Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FRAKKAR FORU ALLA LEIÐ A TOPPINN Sætií úrslita- 1954 kegpni Sviþjóð 1958 A-Þýskal. 1964 ■ GRAEME Souness hefur ákveðið að taka tilboði Galatas- aray og verður þjálfari tyrkneska félagsins næsta tímabil. ■ SOUNESS hefur tekið því ró- lega síðan hann hætti hjá Liverpo- ol í janúar í fyrra en hann sá liðið vinna Zeytinburnu 7:3 í deildinni um helgina. Hann er enn á launa- skrá hjaLiverpool og er sagt að vikulaunin séu 6.000 pund. ■ HOWARD Wilkinson var boðið starfíð en hann hafnaði því. ■ BARCELONA hefur gengið frá kaupum á rúmenska varnar- manninum Gheorghe Popescu frá Tottenham og var kaupverðið fímm milljónir punda. ■ POPESCU gerði fjögurra ára samning við Barcelona go á hann að koma í staðinn fyrir Ronald Koeman sem fer til Feyenoord í lok yfírstandandi tímabils. ■ DANIELA Bortova frá Tékk- landi setti heimsmet í stangar- stökki kvenna á sunnudag þegar hún fór yfir 4,10 metra. ■ ZHONG Guiqing og Sun Caiy- un frá Kína áttu fyrra metið sem stóð í tvo daga en þær svifu yfír 4,08 metra. __ ■ SIGURJÓN Arnarsson, kylf- ingur úr GR, sem spilar golf á atvinnumannatúr Tommy Armo- ur í Flórída, lauk um helgina þriggja daga móti á Harbor Hills- golfvellinum sem er 6.900 stikur (jardar), par 72 og með erfiðleik- astuðli 73. Hann hafnaði í 13. sæti af 50 keppendum, lék á pari, 70, 74 og 72 eða samtals 216 höggum. ■ CHARLES Barkley lýsti því yfír að loknum tapleik Phoenix gegn Houston að líklega hefði hann þar með Jeikið sinn síðasta leik í NBA deildinni. „Það er ekki alveg hundrað prósent öruggt, en nærri því,“ sagði Barkley sem ætlar að velta málinu fyrir sér nú um í nokkra daga og tilkynna svo endanlega afstöðu sína. ■ LEIKMENN Houston liðsins í NBA sem sigraði Phoenix var fyrsta liðið í 13 ár til þess að sigra í oddaleik á útivelli í úrslitakeppni NBA. Þetta gerðist síðast þegar Philadelphia 76ers sigraði Bos- ton í Boston Garden 120:106, 23. maí 1982. ■ ÞAÐ að sigra í oddaleik á úti- velli er afrek sem aðeins leikmenn fjögurra liða í sögu deildarinnar hafa gert áður. Boston hefur gert þetta í tvígang, 1968 og 1981. LA Lakers 1970 og leikmenn Wash- ington árið 1979. ■ LIÐ Golden State fékk fyrsta valrétt í háskólaúrvalinu. En ekki er eins víst að það sé jafnt mikill fengur af því og oft áður því að sögn kunnugra er lítið um spenn- andi leikmenn hjá háskólaliðun- um. GAMAN Framkvæmd Heimsmeistara- keppninnar í handknattleik var öllum viðkomandi til mikils sóma. Skipulagið bar þess merki að kunnáttumenn voru á ferð og sennilega hefur þetta verið glæsi- legasta heimsmeistarakeppnin til þessa. Reyndar minnti umgjörðin um margt á Ólympíuleika og áhorfendur voru svo sannarlega vel með á nótunum. Þeir studdu vel við bakið á íslenska liðinu á meðan það var með í keppninni og létu sitt ekki eftir liggja á úrslitaieikn- um. Aðstandendur keppninnar gera sér vonir um að einhver hagnaður verði af ævintýrinu og fari svo er það fyrst og fremst áhorfendum að þakka. Keppnisíþróttir standa og falla að mörgu leyti með áhorfendum. Skemmtun er líkleg til að laða að áhorfendur og takist vel til koma áhorfendur aftur, ekki sfst ef boðið er upp á notalegt og þægilegt umhverfí. Miklar breytingar voru gerðar á Laugardalshöll fyrir Heimsmeistarakeppnina og það verður að segjast eins og er að allt annað og betra andrúmsloft ríkir á staðnum eftir upplyfting- una. Leikmenn erlendra handknatt- leiksliða hafa oft sagt að erfítt sé að mæta íslendingum í Höllinni, ekki síst vegna frábærra áhorfenda á bandi heimamanna, og þó dæmið hafi ekki gengið upp inni á vellinum í þessari keppni kemur dagur eftir þennan dag og áfram verður sótt til sigurs í betra og bættu um- hverfi. íslenska liðið var ekki til- búið í slaginn að þessu sinni en menn eru reynslunni ríkari og bestu hugsanlegu aðstæður eru fyrir hendi vegna komandi átaka. Þetta leiðir hugann að knatt- spymunni en keppni í 1. deild karla hefst í kvöld. Þegar á heild- ina er litið hefur aðsókn undanfar- in ár ekki staðið undir væntingum forsvarsmanna félaganna og því ákvað KSÍ á ársþinginu í vetur að skipa sérstaka markaðsnefnd í þeim tilgangi að ræða leiðir til að fjölga áhorfendum á knattspyrnu- leikjum á íslandi. Nefndin hefur skilað tillögum sínum og þar kem- ur fram að nauðsynlegt sé að leggja mun meiri áherslu en