Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 C 3 HM I HANDKNATTLEIK íslendingar þurfa að erfiða helmingi meira - en önnur lið, sagði Spartak Mírónóvitsj þjálfari Hvít-Rússa um íslenska liðið „LAUGARDALSHÖLL virðist vera lukkustaður fyrir okkur, við höfum leikið þrjá leiki hér og verið heppnir, unnið tvo leiki af þremur. Við vorum í erfiðum riðli á Akur- eyri og álagið á leikmenn hefur verið mikið í langan tíma. Ég er því ánægður með mína menn og það er heiður að vinna íslendinga á íslandi. Leikurinn var erfiður og íslendingar börðust allir vel með öguðum handbolta,“ sagði Spartak Mironovich þjálfari Hvít-Rússa, sem jafnframt er forseti hvít-rúss- neska handboltasambandsins. „íslenska liðið hefur bætt sig undanfarin ár, sérstaklega hjá Þorbergi þjálfara. í dag er ekkert lið í heiminum sem getur sagt að það vinni íslendinga örugglega. Liðið er gott, leikmenn eru góðir og spila vel en voru daprir í dag. Þeir geta hinsvegar unnið alla. Alla þjálfara dreymir um menn sem geta skotið langt fyrir utan en ef þeir eru ekki til, þarf liðið að vinna helmingi meira og það vilja þjálfarar helst ekki að gerist. Þess vegna dalaði leikur íslendinga þegar leið á mótið - þeir þurftu að erfiða helmingi meira en önnur lið og önnur lið eru einnig búin að læra á það íslenska." Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson SKOÐAIMIR voru oft skiptar á varamannabekk íslenska llðslns í gærkvöldi og menn létu iðuiega í sér heyra þegar mönnum mislíkaði frammistaðan inni ð vellinum. Hér er Einar Gunnar Sig- urðsson að ræða málin við lón Kristjánsson og Sigurð Svelnsson. Þorbergur Aðalsteinsson og Patrekur Jóhannesson virðast hins vegar hafa meiri áhuga á að fylgjast með leiknum. Vandræðin byrjuðu með Kóreuleiknum „Ef ég ætti val um að fá að spila einn leik upp á nýtt, þá væri það leikurinn við Suður - Kóreu þvi' að vandræði okkar byrjuðu með þeim leik,“ sagði Geir Sveinsson, fyrirliði ís- lenska liðsins og að margra mati besti leikmaður liðsins í heimsmeistarakeppninni. Það er ekki margt sem stendur uppúr hjá okkur í keppninni, við töpuðum fjórum leikjum en unn- um þrjá. Það var visst áfall að tapa Kóreuleiknum, síðan kom Svissleik- urinn og eftir þann leik var ljóst að við mundum leika við lið númer tvö. Fyrirfram áttu allir von á því að Rússar mundu vinna hinn riðilinn og segja má að heppnin hafi ekki verið með okkur að því leyti. Ef sigur hefði unnist á Kóreu hefði dæmið getað litið allt öðruvísi út,“ segir Geir. „Það hefur verið mikil þreyta í leikmönnum, aðallega andleg þreyta því áföllin hafa verið mikil í keppn- inni. Leiðin hefur legið meira og meira niður á við og það hefur verið erfiðara að rífa sig upp. Þegar svo er segir líkamleg þreyta mun fyrr til sín,“ sagði fyrirliðinn." Aðspurður um vandamál liðsins í sóknarleiknum sagði hann ógnunina . hafa verið of litla fyrir utan. „Ég get ekki kvartað, ég hef fengið nokkra bolta til að vinna úr á Iín- unni, en eftir stendur að við hefðum þurft að fá fleiri mörk fyrir utan. Ég var ánægður með Júlíus í fyrri hálfleiknum í þessum leik (gegn Hvít - Rússum) en það hefði mátt koma meira frá skyttunum í síðari hálfleiknum. „Við spiluðum kannski örlítið betri sóknarleik en í fyrri leikjum en á móti kemur að vörn Hvít-Rússanna var ekkert gífurlega sterk. Annars hef ég ekki legið á þeirri skoðun að ég hefði viljað leggja meiri áherslu á varnarleik og í framhaldi af því byggja meira á hraðaupphlaup- um. Góður handbolti í dag byggir svo mikið á góðum vamarleik, mar- kvörslu og hraðaupphlaupum. Ef við lítum á önnur lið þá er ekki svo mik- ill taktískur bolti í gangi hérna sem við höfum kannski bundið okkur fullmikið við.“ - Ertu ánægður með eigin frammi- stöðu á mótinu? „Ég hafði lengi sett mér það mark- mið að spila vel á þessari heimsmeist- arakeppni og ég held að það hafi nokkurn veginn tekist. Ég get ekki annað en verið sáttur við sjálfan mig. Það telur hins vegar ansi lítið þegar maður fer að skoða þetta allt saman. Ég hugsa að ég hefði heldur vilja eiga aðeins slakari leiki og að liðinu hefði vegnað betur. Það hefði verið gaman að sjá fléiri leikmenn blómstra hérna.