Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 12
HtotgimMtofrlfr VIÐSKIFn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 Bókhlaðan á ísafirði hefur verið endurnýjuð á 75 ára afmælinu: Fólk Bækur aðgengilegri og meira rými fyrir ritföngin Morgunblaðið/jt FEÐGARNIR Jónas Gunnlaugsson (t.v.) og Gunnlaugur Fr. Jónas- son í bókadeild Bókhlöðunnar á Isafirði. BÓKAVERSLUN Jónasar Tómas- sonar á ísafirði er meðal elstu sér- verslana landsins með bækur og rit- föng og verður 75 ára í ágúst. Á henni eru þó engin ellimerki og ný- lega var öliu skipulagi innandyra breytt og innréttingar endurnýjaðar. Auk bóka og ritfanga hefur Bókhlað- an lengi verslað með ljósmyndavör- ur, fyrir nokkrum árum bættust tölvuvörur við og árið 1982 var stofn- uð sérstök deild, Sporthlaðan, fyrir íþróttavörur sem var í næsta húsi. Gunnlaugur Jónasson tók við rekstri * verslunarinnar eftir föður sinn árið 1953 og fyrir rúmu ári tók þriðja kynslóðin við, Jónas Gunnlaugsson og kona hans Kristín Ólafsdóttir en þau hafa bæði starfað við verslunar- reksturinn undanfarin ár. „Það hefur verið visst óhagræði af því að hafa verslunina á tveimur hæðum og í tveimur húsum og það hefur lengi verið á dagskrá að fá nýjan stiga upp á efri hæðina og hafa innangengt milli Bókhlöðu og Sporthlöðu," segja þeir feðgar Jónas og Gunnlaugur í samtali við Morgun- ' blaðið. „Þess vegna réðumst við í þessar breytingar nú fyrir páskana en markmið þeirra er að gefa ritföng- um meira rými, flytja bóksöluna nið- ur á jarðhæðina og gera bækurnar aðgengilegri en setja sportvörurnar upp á aðra hæð enda má segja að . miðað við veltu hafí þær fengið of mikið rými í húsnæði Sporthlöðunnar hérna hinum megin. Jafnframt eru hillur og aðrar innréttingar endurnýj- aðar enda þarf verslun ákveðna end- urnýjun og viðhald rétt eins og heim- ilið og bíllinn. Með þessu erum við að þjóna betur því sem gefur jafnari veltu allt árið og vonumst við til að geta veitt viðskiptavinum betri þjón- ustu eftir þessar breytingar.“ Verslunin er á rúmlega 260 fer- metrum auk lagers í kjallara. í dag eru stöðugildi 10 og hafa flestir unn- ið hjá fyrirtækinu í áraraðir. En skýt- ur það ekkert skökku við að gera bókum hærra undir höfði þegar svo virðist sem samdráttur sé í útgáfu og bóksölu? Svipuð kjör þrátt fyrir g’ylliboð „Bókin á vissulega undir högg að sækja og útgefendur og bóksalar hafa fundið fyrir því,“ segir Gunn- laugur. „Útgefendum hefur fækkað og bóksalar hafa fengið aukna sam- keppni frá bókaklúbbum og farand- sölum. Bættar samgöngur og ný tækni í rafrænum greiðslum, korta- viðskiptum og bein markaðssókn hafa auðveldað beina sölu á bókum sem og öðrum vörum. Við slíkri sölu, svo sem símasölu og þess háttar er svo sem ekkert að segja þótt okkur bóksölum finnist stundum nokkuð langt gengið í þeim efnum og jafn- vel neytendum líka. En mér finnst óviðunandi að sölumenn á vegum útgefenda gefi villandi eða beinlínis rangar upplýsingar um verð og kjör í bókabúðum. Um það veit ég af eig- in raun að eru dæmi um og slíkt flokkast undir óheiðarlega viðskipta- hætti. Þegar að er gáð er staðreynd- in líka sú að verð og skilmálar í bókabúðum eru alla jafna mjög svip- uð ef ekki þau sömu og hjá farand- eða