Morgunblaðið - 13.05.1995, Síða 6

Morgunblaðið - 13.05.1995, Síða 6
6 D LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBIAÐIÐ HM I HANDKNATTLEIK LAUGARDAGUR13. MAÍ 1995 D 7 HM í HANDKNATTLEIK um, nema frá áhorfenda- bekkjunum. Hér baðar Evt- útsjenko út höndunum — hef- ar sagði Luiz Giacomini, nýráðinn landsliðsþjálf- ari Brasilíu í handknatt- íþróttalífið þar snýst um knattspyrnu. Hins veg- Ameðal áhorfenda ÞJALFARINN kunni Anatolí Evtútsjenko var settur í tveggja leikja bann, þannig að hann hefur ekki getað stjómað sínum mönnum í liði Kúveit í tveimur síðustu leikj- ur líklega seð eitthvað at- hugavert inni á vellinum — í leik Kúveit gegn Svíum á Akureyri í fyrradag. Morgunblaðið/Rúnar Þór Anatolí Evtútsjenko þjálfar lið í sjöunda skipti í heimsmeistarakeppni, sem er met Breytingar nauðsynlegar Evtútsjenko var þjálfari landsliðs Sovétríkjanna frá 1968 til 1991. Hann var með liðið í heimsmeistara- keppninni 1970, 1974, 1978, þar sem það hafnaði í öðru sæti, 1982, þegar Sovétmenn urðu heimsmeistarar, 1986, þegar allt gekk á afturfótunum og Sovétmenn urðu að sætta sig við níunda sætið, og 1990 þegar hann varð að sætta sig við silfur eftir tap gegn Svíum í úrslitaleik. Undir hans stjórn varð lið- ið í 5. sæti á Ólympíuleikunum 1972, vann til gullverðlauna 1976, silfurverð- launa 1980 og gullverðlauna 1988 en Sovétmenn mættu ekki til leiks í Los Angeles 1984 vegna stjórnmáladeilna. Eftir hrun Sovétríkjanna sagðist hann ekkert hafa haft að gera þar lengur og skömmu síðar gerðist hann þjálfari hjá Miibertshofen í Þýskalandi, þar sem hann var í eitt og hálft ár en tók við landsliði Kúveits í ágúst í fyrra og renn- ur samningurinn út í lok þessa mánað- ar. Hánn er mættur með lið í sjöunda sinn í heimsmeistarakeppni og er það einsdæmi en hvernig stóð á því að þessi þekkti þjálfari tók að sér óreynt og nánast óþekkt lið? Öðruvísi „Mér gekk vel með Milbertshofen og menn frá Kuveit töluðu við mig. Ég tók þetta ekki alvarlega í byijun en svo komu þeir til mín til Þýskalands og ég ákvað að slá til.“ Hann sagði að ekki væri hægt að bera saman handboltann í Kúveit og fýrrum Sovétríkjum því um tvo mjög ólíka hluti væri að ræða. „Allir leik- Anatolí Evtútsjenko er þekktasti handknatt- leiksþjálfari heims og einn sá sigursælasti. Hann sagði við Steinþór Guðbjartsson að handboltinn væri ekki eins góður og skemmti- legur og áður og vill breyta reglunum til að auka vinsældir íþróttarinnar á ný. mennirnir í Kúveit eru áhugamenn og handboltinn er frekar áhugamál hjá þeim, stundargaman. Þeir fá ekki borg- að fyrir að spila og það er undir hælinn lagt hvort þeir komist á æfingar. Þrír bestu leikmennimir komust til dæmis ekki með til íslands, fengu sig ekki lausa úr vinnu. Þetta er ekki sambæri- legt við það sem var í Sovétríkjunum þegar ég var með besta lið í heimi.