verja á HM i 37 ár, eða síðan þeir unnu sinn stærsta HM-sigur, 31:11, árið 1958. Stærsta tap Svía er 19:30 gegn Júgóslavíu 1982. Svíar hafa skorað flest mörk í leik gegn S-Kóreu, 34:23, árið 1990. H w ú" ■ Lið sem oftast hafa verið með (ísiand 1995 meðtaiið) Svíþjóð 14 ísland 10 Japan 9 Danmörk 13 Sviss 10 Sovétríkin 8 Tékkóslóvakía 12 Frakkland 10 A-Þýskaland 8 Rúmenía 12 Júgóslavía 10 Spánn 8 Ungverjaland 11 V-Þýskaland 9 Pólland 8 Mótherjar Svía í HM Leikir u J T Danmörk 7 5 0 2 Rúmenía 7 2 0 5 Ungverjaland 6 4 1 1 Tékkóslóvakía 6 4 0 2 Júgóslavía 5 3 0 2 Þýskaland 4 3 0 1 V-Þýskaland 4 1 0 3 Pólland 4 2 0 2 ísland 4 3 0 1 Spánn 3 1 0 2 Sviss 3 3 0 0 Alsír 3 3 0 0 Sovétríkin 3 1 0 2 A-Þýskaland 2 1 0 1 Noregur 2 2 0 0 Frakkland 2 2 0 0 Japan 2 2 0 0 Búlgaría 2 2 0 0 S-Kórea 2 2 0 0 Austurríki 1 0 0 1 Rússland 1 0 0 1 Finnland 1 1 0 0 Egyptaland 1 1 0 0 Bandaríkin 1 1 0 0 Samtals 76 49 1 26

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.