símasölum þrátt fyrir gylliboðin. Líklega fækkar bóksölumum eitt- hvað á næstu árum eins og útgefend- um og er það miður því eftir sem áður kjósa langflestir bókakaupend- ur helst að koma í bókabúðina og fá þar persónulega þjónustu, þiggja ráð og leiðbeiningar og fá tækifæri til að skoða bókina og sé um gjöf að ræða veit kaupandinn að þiggj- andi getur ávallt skipt bókinni hjá okkur fyrir aðra ef þörf krefur." Vestíjarðagöngin sem hafa verið opnuð af og til í vetur og eftir því sem þau og aðrar samgöngubætur koma til eru verslunarferðir auðveld- ari og á Vestfjörðum verður það sama uppi á teningnum og annars staðar að stærri staðir njóta þess á kostnað hinna smærri. „Stærra verslunarsvæði gefur sér- verslun sem okkar meiri möguleika en auðvitað sækja menn hér líka verslun á enn stærri staði og við erum ávallt í samkeppni við búðir syðra. Enn njótum við samt nokkurr- ar fjarlægðarverndar gagnvart Reykjavík. En við erum bjartsýnir og sannfærðir um að þessi sérverslun með bækur og fleira eigi framtíð fyrir sér. Þróun í verslunarrekstri á eftir að verða mun hraðari en við ímyndum okkur nú, getur þróast með,“ segja þeir feðgar að lokum. Ráðinn lög- fræðingur Iðn- lánasjóðs UTÓMAS Sig- urðsson hefur ver- ið ráðinn lögfræð- ingur Iðnlána- sjóðs. Hann er fæddur árið 1966 og útskrifaðist frá Lagadeild Há- skóla íslands vorið 1994. Áður starfaði hann sem fulltrúi hjá Lögfræðistof- unni Armúla 13A hf. Sambýliskona Tómasar er Anna Guðmundsdóttir og eiga þau eina dóttir. Tómas Sigurðsson Stofnar eigið bókhalds- og ráðgjafarfyrir- tæki UHERMANN Þór Erlingsson, við- skiptafræðingur, hefur hafið störf í eigin fyrirtæki, Heild, viðskipta- þjónustu og hyggst sinna þar ráðgjöf, bókhaldi og námskeiðum, ásamt tölvu- og skattþjónustu. Her- mann er þrítugur að aldri og hefur lokið prófi frá endurskoðunarsviði viðskiptadeildar Háskóla _ íslands. Hann starfaði áður hjá íslenskri forritaþróun hf. Sambýliskona Her- manns er Olga Guðrún Stefánsdótt- ir, nemi, og eiga þau einn son en Hermann á annan son fyrir. Hermann Þór Erlingsson DIT ræstivagninn er léftur og me&færilegur með tveimur fötum Alltaf er skúrað með hreinu vatni þar sem sópuvatn og skolvatn er aðskilið í tveimur 13 Itr. fötum. Pressan vindur moppuna 95% og ekki þarf a& taka moppuna af til að vinda hana. SKIPTIMARKAÐUR A RÆSTIVOGNUM RETTARHALSI 2*110 REYKJAVÍK • SÍMI: 91-875554 Torgið Skorað á ráðherra DAGVÖRUKAUPMENN hafa ekki haft árangur sem erfiði í málarekstri sínum gegn Hagkaupum og Bónus hjá samkeppnisyfirvöldum. Hefur Samkeppnisráð hafnað öllum kröf- um þeirra um að grípa til íhlutunar vegna viðskiptakjara sem Baugur hf., Bónus sf. og Hagkaup hf. njóta hjá heildsölu- og framleiðslufyrir- tækjum. Þetta mál var tekið til athugunar hjá samkeppnisyfirvöldum á síðasta ári að kröfu Félags dagvöruverslana sem taldi að fyrirtækin hefðu knúið fram óeðlileg viðskiptakjör hjá heild- sölum og framleiðendum í krafti stærðar sinnar. Áður höfðu borist ábendingar og óskir frá Samtökum iðnaðarins og Félagi íslenskra stór- kaupmanna um að viðskiptahættir fyrirtækjanna yrðu kannaðir. Samkeppnisráð úrskurðaði í mál- inu í febrúar. Að mati Samkeppnis- ráðs hafa ekki komið fram gögn sem sýna