Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.05.1995, Blaðsíða 4
4 C FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1995 HM I HANDKIMATTLEIK MORGUNBLAÐIÐ Dómararnir settu leiðinlegan svip á stórleik 8-liða úrslitanna Stór dagur fyrir þýskan handbolta Fögnudur Þjóð- verja mikill ÞJÓÐVERJARNIR Stefan Kretzschmar tll hægri og Wolfgang Schwenke fagna eftfr sigurinn gegn Rússum og sætf í undanúrslitunum, en það er besti árangur sem Þjóðverjar hafa náð á HM síðan þeir urðu heimsmeist- arar í Danmörku 1978. ÞJÓÐVERJAR tryggðu sér í gær sæti í undanúrsíitum heims- meistarakeppninnar með því að leggja heimsmeistara Rússa að velli 17:20 fvægast sagt dramatískum leik. „Þetta er stór dagur fyrir þýskan hand- bolta," sagði Andreas Thiel markvörður og fyrirliði Þjóð- verja eftir leikinn. Þjálfarar beggja liða fengu að líta rauða spjaldið hjá hræðilega slökum norskum dómurum sem vildu greinilega vera í aðalhlutverk- um í Laugardalshöllinni. Skúli Unnar Sveinsson skrífar ^Jjóðveijar voru sterkari aðilinn í leiknum. Þeir hafa reyndar leikið betur en í gærkvöldi, en leik- urinn bar þess glöggt merki að hann var mikilvæg- ur því mikils tauga- titrings gætti hjá báðum liðum. Rússar léku sina hefðbundnu 5-1 vöm með Fílíppov sem fremsta mann en vörnin hefur oft verið sterkari en í gær, enda var sóknarleikur Þjóðveijanna fijór og líflegur miðað við aðstæður. Þjóðveijar léku flata vörn í byij- un og gengu mjög langt út á móti skyttum Rússa. Fyrir aftan vörnina var fyrirliðinn Thiel i miklum ham og varði meðal annars fjögur erfið skot á fyrstu átta mínútum leiks- ins. En þá dundu óhöppin yfir íjóð- veija. Fyrst missteig Vigindas Petkevicius sig, en hann hefur stjórnað leik liðsins af festu í mót- inu. En sjaldan er ein báran stök og dómaramir tóku til sinna ráða til að viðhalda þeim málshætti. Þeir gerðu bókstaflega allt sem þeir gátu til að eyðileggja annars mjög skemmtilegan leik. Sem betur fer tókst það ekki — fyrr en í síðari hálfleiknum. Eftir að hafa dæmt í tvígang alveg eins og kjánar, við mikil mót- mæli Arno Ehret þjálfara Þjóðveija ráku þeir hann upp í stúku. Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins. Þýsk- ir tvíefldust við mótlætið og gerðu fjögur síðustu mörkin fyrir hlé, 7:12. Fæstir voru á því að Rússar næðu að klóra í bakkann því Þjóð- veijar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og virtust hafa góð tök á leiknum. I síðari hálfleik breyttu Rússar í 3-2-1 vörn með þeim ár- angri að þeir breyttu stöðunni í 11:12 áður en Þjóðveijar gerðu fyrsta markið eftir hlé, eftir 12 mínútur og 26 sekúndur! Á þessum kafla varði Lavrov mjög yel, meðal annars tvö vítaköst. Rússar náðu að jafna 15:15 þeg- ar 11 mínútur voru eftir af leiknum, en þá fannst norsku dómurunum nóg komið, ráku rússnesku leik- mennina útaf eins og þeim væri borgað fyrir það og þjálfari þeirra, Vladímír Maxímov, fékk að fara sömu leið og starfsbróðir hans í fyrri hálfleik, upp í stúku. Rússneska maskínan hikstaði aðeins í gær og gegn liði eins og því þýska gengur það ekki. Það hefði verið gaman að sjá þessi lið eigast við þar