Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Staða fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna hefur verið mjög til umræðu undanfarið og mismunandi hugmyndir eru uppi varðandi framtíð þeirra Heildsalarnir ílánakerfinu Viðtal Hver verður staða fjárfestingarlánasjóða atvinnuveganna í breyttu rekstrarumhverfi? Er hlutverki þeirra lokið, eða mæta þeir sterkir til leiks í aukinni samkeppni sem er fyrirsjáanleg á lánamarkaði? Hanna Katrín Fríðriksen ræddi við Braga Hannesson, forstjóra Iðnlánasjóðs, um framtíð sjóðanna. Ymsar hugmyndir hafa verið uppi um endurskoð- un á stöðu fjárfesting- arlánasjóða atvinnuveg- anna. Sumir spyija hvort fjárfest- ingarlánasjóðir séu hreinlega tíma- skekkja í breyttu rekstrarumhverfi þar sem aðrar lánastofnanir geti tekið við hlutverki þeirra. Aðrir sjá fyrir sér að sjóðirnir taki af fullum krafti þátt ; aukinni samkeppni á þessum markaði. Síðasta ríkis- stjórn lagði línurnar hvað varðar tvo stærstu sjóðina; Fiskveiðasjóð og Iðnlánasjóð, ásamt Iðnþróunar- sjóð, en boltinn er hjá núverandi ríkistjórn. Þær hugmyndir er oftast eru nefndar hníga annars vegar í þá átt að leggja fjárfestingarlánasjóð- ina inn í viðskiptabankana með einum eða öðrum hætti eða þá að stofna eigi sérstaka fjárfestingar- banka. Það kemur ekki á óvart að Bragi Hannesson er fylgjandi síðarnefndu hugmyndinni. Fækkun sjóða fyrirsjáanleg „Á síðustu átta árum hefur orð- ið gífurleg breyting á íslenskum fjármagnsmarkaði. Við höfum horfíð frá algerri miðstýringu í vernduðu umhverfi og framundan er tími samkeppni á opnum mark- aði. Stjórnvöld hafa stjórnað þess- um breytingum, meðal annars með lögum um viðskiptabanka og spari- sjóði og eignarleigu- og verðbréfa- fyrirtæki. Það er hins vegar ljóst að þessu verki er ekki lokið. Meðal annars á eftir að setja lög um fjár- festingarlánasjóðina og lífeyris- sjóðina. Þau lög verða mikilvæg fyrir áframhaldandi þróun,“ segir Bragi. í ársbyijun 1994 tóku í gildi lög um lánastofnanir aðrar en banka og sparisjóði. Undir þá löggjöf heyra m.a. fjárfestingarlánasjóð- imir. Meðal helstu breytinga má nefna að gerð er krafa um eigið fé að lágmarki 400 milljónir króna auk þess sem sjóðirnir þurfa að uppfylla alþjóðareglur um eiginfj- árhlutfall skv. svokölluðum BIS- reglum. Þá voru sjóðimir settir undir bankaeftirlit auk þess sem heimildir þeirra til útlána voru rýmkaðar. „Það er fyrirsjáanlegt að þessi löggjöf mun hafa í för með sér fækkun sjóða,“ segir Bragi. „Nú eru fjárfestingarlánasjóðir at- vinnuveganna um 15 talsins og aðeins þeir stærstu uppfylla skil- yrðin um 400 milljóna króna eigið fé. Af sjóðunum 15 er þrir lang- stærstir; Fiskveiðasjóður, Iðnlána- sjóður og Stofnlánadeild landbún- aðarins. Þessir sjóðir eru með útlán samtals upp á rúmlega 50 milljarða króna og eigið fé þeirra er um 9 milljarðar króna. Þarna er um gíf- urlega sterka sjóði að ræða og samtök atvinnuveganna hafa haft mikil áhrif á þróun þeirra. Eg held því