Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 B 9 . KNATTSPYRNA h ■■ Keuter Fognudur MIKILL fögnuður ríkti í Llverpool í kjölfar bikarmeistaratltils Everton en Llverpool var deildarblkarmelstarl ekkl alls fyrir löngu og vonast borgarbúar til aö ný „gullöld" sé í vændum. Að sjálfsögðu fögnuðu leikmenn Everton eins og vera ber, ekki síst Paul Rideout, sem er til vinstri á myndlnnl, en hann gerðl elna mark leiksins. Fyrsti stóri meistara- titill Everton í áratug Everton, sem hefur aldrei byrjað tímabil eins illa og það sem er nýlokið og var í fallhættu lengst af lét það ekki á sig fá í bikarúr- slitaleiknum gegn Manchester Un- ited, sem átti titil að verja, og vann 1:0. Þetta var fyrsti stóri titill Ever- ton í áratug og í fyrsta sinn í sex ár sigrar Manchester United ekki á neinu móti. Paul Rideout gerði eina mark leiksins með skalla eftir 30 mínútna leik en hann náði boltanum eftir að Graham Stuart hafði skotið í slá. Eric Cantona lék ekki með United vegna leikbanns, Andy Cole var ekki löglegur og Andrei Kanc- helskis var heldur ekki með. Ryan Giggs, hefur ekkert leikið með Manchester United í nokkurn tíma vegna meiðsla kom inn á hjá United eftir hlé og spilaði vel en það dugði skammt. Hann lék vörn Everton oft grátt á vinstri vængn- um og átti góðar sendingar fyrir markið, en þar var markvörður Everton, Neville Southall, eins og kóngur í ríki sínu og hirti allt sem að markinu kom. Þar á meðal var skalli frá Brian McClair á 68. mín- útu leiksins sem Southall bjargaði á snilldarhátt. Manchester United sótti stíft í síðari hálfleik en allt kom fyrir ekki og liðið varð að játa sig sigrað að leikslokum. Yfirþjálfarar beggja liða komu á óvart þegar ljóst var hveijir skipuðu byijunarliðin. Hinn dýri leikmaður Everton Duncan Ferguson var á varamannabekknum, þar sem John Royle taldi hann ekki vera kominn í næga leikæfingu eftir aðgerð vegna kviðslits og Nígeríumaður Daniel Amokachi sat einnig á bekknum. Báðir komu leikmennirn- ir inn á í síðari hálfleik án þess þó að setja verulegt mark á hann. Alan Ferguson, stjóri United, hafði Nicky Butt í byijunarliðinu öllum á óvör- um en ekki Ryan Giggs. Giggs kom þó til leiks eftir hlé þegar hann leysti fyrirliða sinn, Steve Bruce af hólmi en hann varð að yfirgefa leik- völlinn. Bruce meiddist á 21. mín- útu á hné en harkaði af sér fram að tehléinu. Everton menn með Andreas Limpar í broddi fylkingar réðu miðju leiksins framan af og náðu að koma United í opna skjöldu. En heppnin var þó með Everton mönn- um þegar Lee Sharpe komst skyndi- lega einn inn fyrir vörn þeirra fljót- lega í leiknum en hitti knöttinn illa þegar hann á tti einungis Southall eftir. Þrátt fyrir að innákoma Ryan Giggs í síðari hálfleik hafi hleypt nýju blóði í sókn United þá náði það ekki að breyta stöðunni og mark Paul Rideout á 30 mínútu var eina mark leiksins og það vac því sigurreifur fýrirliði Everton, Dave Watson, sem tók á móti bikarnum í leikslok. „Síðastliðin vika hefur verið hræðileg fyrir okkur. í dag töpuðum við bikarnum og fyrir viku deildar- bikarnum," sagði Alex Ferguson, yfirþjálfari Manchester United að leikslokum. Hann var allt annað en ánægður með varnarleik sinna manna í leiknum og sagði m.a.: „Það voru sex leikmenn sem gátu hreinsað knöttinn í burtu áður en Everton skoraði, enginn reyndi og okkur var refsað. Þannig varnar- leikur er út í hött í bikarúrslitaleik og undirstrikar þá staðreynd að ef menn ná að veijast vel í leik sem þessum þá er möguleikinn fyrir hendi, annars ekki,“ sagði hann. „Við höfðum heppnina með okk- ur í dag, en hún er oft nauðsynleg til að sigra í bikarúrslitaleikjum,“ sagði John Royle, yfirþjálfari Ever- ton, með sigurglampa í augum að leikslokum. Hann tók við liðinu í nóvember sl. og reif það upp á aft- urlöppunum, bjargaði því frá falli og kom á Wembley þar sem sigur var innbyrtur á bikarmeisturunum frá því fyrra. „Annars var stórleik- ur Neville Southall í markinu sem öðru fremur færði okkur bikarinn í dag. Þegar hann er í þeim ham sem hann var í í dag þá er erfitt að finna leiðir framhjá honum.