Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 24
24 D FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ Arnarnes - Perla höfuðborgarsvæðisins Amames í Garðabæ skipar ákveðinn sess í vitund margra og hvergí hafa húseignir veríð jafn eftirsóttar og þar. Hér fjallar Magnús Sigurðsson um Amamesið og fasteignamarkaðinn þar. Morgunblaðið/Kristinn Hjá Fastcig-namarkaðnum er nú til sölu þetta glæsilega einbýlis- hús við Mávanes 7. Húsið er byggt úr gulbrúnum, dönskum múr- steini og er að mestu á einni hæð, sem er um 258 ferm. Til hliðar er tvöfaldur bílskúr. Lóðin er um 1.500 ferm. og liggur að sjó. Eigendur þessa húss eru hjónin Davíð Scheving Thorsteinsson og Stefanía Borg. Á það eru settar 24-25 millj. kr. ARNARNES í Garðabæ hefur á sér sérstakt yfirbragð. Glæsiteg einbýl- ishús með fallegum görðum setja svip á hverfið, en fjölbýlishús eru þar engin. Þar eru ekki heldur neinar opinberar byggingar og engin iðnað- arhús. Það sem einkum gefur hverf- inu tígulegt yfirbragð, eru stórar lóð- ir. Húsin eni því fijálsari af sér en ella og njóta sín betur í umhverfmu en víða annars staðar á höfuðborgar- svæðinu, þar sem lóðimar eru minni. Opið svæði uppi á hæðinni gefur hverfinu enn fijálslegra yfirbragð og skiptir byggðinni í tvennt. Bygging- arform húsanna er líka ali mismun- andi, en getur þó vart talizt óvenju- legt miðað við það, sem þekkist í einbýlishúsahverfum annars staðar. I vitund flestra nú á dögum er með heitinu Arnarnes yfirleitt átt við framnesið, það er þann hluta Arnar- liess, sem er fyrir vestan Hafnar- fjarðarveg. Jörðin Arnarnes náði hins vegar yfir mun stærra svæði. Hún var konungsjörð hér áður fyrr, en komst svo í eigu íslenzka ríkisins eins og aðrar konungsjarðir og síðan í eigu einstaklinga. Gamli bóndabær- inn stóð sunnan megin á framnesinu og í honum var búið talsvert fram á þessa öld. Um 1960 var hafizt handa við að skipuleggja íbúðarhverfi í Arnarnesi. Þetta hverfí byggðist hægt framan af og þá fyrst og fremst sunnanmeg- in á nesinu, þar sem veðursældin er mest. Norðurhlutinn byggðist síðar og þar eru því mun yngri og nýrri hús. Lóðir þar eru ekki heldur eins stórar en engu að síður vel við vöxt. Ekki albyggt enn Samt er ekki hægt að segja, að Arnamesið sé albyggt. Þar eru enn til byggingarlóðir, líka á nesinu sunn- anverðu. Við Mávanes eru þannig þijár óbyggðar sjávarlóðir. Ein þeirra, sem stendur við Mávanes 1, er nú til sölu hjá Fasteignamarkaðn- um. Þetta er sjávarlóð með góðu útsýni um 1.500 ferm. að stærð. Óskað er eftir tilboðum, en áætlað verð er um 6 millj. kr. Lóðin er bygg- ingarhæf og teikningar af einbýlis- húsi geta fylgt. Norðan megin á Amarnesi eru einnig nokkrar auðar lóðir og þar eru nú í byggingu nokk- ur íbúðarhús við nyrztu götuna, Súlu- nes. Það hefur ömgglega sín áhrif á lóðarverð á Arnarnesi, að allar lóðir þar em eignarlóðir. Þeim er því ekki úthlutað af Garðabæ. Algeng lóðar- stærð í hverfínu er 1.200-1.500 ferm. og til eru þar lóðir, sem eru 2.800 ferm. Algeng