Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING KSÍ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 E 5 Á vell- 1. Af hvetju ferðu á völlinn? 2. Ætlar þú að sjá leik ís- lands og Sviss? Anna Margrét Jónsdóttir, flugfreyja. 1. „Ætli það sé ekki vegna áhrifa frá eiginmanni mínum, en engu að síður finnst mér gaman að fara á völlinn. Maðurinn minn er KR-ingur og því fer ég oftast á KR-völlinn. Ég geri stundum dá- lítið í því að vera á móti manninum mínum, þegar við erum á vellin- um.“ 2. „Nei ég kemst ekki. Ég verð erlendis." Eggert Gíslason, skipstjóri. 1. „Mér finnst það mjög gaman, auk þess sem það bæði hressandi og hollt. Það er heilbrigt að vera á röltinu, undir ber- um himni á vellin- um og njóta bæði leiksins og útiver- unnar. Mér finnst það ekki sniðugt að sitja eins og klessa á vellinum og fylgjast með leiknum, heldur er það betra að að vera á ferð- inni. Raunar hef ég áhuga á öllum íþróttum, en þó mestan á fótbolta og handbolta, sem ég hef fylgst með í hátt í fimmtíu ár.“ 2. „Ég reikna fastlega með því. Ég reyni að sjá sem flesta leiki.“ Sigurður Sigurjónsson, leikari og skemmtikraftur. 1. „Það er gaman að fara á völl- inn. Ég hef gaman að knatt- spyrnu, er áhuga- maður um íþrótt- ir. Ég nýt þess alveg í botn þegar ég hef tíma til þess, en það er alltof sjaldan sem ég hef það.“ 2. „Því miður kemst ég ekki. Ég er á fullu að vinna fyrir Spaugstof- una, við erum að fara hringinn í kringum landið með mikla dag- skrá. Ég verð að láta mér nægja að hlusta á útvarpslýsingu frá leiknum.“ Stefán Hilmarsson, söngvari 1. „Það er einfalt svar við því. Það er af því að ég hef gaman af knattspyrnu. Hins vegar fer ég ekki mikið á völl- inn, er svo oft svo önnum kafinn. Ég mæti alltaf á landsleikjum, ef ég get.“ 2. „Já, ég er búinn að kaupa miða og hlakka mikið til. Við förum oft mörg saman á landsleikina, nokk- ur kunningjahópur og gerum mik- ið úr því. Þetta eru stemmnings- ferðir á landsleikina, við lifum okkur vel inn í leikinn og förum gjarnan út að borða á eftir. Það eru löng og skemmtileg kvöld, þegar landsleikir fara fram.“ Bubbi Morthens, tónlistarmaður. 1. „Það er ofur einfalt. Maður verður að hafa gaman af íþróttum almennt, sem ég hef. Þá fer ég á landsleiki vegna þjóðarstolts og einhvers konar sameiningartilfinn- ingar, að vera meðal fjölda ann- arra sem eru komnir af sömu ástæðum. Það er einstakt. Ég tala nú ekki um á sigurleikjum. Þó maður fái ekki nema einn sigur- leik á tveggja ára fresti, þá er það þess virði. Það er sérstök stemmn- ing að fara á landsleiki. Ég hef mikinn áhuga á fótbolta og fylg- ist, að ég tel, vel með íslensku deildinni. Hins vegar hef ég ekki komist á neinn leik í sumar, vegna vinnu minnar.“ 2. „Já, svo framarlega sem ég er ekki að vinna. Ég tel okkur eiga möguleika og ég spái okkur tvö núll sigri — það er engin spurn- ing. Við mætum frískir í þennan leik. Það getur ekkert lið lengur gengið að okkur sem auðveldri bráð. Ef veður verður gott, fólk mætir á völlinn og liðið leikur góðan leik, tel ég okkar möguleika mjög góða.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri. 1. „Af því að synir mínir hafa talsverðan áhuga á fótbolta og á vellinum gefst okkur ágætt tækifæri til að skemmta okkur saman. Þá gefst mér tækifæri til að sýna íþrótta- hreyfingunni í landinu, í þessu tilviki KSÍ, stuðn- ing.“ 2. „Hef ekki ákveðið það, því það fer eftir öðrum önnum, en mér finnst það fremur líklegt.“ Sjö leikmenn í öllum EM-leikjunum SJÖ leikmenn íslenska liðsins hafa tekið þátt í öllum fimm Evrópu- leikjunum í riðlakeppninni nú — tveimur gegn Svíum, gegn Tyrkj- um í Tyrklandi, Svisslendingum í Sviss og Ungverjum á Laugardals- vellinum. Það eru Birkir Kristins- son, sem meiddist eins og kunnugt er á upphafsmín. í leiknum gegn Tyrklandi, Guðni Bergsson, Krist- ján Jónsson, Arnar Gunnlaugsson, Eyjólfur Sverrisson, Rúnar Krist- insson og Bjarki Gunnlaugsson, sem hefur komið inná sem vara- maður i leikjunum fimm. Fjórir leikmenn hafa leikið fjóra leiki — Hlynur Stefánssojn, Sigurður Jónsson, Þorvaldur Örl- ygsson, sem tóku allir út leikbann í einum leik, og Arnór Guð- johnsen, sem var meiddur þegar leikið var gegn Sviss í Lausanne. Ekki tapað í ár ÍSLENSKA landsliðið hefur tekið leikið fjóra landsleiki í ár, án þess að tapa. Fyrst var gert jafntefli 1:1 gegn Chile í Temuco — Arnar Gunnlaugsson skoraði markið og hann skoraði einnig með glæsilegri aukaspyrnu gegn Svíum í jafnte- flisleik í Stokkhólmi, 1:1. Guðni Bergsson og Sigurður Jónsson skoruðu þegar Ungveijar voru lagðir að velli, 2:1, á Laugar- dalsvellinum og Ólafur Þórðarson og Gunnar Oddsson skoruðu þegar Færeyingar voru lagðir að velli, 2:0, á Neskaupstað — í fyrsta lands- leik á Austurlandi. NÝTT ... með liósmyndaf korthafa TkTeira öryggi, dregur úr hættu á misnotkun, góð persónuskilríki innanlands sem utan. Nú býðst öllum korthöfum að fá áprentaða iitmynd af sér á kort sín, sem eykur mjög á öryggi og dregur úr hættu á misnotkun, auk þess að gera kortið að góðu persónuskilríki innanlands sem utan. jftTafi korthafi lagt fram mynd af sér vegna umsóknar um debetkort má nota sömu mynd á öll hans kort því myndin er varðveitt á gagnagrunni, en einnig er hægt að skipta henni út fyrir aðra nýrri eftir atvikum. Oski korthafi eftir að fá VISA - KORT með mynd, t.d. við næstu endurnýjun, þarf hann aðeins að hafa samband við banka sinn eða sparisjóð eða hringja til VISAISLANDS sé myndin til. A ukagjald fyrir myndkort er kr. 250 á ári. Sé meira en ár eftir af gildistíma kortsins fæst það útgefið korthafa að kostnaðarlausu. V/SA Álfabakka 16,109 Reykjavík, sími 567 1700, fax 567 3462

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.