Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR17. MAÍ 1995 C 9 HM I HANDKNATTLEIK Allt á suðupunkti í Höllinni á Akureyri Frakkar vom ekki í erfiðleikum með óagaða Spánverja FRAKKAR gerðu góða ferð til Akureyrar og héldu suður til Reykjavíkur í gærkvöldi með farseðilinn í átta liða úrslit Heims- meistarakeppninnar í handknattleik. 23:20 sigur Frakka gegn óöguðum Spánverjum var aldrei í hættu en engu að síður var mikil spenna í loftinu og alltá suðupunkti, þegar Jackson Ric- hardson féil á varamannabekk Spánverja 20 sekúndum fyrir leikslok. En þó upp úr syði varð allt rólegt á ný og mótherjar féllust ífaðma að leik loknum. Frakkar voru mjög yfirvegaðir þegar við komuna norður í fyrradag, slöppuðu af á Hótel Hörpu og á þeim Steinþór mátti heyra að þeir Guðbjartsson væru komnir til að skrifar sigra. Hins vegar frá Akureyn voru Spánverjarnir óstyrkari í Tjarnarlundi og heyrð- ust ýmsar skýringar. Þeim hafði gengið illa gegn Frökkum, þeir höfðu aldrei náð langt í stórmóti en Frakkar leikið til verðlauna. Þessar skýringar fyrir leik gengu eftir;. Frakkar komu ákveðnir og öruggir til leiks en Spánverjar Morgunblaðið/Rúnar Þór Frakkar ekki í vandræðum GRÉGORY Anquetll, hægri hornamaður í liði Frakklands, fer hér inn úr horninu gegn Spánverjum í gær og skorar eitt fimm marka sinna. Alberto Urdiales Marques, fyrrum félagi Alfreðs Gísiason- ar hjá Bidasoa, kemur engum vörnum við. Frakkland - Spánn 23:20 íþróttahöllin á Akureyri, 16 liða úrslit Heimsmeistarakeppninnar í hand- knattleik, þriðjudaginn 16. maí 1996. Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 3:1, 4:4, 5:4, 5:6, 8:6, 11:7, 11:9, 12:9, 13:9, 13:12, 16:12, 18:14, 18:16, 22:17, 23:18, 23:20. Mörk Frakklands: Guéric Kervadec 6, Grégory Anquetil 5/1, Denis Lathoud 4, Frédéric Volle 3, Stéphane Stoecklin 3, Eric Quintin 1, Jackson Richardson 1. Varin skot: Bruno Martini 12/1 (þar af eitt til mótheija). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Spánar: Talant Dujshebaev 6, Mateo Garralda 4, Fernando Bolea 4, Enric Masip 2/2, Alberto Urdiales 2, Ricardo M. Marin 1. Varin skot: Jaume Fort Mauri 14 (þar af eitt til mótheija). Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Eldbrönd.og Lövqvist voru mjög góðir í erfiðum leik. Áhorfendur: Um 500 manns í húsinu. virkuðu taugaóstyrkir og gerðu afdrifarík mistök. Frakkar léku lengst af 5-1 vörn og þessi aðferð truflaði Spánverj- ana. Jackson Richardson var fremsti maður að venju og komst ýmist inn í sendingar eða gerði það að verkum að þær misheppn- uðust. Jafnvel einum færi létu Frakkar einn mann vera framar og til að rugla Spánverja enn frek- ar í ríminu tók Stéphane Stoecklin Masip úr umferð í einni sókn, Dujshebaev í þeirri næstu og Garr- alda í þeirri þriðju. Svona gekk það nær allan fyrri stundarfjórð- unginn í seinni hálfleik með góðum árangri. Bruno Martini varði vel í mark- inu og sóknarleikurinn var agaður og markviss. Kervadec var frábær á línunni og gerði sex mörk í sjö tilraunum. Anquetil var öflugur í hægra horninu, Lathoud öruggur í langskotunum og sendingar hans voru árangursríkar. Daniel Constantini, þjálfari, sagði að leikurinn hefði verið erfið- ur en sigurinn sætur. „Það halda margir að óeining ríki á milli okk- ar en það á aðeins við inni á vellin- um. Því miður er það svo að ann- að liðið verður að sætta sig við tap en þannig er það. Ef til vill erum við í betri líkamlegri æfingu vegna þess að Spánveijar áttu úrslitalið í öllum Evrópumótum félagsliða en við ekkert. Því fengum við lengri tíma til urídirbúnings en það er alveg ljóst að við eigum erfiðan leik gegn Sviss fyrir höndum. Bæði tók þessi leikur mikið á og svo þurftum við að fljúga norður og fara aftur suður en þeir fóru hvergi.“ Spánvetjar höfðu ekki erindi sem erfiði. Hugsanlega treystu þeir of mikið á Dujshebaev og vissulega gerði hann góða hluti en sóknar- leikurinn var afleitur. Menn gáfu sér ekki tíma til að stilla upp og ráðleysið var algjört. Markvarslan var góð en 6-0 vörnin réð ekki við Frakkana að þessu sinni. Spánveija bíður nú að leika um 9. til 12. sætið. Ibero Irarte, þjálf- ari, tók undir orð starfsbróður síns og sagði skipúlag keppninnar gera það að verkum að Spánn ætti ekki lengu möguleika á að keppa um eitt af átta efstu sætunum. „Við verðum að hlíta þessu,“ sagði hann þegar Morgunblaðið spurði hvað þetta þýddi fyrir spænskan hand- knattleik. „Við verðum að læra af þessu og byggja upp með framtíð- ina í huga en næst liggur fyrir að reyna að ná níunda sætinu og svo að undirbúa liðið fyrir Evrópu- keppnina.“ Frakkar„keyptu“ áhorfendur FRAKKAR komu skemmtilega á óvart fyrir leikinn gegn Spánverj- um. Þeir töldu að þar sem Spánveijar höfðu leikið alla leiki sína á Akureyri hefðu þeir áhorfendur á sínu bandi. Því brugðu þeir til þess ráðs að gefa áhorfendum ýmsar smágjafir og kunni fólk- ið greinilega vel að meta uppákomuna. í leikslok þökkuðu Frakk- ar áhorfendum stuðninginn og brostu síðan breitt í myndatöku. FRAKKAR HAFA VERID A UPP Morgunblaðið/Rúnar Þór Allir í einum hnapp ALLT varð hreinlega vitlaust á Akureyri þegar 20 sekúndur voru til leiksloka í viðureign Frakklands og Spánar í gær. Einn Spánverjinn stjakaði við Frakkanum Jackson Richardson þannig að hann féll við á gólfið framan við varamannabekk Spánverja. Svo virtist sem Spán- verjar ætluðu að ýta honum í burtu en þá sparkaði hann í einn Spánverjann sem svaraði fyrir sig með því að stíga upp af bekknum og sparka í Frakkann sem var enn liggjandi. Margir leikmenn þustu að bekknum sem og allir á varamannabekk Frakk- lands auk nokkurra franskra áhorfenda ofan úr stúku að vara- mannabekk Spánveija. Dómar- arnir stöðvuðu leikinn, þjálfari Spánar stökk aftur á bak og veif- aði höndum til merkis um sak- leysi sitt en starfsmenn gengu á milli. Svo virtist sem hópslagsmál væru í aðsigi en allt fór betur en á horfðist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.