Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 6
6 D LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ + HM I HANDKNATTLEIK Anatolí Evtútsjenko þjálfar lið í sjöunda skipti í heimsmeista Breytingar nauðs\ Evtútsjenko var þjálfari landsliðs Sovétríkjanna frá 1968 til 1991. Hann var með liðið í heimsmeistara- keppninni 1970, 1974, 1978, þar sem það hafnaði í öðru sæti, 1982, þegar Sovétmenn urðu heimsmeistarar, 1986, þegar allt gekk á afturfótunum og Sovétmenn urðu að sætta sig við níunda sætið, og 1990 þegar hann varð að sætta sig við silfur eftir tap gegn Svíum í úrslitaleik. Undir hans stjórn varð lið- ið í 5. sæti á Ólympíuleikunum 1972, vann til gullverðlauna 1976, silfurverð- launa 1980 og gullverðlauna 1988 en Sovétmenn mættu ekki til leiks í Los Angeles 1984 vegna stjórnmáladeilna. Eftir hrun Sovétríkjanna sagðist hann ekkert hafa haft að gera þar lengur og skömmu síðar gerðist hann þjálfari hjá Milbertshofen í Þýskalandi, þar sem hann var í eitt og hálft ár en tók við landsliði Kúveits í ágúst í fyrra og renn- ur samningurinn út í lok þessa mánað- ar. Hánn er mættur með lið í sjöunda sinn í heimsmeistarakeppni og er það einsdæmi en hvernig stóð á því að þessi þekkti þjálfari tók að sér óreynt og nánast óþekkt lið? Öðruvísi „Mér gekk vel með Milbertshofen qg menn frá Kuveit töluðu við mig. Ég tók þetta ekki alvarlega í byrjun en svo komu þeir til mín til Þýskalands og ég ákvað að slá til." Hann sagði að ekki væri hægt að bera saman handboltann í Kúveit og fyrrum Sovétríkjum þvi um tvo mjög ólíka hluti væri að ræða. „Allir Ieik- Anatolí Evtútsjenko er þekktasti handknatt- leiksþjálfari heims og einn sá sigursælasti. Hann sagði við Steinþór Guðbjartsson að handboltinn værí ekki eins góður og skemmti- legur og áður og vill breyta reglunum til að auka vinsældir íþróttarinnar á ný. mennirnir í Kúveit eru áhugamenn og handboltinn er frekar áhugamál hjá þeim, stundargaman. Þeir fá ekki borg- að fyrir að spila og það er undir hælinn lagt hvort þeir komist á æfingar. Þrír bestu leikmennirnir komust til dæmis ekki með til íslands, fengu sig ekki lausa úr vinnu. Þetta er ekki sambæri- legt við það sem var í Soyétríkjunum þegar ég var með besta lið í heimi." Breyta verður reglunum Evtútsjenko sagði að útbreiðsla handboltans væri þó nokkur í Araba- löndum og Asíu en þar væru menn smávaxnari en í Evrópu og ættu í erfið- leikum gegn risavöxnum varnarmönn- um. Með frekari útbreiðslu og vinsæld- ir í huga væri nauðsynlegt að breyta reglunum en það væri erfitt því ráða- menn væru sem í fílabeinsturni og gerðu sér ekki grein fyrir þessu þó á það væri bent. „Handboltinn er ekki eins góður og hann var. í fyrsta lagi eru fimm bestu þjóðirnar horfnar en það eru Sovétrík- in, Júgóslavía, Austur-Þýskaland, Pól- land og Tékkóslóvakía, auk þess sem fyrrum stórþjóðir, Ungverjaland og Rúmenía, eru ekki svipur hjá sjón. 1988 var ég með besta lið í heimi og þá gekk boltinn hratt manna á milli, fimm snertingar og skot. Sóknirnar stóðu yfír í 37 sekúndur að meðaltali AKUREYRl en í Heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð 1993 voru sóknirnar í 48 sekúndur í úrslitaleiknum og þá gekk boltinn á milli níu eða 11 manna. 1988 var hand- boltinn mun hraðari og tæknin meiri en þá komu fram 25 nýjar leÍKaðferð- ir. Samsvarandi tala í Svíþjóð var fimm. Leikurinn er orðinn hægur og þyngsla- legur og 70% liða leika 6-0 vörn. Létt- leikinn er horfinn og það er ekkert gaman að horfa á leik þar sem ekkert gerist. Ég vil sjá hraðari leik og það gerist með því að hefja sókn eftir mark strax frá markverði. Svipað og í körfu- bolta. Byrja um leið og takmarka tím- ann í hverri sókn við til dæmis 45 sek- ' úndur. Það voru 59 mörk í leik okkar við Svíþjóð. Hvaða vit er í því að byrja á miðju 59 sinnum í einum leik? Til hvers að eyða tímanum í það? Nei, ég vil fá meiri hraða, hraða eins og Suður- Kóreumenn sýna, eitthvað fyrir augað. Samfara þessum breytingum vil ég fá að nota 16 menn í leik og vera með þrjá dómara. Ef leiknum yrði breytt í þessa veru yrðu vinsældirnar gífurlegar og handbolti yrði jafnvel betri og vin- sælli en íshokkí og körfubolti." Hann sagði ennfremur að breytingin á heimsmeistaraképpninni væri áf hinu góða. „Það gerir keppnina áhugaverðari að hafa 24 lið því það tryggir að öll bestu liðin koma til leiks og svo fá önn- ur tækifæri, lið eins og Túnis, Alsír og Kúveit. Þetta eykur áhugann á íprótt- inni sem sést best í Egyptalandi þar sem 30.000 manns mæta á handboltaleiki. Það verður^ heldur engin stemmning þegar stúkur eru fullar af uppábúnum fyrirmennum sem hafa engan skilning á leiknum. En ég hef ekki séð neina mjög góða leiki hérna ennþá. Svíar eru í sérflokki en sjálfsagt lagast þetta þeg- ar líða tekur á keppnina." Fyrsta bannið Evtútsjenko fékk að sjá rauða spjald- ið sl. þriðjudag á leik Kúveits og Egyptalands eftir að hafa lent í stymp- ingum við eftirlitsmann. „9. maí er merkilegur dagur. Þennan dag voru mikil hátíðarhöld í Moskvu í tilefni þess að hálf öld er frá stríðslok- um i Evrópu og sama dag er mér vikið upp í stúku. Eftirlitsmaðurinn ætlaði að reka fingurna í augun á mér og ég varð að stöðva hann. Það sáu allir að ég var ekki með læti og ekki þurfti að kalla til lögreglu en þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ rautt spjald á HM." Vantar handboltaskóla Evtútsjenko sagðist vera ánægður með að HM væri nú á Islandi. „Ég samgleðst^ ykkur og þið eigið þetta skilið en ísland er virt handboltaþjóð og á marga vini í hreyfingunni. Islend- ingar eiga líka góða handboltamenn. Þeir eru líkamlega sterkir og hugarfar- ið er rétt. Liðið bætir sig í hverjum leik og þó erfitt sé að spá held ég að liðið eigi möguleika á að verða í einu af þremur efstu sætunum. Hins vegar hefur ávallt vantað herslumuninn til að komast alla leið en leið til að breyta því er að vera með sérstakan handbolta- skóla. Það er slæmt að það skuli ekki vera handboltaskóli á íslandi og eins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.