“ Liðin: Everton - Neville Southall; Matthew Jackson, Dave Watson, David Unsworth, Gary Ablett, Andy Hinchcliffe, Anders Limpar (Daniel Amokachi 68.), Joe Parkin- son, Barry Home, Paul Rideout (Duncan Ferguson 51.), Graham Stuart. Manchester United - Peter Schmeichel; Gary Neville, Steve Bruce (Ryan Giggs 46.), Gary Pallister, Denis Irwin, Roy Ke- ane, Paul Ince, Brian McClair, Lee Sharpe (Paul Scholes 72.), Mark Hughes, Nicky Butt. Anderlecht meistari þriðja arið i roð ANDERLECT tryggði sér belgíska meistaratitilinn þriðja árið í röð þeg- ar liðið vann Ghent 2:0 á útivélli um helgina. Bæði mörkin komu um miðj- an seinni hálfleik en Filip Haagdorn og Bruno Versavel skoruðu. Urslitin fóru illa í stuðningsmenn Standard Liege sem var 2:0 yfir gegn Club Brugge. Þeir fóru inn á völlinn og var leikurinn flautaður af þegar þijár mínútur voru til leiksloka. Nantes tryggði sér titilinn NANTES gerði 2:2 jafntefli við Bastia í frönsku deildinni og það nægði til að tryggja félaginu meist- aratitilinn. Landsliðsmennirnir Patrice Loko og Christian Karembeu skoruðu en þeir hafa báðir tilkynnt að þei rætli að fara frafélaginu að loknu tímabilinu. „Eg hef sagt lengi að ég sé á förum og það hefur ekki breyst," sagði Karembeu. Loko hef- ur gert 21 mark í deildinni og er markahæstur en PSG hefur sýnt áhuga á að fá hann. Aberdeen að sleppa DUNCAN Shearer létti þungu fargi af Aberdeen þegar hann gerði tvö mörk í seinni hálfleik og tryggði lið- inu 3:1 sigur gegn Dunfermline í fyrri viðureign liðanna um sæti í skosku úrvalsdeildinni. Stephen Glass kom heimamönnum á bragðið undir lok fyrri hálfleiks en Craig Robertson jafnaði metin skömmu eftir hlé. Þetta var fimmti sigur Aberdeen í síðustu sex leikjum . Real Madrid geturfagnað í Barcelona REAL Madrid átti í erfiðleikum með botnlið Real Valladolid en vann 1:0 og getur fagnað spænska meistar- atitlinum í Barcelona um næstu helgi. Til þess þarf liðið að sigra meistarana frá 1991 og Deportivo að tapa en hvernig sem fer er víst að Ramon Mendoza, forseti Real Madrid, verður ekki á Nou Camp því fyrir því er löng hefð að forsetar Barcelona og Real stíga aldrei fæti sínum á svæði mótheijanna. \ ReuWr FABRIZIO Ravanelli til vlnstrl og Vialll fagna titlinum. Juvervtus meistari eftir níu ára bið Juventus vann Parma 4:0 um helg- ina og tryggði sér þar með ít- alska meistaratitilinn í fyrsta sinn í níu ár. Tvær umferðir eru eftir en Juve er með 10 stiga forskot á Parma. Roberto Baggio átti þátt í þremur markanna. Fyrst byggði hann upp gagnsókn sem Fabrizio Ravanelli lauk á viðeigandi hátt. Skömmu fyr- ir hlé gaf hann á Didier Deschamps með snyrtilegri hælspyrnu og Frakk- inn átti ekki í vandræðum með að skora. Um miðjan seinni hálfleik . nýtti Gianluca Vialli frábæra stungu- sendingu og gerði 16. mark sitt á tímabilinu en Ravanelli innsiglaði góðan sigur skömmu síðar. Marcello Lippi, sem tók við Juve eftir síðasta tímabil, sagði að mikil breidd væri væri undirstaða árang- ursins. „Juventus byggir ekki ein- göngu á Baggio og Vialli. Allir eiga hlut að máli í þessum meistaratitli, líka varamennirnir sem tóku stöðu lykilmanna þegar þeir voru meiddir og stóðu vel fyrir sínu.“ Juve hefndi fyrir tapið gegn Parma í úrslitum Evrópukeppni félagliða í liðinni viku og sagði Nevio Scala, þjálfari Parma, að sigurinn í Evrópu- keppninni hefði haft áhrif á deildar- leikinn. „Það varð spennufall hjá okk- ur eftir UEFA-sigurinn og við trúðum því aldrei að við gætum orðið Ítalíu- meistarar. Juventus átti skilið að verða meistari. Besta liðið sigraði." 68.000 manns fögnuðu 23. meist- aratitli Juve og gleðin var mikil í Tórínó. „Þetta er bara byijunin hjá okkur,“ sagði Lippi. „Hver sá sem missir viljann til að leggja á sig það sem þarf er í vandræðum og áður en við förum í frí segi ég leikmönnun- um að ef þeir ætli að hægja á sér geti þeir verið heima og sleppt því að mæta þegar við hefjum undirbún- inginn fýrir næsta tímabil."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.