Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.06.1995, Blaðsíða 6
6 C FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1995 MORGUNBLAÐIÐ HVERNIG VAR FLUGIÐ <5fi> RDYALJORDANIAN ZcUSu'M kZj&S Amman-Beirut-Amman með Middle East og Royal Jordanian FERÐALÖG_________________ Hahteyjur selja nel- ðnur við bióðveginn ROYAL Jordanian renndi úr hlaði á mínútunni. Á leið út á brautina var farið framhjá nokkrum vélum Iraqi Airways. Þær standa þama nokkrar, • auðar og yfirgefnar og harðlæstar. Hafa ekki flogið síðan í stríðinu því það er eitt af mörgu sem írökum hefur verið bannað; að halda uppi flugsamgöngum til síns eigin lands. Flug frá Amman til Beirút tekur bara klukkustund, útdeilt var blöðum og heitum þurrkum strax eftir flug- tak og öryggisráðleggingar kynntar á skjá. Svo var einstaklega óaðlaðandi morgunverður, þurrt brauð og ómögulegt álegg en ágæt djúps að drekka. Það var eins og allir væru hálf morgunsúrir í þessari ferð. Flugliðar virtust jafnfegnir og far- þegar þegar lent var í Beirút. Veginum frá flugvellinum hefur < verið breytt, nú er ekki keyrt um flóttamannabúðimar og það hefur víða verið hreinsað hressilega til. Síðan er sveigt inn í shitahverfið þar sem myndir af írönskum klerkum blasa við í fullri stærð. Á þessari leið voru flest mannránin framin hér í eina tíð. Mér þótti notalegt að hreiðra um miig á Carlton hótelinu og hitta góða kunningja þar. Á sl. 2 árum hafa sprottið upp hótel í Beirút sem standa því langtum framar. Þetta var eitt af fáum hótelum sem hafði verið opnað þegar ég kom rétt eftir að borgarastyrjöldinni lauk, síðan held ég tryggð við það og er líka gaman að sjá þær smáu en öraggu breyting- ar sem hafa verið gerðar síðan ég kom þar fyrst fyrir 4 áram. Ég flaug þessa stuttu leið til baka með Middle East Airlines. Ástæða finnst mér til að geta um sérlega góða þjónustu á skrifstofu þeirra í Amman þegar ég þurfti að breyta miðanum. MEA er ekki lúxusfélag en þegar borgarastyijöldin geisaði með litlum hléum í fímmtán löng ár hélt flugfé- lagið áfram að fljúga. Rétt að féllu niður ferðir í mestu sprengiárásunum á völlinn eða þegar ekki hafði tekist að gera við flugbrautir { tæka tíð. Fyrst var hálfrar klukkustundar töf og var hún snarlega afsökuð. Síðan var keyrt út á braut en hætt við flugtak og beðið í klukkutlma til viðbótar. Vora nú engar skýringar gefnar. Þegar var loks farið af stað var ekki unnt að hafa kælinguna á vegna bilunar á salemi. Það var því eins gott að flugið var stutt því loft varð fljótlega þungt og mollulegt. Þetta var kvöldfiug og matur var þrjár litlar brauðsneiðar með kjúkl- ingi, osti og kjöti. Alveg einkennilegt að ekki skuli vera betri flugvélamat- ur hjá Líbönum, þessum miklu mat- arkúnsartmönnum og sælkerum. Það var þvílíkur hraði á matarþjónustu að mér tókst með snarræði að koma í veg fyrir að hálffullur kaffibolli væri þrifínn af mér. Við lentum í Amman kl. 22.35, greiðlega gekk að komast í gegn og svo fékk ég mér leigubíl inn til Amman og á íbúðarhótelið mitt A1 Sabbel þar sem ég