Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MAÍ 1995 C 3 HM I HANDKNATTLEIK „ÞETTA er besti leikur okkar í keppninni og það var gott að hitta á hann í þessum leik,“ sagði Vladtmír Maxímov, þjálf- ari Rússa. „íslenska liðið lék ekki eins vel og ég hef séð það spila í sjónvarpinu, sérstaklega í sókninni. Það lék vel ífyrri hálfleik og lék upp á örugg mörk af línunni. Síðan breytt- um við vörninni hjá okkur og þái var þetta miklu erfiðara fyr- ir íslendinganna." Maxímov sagði að það hafi ver- ið erfitt fyrir íslenska liðið að leika undir þessari miklu pressu sem á því var. „Þetta var mikilvæg- ur leikur fyrir bæði liðin, enda mik- ið í húfi. Þar sem íslenska liðið er á heimavelli með alla áhorfendur á sínu bandi er pressan meiri á það en okkur. Það eru margir ungir „Enginn þorði að skjóta að marki“ „í FYRRI hálfleik lék íslenska liðið ágæta vörn og sóknar- leikurinn gekk. En sóknar- leikurinn var slakur í síðari hálfleik og enginn þorði að skjóta á markið og ef það var gert þá voru skotin máttlaus. Þegar þannig er leikið gegn liði eins og því rússneska þá er grimmilega hefnt með hraðaupphlaupum. Fyrir því fékk íslenska liðið að finna fyrir í kvöld, sagði Javier Garcia Cuesta, landsliðsþjálf- ari Bandaríkjanna og fyrrum landsliðþjálfari Spánveija að afloknum leik íslands og Rússlands í gærkvöldi. leikmenn í íslenska liðinu og það voru fyrst og fremst þeir sem þoldu ekki þessa miklu pressu. Svona pressa, að sigur væri það eina sem gilti var of erfitt fyrir þá.“ - Var ekki jafnmikil pressa fyrir heimsmeistarana að spila þennan leik. Var sigvrinn ekki jafn mikil- vægur fyrir ykkur? „Jú, auðvitað var hann jafn mikil- vægur. Ef við ætlum alltaf að rifja það upp að við séum heimsmeistar- ar væri erfitt fyrir okkur að spila. Við förum ekki langt á því. Heims- meistarar verða að gleyma því eftir HM að þeir séu heimsmeistarar og vera eins og allir hinir, annars næst ekki árangur." Hvað sagði Páll Ólafsson eftir leikinn gegn Rússum í Laugardalshöllinni? Minningar frá Ólympíuleik- unum í Seoul vaktar upp PÁLL Ólafsson fyrrum lands- liðmaður í handknattleik var óánægður með íslenska liðið að leikslokum gegn Rússum í gærkvöldi og hann sagði að leikurinn vekti upp slæmar minningar sínar frá Ólymptu- leikunum í Seoul, þegar íslend- ingar töpuðu 19:32 fyrir Sovét- mönnum, eftir skell gegn Svíum. Við vissum það fyrir leikinn að Rússar væru sterkari, en að það munaði þrettán mörkum, það grunaði engan. Að flestu leyti er fyrri hálfleikurinn í góðu lagi. Við vorum þremur mörkum undir og það vantaði herslumuninn að það væri jafnt. Það munaði um þau skot sem Lavrov var að veija um- fram það sem Gummi varði hjá okkur. Ég var að gera mér von um að síðari hálfleikur yrði spegilmynd af þeim fyrri. En það var öðru nær. Annað eins hrun hef ég ekki séð í langan tíma hjá einu liði og því íslenska í síðari hálfleik. Það stóð ekki steinn yfír steini. Sóknar- mennirnir voru ekki með í leiknum og þeir ógnuðu ekki neitt. í fyrri hálfleik var Geir að spila vel á lín- unni og það var opnað fyrir hann. Rússarnir settu undir þann leka í ekki vera. Við áttum því miður aldr- ei möguleika í kvöld.“ - Eigum við ekki nægilega gððar skyttur í liðinu í dag til að vinna á iiði eins og því rússneska? „Ég vil meina að við eigum góð- ar skyttur, en þær hafa brugðist. Menn eins og Sigurður Sveinsson, Júlíus Jónasson og Jón Kristjánsson eru góðar skyttur og Ólafur Stef- ánsson og Patrekur Jóhannesson sem hefur átt gott tímabil í deild- inni. Þetta er það sem helst hefur verið að bregðast hjá okkur. Það hefur verið að koma allt of lítið af mörkum utan af velli og því geta varnir verið svolítið værukærar gegn okkur því þær vita að skytt- urnar skjóta lítið og ef þær skjóta