Morgunblaðið - 13.05.1995, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 D 3
HM I HANDKIMATTLEIK
Hvað sagði Bogdan Kowalczyk, fyrrum landsliðsþjálfari?
Islendingar koma tvíefld-
ir til leiks gegn Sviss
„ÉG held að eftir þetta tap
gegn Kóreu muni íslenska liðið
koma tvíeflt til leiks gegn Sviss.
íslenska landsliðið hefur oftast
náð sér vel á strik eftir tap-
leiki, — það hefur að minnsta
kosti oftast verið þannig í þann
tíma sem ég hef þekkttil liðs-
ins,“ sagði Bogdan Kowalczyk,
fyrrum landsliðsþjálfari íslands
eftir leikinn gegn Suður-Kóreu.
Bogdan sagði að úrslitin í gær
hefðu ekki átt að koma á
óvart. „Við höfum alltaf átt í vand-
ræðum með þá. Þeir hafa öðru vísi
gabbhreyfingar en flest þau lið sem
íslenska liðið leikur gegri. Þessi
leikur var eins og aðrir erfíðir leik-
gir í heimsmeistarakeppni, annað lið-
ið átti góðan dag en hitt slæman.“
- Hvað brást hjá íslenska liðinu?
„Það er mjög erfítt fyrir mig að
tala um hvað hefur brugðist því
Ég veit ekki hvað þjálfarinn hefur
:?sagt fyrir leikinn. Hvað hann lagði
'fyrir leikmenn sína, þannig að það
er erfitt fyrir mig að dæma um
það.“
- Hvað með Suður-Kóreuliðið.
Heldurðu að það eigi eftir að kom-
ast langt í keppninni?
„Ég á frekar von á því að það
dali þegar á líður. Leikmenn þess
eru frekar lágvaxnir og það er erf-
itt að berjast alltaf gegn hærri leik-
mönnum. Þegar menn sem eru um
180 sentimetrar þurfa að berjast
gegn spilurum sem eru tiu senti-
metrum hærri, í hverjum einasta
leik, þá verða þeir þreyttir. Önnur
lið koma svo til með að læra betur
inn á leikstíl þeirra.“
- Hvað með leik íslands gegn
Sviss?
„Möguleikarnir eru út af fyrir
siggóðir. Svisslendingar spila frek-
ar hægan sóknarleik og það á
ágætlega við okkur. Sviss spilar
raunverulega góðan handbolta fyrir
þjálfara til að lesa, þeir leika ein-
faldan og hægan handbolta sem
auðvelt er fyrir þjálfara að lesa.
&eir spila leik sinn án þess að gera
mörg mistök og þeir spila mjög
jngað.
Við vinnum Sviss yfirleitt alltaf,
en oftast hefur það bara verið með
einu eða tveimur mörkum. Leikur-
inn verður erfiður en hefðin er fyr-
ir því að við vinnum á morgun og
ég spái því að það gerist. “
- Hvað með endanlegan árangur
íslendinga í mótinu?
„Það er mjög erfitt að segja til
um þetta eftir aðeins fjóra leiki.
Það á margt eftir að gerast. Alsír
Morgunbladið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
HETJUR Suður-Kóreumanna Sik-hyung Lee, márkvörður og skyttan Kyung-shin Yoon fagna
slgrlnum yflr íslendingum. Þelr léku báðlr vel og sérstaklega var Lee íslendlngum erfiður.
Islenska liðið þoldi ekki álagið
HONG Seong-peo, þjálfari Kóreumanna, hældi íslenska liðinu og
sagði það gott. „Islenska liðið lék undir miklu álagi og ég held að
það hafi ekki staðið undir henni. Það var að gera allt of mörg mistök
í sókninni. Fyrir leikinn taldi ég jafna möguleika á sigri og við vor-
um staðráðnir í að leggja allt í þennan leik. Allir stákarnir í mínu
liði léku vel en enginn eins vel og Lee í markinu sem varði mörg
skot úr opnum færum,“ sagði þjálfarinn.
vann Danmörku og það spáði því
enginn að það mundi gerast. Eftir
sjötta leik fer þrek og þol leikmanna
að skipta mjög miklu máli og þá
fer að sjást hvaða lið koma best
undirbúin,“ sagði Bogdan Kow-
alczyk, fyrrum landsliðsþjálfari ís-
lands.
■ ÞULURINN í Laugardalshöll
notaði skemmtilega aðferð við _að
tilkynna hverjir skora mörk ís-
lands. Þegar einhver skorar kallar
þulurinn fomafn viðkomandi í hát-
alarakerið, en áhorfendur svara
með því að kalla föðurnafn leik-
mannsins. Skemmtileg nýbreytni.
■ FRIÐRIK Guðmundsson
móttökustóri erlendra gesta hjá
HSI og fyrrverandi formaður sam-
bandsins er getspakur maður. Fyr-
ir leikinn í_ gær sagði hann blaða-
manni að Island myndi tapa með
þremur mörkum og sagði hvernig.
Tölumar gengu reyndar ekki alveg
eftir, þó litlu munaði, en marka-
munurinn var réttur.
■ EINN af forráðamönnum IHF
kom í gær til Friðriks og var nokk-
uð niðri fyrir og sagðist vera með
vandamál; hann hefði tekið vit-
lausa tösku í Hafnarfirði daginn
áður. Friðrik sagði að það væri
alls ekki vandamál, hvort það væru
gleraugu í töskunni og hvað mað-
urinn já við. Friðrik rétti þá kapp-
anum töskuna, því starfsmenn HM
höfðu uppgötvað að IHF-maður
ætti hana og sent út á Hótel Sögu.
