Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 12
HM I HANDKNATTLEIK Morgunblaðið/Rúnar Þór STAFFAN Olsson gerðl fjögur mörk fyrlr Svía gegn Egyptum. Leikur Svía snérist aö mestu leyti um hraöaupphlaup og þar var Erlk Hajas aðalmaöur, enda gerði hann 13 mörk. Hér er hins vegar hefðbundin sókn í gangi og Staffan reynir línusendingu. ■ ■ Oruggt hjá Svíum Eg er ánægður með leik liðsins í dag, sagði Bengt Johansson þjálfari Svía eftir að þeir lögðu Egypta örugglega að velli 33:22 í D- riðlinum á Akur- eyri. „Við spiluðum vel í vörninni með Ola Lindgren fremstan í flokki, en ég tel hann vera einn besta varnarmann í heimi í dag. Við náðum svo að keyra í hraðaupphlaup þar sem Reynir B. Eiríksson skrifar frá Akureyri ■I fc Erik Hajas var í essinu sínu“. Svíar byrjuðu leikinn vel og náðu strax forystu sem þeir héldu allan hálfleikinn og þegar gengið var til búningsklefa var staðan 16:12. Á tólftu mínútu fékk Mo- hamed Mahmoud Nakieb mark- vörður Egypta að líta rauða spjaldið fyrir gróft brot á Svía sem var í hraðaupphlaupi. Jafnt var á með liðunum í byij- un seinni hálfleiks en þegar liðnar voru um átta mínútur fór „Svía- vélin“ að mala og allt fór í baklás hjá Egyptum sem gerðu ekki mark í 16 mínútur á meðan Svíar náðu hveiju hraðaupphlaupinu á fætur öðru og gerðu þeir níu mörk í röð. Á síðustu mínútum leiksins náðu Egyptar að klóra í bakkann er Svíar slökuðu á eftir að öruggur sigur var í höfn og urðu lokatölur leiksins 33:22 Svíum í vil. Egyptar léku mjög framarlega í vörninni og gekk Svíum ekki vel að að leika gegn þeim í fyrri hálf- leik þrátt fyrir að þeir hefðu ávalt yfirhöndina en eftir hlé náðu Svíar að beita hraðaupphlaupum sem Egyptar réðu ekki við. Á sama tíma var vörn Svía mjög góð og komust Egyptar hvergi gegn henni. Sigur Svía var örugg- ur og í raun aldrei í hættu frá upphafsmínútunum. ■ Úrslit / D11 ■ Staðan / D11 Kúveiti dæmdur í bann í HM AGANEFND alþjóða hand- knattleikssambandsins, IHF, dæmdi í gær Kúveit- manninn Saad Alazmi í leik- bann á HM og bann frá al- þjóölegum leikjum í þrjá mánuði, eftir að hann féll á lyfjaprófi sem var tekið eft- ir leik Egyptaland og Kú- veit á Akureyri. 28:21. Þá var Kúveitum dæmdur leikurinn tapaður 0:10. Ör- vandi efni, Pseudephedrine, fannst í þvagsýni Saad Alazmi. Þetta er í annað skiptið í sögu heimsmeistarakeppn- innar, sem leikmaður fellur á lyfjaprófí. Rúmenskur markvörður féil á prófi í HM í Sviss 1986, eftir tap- leik gegn Svíum, 20:25, sem var dæmdur sigur 10:0. AKUREYRI 120 krakkarfrá Hvammstanga MIÐASALAN tók kipp á Akur- eyri í gær og seldust um 500 barnamiðar á leiki dagsins. Gunnar Jónsson, formaður HM-nefndarinnar á Akureyri, sagði við Morgunblaðið að lækkun miðaverðs niður í 500 kr. fyrir daginn hefði haft mik- ið að segja. Til að mynda komu 120 krakkar frá Hvammstanga og sáu leiki dagsins en héldu svo heimleiðis á ný um klukkan hálf tíu í gærkvöldi. Á morgun verða úrslitaleikir riðilsins og sagði Gunnar að miðasalan benti til þess að það yrði uppselt í íþróttahöllina. Barist um sæti í síðustu umferðinni TVEIR mikilvægir leikir fara fram í síðustu umferð D-riðils á Akureyri á morgun. Svíþjóð og Spánn leika til úrslita í riðlinum en sigurvegarinn mætir liðinu í 4. sæti C-riðils. Þá beijast Hvíta- Rússland og Egyptaland um þriðja sætið til að komast hjá því að mæta sigurvegara C-riðils í 16-liða úrslitum. Leitað að Pox mynd POX söfnunarmyndir af leikmönnum landsliðanna í HM njóta mikilla vinsælda hjá krökkum en sumir erlendu leikmennimir hafa einnig sýnt myndunum áhuga. Þegar Spánverjinn Juan Dom- inguez, sem gerði fimm mörk gegn Egyptum í gær, frétti að hann væri á svona söfnunarmynd bað hann fararstjóra liðsins um að útvega sér eina slíka. Fararstjórinn hafði samband við eiun starfs- manninn í fréttamannamiðstöðinni á Akureyri sem á börn á „söfn- unaraldrinum“ og bað um aðstoð. Stúlkan brást skjótt við og bað strákana sína um að finna mynd af kappanum sem hann segist ætla að gefa fjölsky Idumeðlimi sínum. Kúveitar teknir í bakaríid Mesta burst D-riðiIs leit dagsins ljós í gær þegar Hvít-Rússar tóku Kúveita í bakaríið. Þeir tefldu fram sínu sterkasta Stefán Þór liði og keyrðu hrað- Sæmundsson ar sóknir og léku á skrifar frá a|s oddi. Uppskeran Akuæyn varð 21 marks sig- ur, 39:18. Ekki þarf að fjölyrða um þennan leik. Hvít-Rússar tóku risp- ur, skoruðu 6-8 mörk í röð á köflum og skildu Kúveitana eftir. Jakímo- vítsj var grimmur og fyrirliðinn Andrej Paratsjenko lék vel að vanda en hann hefur verið besti maður liðsins í keppninni. Einnig má geta um Barbashínskí og Lakízo sem léku vel. Hvít-Rússar skoruðu alls 15 mörk úr hraðaupphlaupum og segir það sitt um keyrsluna. Mark- varslan var í molum hjá Kúveit, samtals fimm skot varin og það fyrsta eftir 22ja mínútna leik. Kúveitar gjalda að sjálfsögðu fyrir að þjálfari liðsins er i leik- banni en áhorfendur hafa ekki yfir- gefið þá og létu í sér heyra. Yfir- burðir Hvít-Rússa voru hins vegar algjörir og sigurinn hefði getað orð- ið enn stærri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.