þá eru skotin svo slök að markverð- irnir eiga ekki í vandræðum að veija þau. Þorbergur hefur lagt mikla áherslu á vörnina, enda er varnar- leikur númer eitt, tvö og þijú í handbolta, en sóknarleikurinn verð- ur að fylgja með. Þegar menn eru ekki að skila sínu í sókninni þá mætti leika meira af leikkerfum því það er nausynlegt að hafa eitthvað upp í bakhöndinni þegar staða eins og þessi kemur upp sem við urðum vitni að í kvöld. Það íhá ekki deyja ráðalaus,“ sagði Páll Ólafsson. byrjun síðari hálfleiks og það var eins og við manninn mælt lok, lok og læs hjá rússnesku vörninni." - Nú var vörnin góð í fyrri hálfleik, en enn er það skytturnar sem bregðast, hvers vegna? „Eins og ég hef sagt áður þá hefur ekkert nýtt verið að gerast hjá okkur í sóknarleiknum fram til þessa og sama var upp á teningnum í þessum leik. Sóknar- leikurinn er og hefur verið höfuðverkur liðsins. Leikmenn voru að leika til áhorfenda, með öðrum orðum þeir voru ekki að ógna markinu. Menn voru gjörsamlega hugmyndasnauð- jr og þorðu ekki að gera neitt. Auðvitað verður að taka áhættu gegn liði eins og því rússneska. Menn verða að þora að skjóta á • markið en því miður gerðist það ekki.“ - Af hvetju heidur þú að menn hafi ekki þorað að taka áhættu? „Ég veit ekki, auðvitað voru menn hræddir við Rússa. Það var mikið undir i þessum leik og menn undir miklu álagi að klára leikinn með sigri. Það kom bakslag í riðla- keppninni en leik- menn áttu að vera undir það búnir að það kæmi bakslag, við vorum að leika við sterkt lið. Við vorum þremur til fjórum mörkum undir og það var staða sem gat komið upp, en þá mátti ekki gefast upp eins og gert var og tapa á heimavelli í 16 liða úrslitum með þrettán mörkum, það mátti ekki gerast. Annars töpuðum við þessu í riðla- keppninni. Að ná ekki betri úrslitum þar og verða ofar og fá veikara lið en sjálfa heimsmeistarana í 16 liða úrslitum. Það sem ég hef séð til þeirra í þessari keppni bendir til þess að þeir hafi verið að leika sinn besta leik í keppninni gegn íslandi. Allur þeirra undirbúningur miðast að því að vera á toppnum í þess- arri viku og auðvitað var stefnt að því hjá okkur, en þrátt fyrir full- komnar mælingar þá virðist svo Páll Ólafsson. Vorum hræddir viðað skjótaá markið - sagði Sigurður Sveinsson „HVAÐ er hægt að segja um svona leik, Þetta er einfald- lega „skandall" fyrir okkur. Við spiluðum mjög vel ífyrri hálfleik. Síðan í seinni hálf- leik náðum við ekki að halda uppi neinum sóknarleik, hann klikkar algjörlega. Við skutum ekki á markið — vorum hræddir við það og þeirfengu bara að leika sér,“ sagði Sigurður Sveins- son. Sigurður sagði að eftir að Rússar náðu fimm til sex marka mun var þetta búið. „Við gátum tekið áhættu og spilað tíu sekúndna sóknir en ég held að það hefði engu breytt. Það er líka stórhættulegt að fá mann útaf. Það er algjört eitur og við lentum strax í því í seinni hálf- leik og þeir voru fljótir að refa okkur. Við hreinlega gáfumst upp þegar tíu mínútur voru eft- ir.“ „Það er fyrst og fremst sókn- arleikurinn sem er algjört af- hroð. Við náðu aldrei að koma góðu skoti á markið utan af velli. Við erum ekki nógu klókir í sókninni og það er mikið áhyggjuefni." „Undirbúningurinn hefði ekki getað verið betri. Það er búið að gera allt fyrir okkur — kannski of mikið, ég veit þaö ekki. Sjálfstraustið virðist ekki vera til staðar.“ Morgunblaðið/RAX DMÍTRÍJ Karlov, leikstjórnandi Rússa, sendir hér inn á línumanninn Dmítríj Torgovanov, sem gerðl tvö mörk. Einar Gunnar Sig- urðsson, Geir Sveinsson og Júiíus Jónasson leggja sig alla fram til komast Inn í sendlngu Karlovs. Þoldu ekki pressuna - sagði Vladímír Maxímov, þjálfari Rússa, um leikmenn íslenska liðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.