sem hlutlausir dómar- ar hefðu dæmt, en það virðist því miður allt of algengt á stórmótum að dómarar dæmi ekki eins og þeir eiga að sér — einhverra hluta vegna. Þýska liðið hefur leikið mjög vel í keppninni og það virðist fátt geta stöðvað það. Bestir hjá Rússum voru Voronin Morgunblaðið/Gunnlaugur VASILIJ Kudinov reynir hér skot, en hann var meö 29% skotnýtingu í gær gegn sterkri vörn Þjóðverja. í hægra horninu og Kouletsjov sem lék á miðjunni, en skytturnar brugð- ust. Lavrov átti einnig góðan dag í markinu, sérstaklega í síðari hálf- leik. Hjá Þjóveijum var Thiel góð- ur, Kretzschmar var sprækur og þeir Schwarzer, Petersen og Schwenke voru sterkir í vörninni. Rússland Þýskaland 20 Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 2:5, 5:6, 7:8, 7:12, 11:12, 15:15, 15:18, 16:18, 16:20, 17:20. Mörk Rússlands: Oleg Koúletsjov 6/4, Lev Voronín 4, Vasílíj Kudínov 2, Dmítríj Fílíppov 2/2, Dmítíj Torgovanov 1, Víatsjeslív 1, 0. Grebnev 1. Varin skot: Andrej Lavrov 13/2 (þaraf 2 til mótherja). VJtan vallar: 12 mínútur. Mörk Þýskalands: Stefan Kretzschmar 6/2, Volker Zerbe 3, Jörg Kunze 3, Wolfgang Schwenke 3, Klaus-Dieter Petersen 2, Mike Fuhrig 1, Holger Winselmann 1, Vigindas Pekevicius 1. Varin skot: Andreas Thiel 14 (þaraf 6 til mótheija). Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Börresen og Strand frá Noregi og voru hræðilega slakir. Áhorfendur: Um 1.800. Vladímír Maxímov þjálfari Rússlands var afar óhress Aldrei séð dómara fá rautt! Eins og þið sáuð fengu báðir þjálfarar liðanná rautt spjald fyrir frammistöðu sína, en ég hef aldrei séð dómara fá rautt spjald fyrir sína frammistöðu. Þessir dóm- arar hafa elt þýska liðið í keppninni og dæmt þeim í hag þegar á hefur þurft að halda,“ sagði Maxímov þjálfari Rússa eftir að Þjóðveijar höfðu slegið heimsmeistarana út í 8-liða úrslitum í gærkvöldi. „Mínir menn eru nú inn í bún- ingsklefa og gráta. Þeir gráta ekki af því að þeir töpuðu leiknum, heid- ur vegna þess að þetta var ekki sanngjarn leikur. Mér er spurn; Er heimsmeistarakeppnin ekki fyrst og fremst fyrir leikmennina, eða er hún frekar fyrir dómarana?“. Arno Ehret þjálfari Þjóðveija var kátari en Maxímov. „Mér líður vel núna. En ég var talsvert taugat- rekktur í upphafi leiksins og á meðan á honum stóð. Ég held reyndar að taugarnar hafi spiiað inn í leik beggja liða. Mitt lið lék góða vörn og markvarslan var góð, en sóknarleikurinn hefur verið betri. Það er gott að vinna og nú eigum við mikla möguleika á að ná í verð- launapening, það er góð tilfinning," sagði Ehret. Andreas Thiel markvörður Þjóð- verja og fyrirliði þeirra sagði að þetta væri stór dagur í þýskum handbolta og liðið væri þegar búið að ná besta árangri sem það hefði náð síðan 1978 er það varð meist- ari, en undanskildi þó Ólympíuleik- ana í Los Angeles. „Við Maxímov vil ég segja að stundum vinnur maður og stundum tapar maður, stundum vinnur maður þegar góðir dómarar dæma og stundum tapar maður með góða dómara, stundum vinnur maður með slæma dómara og stundum tapar maður með slæmum dómurum.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.