Málið leyst snaggaralega.
■ A-KL ÚBBURINN átti fímm
ára afmæli í gær, en í honum eru
dyggustu stuðningsmenn íslenska
landsliðsins og hafa meðlimir hans
fylgt liðinu á stórmót undanfarin
ár.
■ LÖGREGLAN á keppnistöðun-
um stendur sína vaktir og miðaldra
lögregluþjónn sem var í Laugar-
dalshöllinni í gær sagði að um
20 lögregluþjónar væra í og í
kringum Höllina daglega. Hann
sagði í léttum tón að það væri sleg-
ist um að fá að vera inni því þá
gætu menn fylgst með leikjunum.
„En þeir ráða ekkert við okkur
gömlu brýnin,“ sagði hann.
■ ÞAÐ eru þrettán svissneskir
áhorfendur sem fylgjast grannt
með góðu gengi síns liðs og í gær
hvöttu þeir liðið áfrarn með því að
kalla á íslensku. „Áfram Sviss!“
heyrðist hljóma um Höllina og
einnig „Beijast!"
■ EKKERT jafntefli hefur enn
orðið í heimsmeistarakeppninni og
er það nokkuð sérstakt. Litlu mun-
aði þó í gær er Tékklendingar
unnu Slóvena 23:22. Slóvenar
vora í sókn síðustu 25 sekúndumar
en tókst ekki að jáfna.
Mikil vonbrigði
Ballið er rétl að byija
Þegar lagt var af stað í HM
var vitað að pressan
mikil á
Sigmundur Ó.
' Steinarsson
skrífar
vitað að pressan yrði
„strákunum okkar“ við
að leika á heima-
velli, enda íslend-
ingar þekktir fyrir
að vera kröfuharð-
ir. Spennan hefur
verið mikil í kringum landsliðið,
eins og í kringum öil lið sem leika
á heimavelli í heimsmeistara-
keppni. Sú pressa á eftir að halda
áfram, en við tapið gegn Suður-
Kóreumönnum losnaði um
ákveðna spennu hjá landsliðs-
mönnum íslands — spennuna sem
myndast við það að leika leik eft-
ir leik án þess að tapa, því allir
íþróttamenn vita að sá dagur
rennur upp sem þeir verða að láta
í minni pokann — og það kemur
ávallt. dagur eftir þann dag. Ballið
er rétt að byija, dansinn verður
stiginn áfram. Það er betra að
misstíga sig f upphituninni, en
þegar út í alvöruna er komið; út-
sláttarkeppnina — þar sem tap
þýðir dauða. Það var enginn sem
reiknaði með að íslenska landslið-
ið færi taplaust f gegnum heims-
meistarakeppnina. Það er alltaf
sárt að tapa, en tap þýðir ekki
heimsendi. Erfíðleikar sem koma
oft upp hjá flokkaíþróttamönnum,
eru til að vinna á. Það er ekki
neinn einn sem vinnur þá vinnu,
heldur er það vinna liðsheildarinn-
ar — að menn þjappi sér saman,
ákveðnir að halda áfram að gera
sitt besta. Dansinn heldur áfram
að duna í Laugardalshöllinni í dag
— það koma margir til að sækja
þann „dansleik" og ég efa ekki
að dansinn muni halda áfram
fram eftir kvöldi. íslenska liðið
hefu.' nú þegar tiyggt sér rétt til
að leika í 16-liða úrslitum — þá
hefst alvaran. Það vita „strákarn-
ir okkar" manna best - og til að
árangur náist, verða menn að
styðja við bakið á þeim.
-sagði ÞorbegurAðalsteinsson, landsliðsþjálfari
„ÞETTA eru mikil vonbrigði og
það þýðir ekkert að vera velta
sér upp úr þessum úrslitum
eftir á. Það er nýtt verkefni
framundan, leikurinn á móti
Sviss og það er það sem skipt-
ir máli í dag,“ sagði Þorbergur
Aðalsteinsson, landsliðsþjálf-
ari eftir þriggja marka tapið
gegn Suður-Kóreu.
orbergur sagði að þeir hefðu
farið mjög vel yfir leiki kór-
enska liðsins í keppninni og vissu
því að hveiju þeir gengu. „Það eru
ýmsar skýringar á þessu tapi. í
fyrsta lagi náðum við ekki að ráða
hraðanum eins og við ætluðum okk-
ur. í öðru lagi réðum við ekki við
skytturnar hjá þeim og í þriðja lagi
klúðruðum við allt of mörgum
dauðafærum."
„Við náðum aldrei í þá. Þeir
fengu að skjóta eins og þeir vildu
og maður á móti manni er hlutur
sem hver og einn verður að gera.
Þeir eru rosalega snöggir maður á
móti manni, með snöggar gabb-
hreyfíngar sem við réðum ekki við.“
- Þessi úrslit þýða að þið verðið
að vinna Sviss með fjögurra marka
mun ef þið ætlið að ná fyrsta sæt-
inu í riðlinum eins og að var stefnt.
Er ekki of mikill pressa á ykkur
fyrir leikinn á móti Sviss?
„Jú, auðvitað setur þetta mikla
pressu á okkur eins og hefur reynd-
ar verið fyrir alla leikina í keppn-
inni. Við verðum bara að sigra og
ætlum okkur að gera það. Það eru
tveir sterkir einstaklingar í sviss-
neska liðinu, Baumgartner og Rub-
in, og við finnum vonandi lausn á
að stoppa þá.“