bjó í góðu yfír- læti þegar ég hafði viðdvöl í Amman milli þess sem ég vippaði mér til Bagdad, Beirút og Jerúsalem. ■ Jóhanna Kristjónsdóttir BÍLSTJÓRINN minn er í ástarsorg. „Við voram vön að gera bijálaða hluti, kærastan mín og ég. Ég gæti trúað að hún væri norn. Eða skyggn. Hún er bara 16 en ég 21. Hún er byijuð með öðrum, það er óþolandi. Hann er í hemum, ég skil ekki hvem- ig hún getur verið með hermanni. O Ætti ég að hringja í hana. Ég S hringdi þrisvar í gær.“ — Blessaður láttu það vera. — Ég er tilfinningamaður. S Vinir mínir segja mér að harka af mér. Mamma segir það líka. En ég er tilfínningamaður. — Hringdu frekar á morgun. 559 Bílstjórinn minn og ég eram að keyra hringveginn um Ungveija- land. Hann heitir Tibor og er í námi í bókmenntum en nýkominn frá Ameríku. „Ég vil verða ríkur, ég er þreyttur á fátækt. Ég fékk vinnu á skemmtiferðaskipi, mætti um borð, sagðist vera vanur. Þetta var hörku- púl og þjónamir ekki háttskrifaðir hjá farþegunum sem settu sig á háan hest hvenær sem þeir gátu. Ameríka var fín en þeir ofnota orðið „love“. Þeir elska allt. Hér höfum við sér- stakt orð þegar þú elskar af ástríðu og annað yfír tilfínningar til bama, vina og íjölskyldu." — Þannig er það líka á íslandi. — í alvöra? — Og við köllum gesti okkar ferðamenn, ekki túrista. — Það er sama og hér. Rík hefð er fyrir því að taka vel á móti gestum í Ungveijalandi og á rætur að rekja til þess þegar Stefán konungur I lét þau boð út ganga fyrir þúsund áram, að það land væri fátækt þar sem aðeins eitt tungumál væri talað og þessvegna væra allir ÖMMUR mínar í Debrecen. gestir kærkomnir. Síðast voram við í Eger, sem er ljúf og ménningarleg mið-evrópsk borg. Þar börðust Ung- verjar við Tyrki og biðu ósigur þrátt fyrir hetjulega vörn þar sem kerling- ar skvettu úr koppum yfir óvininn ofanúr kastala bæjarins. Kastalinn er nú safn og við ferðumst um dimma leyniganga og dýflissur og háa sali og skoðum bæði pyntingartól og Rembrandtmálverk. Á eftir fáum við okkur að borða á útiveitingastað, þetta er í september en hitinn er 35 stig. í Árbæjarsafnl með sál Ungverskur matur er lostæti og ótrúlega ódýr. Hann er sterkt krydd- aður enda er þetta land paprikunn- ar. Eftirréttirnir era dísætir og skrautlegir. Síðan brunum við til Nyíregyháza í austurhluta landsins og skoðum Árbæjarsafnið þar. Húsin PYNTINGARTÓL hvítkölkuð með stráþökum, skiptast með fiðlusniði. Fjðr við höfnina í sumar Morgunblaðið/Halldór ÞÓRÐUR Marteinsson lék á harmóníku þegar sumardagskrá hafnarinnar var kynnt í Árnesi fyrir skömmu. MIKIÐ verður um að vera við Reykjavíkurhöfn í sumar. Fastir liðir verða sjóferðir með s/s Ár- nesi um hafnarsvæðin undir leið- sögn kunnáttumanna um náttúru- líf og sögu. Farið verður einu sinni til tvisvar hvem sunnudag frá 4. júní til 27. ágúst í sumar. Þá verður gestum og gangandi boðið að skoða sælífsker á Mið- bakka og eimreið Reykjavíkur- hafnar verður til sýnis. Einnig verður starfrækt tjald með ýmis- konar uppákomum, en dagskrá hefur enn ekki verið endanlega ákveðin. Auk