Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.1995, Blaðsíða 1
• MARKAÐURINN • SMIÐJAN • LAGNAFRÉTTIR • GRÓÐUR OG GARÐAR • HÝBÝLI • FRÉTTIR • fltavmiIMbitafr Föstudagur 12. maí 199S Blað D Tröppur ígörðum I þættínum Gróður og garðar fjallar Stanislas Bohic, garðhönnuður um tröppur í görðum. Þær eiga sinn þátt í heildar- mynd garðsins, annað hvort sem hluti af heildinni eða sem aðalatriði. /18 ? Bygginga- dagar 1995 Byggingadagar Samtaka Iðnaðarins verða haldnir um helgina. Markmiðið er að gera byggingariðnað- inn sýnilegri og vekja at- hygli á starfsemi bygg- ingafyrirtækja og fram- leiðenda./16 ? CÓTTEKT Fasteigna- markaðurinn á Arnarnesi HVERGI hafa húseignir yerið jafn eftirsóttar og á Arnamesi í Garðabæ. Hverfið hefuryfír sér sérstakt yfirbragð. Lóðir eru stórar og húsin eru því frjálsari af sér en ella og njóta sín betur í umhverfmu. Glæsi- leg einbýlishús með fallegum görðum setja svip á hverfið, en fjölbýlishús eru þar engin. Þar eru ekki heldur neinar opinberar byggingar og engin iðnaðarhús. Þó að Arnarnesið sé eftir- sótt, þá eru þar enn til auðar byggingarlóðir, bæði á nesinu sunnanverðu og norðanverðu. Viðhald og viðgerðir ört vaxandi TALSVERÐAR breytingar urðu á skiptingunni milli einstakra þátta byggingariðnaðarins á árunum 1992-1994, eins og fram kemur á teikningunni hér til hliðar. Nýbygg- ingar byggingaraðila drógust tals- vert saman sem hlutfall af heildar- verkefnunum, en hlutfall verkefna unnin fyrir einstaklinga, sem byggðu sjálfir, jókst aftur á móti. Þá vekur það athygli, að smíði félagslegra íbúða er miklu minni þáttur í verkefnum byggingariðnað- arins en áður, en þær voru 11,2% af verkefnum byggingariðnaðarins 1992, 6,4% árið 1993 en aðeins 3,7% í fyrra. Sama máli gegnir um opinberar byggingar, en þær voru 19,8% af verkefnum byggingariðnaðarins 1992,17,9% árið 1993 en aðeins 8,5% á síðasta ári. Bygging atvinnuhús- næðis er eftir sem áður aðeins lítill hluti af verkefnum byggingariðnað- arins, enda hefur smíði atvinnuhús- næðis verið mjög lítil undanfarin ár miðað við það sem áður var. Viðhald og viðgerðir eru hins veg- ar ört vaxandi þáttur. Nær helming- ur af verkefnum byggingariðnaðar- ins í fyrra var á því sviði eða 48,8%, en var aðeins 28,9% árið 1992. ís- lenzk hús eru tiltölulega ný og því hafa margir talið, að viðhaldsþörf þeirra væri ekki eins knýjandi og ella. Á næstu árum má hins vegar gera ráð fyrir, að þessi þáttur fari enn vaxandi. Framangreindar tölur eru byggð- ar á svörum sextíu fyrirtækja í bygg- ingakönnun, sem Samtök iðnaðarins framkvæma árlega. Helstu verkefni í byggingar- ÍðnaðÍ 1992-94 (hlutfallsleg skipting) 17.4% ..... Rtti 6,2% 15,5% tbúðarhúsnæði til SÖIu (byggingaraðilar) 5,2% 11,0% Verkstæðisvinna og annað 7,9% 8'8% 14,8% 9,6% 10,1% íbúðarhúsnæði I fyrir einstaklinga 11,2% Fél. íbúðir 19,8% 17,9% 8,5% Opinberar byggingar 3,7% 28,9% Viðhald og viðgerðir 1982 1983 1984 1982 1983 1984 Við Mávanes eru þannig þrjár auðar sjávarlóðir og er ein þeirra til sölu nú. Þessi lóð er um 1.500 ferm. og með góðu útsýni. Á hana eru settar 6 millj. kr. Þetta er eignarlóð eins og allar aðrar lóðir á Arn- arnesi og er af þeim sökum vafalaust dýrari en ella. Verð á stórum húseignum hefur verið í lágmarki miðað við það sem áður var og Arnar- nesið hefur ekki farið varhluta af því. Verð á góðum húseign- um þar er því ekki miklu hærra en á eftirsóttum stöðum ann- ars staðar á höfuðborgarsvæð- inu. En eftir sem áður hefur Amarnesið mikla sérstöðu í vitund margra./24 SJÓÐUR 2 FYRSTI 8c EINI TEKJUSJÓÐURINN Á ÍSLANDl SEM GREIÐIR MÁNAÐARLEGA VEXTI Sjóður 2 er fyrsti tekjusjóðurinn á íslandi sem greiðir vexti umfram verðbólgu mánaðarlega og hentar því þeim sem vilja auka mánaðarlegar tekjursínar. Mánaðarlegar vaxtagreiðslur. Skattfrjálsar vaxtatekjur. Uttekt heimil hvenær sem er, án nokkurs kostnaðar. Lágmarks inneign í sjóðnum er 500.000 kr. Fyígir ávöxtun íslenskra markaðsskuldabréfa og fjárfestir einungis í traustum skuldabréfum. Ökeypis varsla bréfanna. Mánaðarleg yfirlit um vexti og eign. Hægt að fá vexti lagða inn á reikning í hvaða banka sem er. Ráðgjafar VlB veita frekari upplýsingar um Sjóð 2 í afgreiðslunni í Ármúla 13a eða í síma 560-8900. Jafhframt er hægt að kaupa Sjóð 2 í útibúum íslandsbanka um allt land. Verið velkomin í VÍB. FORYSTAI FJARMALUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi Islands • Armúla 13a, 155 Reykjavik. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.