Morgunblaðið - 13.05.1995, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1995 D 9
HM í HANDKNATTLEIK
HAFNARFJ.
■ RÚSSNESKA landsliðið í
handknattleik mun líklega ekki
tefla fram Valeriy Gopin í heims-
meistarakeppninni. Eftir að fé-
lagslið hans vann sér sæti í úrslita-
keppninni á Italíu varð ljóst var
að Gopin mundi aðeins ná að spila
síðustu tvo eða þrjá leiki Rússa á
mótinu.
■ LÍNUMAÐURINN sterki hjá
Rússum, Dmitri Torgovanov,
meiddist á hné í leik gegn Slóven-
íu. Línumaðurinn hefur harkað af
sér og hefur leikið með liðinu síðan.
■ SVISSNESKIR áhorfendur
hafa sett svip á leiki Sviss í keppn-
inni. Þeir eru um 20 talsins, allir
eins klæddir og sitja alltaf á sama
stað í stúkunni. í gær voru þeir á
sínum stað og hvöttu svissneska
liðið og stundum á íslensku:
„Áfram Sviss“ svo að það færi
ekkert á milli mála hvað þeir væru
að hrópa.
■ ROLF Dobler, markvörður
svissneska liðsins, fékk skot í and-
litið um miðjan fyrri hálfleik gegn
Ungveijum og fékk við þáð blóð-
nasir og varð að fara af leikvelli.
En hann kom aftur inná með bóm-
ul í nösunum og varði vel sem eft-
ir var leiks.
■ BIRGIR Björnsson, fyrrum
landsliðskappi og FH-ingur,
skartar nú glóðarauga. Haukar
vilja meina að það hafí hann feng-
ið þegar reynt var að koma honum
í Haukabúning en starfsmenn í
Kaplakrika hafa þurft að klæðast
Haukabúningum eftir að hörgull
varð á búningum fyrir starfsmenn
mótsins. Satt er hinsvegar að
Birgir datt niður úr stiga í Kapla-
krika þegar hann var að hengja
upp auglýsingar.
■ ROMAN Becvár, fyrirliði
Tékklands, fékk fyrir leikinn gegn
Króötum á fimmtudaginn blóm-
vönd frá HM-nefndinni. Tilefnið
er að hann lék þá hundraðasta
landsleik sinn, sem er samanlagt
með gömlu Tékkóslóvakíu og
Tékklandi hinu nýja.
■ BORIS Jarak, hornamaðurinn
knái í liði Króatíu, leikur ekki
meira á heimsmeistaramótinu því
hann meiddist í leiknum gegn
Rússlandi í gær. Það brotnaði
andlitsbein fyrir ofan augnabrún
en það er ekki talið alvarlegt því
ekki urðu nein innvortis meiðsli.
Topuðu Russar viljandi gegn Króatiu?
Mikil umræða spannst meðal
handboltaspekúlanta í leik-
hléi hjá Rússum og Króötum í Hafn-
arfirði í gær, þegar staðan var 14:9
fyrir Króata og allar líkur á að
þeir myndu leggja heimsmeistarana
að velli, hvort Rússar myndu tapa
viljandi gegn Króötum. Ástæðan
var sú að þegar staðan í riðlinum
á Akureyri er skoðuð og gert ráð
fyrir að heimsmeistararnir vinni
sinn riðil í Hafnarfirði, eru talsverð-
ar líkur á að Rússland mæti Hvíta-
Rússlandi I 8 liða úrslitum.
Að vísu eru nokkur „ef“ í þess-
ari spámennsku. Ef Rússar lenda í
fyrsta sæti i sínum riðli fá þeir í
16-iiða úrslitum fjórða liðið í A-
riðli úr LaugardalshöIIinni, sem yrði
liklega Ungverjaland. En næst í
8-liða úrsiitum, ef þeir vinna.fengju
þeir sigurvegara viðureign 2C, sem
gæti orðið Frakkland eða Þýska-
land, og 3D, seni að öllum líkindum
Hvíta-Rússland því Svíar og Spán-
verjar virðast raða sér í efstu sætin
á Akureyri. Víst er að fyrrum sam-
heijar og félagar frá Sovétríkjunum
vilja forðast í lengstu lög að þurfa
slá hvom annan út.
Ef hinsvegar Rússar lenda í öðru
sæti í Hafnarfírði, fá þeir Jiðið í
þriðja sæti í A-riðli, líklega ísland,
Sviss eða Kóreu í 16-liða úrslitum.
Sigurvegari þess leiks mætir svo, í
8-liða úrslitum, sigurvegará úr leik
1C (Þjóðveijar eða Frakkar) og 4D,
sem iíklegast verða Egyptar.
En hvað segir Vladimír Maxímov
þjálfari Rússa um þessar vangavelt-
ur: „Enn er ekki raunhæft að velta
þessum möguleikum fyrir sér. Það
fer eftir þvf hvemig íslendingum
gengur, hvaða mótheija við fáum
í framhaldinu í 16-liða úrslitum.
Það em alls konar möguleikar í
stöðunni og ég tel að þetta verði
ekki Ijóst fyrr en á síðasta degi.“
MorgunDiaoio/öjarni ndnKsson
MARTIN Setlík áttl mjög góðan leik með Tékkum — þessi mynd er tákræn fyrlr leikinn, þar
sem Setlík rífur sig lausan og skorar.