einbýlishúsalóð annars staðar á höfuðborgarsvæðinu er 600-700 ferm. Stórar lóðir hafa bæði kosti og galla. Það er lengra á milli húsanna og þá finnst fólki því vera meira út af fyrir sig. En þetta útheimtir meiri vinnu, því að þar sannast það sem annars staðar, að vandi fylgir vegsemd hverri. Það er lítið varið í að eiga myndarlega lóð, nema henni sé sinnt af fullri virðingu. En fallegar lóðir og garðar á Arn- arnesi bera þess órækt vitni, að flest- ir húseigendur þar taka þetta hlut- verk alvarlega og margir þeirra hafa greinilega gaman af því að veija frí- stundum sínum í garðinum. Garðar eru grónari sunnan megin á Arnar- nesinu. Það kann að nokkru leyti að vera að þakka meiri veð- ursæld, en einnig vegna þess að það svæði byggðist fyrr. Friðsældin ein- kennir Arnamesið og þegar vorar má heyra þar fuglaklið og fuglasöng frá því eldsnemma á morgnana. Þar eru ekki bara að verki íslenzku farfuglarn- ir, því að Arnarnes er viðkomustaður margra farfugla á leið þeirra yfir til annarra landa eins og Grænlands og Kanada. íslenzku staðfuglarnir eru líka hluti af um- hverfinu og leita í fjöruna og út á sjóinn í ætisleit. Nálægðin við sjóinn er mikill þáttur i þeirri stemmningu, sem fylgir Arn- amesinu og fjaran, sem nær allt í kringum framnesið, er afar skemti- legt útivistarsvæði. Veðursæld er óvíða meiri en á Arnarnesi, Á nesinu sunnanverðu ríkir mikið logn í norðanátt og kunn- ugir segja, að þaðan megi aka úr stafalogni á morgnana, en svo bregði mönnum í brún, þegar komið er upp á Öskjuhlíð, því að þá sé komið híf- andi rok. Suðaustanáttin er aftur á móti slæm eins og svo víða annars staðar. Hins vegar nær vindurinn sér sjaldan upp í vestanátt vegna Álfta- nessins, sem skýlir verulega. Þó að samgöngur og aðkomuleiðir bæði frá Reykjavík og öðrum hverf- um Garðabæjar hafi raunar alltaf verið greiðar, þá var lengi fyrir hendi mikil umferðarhætta á Arnarnes- hæð. Þegar ökumenn af framnesinu komu upp á hæðina, gátu þeir átt von á bíl annaðhvort úr norðri eða suðri og urðu þá að snarbremsa. Þessu olli, að mjög illa sást til bíla úr báðum áttum, ekki hvað sízt í slærnu skyggni. Árekstrar voru því tíðir og stund- um hlutust af stórslys og oft mikið tjón á bílum. Margir furðuðu sig á, að ekki skyldu vera sett upp umferð- arljós til þess að draga úr hættunni. Þetta hafði vafalaust neikvæð áhrif á eftirspurn eftir fasteignum á Arn- amesi og þar með fasteignaverð þar. Þáttaskil með brúnni Þetta gerbreyttist með brúnni, sem byggð var á Arnameshæð um 1990. Þar með var öll slysahætta úr sög- unni og samgöngur eftir það mjög góðar og á við það bezta sem gerist annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Að mati fasteignasala var þetta í reynd slík bylting í umferðar- og ör- yggismálum á þessum stað, að hún hefði átt að hafa í för með sér 20% hækkun á öllum húseignum á Arnar- nesi. Þegar Arnarnes ber á góma, er samt eins og enn örli á því, að sumir hafi ekki áttað sig á því, að þessi hætta sé úr sögunni og sam- göngur á þessu