þess verða leiktæki á Miðbakka þegar veður leyfír. Ennfremur má geta þess að Sjó- minjasýning frá Sjóminjasafni Is- lands opnaði í Hafíiarhúsinu í maí og stendur yfír út árið. SJómannadagur í júní Sunnudaginn 11. júní verður hefðbundin dagskrá sjómanna- dagsins. Staðið verður fýrir hátíð- arhöldum við gömlu höfnina með ræðum, kappróðri og fleiru. Auk þess verður Sjómannadagsráð með starfsemi í tjaldi á Miðbakka. Þennan dag mun Reykjavíkurhöfn taka í notkun fjóra nýja gúmmí- björgunarbáta með viðhöfn. Laugardaginn 17. júní verður Þjóðhátíðardagurinn og verður borgin með hefðbundna dagskrá af því tilefni. 23.-24. júnf verður þríkeppnin Títan, siglingakeppni kjelbáta, haldin í þriðja sinn. Hún hefst og endar við Reykjavíkur- höfn. Hafnardagur í Júlf Laugardaginn 8. júlí opnar tí- volí á Miðbakka og stendur til 23. júlí. Hafnardagur verður haldinn laugardaginn 22. júlí og verður mikið um dýrðir þann dag. Á meðal þess sem er á pijónunum má nefna veitingahús, ávaxta- markað og fiskmarkað, dorgveiði- keppni, siglingakeppni og bryggjuball. I ágúst hefur enn ekki verið ákveðin dagskrá fyrir verslunarmannaheigina eða af- mælisdag Reykjavíkur föstudag- inn 18. ágúst. ■ P.Bl. MEÐALHÆNUEGG inniheldur um 213 mg af kólestróli og er hvatt til að menn stilli eggjaneyslu í hóf. Þrátt fyrir þetta hefur eggjafram- leiðsla aukist í mörgum löndum, um 327% í Kína frá 1980 og 208% í Thailandi. Hænur vítt um veröld verpa um 500 milljörðum eggja árlega, sem þýðir 89 egg á hvern jarðarbúa. Slatti af eggjum það. Þús. Breyting Land tonn frá 1980 Kína 9.568 +927% Bandaríkin 4.478 +18% Japan 2.637 +3% Indland 1.597 +174% Brasilía 1.400 +79% Mexico 1.226 +90% Frakkland 921 +8% Þýskaland 882 -22% Ítalía 712 +11% Bretland 624 -24% Holland 606 +12% Spánn 522 -23% S-Kórea 501 +90% Thailand 450 +208% Indónesia 437 +90% Tyrkland 415 +100% Pólland 389 -21% Taka má fram að (sland er með sömu eggjaframleiðslu 1994 og 1980 samkvæmt þessari töflu, eða 3000 tonn. Heimild: Asiaweek Island oftádýru listunum ÞAÐ eru ekki nýjar fréttir að hvergi í heiminum sé bjór jafndýr og á íslandi eftir aðskiljanlegum verð- könnunum i ferðablöðum og víðar að dæma. í breska ferðaritinu Business Traveller sem er víðlesið birtist í hveijum mánuði tafla yfir hvar dýrast/ódýrast sé að kaupa ein- hvem tiltekinn hlut og jafnan tekn- ir 12 staðir. í marsheftinu var það bjór og var ísland þá efst og bjór sagður kosta 3,57 dollara, síðan var Zaire með bjór á 3,41 og Japan, 3,09. ódýrastur virtist sopinn vera {Búlg- aríu 0,36 sent og Tékklandi 0,39. Filma dýrust í Líbýu í aprílheftinu var svo kannað verð á 24 mynda filmu. Þar bregð- ur enn fyrir nafni íslands, í hópi 12 dýrustu, að vísu nú númer 9 og 7,65 dollara. Langdýrust er filma í Líbýu og kostar 22 dollara og er hvorki meira né minna en 10 dollurum dýrari en í því sem næst kemur sem er Jemen, með 12,22. Ódýrast er að kaupa fílmu í Súdan á 1,80 og síðan koma Nepal og Kambódía með 1,99 og 2 doll- ara. ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.