Tékkar á
toppinn
Tékkar skelltu sér á topp B-riðils
með naumum sigri, 23:22, á
Slóvenum, sem hafa enn ekki hlotið
stig. „Ég var hrædd-
Stefán ur v*ð að mínir menn
Stefánsson myndu ekki komast
skrifar af stað eftir góða síð-
ustu leiki en það
gekk. Nú ætlum-við að hvíla vel fyr-
ir erfiðan leik gegn Rússum," sagði
þjálfari Tékka, Vladimir Haber.
Tékkar byrjuðu af miklum krafti
og Michal Tonar og Martin Setlík
sýndu skemmtilegar rispur. En byrj-
unin góða varði aðeins í 5 mínútur,
þá koðnuðu liðsmenn niður hægt og
rólega á meðan Slóvenar tóku við
sér með öguðum og skipulegum
sóknarleik og náðu yfrrhöndinni.
Eftir mikinn baming eftir hlé vökn-
uðu Tékkar upp við vondan draum
og gerðu sér grein fyrir að þeir vom
að missa af lestinni. Þeir tóku á.sig
rögg og náðu aftur forystunni en S16-
venar virtust ekki megna að halda í
við þá - voru ekki langt frá því en
Tékkar voru komnir á skrið og unnu
með einu marki, 23:22.
Tékkar sýndu -styrk sinn með því
að komast aftur inní leikinn og verð-
launin voru góð - þriðji sigurinn í röð
og efsta sæti riðilsins eftir tap Rússa
gegn Króatíu síðar um daginn. Það
voru samt bara tveir menn sem héldu
lífi í liðinu þar til það tók við sér á
ný, Pavel Raska markvörður og
Vladimir Suma.
„Eftir skelfrlega meðferð í síðasta
leik, tapinu gegn Kúbu, var erfitt
fyrir okkur að komast af stað en ég
er sáttur við mitt lið í dag. Tékkar
eru betra lið,“ sagði þjálfari Slóvena,
Miro Pozun.
Króatar lögðu Rússa
Morgunblaðið/Bjami Eiríksson
ÞESSI unga stúlka fagnar og skemmtir sér konunglega í
Kaplakrika í gær — gleöln skín úr andliti hennar. Börn og
unglingar hafa mætt til leiks máluð í andliti, til að hvetja
„sín“ lið til dáða, í leikjum B-riðils í Hafnarfirði.
„Við getum unnið alla og sýndum í dag hvað við getum spil-
að vel, bæði ívörn og sókn,“ sagði Lukic Zlatko, þjálfari Króata
ÓTRÚLEGT slen hvfldi yfir
Rússum i gær þegar þeir
mættu Króötum í Hafnarfirði.
Rússneska vélin komst aldrei
í gang en Króatar léku sinn
besta leik í keppninni og unnu
heimsmeistarana örugglega,
25:20, en sigurinn var síst of
stór og aldrei í hættu.
Króatar öryggið uppmálað réðu
ferðinni frá fyrstu mínútu
með markvissum sóknarleik og
hreyfanlegri vörn,
Stefán sem &af Rússum
Stefánsson enSan frið og rússn-
skritar eska stórskyttan
Vasily Kudinov
komst varla í skotfæri. Rússar, sem
oft bíða eftir að andstæðingarnir
eigi slæma kafla, máttu bíða í 60
mínútur eftir slíkum kafla Króata
en hann kom ekki og í leikhléi var
staðan 14:9.
Eftir hlé bifaðist rússneska vélin
en Króatar voru fljótlega komnir á
ferðina og höfðu að auki gott for-
skot. Rússar virtust játa sig sigr-
aða um miðjan hálfleik, þegar and-
stæðingarnir gerðu fjögur mörk í
röð, bg virtust ekki hafa af því
neinar verulegar áhyggjur. Þeir
reyndu þó að halda einhverju af
andlitinu með því að gera þijú síð-
ustu mörkin en sigur Króata var
stór, sérstaklega ef haft er í huga
að þeir voru að spila við heims-
meistarana.
„Við getum unnið alla og sýndum
í dag hvað við getum spilað vel,
bæði í vörn og sókn. Það lið er
best sem getur spilað í sextíu mínút-
ur af fullum krafti og ekki síst
haldið einbeitingunni allan þann
tíma. Við duttum aðeins niður í
nokkrar mínútur en ég vona að við
verðum enn betri í næsta leik. Það
má einnig benda á að undirbúning-
ur okkar var mjög lítill og raunar
lauk honum hér í Hafnarfirði,"
sagði Lukic Zlatko þjálfari Króatíu
eftir leikinn. Margir leikmenn áttu
frábæran dag, skyttan Slatko
Saracevic átti hvert þrumuskotið
af öðru sem rússnesku risunum í
vörninni tókst ekki að sjá við og
Irfan Smajlagic sneri oft laglega á
þá í horninu og í hraðaupphlaupuni.
Iztok Puc átti góða kafia og Valter
Matosevic í markinu lokaði því um
tíma en allt liðið vann vel saman
fyrir sigrinum.
Oft fara Rússar hægt af stað en
keyra svo yfir andstæðingana en
þeir lögðu aldrei af stað í gær og
vantaði allann áhuga. Andrey
Lavrov í markinu var litil fyrirstaða
og Pavel Soukossian varði mun
betur. Kudinov þarf sína flugbraut
til að komast í skotfæri en fékk
aidrei frið til að komast á flugtaks-
hraða og aðrir voru langt frá sínu
besta. Það var bara Dimitriy
Filippov sem sýndi nokkra takta
þegar hann skellti sér inn úr horn-
inu og fiskaði vítaköst. „Maður
lærir mest af tapi og ég vona að
þetta verði betra næst,“ sagði Vlad-
imir Maximov þjálfari Rússa salla-
rólegur á blaðamannafundi eftir
leikinn.