svæði orðnar ólíkt betri og öruggari en áður var. Þess má líka geta, að fyrir tíu árum voru gerð undirgöng undir Hafnar- fjarðarveg við Arnarneslæk og síðan hefur fólk ekki þurft að bera kvíð- boga af því, að börn fari sér að voða í umferðinni þar. Engin verzlun er á Amarnesi. Þeir, sem þar búa, sækja atvinnu sína út fyrir hverfið, flestir til Reykjavíkur og fara að sjálfsögðu í sína verzlun þar og kaupa inn á leiðinni heim. Almenningssamgöngur í hverfinu em líka góðar, en strætisvagnar aka um það á reglulegum tímum. En það er stutt í alla þjónustu í miðbæ Garðabæjar. í Garðakaupum er stór alhliða verzlún og nú er verið að koma upp þakbyggingu yfir svo- nefnt Garðatorg. Þar verður 1.200 ferm. göngugata með glerþaki, sem örugglega á eftir að auka og efla mannlíf í miðbæ Garðabæjar og greiða fyrir aukinni verzlun og þjón- ustu þar. Byggingafyrirtækið Álftár- ós er ennfremur vel á veg komið með að byggja stóra verzlunar- og þjón- ustumiðstöð í miðbæ Garðabæjar, en þar verða jafnframt skrifstofur bæj- arins í framtíðinni. Skólamálum er mjög vel fyrir kom- ið í Garðabæ og ungt fólk á Arnar- nesi nýtur að sjálfsögðu góðs af því. Börnin sækja grunnskóla í Flataskóla og Hofstaðaskól, sem er alveg ný Ármúla 1, sími 882030 Ægir Breiðfjörð, lögg. fastsali, hs. 6871 < Ellert Róbertsson, sölum., hs. 45669. Símatími laugardaga kl. 11 fax 882033 if -14 Eldrí borgarar Boðahlein. Fallegt endaraðh. ca 85 fm ásamt sólstofu. Mjög vel staðsett með suðurgarði sem liggur að hrauninu. Mikið útsýni. Áhv. húsbr. 1,8 millj. Vogatunga Gullfallegt ca 75 fm parhús á einni hæð. Laust fljótl. Nýbyggingar íbúóir. Höfum til sölu 2ja-7 herb. íb. á ýmsum stigum við: Berjarima, Laufengi, Lindarsmára - Kóp, Álfholt, Eyrarholt, Trað- arberg - Hafn. Raöhús — parhús. Höfum hús við Berjarima, Eiðismýri, Birkihvamm - Kóp., Foldasmára, Grófarsmára og Litluvör - Kóp., Aðaltún - Mos., Hamratanga og Björtuhlíð - Mos. Einbýli. Höfum hús við: Stararima, Við- arrima, Starengi. Einbýli — raðhús Garðabær/Hafnarfjörð- ur. Höfum ( sölu nokkur góð einb. af ýmsum stærðum. Geitland Hverafold. Glæsil. 225 fm einb. á 3 pöllum. Innb. bílsk. Arinn. Glæsil. útsýni. Mögul. að taka íb. uppí. Verð 17,7 m. Áhv. veðd. 2 m. Ásgarður. Mikið endurn. ca 130 fm raðhús. 4 svefnherb. Nýl. eldhúsinnr. Nýtt bað. Parket. Laust fljótl. Áhv. húsbr. 4,5 millj. Mögul. að taka 2ja herb. íb. uppf. Völvufell. Gott endaraðhús á einni hæð. Mögul. á 4 svefnherb. Verð 9,8 millj. Áhv. ca. 5,7 millj. Mögul. að taka íb. uppí. 4ra-7 herb. Miðbraut. Mjög góð 110 fm 1. hæð í þríb. ásamt bílsk. Sérinng. Mikið útsýni. Dalsel. Góð endaíb. á 1. hæð ca 100 fm. Bílskýli. Nýbúið að laga blokkina. Verð 7,7 millj. Áhv. 2,2 millj. Flúðasel. Ca 100 fm íb. á 1. hæð. Bíl- skýli. Mögul. að taka 2ja herb. uppí. Álagrandi. Ca 110 fm falleg íb. á 2. hæð. Ásvegur. Efri hæð ítvíb. Sérinng. Laus. Mögul. að taka íb. uppí. Blikahólar. Ca 100 fm íb. í lyftubl. Mikið endurn. Verð 6,5 millj. Bólstaðarhlið. íb. á 1. hæð. Mögul. skipti á 2ja-3ja herb. Espigerði. Mjög góð íb. á 2. hæð í lít- illi blokk. Hvassaleiti/Fellsmúli. Höfum íb. á 3. og 4. hæð með eða án bílsk. á þess- um stöðum. Mjög fallegt ca 190 fm endaraðh. ásamt bílsk. Húsiö er mikið endurn. Glæsil. innr. Mögul. skipti á 4ra herb. á svipuðum slóðum. Óðinsgata. Ca 170 fm einb. kj. og tvær hæðir. 