Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 2
2 D FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Húsið stendur við Við- arrima 49. Það er til sölu hjá fasteigna- sölunni Fold. Einbýlishús í Grafarvogi HJÁ fasteignasölunni Fold er til sölu húseignin Viðai-rimi 49 í Grafarvogi. Samkvæmt upplýsingum Geirs Þorsteins- sonar hjá Fold er þetta nýlegt hús, byggt 1992 og var fyrsta húsið sem flutt var í á þessu svæði. Það er um 200 fermetr- ar, þar af er 40 fermetra bíl- skúr. Húsið er steinsteypt og steypt milliplata líka í lofti. Ásett verð er 14,9 millj. kr. Á húsinu hvíla 6 millj. kr. í hús- bréfum. „í húsinu eru Qögur rúmgóð svefnherbergi, stofa og borð- stofa. Eldhúsið er mjög stórt eldhús og með fallegri innrétt- ingu úr mahogny. Gólfefni í húsinu eru hins vegar til bráða- birgða,“ sagði Geir. „ Lóðina er búið að tyrfa og ganga frá henni, nema hvað eftir er að helluleggja verönd og stétt. Geir kvað sölu á einbýlishús- um í Grafarvogi hafa verið nokkuð þunga, en nú væri að færast líf í hana með hækkandi sólu. í Viðarrima væri örstutt í skóla og strætisvagna og von væri á verslunarkjama í næsta nágrenni. Húsið stendur í botn- langa og umferð þar er því nánast engin. „Það hefur mjög mikið verið unnið í umhverfí húsanna í kring og eru garðar þegar komnir í rækt,“ sagði Geir að lokum. Greidslumat og greiðsludreifing Markaðurinn Forsenda þess að unnt sé að koma í veg fyrir verulega greiðsluerfíðleika er, að á beim sé tekið í tæka tíð, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Það má ekkert fara úrskeiðis, þegar íbúðarkaup eru annars vegar. ÞAÐ er eflaust matsatriði hvað fólk getur greitt hátt hlutfall af launum sínum í afborganir af lán- um vegna íbúðarkaupa. I greiðslu- matinu í húsbréfakerfinu er greiðslugeta kaupenda metin að hámarki 18% af heildarlaunum. Sumir eiga eflaust auðvelt með að standa undir hærri geiðslubyrði en þessu nemur en aðrir e.t.v. ekki. Tilgangurinn með þessum viðmið- unarmörkum er fýrst og fremst að reyna að fyrirbyggja greiðslu- erfiðleika eins og frekast er unnt. Það hefur ekki farið framhjá nein- um, að margir íbúðareigendur hafa átt í miklum greiðsluerfiðleikum á síðastliðnum áratug og rúmlega það. Ástæðan fyrir því að fyrir- byggja greiðsluerfiðleika er því brýn. Greiðslugeta metin Þó svo að greiðslugetan í hús- bréfakerfínu sé metin að hámarki 18% af heildarlaunum, er ekki þar með sagt að kaupendur eigi að fara eftir þeirri viðmiðun í einu og öllu, nema hvað hámarkið varðar. Hver og einn íbúðarkaupandi verð- ur að meta fyrir sig hvers hann er megnugur. Þeir sem telja að 18% af heildarlaunum gefí hærri við- miðun en þeir treysta sér til, miða að sjálfsögðu við það sem þeir telja réttast. Ef þörf er á, er auðvelt að fá aðstoð við að meta greiðslu- getu hjá bönkum, sparisjóðum og öðrum fjármálastofnunum, og því á að vera óþarfí að greiðslubyrði verði hærri en ráð er fyrir gert í upphafí. Umsókn um greiðslumat Lögð hefur verið áhersla á að umsækjendur um greiðslumat í húsbréfakerfínu leiti til þeirrar fjármálastofnunar þar sem við- skipti þeirra eru mest, þar sem laun þeirra eru lögð inn eða annað þess háttar. Þessir aðilar ættu að hafa besta yfírsýn yfír fjármál heimilanna og ættu því að geta lagt hvað best mat á greiðslugetu umsækjenda. Rangt greiðslumat Umsókn um húsbréfalán er synj- að hjá Húsnæðisstofnun, ef í ljós kemur, að gengið er út frá hærri greiðslugetu en 18% af heildar- launum í greiðslumatinu. Það sama á við, ef laun umsækjenda eru í raun ekki eins há og gengið er út frá í greiðslumatinu. Sumum fínnst þetta afskiptasemi á háu stigi. Þess ber þá að geta, að í húsbréfa- kerfinu er ríkisábyrgð. Hún felur það m.a. í sér að vextir eru Iægri en þeir væru ella. Þó ekki væri nema þess vegna, er það mikilvægt atriði, að komið verði í veg fyrir