Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 1
f-c- ¦T-ri.«. O^ BLAÐ ALLRA LANDSMANNA ]K**0iiiiIribiMfe 1995 ÞRIÐJUDAGUR23. MAI BLAÐ B HM I HANDKNATTLEIK Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Pyrsti Frakka f f lokkaíþrótt FRAKKAR fögnuðu fyrsta heimsmeistaratitll sínum í handknattleik í Laugardalshöll á sunnudaglnn. Þeir sigr- uðu Króata í úrslitalelk mótsins 23:19 og var þetta fyrstl HM-sigur Frakka í flokkaíþróttum. Vigdís Flnnboga- dóttir, forsetl íslands, afhentl helmsmeisturunum sigurlaunln. Frá vinstrl: Frédéric Volle, leikmaður Frakka, Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, Vlgdfs Flnnbogadðttlr, Erwin Lanc, forseti IHF og Pascal Mahe, fyrirliði Frakka. HM í handknattleik / B2, B4-B8 Ólaf ur talaði við Míronovítsj Á BLAÐAMANNAFUNDI að loknum leik Hvit- Rússa og Húmena um 9. sætið á laugdaginn stað- festi þjálfari IIvít-Kússa, Spartak Mironovítsj, . að hann hefði fengið upphringingu frá Ólafi B. Schram, formanni HSI, þess efnis hvort hann gæti hugsað sér að taka við þjálfun islenska landsliðsins i handknattleik. Mironovitsj sagðist hafa gefið það frá sér strax vegna anna, en lét þess jafnframt getið að sér væri heiður að boð- inu. Leikmenn of mik- ið út á Iffinu BENGT Johansson, þjálfari Svia, sagði að það sem hefði komið sér einna mest á óvart í keppn- inni væri hversu leikmenn voru mikið út á lifinu á kvöldin, milli þess sem þeir voru að spila. „Ég er ekki ánægður með að leikmenn HM-liðanna skuli vera að reykja á Kaffi Reykjavík á hverju kvöldi. Það er ekki góð auglýsing fyrir handbolt- ann," sagði Johansson. Leikmenn Frakka og Króata voru flestir að skenunta sér á Kaffí Reykjavík á fostudagskvöldið, tveimur dögum fyrir úrslitaleikinn á HM. Fæstar sóknir hjá íslendingum og Rússum PÓ AÐ Svisslendingar og Tékkar séu ekki þekkt- ir fyrir margar sóknir i hverjum leik, skila þær þð oft árangri og nýting sókúa kemur oft vel út hjá þeim. í leik þeirra á laugardaginn náðu Tékkar 39 sóknum með 21 marki sem gerir 54 prósent sóknarnýtingu á meðan Svisslendingar fóru 38 sinnum í sókn, gerðu 23 mörk sem ger- ir 61 prósent nýtingu. Það var aðeins i leik Is- Iendinga og Rússa að sóknir voru færri. Þá f6ru íslendingar 36 sinnum í sókn til að gera sín 12 mörk, sem er 33 prósent nýting, og Rússar kom- ust í 34 sóknir sem gáfu 25 mörk, sem reiknast 74% nýting en það var hæsta sóknarnýting í keppninni. Forsætisráðherra Króatíu mætti í einkaþotu FORSÆTISRÁÐHERRA Króatíu, Nikica Va- lentic, mætti með fylgdarliði á úrslitaleik landa sinna og Frakka. Með honum i ferð var sonur hans, tveir aðstoðarforsætisráðherrar, dóms- málaráðherra, menningar- og íþróttamálaráð- herra, borgarstíórinn í Zagreb og ráðuneytis- stjóri ásamt ritara. Forsætisráðherrann kom ekki gagngert til að sjá leikinn því hann hitti Davíð Oddsson forsætisráðherra. Valentic kom i einkaþotu fra Króatíu. KNATTSPYRNA Svíar búnir að velja hópinn Tommy Svenson, landsliðseinvald- ur Svía, hefur valið hópinn sem mætir íslendingum I Stokkhólmi 1. júní í Evrópukeppni landsliða. Tveir kunnir Ieikmenn geta ekki leikið, það eru þeir Björklund, IFK Gautaborg og Roger Ljung, Duis- burg, sem eru í leikbanni. Hópurinn er þannig skipaður: Thomas Ravelli, IFK Gautaborg og Bengt Anderson, Örgryte, markverðir. Varnarmenn: Patrik Frá Grétari Eyþórssyni íSvíþjóð Anderson, Gladbach, Jan Eriksson, AIK, P. Kamark, IFK Gautaborg, Michael Nilsson, IFK Gautaborg, Ronald Nilsson, Helsing- borg. Miðvallarspilarar og sóknarleikmenn: Niclas Alexandersson og Niclas Guðmunds- son, Halmstad, Ola Anderson, AIK, Kennet Andersson, Caen, Thomas Brolin, Parma, Martin Dahlin, Mönchengladbach, Henrik Larsson, Feyenoord, Anders Limpar, Ever- ton, Hákon Mild, Servette, Stefan Schwarz, Arsenal, Jonas Thern, Roma og Magnus Erlingmark, IFK Gautaborg. Roland Nilsson meiddist á sunnudag og litlar líkur á að hann leiki. Þá eru þeir Bro- lin og Dahlin í lttilli leikæfingu. Valdimar á Selfoss - skrifar u.ndirtveggja ára þjálfarasamning ídag Valdimar Grímsson, landsliðs- maður í handknattleik sem lék með bikarmeisturum KA frá Akureyri sl. vetur, skrifar í dag undir tveggja ára þjálfarasamning við 1. deildarlið Selfoss, samkvæmt áræðanlegum heimildum Morgun- blaðsins. Valdimar mun einnig leika með liðinu á samningstíman- um. Þetta verður frumraun hans sem þjálfara. AUir þeir leikmenn sem léku með Selfyssingum síðasta vetur verða áfram með liðinu næstu leiktíð og eins eru miklar líkur á að Finnur Jóhannsson, línumaður úr Val, gangi til liðs við félagið. Sigurður Bjarnason, leikmaður úr Stjörnunni, sem var orðaður við Selfoss, hefur ákveðið að leika áfram með Stjörnunni. Eins hefur hornamaðurinn Jðn Þórðafson, sem var í viðræðum við Fram og ætla að skipta yfir, ákveðið að vera áfram með Garðbæingum næsta tímabil. VALDIMAR Grimsson klæð- Ist Selfossbúningnum næsta votur. KIMATTSPYRNA: 1. DEILDAR KEPPNIIVIHEFST í KVÖLD / B12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.