fram á að fyrirtækin Hagkaup og Bónus njóti óeðlilegra viðskiptakj- ara í samanburði við önnur fyrirtæki né að þau misbeiti markaðsráðandi aðstöðu sinni í því skyni að ná fram bættum viðskiptakjörum. Þá hafi ekki komið fram gögn sem sýni fram á að viðskiptahættir fyrirtækjanna skaði samkeppnina og þar með neyt- endur. Sérstök áfrýjunarnefnd stað- festi úrskurð ráðsins í byrjun apríl. í síðustu viku staðfesti nefndin síðan þann úrskurð Samkeppnisráðs að Bónus væri heimilt að neita ein- um af forsvarsmönnum dagvöru- kaupmanna, Friðriki G. Friðrikssyni, sölu á vörum til endursölu. Þar með var lokað fyrir þann möguleika að dagvörukaupmenn gætu hamstrað vörur sem Bónus selur undir kostn- aðarverði. Félag dagvörukaupmanna hefur ekki látið staðar numið í málarekstri sínum. í framhaldi af aðalfundi Kaup- mannasamtakanna um helgina þar sem þetta mál var til umræðu hefur félagið skorað á nýjan viðskiptaráð- herra fyrir hönd sinna félaga að beita sér fyrir réttlæti í þessum málum. Er því lýst yfir að verði það ekki gert fyrr en síðar stefni í að aðeins ein matvöruverslun verði eftir í land- inu. í yfirlýsingu félagsins um þetta mál segir að með ákvörðun sinni hafi Samkeppnisstofnun á engan hátt bætt samkeppnisstöðu minni verslana á landinu nema síður sé og slík niðurstaða sé með öllu óvið- unandi. „Við teljum að Samkeppnis- stofnun sé í þessu máli ekki vanda sínum vaxin því augljósa mótsögn er að finna í fyrri úrskurði þar sem okkur er bent á að kaupa vörur þar sem þær eru ódýrastar og svo þess- um úrskurði þar sem Bónusverslun- um er leyft að hafna viðskiptum." Þá segir ennfremur: „Við lítum svo á að markaðsráðandi fyrirtæki sem notar stærð sína ekki aðeins til að ná óeðlilega lágum kjörum frá fram- leiðendum og innflytjendum heldur einnig til að selja fjölda vörutegunda undir kostnaðarverði sé að grafa undan rekstrargrundvelli smærri verslana um land allt, verslana sem hafa óumdeildu hlutverki að gegna gagnvart þeim neytendum sem af ýmsum ástæðum geta eða vilja ekki versla í stórmörkuðum." Þessi gagnrýni er af svipuðum toga og málflutriingur kaupmanna á landsbyggðinni sem óttast um sinn hag í samkeppninni við Hagkaup og Bónus. Þeir ályktuðu raunar í þá veru á föstudag að veika stöðu dreif- býlisverslunar megi að stórum hluta rekja til mismunandi kjara í formi afslátta hjá framleiðendum og inn- flytjendum. Er enn skorað á yfirvöld að setja reglur sem takmarki verðm- ismunun. Allur þessi málflutningur sýnir svo ekki verður um villst að rekstur smærri matvöruverslana á landinu öllu er orðin ákaflega erfiður vegna hinnar hörðu samkeppni sem ríkir á matvörumarkaði. Þá virðist Ijóst að tilburðir kaupmanna til að ná hag- stæðari viðskiptakjörum með sam- eiginlegum innkaupum og samstarfi hafi ekki borið tilætlaðan árangur. Eftir úrskurð Samkeppnisyfirvalda er það úrræði eitt eftir að skora á nýjan viðskiptaráðherra að grípa til einhverra aðgerða. Það verður at- hyglisvert að fylgjast með viðbrögð- um nýja viöskiptaráðherrans í þessu máli. Hann gæti auðvitað beitt sér fyrir lagasetningu til að freista þess að styrkja stöðu smærri kaupmanna en slíkt verður að teljast harla ólik- legt. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.