að það sé mjög brýnt að fyrir- hugaðar breytingar verði gerðar í samráði við þessi samtök." Hvað varðar rýmkaðar heimildir til útlána segir Bragi að Iðnlána- sjóður hafi þegar nýtt sér þær. „Við erum farin að lána í fyrirtæki og atvinnugreinar sem við lánuðum ekki í áður og munum auka það frekar. Að vísu höfum við lang- mesta þekkingu á iðnaðinum og hann verður lengi uppistaðan í útlánum okkar,“ sagði hann. „Við höfum hins vegar áhuga á að færa út kvíarnar og horfum þar til dæm- is til matvælaiðnaðar sem vinnur úr afurðum lands og sjávar. Þá má ekki gleyma því að þessi lög opnuðu sömu dyrnar fyrir aðra fjárfestingarlánasjóði þannig að það verður meiri samkeppni um útlán til iðnaðarins." Bragi segir að það vilji brenna við að menn leggi þann skilning í heitið „Iðnlánasjóður" að sjóðurinn eigi eingöngu að lána iðnfyrirtækj- um. Það sé hins vegar ekki tilfellið lengur. „Þessa dagana erum við einmitt að horfa á markaðsmálin. Skipulagi sjóðsins var breytt fyrr á árinu og í því fólst meðal annars að aukin áhersla verður lögð á markaðsmálin. Framundan er til dæmis að efla kynningu á starf- semi okkar fyrir hinum ýmsu aðil- um í atvinnurekstri," segir Bragi. Jöfnun starfsskilyrða næst á dagskrá Bragi er þeirrar skoðunar að lánastofnanir, hvort sem þær heita bankar, fjárfestingarlánasjóðir eða eitthvað annað eigi að vera með sama rekstrarformi og búa við sömu skilyrði. „Jöfnun starfsskil- yrða lánastofnana er að mínu mati næst á dagskrá og þannig vil ég að komi fram hver er hæfastur til að standast samkeppnina. Ég hef hins vegar aldrei verið byltingar- maður og lít svo á að slíkar breyt- ingar þurfi að vera mjög vel undir- búnar og gerast stig af stigi.“ Bragi segir að hjá Iðnlánasjóði séu menn þeirrar skoðunar að breyta eigi ríkisbönkum og fjár- festingarlánasjóðum í hlutafélög. Þetta þurfi að gera með mjög skipulögðum hætti því hér sé um að ræða mjög viðkvæm mál. Ríkis- bankarnir og stærstu sjóðirnir eiga mikil viðskipti við erlenda banka og þetta má ekki koma þannig út að eitthvað sé að bresta, að ríkið sé að forða sér frá einhveijum vandamálum. Það gæti haft alvar- legar afleiðingar í för með sér. Ennfremur þarf að gæta þess að allt fjármálavald í landinu safnist ekki á fáar hendur. Eðlileg vald- dreifing þarf að vera til þess að samkeppni verði í raun.“ Ætti að taka allar þessar stofn- anir fyrir í einu? „Það mætti þess vegna breyta þeim öllum i hlutafélög á sama tíma. Hins vegar mætti ekki ganga lengra í bili. Ég held að það sé mikið atriði að menn fara ekki á sama tíma að skipuleggja sölu á „JÖFNUN starfsskilyrða lánastofnana er að mínu mati næst á dagskrá,“ segir Bragi Hannesson, um samkeppnisstöðu þessara stofnana. „Ég hef hins vegar aldrei verið byltingarmaður og lít svo á slíkar breytingar þurfi að vera mjög vel undirbúnar." IÐNLÁNASJÓÐUR: Hlutfallsleg skipting heildarútlána fjárfestingarlánadeildar Byggingariðnaður Prentun, bókband, útgáfa Steinefnaiðnaður Drykkjarvöruiðnaður