“ Breyta verður reglunum Evtútsjenko sagði að útbreiðsla handboltans væri þó nokkur í Araba- löndum og Asíu en þar væru menn smávaxnari en í Evrópu og ættu í erfíð- leikum gegn risavöxnum vamarmönn- um. Með frekari útbreiðslu og vinsæld- ir í huga væri nauðsynlegt að breyta reglunum en það væri erfitt því ráða- menn væru sem í fílabeinsturni og gerðu sér ekki grein fyrir þessu þó á það væri bent. „Handboltinn er ekki eins góður og hann var. í fyrsta lagi eru fimm bestu þjóðimar horfnar en það eru Sovétrík- in, Júgóslavía, Austur-Þýskaland, Pól- land og Tékkóslóvakía, auk þess sem fyrrum stórþjóðir, Ungveijaland og Rúmenía, eru ekki svipur hjá sjón. 1988 var ég með besta lið í heimi og þá gekk boltinn hratt manna á milli, fimm snertingar og skot. Sóknirnar stóðu yfir í 37 sekúndur að meðaltali AKUREYRI en í Heimsmeistarakeppninni í Svíþjóð 1993 voru sóknirnar í 48 sekúndur í úrslitaleiknum og þá gekk boltinn á milli níu eða 11 manna. 1988 var hand- boltinn mun hraðari og tæknin meiri en þá komu fram 25 nýjar leihaðferð- ir. Samsvarandi tala í Svíþjóð var fimm. Leikurinn er orðinn hægur og þyngsla- legur og 70% liða leika 6-0 vörn. Létt- Ieikinn er horfinn og það er ekkert gaman að horfa á leik þar sem ekkert gerist. Ég vil sjá hraðari leik og það gerist með því að heija sókn eftir mark strax frá markverði. Svipað og í körfu- bolta. Byija um leið og takmarka tím- ann í hverri sókn við til dæmis 45 sek- • úndur. Það voru 59 mörk í leik okkar við Svíþjóð. Hvaða vit er í því að byija á miðju 59 sinnum í einum leik? Til hvers að eyða tímanum í það? Nei, ég vil fá meiri hraða, hraða eins og Suður- Kóreumenn sýna, eitthvað fyrir augað. Samfara þessum breytingum vil ég fá að nota 16 menn í leik og vera með þijá dómara. Ef leiknum yrði breytt í þessa veru yrðu vinsældirnar gífurlegar og handbolti yrði jafnvel betri og vin- sælli en íshokkí og körfubolti.11 Hann sagði ennfremur að breytingin á heimsmeistarakeppninni væri áf hinu góða. „Það gerir keppnina áhugaverðari að hafa 24 lið því það tryggir að öll bestu liðin koma til leiks og svo fá önn- ur tækifæri, lið eins og Túnis, Alsír og Kúveit. Þetta eykur áhugann á íþrótt- inni sem sést best í Egyptalandi þar sem 30.000 manns mæta á handboltaleiki. Það verður heldur engin stemmning þegar stúkur éru fullar af uppábúnum fyrirmennum sem hafa engan skilning á leiknum. En ég hef ekki séð neina mjög góða leiki héma ennþá. Svíar eru í sérflokki en sjálfsagt lagast þetta þeg- ar líða tekur á keppnina.“ Fyrsta bannið Evtútsjenko fékk að sjá rauða spjaid- ið sl. þriðjudag á leik Kúveits og Egyptalands eftir að hafa lent í stymp- ingum við eftirlitsmann. „9. maí er merkilegur dagur. Þennan dag voru mikil hátíðarhöld í Moskvu í tilefni þess að hálf öld er frá stríðslok- um í Evrópu og sama dag er mér vikið upp í stúku. Eftirlitsmaðurinn ætlaði að reka fingurna í augun á mér og ég varð að stöðva hann. Það sáu allir að ég var ekki með læti og ekki þurfti að kalla til lögreglu en þetta er í fyrsta sinn sem ég fæ rautt spjald á HM.