Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 B 3 VIÐSKIPTI Aðalfundur Kaupmannasamtakanna Varað við samþjöpp un innan verslunar KAUPMANNASAMTÖK íslands vara við þeirri samþjöppun sem orðin er innan íslenskrar smásölu- verslunar og beinir þeirri kröfu til alþingismanna að löggjöf um sam- keppni verði endurskoðuð þannig að komið verði í veg fyrir að fáir aðilar ráði verði og dreifingu í smá- sölu hér á landi. Þetta kemur fram í ályktun sém samþykkt var á aðal- fundi samtakanna á laugardag. Einkasala ríkis á bjór og vínsölu verði afnumin Samtökin skoruðu einnig yfirvöld að afnema nú þegar lagaákvæði sem binda einkasölu ríkisins á bjór og léttum vínum þannig að neytend- ur eigi þess kost að kaupa þessa vöru í matvöruverslunum um land allt að uppfylltum ákveðnum skil- yrðum. Þá er vakin athygli á því að ríkið reki ennþá umfangsmikla verslunarstarfsemi í samkeppni við einkaaðila. Hvatt er til þess að flýtt verði einkavæðingu þessara fyrir- tækja svo eðlileg samkeppni skapist á markaðnum. Bjarni Finnsson, fráfarandi for- maður Kaupmannasamtakanna gerði hlut ríkisins í smásöluverslun að umtalsefni í ræðu sinni á aðal- fundinum. „Ríkið rekur einokunar- Ríkið með um 13% af allri smásöluverslun NYKJORINN formaður sam- takanna, Viðar Magnússon frá Akranesi. verslun með áfengi, stóra verslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og hið opinbera rekur undir nafni Pósts og síma nokkrar verslanir með búnað eins og síma og myndsenditæki í myndarlegri samkeppni við einka- verslunina. Til glöggvunar á um- fangi ríkisvaldsins í smásölurekstri má nefna að Fríhafnarverslunin í Keflavík selur helming allrar þeirrar snyrtivöru sem seld er á Islandi. Lauslega áætlað er hið opinbera að velta á ári í sínum smásöluverslun- um um það bil 13 milljörðum á ári sem er um 13% af allri smásöluversl- un hér á landi. Það að ríkisvaldið sé að vasast í smásölurekstri ogjafn- vel hatrammri baráttu við einka- framtakið er tímaskekkja.“ A öðru hveiju götuhorni og jafn- vel undir nafni íþróttahreyfingar- innar eru seld víngöng og virðist nánast hvaða veitingamanni sem er treyst fyrir mjöðnum. Á meðan stöndum við frammi fyrir því að smásöluverslun með áfengi er rekin af hinu opinbera og einkaverslun hvergi hleypt þar nærri.“ Nýr formaður KÍ Viðar Magnússon, kaupmaður á Akranesi, var kjörinn formaður Kaupmannasamtakanna á aðalfundi sem haldinn var á laugardag. Auk Viðars gaf Ingi Björn Hafsteinsson kost á sér í formannskjörinu. Bene- dikt Kristjánsson, kaupmaður á Isafírði, var kjörinn varaformaður. Kaupmenn í dreifbýli telja fólk þar greiða niður verð í stórmörkuðum Reglurgegn verðmismunun VEIKA stöðu dreifbýlisverslunar má að stórum hluta rekja til mis- munandi kjara í formi afslátta hjá framleiðendum og innflytjendum, að mati kaupmanna í dreifbýli sem funduðu um hagsmunamál sín síð- asta föstudag á vegum Kaupmanna- samtakanna. Fjölmiðlar ekki sanngjarnir gagnvart minni verslunum í ályktun sem fundurinn sendi frá sér kemur m.a. fram að ástæða sé til að ætla að fólk í dreifbýli sé með þessum hætti farið að greiða niður verð í stórmörkuðum. Þá segir að fjölmiðlar í landinu hafi ekki sýnt minni verslunum sanngirni í umfjöll- un um verslun. Stórmarkaðir fái mikla athygli og jafnvel fasta dálka í dagblöðum kostnaðarlaust til að koma á framfæri undirboðum sem oft séu ekki í neinu samræmi við almennt vöruverð. Mikilvægi þjón- ustu í strjálbýli komist ekki að. Fundurinn benti einnig á rétt neytenda til að versla í heimabyggð og þau óþægindi og öryggisleysi sem lokun verslunar hafi í för með sér. Verslun sé mikilvægur atvinnu- þáttur í dreifbýli og atvinna fjölda manna í húfi leggist hún af.' Nauð- synlegt sé að tryggja starfsskilyrði verslunarinnar. Skoraði fundurinn á yfirvöld að setja reglur sem tak- marki verðmismunun, jafnframt því sem þeim tilmælum er beint til íbúa dreifbýlisins að tryggja atvinnu og versla heima. Landsbyggðarkaupmenn þurfa að taka höndum saman Viðar Magnússon, nýkjörinn for- maður Kaupmannasamtakanna, sagði í samtali við Morgunblaðið að yfirvöld hefðu ekkert gert til að tryggja starfsskilyrði verslunar á landsbyggðinni og ekkert hefði komið út úr starfi nefndar um þessi mál. „Það er grundvallaratriði að breyting verði á þeirri verðmismun- um sem er í gangi. Landsbyggðar- kaupmenn eru að greiða niður verð á vöru á Reykjavíkursvæðinu, að áliti fundarins. Þeir þurfa að taka höndum saman ef þeir ætla að lifa.“ Afkoma dreifbýlisverslunar slæm Aðspurður um afkomu dreifbýlis- verslunar sagði Viðar að engar ný- legar upplýsingar lægju fyrir um hana. Hins vegar hefði könnun sem gerð var fyrir 4-5 árum á Vestfjörð- um sýnt það að afkoman hafí verið mjög slæm. Hún hefði að sínu mati ekki batnað. Sýning haustið '95: Stórsýning á tækni- og tölvubúnaði verður haldin í haust í Laugardalshöllinni, dagana 29. september til 1. október n.k. Þeir aðilar sem hafa áhuga á þátttöku í sýningu þessari tilkynni það til skrifstofu Verslunarráðs íslands hiðfyrsta og eigi síðaren 19. maí n.k. Eftirfarandi fyrirtæki í STS hafa nú þegar staðfest þátttöku: • ACO • Apple-umboðið • EJS • Heirnilistæki • Nýherji • Tæknival • Örtölvutækni Allar nánari upplýsingar veitir Herbert Guðmundsson, félagsmálastjóri Verslunarráðsins, í síma 588-6666. Þarfást einnig skráningarblöð. STS-Samtöktölvuseljenda Sími 588-6666 - Bréfsími 568-6564 Tölvupóstfang: mottaka@chamber.is Skráning er hafin! ____________________________________________________________________________i_____________________:_________________________i___________________________________________ - kjarni málsins! Við sjáum um hraðsendingarnar á HM95 FORGANGSPOSTUR 90 afgreiðslustaðir um land allt Viðtökustaðir sendinga eru á póst- og símstöðvum um land allt og í Hraðflutnings- deildinni, Suðurlandsbraut 26,108 Reykjavík. Þar eru veittar allar nánari upplýsingar í síma 550 7300, fax 550 7309. Opið frá kl. 8:30-18:00 alla virka daga og á laugardögum frá kl. 9:00-12:00. PÓSTUROQSÍMI ÞJÓNUSTUAÐIU HM 1995 95

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.