Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.05.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR13.MAÍ1995 D * 5 HM I HANDKNATTLEIK Þrjátíu manna hópurfrá JapankynnirHIW97 BORGIN Kumamoto á Kyushu- eyju í suðurhluta Japan verður heimavöllur næstu heimsmeist- arakeppni í handknattleik árið 1997. Af þeirri ástæðu er stadd- ur hér á landi á meðan HM fer fram þrjátíu manna hópur Jap- ana til þess að kynna Kuma- moto, borgina og nágrenni hennar og hvað þar er boðið upp á. Japanska sendinefndin er með kynningarbás í anddyri Laugardalshallar, auk þess sem hún heimsækir hin keppnishús- in, á Akureyri, í Hafnarfirði og í Kópavogi. Úr básnum dreifa þeir kynningarritum um borg- ina og nágrenni hennar og sýna myndbönd auk þes að tala við gesti og gangandi. Um leið eru þeir að kynna sér aðstæður á HM95, umfang og umgjörð keppninnar og læra af þeim mistökum sem íslendingar hugsanlega gera í framkvæmd mótsins, eins og Kojo Kazuya, einn fulltrúi í japönsku sendi- nefndinni komst að orði í sam- tali við Morgunblaðið. Hann sagðist ánægður með þær við- tökur sem þeir hefðu fengið hér á landi. Koja Kazuga sagði umgjörð keppninnar hér á landi vera einfalda en allt virtist ganga vel og þeim leist vel á aðbúnað- inn. Hann kvað handbolta ekki vera meðal vinsælustu greina í heimalandi sínu, en nú í tengsl- um við heimsmeistarakeppnina í Kumamoto væri verið að gera átak til að auka útbreiðsluna. Líkt og í knattspyrnu og öðrum íþróttagreinum þar í landi Pólskir fyrstir heim FYRSTU dómaraparið hefur heltst úr lestinni á HM. Það er pólska parið Marek Szajna og Jacek Wroblewski. Ástæðan fyrir þ ví að þeir halda ekki áfram að dæma er sú að Mkamlegt form þeirra er slakt og fyrir neðan þær kr öf ur sem settar eru til dóinara á HM. Þeir pólsku dæmdu einn leika á Akur- eyri. í þeirra stað kemur ís- lenska dómaraparið Hákon Sigurjónsson og Guðjón L. Sigurðsson. Ekki séð hand- boltaífjögurár ÁSTRALIR eiga fulltrúa meðal fréttamanna á heimsmeistara- keppninni. Maðurinn heitir Paul O'Keeffe og er hvorki ókunnugur handboltanum né íslandi því hann bjó hér á landi 1991 og spil- aði þá í markinu iijá Njarðvík. Hann er hér á vegum ástralska handboltasambandsins til að halda þeim upplýstum með úrslit og fleira en er einnig að skrifa greinar fyrir bandaríska hand- boltasambandið. „Ég hef ekki séð handboltaleik siðan ég fór 1991 til Bandaríkj- anna svo það er mjög skrýtið að horfa á núna. Keppnin er góð og leikirnir góðir. Það er gaman að sjá lið eins og Alsír og Kúbu og ég er viss um það kemur hand- bolta í heiminum til góða og eyk- ur fjölbreytnina," sagði Paul við Morgunblaðið. Hann lék með astr- alska landsliðinu í handbolta 1989- 1990 en vildi þá læra meira um handbolta og dreif sig til Evrópu. væru það fyrirtæki sem rækju íþróttafélögin og þá væri það alltaf spurningin um vinsældir og tengslin við auglýsingar. En talsverð útbreiðsla væri í hand- knattleik í skólum og gera menn sér vonir um að það hjálpi iþróttinni á næstu árum. Þess vegna væri mikilvægt að nota það góða tækifæri sem gæfist með HM 97 til að ýta undir áhuga. Koja sagði að vin- sælustu íþróttagreinarnar í Japan væru Sumoglíma, horna- bolti og knattspyrna en vin- sældir hennar hefðu aukist mjög á sl. árum. ísland er fyrsta landið sem Japanirnir heimsækja í þeim tilgangi að kynna HM i Kuma- moto í árið 1997 og sögðust þeir vonast til að á næstu mán- uðiun færu þeir til fleiri Evr- ópulanda í þvi skyni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson JAPANIR eru med kynningarbás í Laugardalshöllinni. TWINGO ^ÉRSTAKOR 06 S*TU« VERD AÐEINS KR 898.000,- Reynsluaktu TWINGO! Það ervel þessvirði. RENAULT fíENNUR ÚT! Wlliams RfiNMJI.T Formulel Þrefaldur heimsmeistari Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. ARMULA 13 • SIMI 553 1236

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.