“ Vantar handboltaskóla Evtútsjenko sagðist vera ánægður með að HM væri nú á íslandi. „Ég samgleðst ykkur og þið eigið þetta skilið en ísland er virt handboltaþjóð og á marga vini í hreyfingunni. Islend- ingar eiga líka góða handboltamenn. Þeir eru líkamlega sterkir og hugarfar- ið er rétt. Liðið bætir sig í hveijum leik og þó erfitt sé að spá held ég að liðið eigi möguleika á að verða í einu af þremur efstu sætunum. Hins vegar hefur ávallt vantað herslumuninn til að komast alla leið en leið til að breyta því er að vera með sérstakan handbolta- skóla. Það er slæmt að það skuli ekki vera handboltaskóli á íslandi og eins vil ég sjá íslendinga þróa sína eigin tækni, að þeir byggi upp og komi með sín leikkerfi." Kveðjur til allra íslendinga Lið Kúveit fer heim eftir að riðlakeppninni líkur en þjálfarinn verður eftir. „Það er gott að vera á íslandi og ég ætla að fylgjast með leikjun- um út mótið. Mér líður vel hérna, fólkið er dásamlegt og skilaðu kveðju frá mér til allra handbolta- vina á íslandi," sagði Anatolí Evt- útsjenko sem veit ekki hvað hann ætlar að gera eftir 31. maí. Luiz Giacomini tók við landsliði Brasilíu fyrir hálfum mánuði Markmiðið er að vera í hópi tíu bestu Brasilía er heimsmeist- ari í knattspyrnu og leik, við Steinþór Guð- bjartsson að handbolt- inn væri á uppleið og markmiðið væri að byggja upp landslið í fremstu röð. Brasilíumenn byijuðu að æfa handbolta 1970 og 1979 var Handknattleikssamband Brasilíu stofnað. Landsliðið tók fyrst þátt í keppni 1986, B-keppninni á Italíu, en Luiz Giacomini var ráðinn lands- liðsþjálfari rúmri viku áður en Heimsmeistarakeppnin hófst á ís- landi. Englr peningar „Það eru ekki miklir peningar til í Brasilíu og handboltahreyfíngin hefur ekki úr miklu að moða,“ sagði þjálfarinn sem er 46 ára prófessor í íþróttum. „Leikmennirnir eru dreifðir um allt land og því var lít- ill undirbúningur, aðeins nokkrir dagar áður en við komum hingað. Við fáum ferðirnar borgaðar en annað ekki. Ég hef mín laun í há- skólanum en fæ ekkert fyrir að vera þjálfari og leikmennirnir fá heldur ekki krónu. En við erum hér til að læra með því markmiði að byggja upp sterkt landslið í framtíð- inni. Að vera í hópi 10 bestu liða í heimi er langtímamarkmiðið en fyrsta skrefíð er að verða bestir í Ameríku og til þess þurfum við að sigra Kúbu sem verður erfitt.“ Aukin útbreiðsla Giacomini hefur verið þjálfari síð- an 1971. Hann sagðist hafa farið á mörg námskeið í Rúmeníu, Þýska- landi og Júgóslavíu og svo hefði Bengt Johansson, þjálfari Svía, komið og haldið námskeið í Brasil- íu. „Auðvitað er á brattann að sækja en við höfum kynnt handbolt- UPP OG NIÐUR MEÐ SVISSLENDINGUM Sstíi úrslita- 1938 1954 1958 1961 1964 1967 1970 1974 1978 1982 1986 1990 1993 keppni Þýstoland Sviþjtö A-Þýstal. V-Þýstol. Téktó. Sviþióð Ftoddand A-ÞýsM. OanlmMi V-Þýstel. Sviss Tékkc. Sviþióð Árangur Svisslendinga í HM MörK Sæti KEPPNI Leikir U 1054 1958 1061 1964 1967 1970 1974 1978 1982 1986 1990 1993 31:55 25:32 38:56 45:65 29:48 Island hefureinu sínni leikid gegn Sviss, ÍHM 1961, og vann þé 14:12 Samtals: 41 12 4 25 690:803 28 34,17« Sigmundur Ó. Steinarsson tóK saman / Monaunblaðið, AIG Arangur Svisslendinga gegn öðrum þjóðum í HM Þjóð Leikir U J T Mörk Tékkóslóvakia 5 1 1 3 74:103 Frakkland 4 2 1 0 64:64 V-Þýskaland 3 0 1 2 43:45 Svíþjóð 3 0 0 3 52:70 Pólland 3 1 0 2 41:53 Rúmenía 3 0 0 3 41:65 Danmörk 2 0 0 2 26:34 Júgóslavía 