greiðsluerfíðleika, þegar þess er kostur. Þó fer ekki á milli mála, að greiðslumat hvers konar reynist þeim sem fara í gegnum það auð- vitað alltaf best. Það hagnast eng- inn á því að festa kaup á dýrari íbúð en greiðslugeta gefur tilefni til. Allir geta lent í erfiðleikum Kannanir hafa sýnt, að fjölskyld- ur með háar tekjur skulda að jafn- aði meira en þeir sem hafa lægri tekjur. Þetta kemur að sjálfsögðu ekki á óvart. Jafnframt liggur fyr- ir, að greiðsluerfíðleikar íbúðareig- enda í gegnum árin eru nánast óháðir tekjum. Hátekjufólk hefur jafnt lent í alvarlegum greiðsluerf- iðleikum sem aðrir. Munurinn er hins vegar sá, að því hærri sem tekjumar em, því meiri líkur em á því að unnt sé að leysa úr greiðslu- erfiðleikunum, ef þeir koma upp. Að sjá erfiðleikana fyrir Ef forsendur fyrir íbúðarkaup- um breytast, eftir að kaup eru ákveðin, þá er alltaf hætta á greiðsluerfíðleikum. Ýmislegt get- ur komið upp sem leiðir til þess að forsendur breytist. Greiðslugeta getur minnkað vegna minni auka- vinnu eða jafnvel lækkunar á laun- um og ýmislegt óvænt getur kom- ið upp, sem leiðir til aukinnar greiðslubyrði. Það er ekki hægt að sjá fyrir öllu og engin leið er til að koma í veg fyrir greiðsluerf- iðleika með ströngum reglum við greiðslumatið í húsbréfakerfinu. Á þeim tímapunkti sem greiðslumat- ið er framkvæmt er ekki unnt að sjá fyrir allt það sem hugsanlega getur gerst í framtíðinni. Aðal- atriðið er að kaupendur fylgist sjálfír með þróun sinna mála og grípi nógu snemma til nauðsyn- legra aðgerða ef þörf krefur. Verulegar breytingar hafa orðið á fjármálamarkaðnum hér á landi að undanförnu. Svokölluð greiðslu- dreifing bankastofnana er dæmi þar um, en hún hefur verið að ryðja sér til rúms. Það fer ekki á milli mála, að slík þjónusta hefur reynst mörgum vel, og jafnvel stuðlað að því að leysa úr erfíðleik- um fjölskyldna. Hvort sem íbúðar- kaupendur notfæra sér þjónustu af því tagi sem greiðsluþjónustan er, eða sjá sjálfír um að fylgjast með skuldastöðu heimilisins, þá er forsenda þess að unnt sé að koma í veg fyrir verulega greiðsluerfíð- leika, að á þeim sé tekið í tæka tíð. Það má ekkert fara úrskeiðis þegar íbúðarkaup eru annars veg- ar. Þá eru erfiðleikamir fljótir að hrannast upp. Ýmsar upplýsingar 3ja herbergja íbúð á 6.8D0.DDD 4ra herbergja íbúð á 7.BDD.00Q Mjög fallegt útlit Sérínngangur í allar íbúðir íbúðum skilað fullfrágengnum að innan sem utan Lóð fullfrógengin Hiti í gangstéttum Malbikuð bílastæði Örstutt á lcikvöll, í leikskóla, grunnskóla og verslun. Frábært útsýni Allar innréttingar og hurðir úr kirsuberjaviði Öll gólfefni frágengin Flísalagt baðherbergi Flisalagt etdhús Þvottahús í íbúð Afhending i ágúst Fallegar íbúðir á frábæru verði Verslaðu þar sem þú færð mest fyrir peningana þína Eigum einnig aíar falleg og fuilbuin raðhús á L hæð á góðu verði. I Hafið samband og fáið að skoða. Mosarimi 6-16 Dæmi um areiðslur 3ja herbergja íbúð Verð 6.800.000 Greiðsla við samning 400.000 Húsbréf 4.420.000 Ltin seijanda 900.000 Greiðsla við afhendingu 1.080.000 Samtals: 6.800.000 Nánari upplýsingar í síma 5670765 Hótás hf. Stangarhylur 5. Fax 567 0513 Fasteignasölur í blabinu í dag Agnar Gústafsson Ás Ásbyrgi Berg Borgareign Borgir Eignamiðlun Eignasalan Fasieignamark. Fasteignamiðlun Fasteignamiðstöðin Fjárfesting Fold Framtíðin Garður Gimli Hóll Hraunhamar Húsakaup Húsvangur íbúð Laufás Óðal SEF hf. Séreign Skeifan Valhöll Valhús Þingholt bh.11 if bls. 20 rf bls. 4 if bls. 13 (f _ bls 25 (f bts. 24 (f bls.1 7 og 29|f bls.16 (f bls. 10 og 15(f bis 19 (f bls. 4 (f bls 1 7 bis 28 if bls 3 (f bls 22 (f bls 8*9 (f bis 14-15 if bis 12 (f bls 20 (f bls. 23 (f bls 26 (f bis. 3 (f bls. 11 bls. 15 (f bls. 22 (f ws. 7 (f b»s. 5 (f bls 13 (f bis 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.