3 íb. í húsinu. Langagerði. Ca 156 fm einb. ásamt fokh. viðbygg. Bílsk. Mögul. skipti á 4ra hb. Urriðakvísl. Ca 193 fm einb. hæð og ris ásamt bíisk. Mögul. að taka íb. uppí. Þingás. Nýtt glæsil. einb. á tveimur hæðum ósamt góðum bílsk. Mögul. að útbúa séríb. í kj. Eignaskípti. Viðarrimi 43. Hulduland. Mjögfallegtca 120 fm ib. á 1. hæð, miðh. Hægt að hafa 4 svafnh. Gott þvhús, geymsla frá eldh. Stórar svalir í suður og norður. Parket. Lundarbrekka. Góð ca 110 fm ib. á efstu hæð. Sérinng. af svölum. Parket. 4 svefnherb. Verð 7,8 millj. Áhv. góð lán ca 5,3 millj. Hraunbær. Ca 100 fm ib, á efstu hæð. Verð 6,9 millj. Mögul. að taka íb. uppí. Áhv. húsbr. ca 3,7 millj. Sigluvogur (tvær íb.). Ca 215 fm á tveimur hæðum þar af er góð íbúð á efri hæð ca. 105 fm. Bíl- skúr/vinnupláss ca 50 fm. Góð ca 60 fm sérfb. f kj. Verð 11,5 mlllj. Ahv. ca 4,5 millj. Nýtt fallegt einb. á einni hæð m. innb. bílsk. alls ca 188 fm. 4 svefnherb. Útsýni. Áhv. húsbr. 6,0 millj. Aðaltún — Mos. Ca 190 fm raðh. á tveimur hæðum. 4 svefnherb. Afh. tilb. u. trév. Verð 10,4 millj. Fagrihjalli - 2 íb. Nýl. 235 fm næstum fullb. raðh. á pöllum. 40 fm séríb. á jarðh. Áhv. 9,0 millj. langtlán. V. 11,5 m. Unufell — 2 íb. Gottca210fmenda- raðh. ásamt bílsk. Arinn í stofu. Mögul. að taka íb. uppí. Grófarsmári. Nýkomið í einkasölu ca 260 fm parh. á tveimur hæðum m. innb. bílsk. 5-7 svefnherb. Fráb. staðsetn. Afh. tilb. u. trév. Áhv. 6,2 millj. Gerðin. Gott ca 123 fm vel viðhaldið einb. við Langagerði. Húsið er hæö og kj. auk þess er óinnréttað ris sem má innr. á ýmsa vegu. Húsið stendur á fallegri horn- lóð. Gæti losnað fljótl. Álfatún — Kóp. í elnkasölu góð 4ra herb. íb. á efri hæð í fjórbýli ásamt bflsk. Mögul. sklpti ó 2ja-3ja herb. íb. með bílsk. Lyngmóar — Gb. Glæsil. ca 105 fm íb. á 2. hæð ásamt bílsk. Parket. Stórar suðursv. Verð 9,6 millj. Áhv. 2,5 millj. Sólheimar. Mjög góð efri hæð ca 145 fm. 4 svefnherb. Endurn. að hluta. Bílsk- sökklar. Verð 10,5 millj. 3ja herb. Vantar 3ja-4ra hreb. nýi. íb. í Hlíð- um, Þíngholtum eða vesturbæ. Má kosta 9,0-10,0 millj. Staðgrelðsla. Bogahlíð. Mjög góð 3ja-4ra herb. íb. á 3. hæð (efsta hæðin) ásamt 14 fm herb. í kj. Laus fljótl. írabakki. Falleg íb. á 3. hæð. Sérsmíð- aðar innr. Þvottah. í íb. Tvennar svalir. Verð 6,8 millj. Vesturbær. Góö efri sérhæð við Holtsgötu ca 140 fm ásamt góðum bílsk. Sérinng. Laus strax. Mögul. aö taka íb. uppí. Furugrund. Góð ca 87 fm íb. á 2. hæð. Nýbúið að taka húsið í gegn að utan. Laus fljótl. Verð aðeins 6,9 millj. Frostafold. 