áður Skemmtun í notalegu umhverfi laðar að áhorfendur á skemmtanagildið, upplifunina sem fylgir því að fara á völlinn. Lögð er áhersla á áhorfandann undir kjörorðinu allir á völlinn. Þeir sem sækja knattspymuvell- ina reglulega gera það fyrst og fremst vegna þess að þeim fínnst það gaman. Margir fylgja liði sínu í gegnum súrt og sætt en þeir eru fleiri sem sitja heima þegar illa gengur. Árangurinn hefur mest að segja en með bættri aðstöðu er lík- legra að félag fái fleiri stuðnings- menn reglulega á völlinn en ef lítið sem ekkert er hugsað um áhorfend- ur. Knattspymumenn kvarta rétti- lega yfir aðstöðuleysi til æfínga á vetuma en hvað mega hörðustu stuðningsmenn margra félaga segja? Akranes vígir glæsilega yfír- byggða stúku í kvöld, KR-ingar eiga aðra svipaða og Keflvíkingar eina minni en að öðru leyti eru ekki yfirbyggðar stúkur á íslensk- um knattspyrnuvöllum nema í Laugardal. Er ekki kominn tími til að félög hugi að þessum þætti áður en ráðist er I næstu íjárfestingu? Steinþór Guðbjartsson Hvernig tilfinning erþað fyrir JACKSOIM RICHARDSON að vera besti leikmaður HM Allt liðið á þennan titil JACKSON Richardson, hinn sérstæði leikmaður heimsmeist- araliðs Frakka, var í mótslok HM valinn besti handknattleiks- maður mótsins. Allt frá því hann hóf að leika með f ranska landsliðinu árið 1990 hefur hann vakið athygli fyrir sérstakan leikstíl, jafnt í vörn sem sókn. Richardsson er fæddur 14. júní 1969 á Saint Pierre á eyj- unni La Réunion, franskri nýlendu í Indlandshafi. Þar ólst hann upp og Stefán by^aði að. æfa Stefánsson handknattleik að- eins sex ára gam- all Hann sagðist hafa verið í mörgum öðrum íþróttum þegar hann var ungur, aðallega í körfu- bolta og talsvert í fótbolta „en ég ákvað ungur að snúa mér að handknattleik," sagði Richardson í viðtali við Morgunblaðið. - Hver er ástæðan fyrir þessum sérstaka stíl þínum, eru það áhríf frá körfuboltaæfingunum á yngri árum? „Já, alveg örugglega því ég hef í rauninni ekki gert neitt sérstakt í því að æfa þennan stíl sem ég hef í handboltanum. Ég held að ég hafi verið heppinn að hafa lært körfubolta á undan handbolt- anum því tæknin og hreyfíngarn- ar í körfunni eru allt öðruvísi en í handboltanum og ég held að það komi mér til góða. Það má því sjálfsagt segja að undirstöðu vamarleiksins í handboltanum hafí ég lært í körfunni." - Áttuð þið í franska liðinu von á að ná svona langt í þessarí keppni? „Nei, alls ekki. Það er stórkost- legt að komast svona langt og í raun frábært miðað við þann und- irbúning sem við höfðum fyrir keppnina. Auk þess er F'rakkland til þess að gera nýkomið inn á handknattleikskortið ef svo má segja. Það er mjög gaman að vera kominn í allra fremstu röð en það krefst mikillar vinnu og peninga að halda sér þar.“ - Hvernig tilfinning var það þá að hampa bikamum? Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson JACKSON Richardsson er hér með styttuna glæsilegu sem hann fékka að launum fyrlr að vera valinn sá bestl á HM’95. „Það er ekkert eitt orð sem lýsir þeirri unaðslegu tilfinningu sem hríslaðist um mig þegar sig- urinn var í höfn og við hömpuðum heimsbikamum." - Hvert var markmið ykkar þeg- ar keppni hófst á HM? „Við stefndum á ólympíusæti í byijun en þegar við vorum búnir að ná því sæti, fundum við gamla góða franska liðið aftur og höfum skemmt okkur síðan.“ - Áttir þú von á að vera valinn besti leikmaður heimsmeistara- keppninar? „Nei, ég átti ekki von á því en það sýnir hve liðið nær vel saman og hjálpaði mér til að fá þennan titil, það var ekki bara ég sem á þennan titil — heldur allt liðið.“ - Hvað er framundan? „í framtíðinni vona ég að við náum fleiri verðlaunapeningum því þá kunnum við að meta, ann- að er óvíst. Mér finnst rosalega gaman í handbolta og er ákveðinn í að halda áfram að spila hann á meðan ég hef tvo fætur.“ - A móti hvaða Iiði er skemmti- legast að leika? „Mér fínnst alltaf gaman að leika á móti liðum frá Skandinav- íu og þá auðvita sérstaklega gegn Svíum, enda eru þeir með eitt allra sterkasta landslið í heimi og Magnus Andersson er uppáhalds- mótheijinn minn. Að lokum lang- ar mig að skila kveðju til Júlíusar Jónassonar, Helgu konu hans og litla syni þeirra Alexander og vona að Júlíus nái sér á strik sem fyrst handboltanum."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.