2 0 0 2 30:53 A-Þýskaland 2 0 0 2 30:39 Suður-Kórea 2 1 0 1 44:43 Japan 2 2 0 0 40:27 Sovétrikin 2 0 0 2 29:47 Spánn 2 1 1 0 44:43 . ísland 1 0 0 1 12:14 Þýskaland 1 0 0 1 9:20 Noregur 1 1 0 0 21:16 Egyptaland 1 1 c 0 26:23 Kúba 1 1 0 0 32:26 Alsir 1 1 0 0 22:18 Morgunblaðið/Rúnar Þór AGBERTO Correa de Matos, besti leikmaður Brasiiíumanna og Luiz Giacomini, landsiiðsþjðlfarl. ann í skólum með þeim árangri að greinin er iðkuð í öllum skólum landsins. Skólaliðin keppa innan hvers fylkis en síðan erum við með 12 lið í 1. deild og 24 í 2. deild. Nú eru viss tímamót í landsliðinu, margir hætta eftir þessa keppni og yngri menn taka við. Við vonumst til að vera með á HM 1997 og ætlum þá að mæta með sterkara lið. En allt byggist þetta á að fá peninga og ef þeir fást viljum við gera þetta eins og aðrar þjóðir. Ef við ætlum að vera í fremstu röð verðum við að auka samskiptin við Evrópuþjóðimar, spila við þessi sterku lið til að sigrast á óttanum. Eins og hér hefur sést berum við. virðingu fyrir þessum stjörnum, emm hræddir við þær og það geng- ur auðvitað ekki. I öðru lagi þurfum við að bæta leik okkar og koma meira skipulagi á varnarleikinn. Þetta er mikil vinna en viljinn er fyrir hendi og hug- myndin er að byggja upp frá og með 16 ára landsliðinu, vera með sama kerfí hjá öllum landsliðunum.“ De Matos segir baráttuna erfiða Reynum að breyta hugsun- arhættinum Agberto Correa de Mat- os, besti leikmaður Brasilíu, sagði Stein- þóri Guðbjartssyni, að erfitt væri að breyta hugsunarhætti fólksins, sem sæi helst ekkert annað en knattspyrnu. Umfjöllun um handbolta í Brasil- íu er lítil, klukkutímaþáttur á einni sjónvarpstöð einu sinni í viku, á laugardagsmorgnum, og örlítið í dagblöðum, jafnvel ekki neitt í sum- um. En landsliðsmaðurinn Agberto Correa de Matos er bjartsýnn Skemmtilegra en karfa „Ég var 11 ára þegar ég byijaði að æfa handbolta,“ sagði skyttan sem er 23 ára. „Ég æfði líka körfu- bolta en valdi handboltann vegna þess að það er miklu skemmtilegri íþrótt, hraðari og meira spennandi." Hann er í íþróttaháskóla og kennir íþróttir og segir að handbolt- inn hafí ekki verið hátt skrifaður í Brasilíu en vonast til að á því verði breyting. „Það er erfitt að fá stuðn- ing við innanhússíþróttir í sólríkri1 Brasilíu. Menningin snýst um fót- bolta og Brasilía er heimsmeistari í knattspyrnu. En við reynum hvað við getum til þess að breyta hugsun- arhætti fólksins og vonandi tekst það. Fyrsta skrefið er að fá aukinn fjárstuðning því sambandið getur ekkert gert án peninga. Hins vegar er verið að tala um markvissa upp- byggingu og ef hugmyndirnar ganga eftir getum við verið í hópi þeirra bestu eftir átta ár.“ Leikmaðurinn hefur verið áber- andi í leikjum Brasilíu í D-riðlinurn á Akureyri. Hann hefur verið í landsliðinu í tvö ár og segir að áranjgur þess skipti sig mestu. „Eg hugsa fyrst og fremst um að spila fyrir Brasilíu og bæta mig í íþróttinni. Það gæti vissulega ver- ið áhugavert að leika í Evrópu og ég er opinn fyrir öllum tilboðum en hef ekki fengið neitt slíkt.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.