Járn- og málmiðnaður Tréiðnaður 5,5% 5,1% 5,1% 4,8% 3,8% Smíði og viðgerð flutníngstækja 3,0% Plastiðnaður 2,1% Efnaiðnaöur 2,0% Vefjar- og veiðafæraiðnaður 1,5% Gúmmíiðnaður 11,5% Skipasmíði og viðgerðir 11,2% Pappírsiðnaður 11,0% Fata-og skógerð 11,0% Rafmagnsiðnaður 11,0% Samgöngur 5,4% Aðrar lánastofnanir Bæjar- og sveitarfélög (28,4%) Verslun Þjónustuiðnaður Umhverfismál Annað Matvælaiðnaður 12,5% Utlán einstakra fjárfestingarlánasjóða I milljónum króna Staða í lok árs Breytingar á milli ára 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1993 1994 Fjárfestingarsjóðir atvinnuveganna, samtals.... ... 42.257 56.707 57.406 60.216 67.708 74.636 75.835 6.928 1.199 Stofnlánadeíld landbúnaðarins ... 5.894 7.311 7.621 8.518 8.913 9.219 9.076 306 + 143 Veðdeild Búnaðarbankans 140 194 235 209 199 168 0 +31 +168 Framleiðnisjðður landbúnaðarins ... 130 157 183 222 221 185 249 +36 64 Fiskveiðisjðður íslands ... 11.272 14.420 14.229 15.865 19.838 22.101 25.290 2.263 3.189 Verslunarlánasjóður ... 1.822 2.213 2.218 2.331 2.952 3.373 4.511 421 1.138 Stofnlánadeild samvinnufélaga ... 870 967 973 823 817 725 0 +92 +725 Iðnlánasjóður ... 6.576 9.028 9.565 11.414 13.536 15.776 16.196 2.240 420 Iðnþróunarsjóður ... 3.070 4.655 4.524 5.091 5.860 6.610 5.562 750 + 1.048 Ferðamálasjóður ... 629 763 798 890 954 1.054 1.173 100 119 Lánasjóður sveitarfélaga ... 2.115 2.809 3.097 3.418 3.847 4.352 4.625 505 273 Byggðastofnun ... 6.216 8.491 8.861 8.598 7.883 8.382 7.546 499 +836 Landflutningasjóður 91 94 77 73 82 72 28 + 10 -p44 Framkvæmdasjóður íslands ... 3.432 5.605 5.025 2.765 2.606 2.618 1.578 12 + 1.040 þessum bréfum, það verður til þess að ekkert gerist. Breytingin í hlutafélög er mikill áfangi. Síðan kæmi að því að ríkið færi að hug- leiða að koma sér út úr þessum rekstri, enda hljóta menn að vera sammála um að hlutur ríkisins í rekstri fjármálastofnana er allt of mikill. Menn verða hins vegar að vanda vel til verka því miklir hags- munir eru í húfi. Það hefur verið skotið föstum skotum að Lands- bankanum undanfarið, en ég sé ekki neina fjármálastofnun hér sem gæti tekið við hlutverki hans. Landsbankinn er það stór og hefur svo miklu hlutverki að gegna í sambandi við atvinnulífið og erlend viðskipti að menn ættu að fara varlega í að raska þeirri ímynd sem hann hefur.“ Fjárfestingarbankar víða til Flest lán Iðnlánasjóðs eru yfir fimm milljónum króna og lán und- ir einni milljón eru fátíð. „Munur- inn á fjárfestingarlánasjóðum og bönkum er að þeir fyrrnefndu eru heildsalar," segir Bragi. „Okkar viðskiptamenn eru atvinnurekend- ur.“ Þurfa atvinnurekendur sérstaka fjárfestingarlánasjóði þegar mark- aðsaðstæður eru orðnar þannig að aðrar lánastofnanir og verðbréfa- fyrirtæki geta gegnt því hlutverki að útvega þessum aðilum lánsíjár- magn? „Fjárfestingarbankar eru til í löndunum í kringum okkur. Það nægir að nefna Norræna fjárfest-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.