111 fm íb. á 6. hæð. Mögul. að taka íb. uppí. Verð 7,9 millj. Áhv. veðd. 4,9 millj. Hjailavegur. Efri hæð í tvíb. ca 80 fm. 3 svefnh., nýtt gler. Laus strax. Verð 6,5 milij. Dvergabakki. Góð íb. á 3. hæð ásamt herb. í kj. Laus fljótl. Mögul. að taka sumarbúst. uppí. Álftamýri. Góð ca 76 fm íb. á 3. hæð. Kársnesbraut. Góð íb. á 2. hæð m. sérinng. Verð 5,9 millj. Áhv. veðd. 3,3 millj. Nýlendugata (fyrir iag- henta). Ca 85 fm íb. á efri hæð í timb- urh. ásamt 24 fm útihúsi þar sem mætti útbúa séríb. Þarfn. lagfæringar. Skjólbraut. Ca 102 fm íb. á tveimur hæðum ásamt bílsk. Verð 6,5 millj. Eigna- skipti mögul. Trönuhjalli. Góð ca 80 fm íb. á 3. hæð (efstu) í verðlaunabl. ásamt ca 25 fm bílsk. Verð 8,5 millj. Áhv. ca 4,9 millj. Hraunbær. Ágæt ca 65 fm íb. á 2. hæð. Sérinng. af svölum. Sauna ocj Ijósa- bekkur í sameign. Verð 5,4 millj. Áhv. ca 2,3 millj. Engíhjalli. Ca 87 fm ib. á 8. hæð. Verð 5,5 millj. Nýbýlavegur. Góð ca 75 fm íb. á jarðh. Sérinng. Verð 5,9 millj. Áhv. góð lán ca 3,0 millj. Gaukshólar. Góð ca 75 fm íb. á 7. hæð. Verð 5,7 millj. Áhv. góð lán ca 3,1 m. Furugrund. GóðcaSl fmíb. á2. hæð. Seljabraut — góö íb. Góð íb. á efstu hæð ásamt bílskýli. Verð 6,4 millj. Góð lán ca 3,4 millj. Sigtún. Mjög góð risíb. Mikið endurn. Áhv. veðdeild ca 3,7 millj. Sólheimar. Góð ca 85 fm íb. á 6. hæð. Tvennar svalir. Glæsil. útsýni. Verð 6,7 m. Áhv. húsbr. 2,1 m. Lyngmóar — Gb. Góð ca 85 fm íb. á 2. hæð ásamt bílsk. Áhv. góð lán ca 4,5 millj. Mögul. að taka litla íb. uppí. Rekagrandi. Ca 101 fm góð íb. á 1. hæð (engar tröppur) ásamt bílskýli. Tvennar suðursv. Laus fljótl. 2ja herb. Karlagata. Mikiö endurn. ca 60 fm íb. f kj. Sérínng. Verð 4,7 millj. Áhv. húsbr. ca 2,6 millj. Æsufell. Ca 54 fm íb. á 7. hæð. Gott verð. Austurbrún. Ca 48 fm fb. á 2. hæð í lyftubl. Áhv. húsbr. 2,7 millj. Freyjugata. Ca 50 fm íb. á 2. hæð. Ljósvallagata. Ca 48 fm íb. á jarðh. Sérinng. Guðrúnargata. Ca 54 fm kjíb. Þarfn. lagf. Laus. Lyklar á skrifst. Verð 3,9 millj. Áhv. ca 1,0 millj. Skipasund. Góð íb. í kj. ca 65 fm I þríb. Verð 4,9 millj. Kvisthagi. Risíb. í fjórb. á góðum stað. Mikið endurn. Nýtt bað o.fl. Aukaherb. í risi, má innr. sem viðbótar svefnherb. Útsýni. Verð 6 millj. Áhv. veðdeild 3,5 millj. Hamraborg. Höfum góðar 2ja herb. íb. ásamt bílskýlum. Gott verð. Dvergabakki. Mjög snyrtileg 45 fm íb. á 1. hæð. Tvennar svalir. Góö íb. Laus. Vesturberg - laus. Snyrtil. íb. á 2. hæð I blokk. Utanhússviðgerð nýlokið. Langholtsvegur - laus. Ca 61 fm íb. í kj. I tvíb. Snyrtileg og góð íb. Nýtt gler. Áhv. 2,6 millj. húsbr. Atvinnuhúsnæði Laugavegur - fjárfesting. Framhús og bakhús við Laugaveg. i fram- húsinu eru verslhúsn. á jarðh. og 4 samþ. íb. Bakh. er leigt út til einstakl. Góðar leigu- tekjur. Hjá Fasteignamarkaðnum er einnig til sölu húseignin Mávanes 14. Þetta er steypt einbýl- ishús, byggt 1972 og um 371 ferm. alls á tveimur hæðum. Húsið er með innbyggðum tvöföldum bílskúr og stendur á 1.700 ferm. ræktaðri eignarlóð. Á þetta hús eru settar 20 millj. kr., en engar veðskuldir hvila á því. Eigandi er Sigríður Jóna Árnadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.