“ SOKNIN, MÓRKIN 00 MARKVARSLAN ISLAND Mörk Sóknir % ITA-RUSSL. Mörk Sóknir % Langskot Gegnumbrot Hraðaupphlaup Horn Lína Víti 17(1) Varin skot (víti) 13(1) 9 Aftur til mótherja 4 Valdimar handarbrotinn VALDIMAR Grímsson varð að fylgjast með úr áhorfendastúk- unni því hann handarbrotnaði í leiknum gegn Rússum í gær. Hann var að fara inn úr horn- inu í fyrsta sinn þegar hann lenti illa á gólfinu og braut bein í hnúa. Ruglaðist spá- konan í ríminu? SPÁKONAN sem spáði fyrir um úrslitin í leik íslands og Rússlands á Stöð-2 hefur lík- lega ruglast á leik. Hún spáði Islandi sigri gegn Rússum 20:17, en allir vita hvernig leik- urinn fór. Hins vegar sigraði Þýskaiand lið Rússlands 20:17 í gær. Spákonan hefur iíklega séð þýska fánann í stað þess íslenska. Tútsjkín komst ekki í liðið ALEXANDER Tútsjkín, vinstri handar skytta, lék ekki með Hvít-Rússum gegn íslending ■ um f gærkvöldi. Hann sat uppá klæddur fyrir aftan vara- mannabekk liðsins og sagðist ekki nenna að spila. „Ég er ekki meiddur,“ sagði hann þungur á brún við Morgunblað- Rauði búning- urinndugði skammt ÍSLENSKA landsliðið lék í rauðum búningum i fyrsta sinn í keppninni gegn Hvít-Rússum í gærkvöldi. Margir höfðu þav á orði í fyrri hálfleik að líklega. hefði liðið átt að prófa rauða búninginn fyn- í keppninni. En í seinni hálfleik þögnuðu þær raddir því búningurinn einn og sér dugði ekki til sigurs. Erwin Lanc 65 áraígær ERWIN Lanc, forseti IHF, héit upp á 65 ára afmælið sitt í gær. Að því tilefni var honum afhent blóm í hálfleik á leik Sviss og Frakklands í Laugai’- dalshöU. Hvað sagði Páll Ólafsson eftirtapið gegn Hvít-Rússum? Málin verður að kryfja ÞAÐ er fátt að segja um þennan leik. Það sem hefur farið úrskeiðis í síðustu leikjum fór einnig úrskeiðis nú gegn Hvít—Rússum. Smá glæta kvikn- aði í fyrri hálfleik um að úr væri að rætast í sóknar- ieiknum, en i byrjun síðari hálfleiks slokknaði á henni og sama tuggan var tugginn og í fyrri leikj- um, því miður, ástæðuna veit ég ekki,“ sagði Páll Ólafsson, fyrrum landsliðamaður í handknattleik þegar Morgunblaðið innti hann álits á leiknum gegn Hvít—Rússum Eg er alveg gífurlega svekktur að leikslokum því vonir mínar stóðu til þess að við næðum að kom- ast inn í hóp átta, en að hlutskipti okkar yrði að vera fyrir neðan þrett- ánda sæti er nokkuð sem ég hafði ekki hugsað urn fyrir keppnina." - Er einhver framtíð í þessum hóp sem teflt var fram hér á HM? „Það má alls ekki dæma liðið eft- ir einni keppni. Liðið sem Bogdan var með, og ég var í, stóð ekki und- ir öllum þeim væntingum sem gerð- ar voru til þess og það voru ekki nein endalok, þó að það færi aldrei svona langt niður. Við eigum fullt af ungum og efnilegum strákum en það sem þeir þurfa er meiri tími og aukin reynsla. Það má ekki hafa of miklar áhyggjur þó útlitið sé ekki mjög bjart í augna- blikinu að þessarri keppni lokinni Við höfum alltaf verið sterka hand- þollaþjóð og þrátt fyrir að við höfum hiisst af einhveijum keppnum á næstunni þá er ég viss um að við Páll Ólafsson komum sterkir til baka.“ - Hvað finnst þér helst þurfi að bæta íþessum hóp sem lék á HM? „Markvarslan hefur ekki verið upp á sitt besta í þessu móti og hana þarf að bæta. Einnig hefur sóknar- leikurinn verið alltof einhæfur og iítið kom- ið út úr útispilurum ok-kar. Þar virðumst við vera að hjakka í sama farinu og und- anfarin tvö ár. Engar nýjungar hafa litið dagsins ljós. Við leikum frekar hæg- an sóknarleik miðað við mörg önnur lið og það hefur komið okkur í koll. Við erum að tapa flestum leikjum vegna þess að sóknarleikur okkar er slakur. Það eru til góðar skyttur en það þarf að virkja þær betur til þess að ná betri árangri á keppni sem þessari. Þorbegur hefur lagt mikið upp úr sex núll vörn á undir- búningstímabilinu en mér finnst hann ekki hafa beitt honum nógu vel í þessarri keppni. Af hvetju veit ég ekki því hún hefur reynst okkur vel. Almennt í keppninni hefði varn- arleikurinn mátt vera betri eins og svo margt annað. í móti þar sem svona gengur þá er það ekkert eitt atriði sem fer úrskeiðis. Nú verður að setjast niður að lokinni keppni lokinni og allir verða að fá tækifæri til að opna sinn hug. Málin verður að kryíja til þess að falla ekki í sömu kryfjuna að nýju.“ - Hvaða áhrif heidur þú að þessi árangur hafi á stöðu handknatt- leiksins? „Það hefur kannski einhver áhrif núna fyrst á meðan vonbrigðin eru sem mest, en tíminn læknar öll sár og ég er þess fullviss að við komum sterkir upp aftur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.