Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 10
10 E MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 KSÍ MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING Fródleikspunkfar úr leikjum islands i Evrópu- keppni landslióa Ríkharður fyrstur Þórólfur kom fró til að skora Skotlandi Jóhannes Eðvaldsson skoraði gegn A-Þjóðverjum með „hjólhestaspyrnu" í frægum sigurleik, 2:1, á Laugardalsvellinum 1975. Hér á myndinni, sem Bjarnleifur Bjarnleifsson tók, sést knött- urinn hafna í netinu. Jóhannes liggur Inn í vítateignum, fyrir aftan Teit Þórðarson (nr. 9). íslendingar tóku fyrst þátt í Evr- ópukeppni landsliða 1962 og léku þá í undankeppni gegn írlandi. Fyrsti leikurinn fór fram í Dublin fyrir framan 25.358 áhorfendur og unnu írar 4:2. Ríkharður Jóns- son skoraði bæði mörkin, en hann var fyrirliði og þjálfari landsliðs- ins. Ríkharður var fyrsti þjálfar- inn, sem var einnig leikmaður í EM og að sjálfsögðu eini leikandi þjálfarinn sem hefur skorað mark í EM. Jafntefli, 1:1, varð í leiknum í Reykjavík — __ Garðar Ámason skoraði markið. íslenskir línuverð- ir vom á leiknum — Hannes Þ. Sigurðsson og Haukur Óskarsson. Meistari í skautahlaupum Einn nýliði lék með íslenska liðinu í Dublin — 19 ára Akureyringur, Skúli Ágústsson, sem var þá ís- landsmeistari í skautahlaupum. Bræður léku í Dublin Bræðurnir Ríkharður og Þórður Jónssynir frá Akranesi og Hörður og Bjami Felixsynir úr KR léku með landsliðinu í Dublin. Bræður höfðu ekki fyrr leikið saman í liði í EM. Karl, sonur Þórðar, átti síð- an eftir að leika í EM. Þórólfur Beck, miðheijinn mark- sækni úr KR, var fyrsti atvinnu- maðurinn til að leika með landslið- inu í EM. Hann kom til Dublin frá Skotlandi, þar sem hann lék með St. Mirren. Þórólfur gerðist síðan leikmaður með Glasgow Rangers og var þá í hópi dýrustu knatt- spyrnumanna Skotlands. Frækilegur órangur gegn A-Þýskalandi íslendingar tóku aftur þátt í Evr- ópukeppninni 1974-1976. Þá vannst frækilegt afrek í Magde- burg, þegar jafntefli náðist gegn A-Þjóðverjum 1:1. Matthías Hall- grímsson skoraði markið. A- Þjóð- veijar vom síðan lagðir að velli, 2:1, í sögufrægum leik, þar sem Jóhannes Eðvaldsson skoraði fyrst með „hjólhestaspymu“ og síðan bætti Ásgeir Sigurvinsson marki við með þrumuskoti, eftir sendingu frá Sigurði Dagssyni, markverði. „Það var eins og hundrað þúsund áhorfendur væra á Laugardals- vellinum, en ekki rúmlega tíu þús- und, svo mikil var stemmningin og fögnuðurinn," sagði Ásgeir. Knattspyrnutímaritið „World Soccer“ sagði um leikinn: „Svo vel léku leikmenn íslands, að þeir gátu verið fjóram mörkum yfir fyrir leikhlé.“ Þrir landsleikir ó ótta dögum Islenska liðið lék einnig gegn Frökkum og Belgíumönnum í und- ankeppninni 1974-1976. Ákveðið var að leika útileikina í sömu ferð — fyrst í Frakklandi og síðan Belgíu. Frá Belgíu var haldið til Sovétríkjanna til að leika Ólympíu- leik í Moskvu — landsliðið lék þá landsleiki í þremur löndum á að- eins átta dögum — 3., 6. og 10. september 1975 með viðkomu í þremur öðram löndum; Lux- emborg, Englandi og Danmörku. Ferð landsliðsins var þannig í stuttu máli: ísland - Luxemborg - París - Nantes (átján tíma ferða- lag, leikið gegn Frökkum) - París - Liege (leikið gegn Belgíu) - Brussel - London — Moskva (leik- ið gegn Sovétmönnum) - Kaup- mannahöfn - ísland. Ásgeiri líkf við Pele Eftir leik Frakka og íslendinga í Nantes, 3:0, hrósuðu frönsku blöð- um Ásgeiri Sigurvinssyni mikið og líktu honum við brasilíska knattspyrnusnillinginn Pele. Ás- geir, sem lék þá með Standard Liege, var fyririiði landsliðsins í leiknum gegn Belgíu í Liege — þá yngsti fyrirliðinn í sögu EM, aðeins 20 ára. Það vakti athygli í Liege, að Ásgeir bjó á hóteli með leikmönnum íslenska liðsins — aðeins 50 m frá heimili sínu í Li- ege. „Ásgeir er sannur atvinnu-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.