Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 6
t i' 6 E MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 Janus skoraði gegn Sviss ÍSLENDINGAR og Svisslendingar hafa leikið þrjá landsleiki — alla í Evrópukeppni landsliða. Svisslending- ar hafa unnið alla leikina, skorað fimm mörk gegfn einu. Janus Guðlaugsson skoraði mark Islands gegn Sviss á Laugardalsvellinum 9. júní 1979,1:2. Stuttu áður höfðu Svisslendingar fagnað sigri í Bern, 2:0. Svisslendingar fögnuðu einnig sigri, 1:0,16. nóvem- ber 1994 í Lausanne. Sigurður Grét- arsson meistari í Sviss SIGURÐUR Grétarsson, fyrrum fyr- irliði landsliðsins, hefur fagnað meist- aratitli í Sviss, sem leikmaður með Grasshopper, en Sigurður lék einnig með Luzern í Sviss. Sex aðrir íslenskir landsliðsmenn hafa leikið með svissneskum liðum — Ómar Torfason, sem lék með Sigurði hjá Luzern, lék einnig með Olten, Jan- us Guðlaugsson, sem lék með Lugano, Guðmundur Þorbjörnsson, Baden, Sævar Jónsson og Ágúst Gylfason, léku með Solothurn og Hörður Magn- ússon, sem lék nokkra leiki með 3. deildarliðinu Steffen sl. vetur. Hafa leikið Evr- ópuleiki í Sviss ÞRJÚ íslensk félagsiið hafa leikið gegn liðum frá Sviss í Evrópukeppni. Iþróttabandalag Akureyrar, IBA, lék gegn FC Ziirich í Evrópukeppni bikarhafa 1970 — báða leikina í Sviss ogtapaði 1:7 og 0:7. Kári Árnason skoraði markið. Fram lék gegn Basel FC 1973 í Evrópukeppni meistaraliða — báða leikina í Sviss, tapaði 0:5 og 2:6. Jón Pétursson og Ásgeir Elíasson, lands- liðsþjálfari, skoruðu mörkin. Valur lék gegn Sion í UEFA-keppn- inni 1991. Valur tapaði heima, 0:1, en gerði jafntefli, 1:1, í Sviss. Gunnlaugur Einarsson skoraði markið. Geiger til Grasshopper FYRIRLIÐI Svisslendinga Alain Gei- ger, sem hefur leikið 106 landsleiki, er kominn í herbúðir meistaraliðsins Grasshopper, sem keypti hann á dög- unum frá Sion. Ástæðan fyrir því er að liðið vildi styrlga vörn sína fyrir keppni í Evrópukeppni meistaraliða. Geiger, sem er 34 ára, lék áður með Servette og St. Etienne i Frakklandi. í Gautaborg eru því allar leiðir opnar fyrir útflytjendur vegna áframflutnings, hvort sem áfangastaðurinn er Finnland, Eystrasaltslöndin, Rússland eða önnur fjarlæg lönd. Gautaborg er jafnframt hagkvæm lestunarhöfn fyrir innflytjendur. Tvö gámaflutninga- skip annast Norðurlandaflutninga Eimskips. Þau lesta vöru í Gautaborg á hverjum föstudegi og eru komin til Reykjavíkur næsta miðvikudag. „Hjá Eimskip i Gautaborg og innflutningsdeild Eimskips býðst þér viðtæk ráðgjöf og þjónusta þegar inn- og útflutningur um Svíþjóð er annars vegar.“ Eimskip býður viðskiptavinum upp á heildarlausnir í flutninga- þjónustu, inn- og útflutning, vöruhúsaþjónustu, innanlands- flutninga, framhaldsflutninga og forflutninga erlendis. MORGUNBLAÐIÐ - AUGLYSING MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING Gautaborg Hjá Eimskip í Svíþjóð bjóðast þér víðtækir möguleikar enda státar Gautaborg af stærstu vöruhöfn á Norðurlöndum. Um höfnina fer um hálf milljón gáma á hverju ári. Gautaborg er miðpunktur flutninga í Skandinavíu og þangað liggur leið fjölmargra aksturs-, járnbrauta- og skipafélaga. Benedikt Ingi Elísson, forstöðumaður Eimskips í Gautaborg Undir stjóm Englendingsins Roy Hodgson hafa Svisslend- ingar nóð mjög góðum órangri ENGLENDINGURINN Roy Hodgson hefur náð mjög góðum árangri með landslið Sviss síðan hann tók við liðinu 1992. Keppnisárið 1994 var það besta í hundrað ára sögu Knatt- spyrnusambands Sviss — níu sigurleikir, þrjú jafntefli og aðeins þrjú töp í fimmtán leikj- um Svisslendingar þurfa að fara aftur um 71 ár, eða til ársins 1924, til að finna svipað- an árangur; þá unnust sjö af tíu leikjum Sviss. Það er ekki langt síðan að það tók svissneska landsliðið fimm til sex ár til að vinna níu iandsleiki. Hodgson tókst það sem tíu landsliðsþjálfurum hafði ekki tek- ist frá 1966, að koma Sviss í úr- slitakeppni HM. Hann hefur náð að byggja upp gott landslið, sem leikur leikaðferðina 4-4-2. Þegar Hodgson tók við landsliðinu óskaði hann eftir því að aukagreiðslur til leikmanna fyrir sigurleiki hækk- uðu, sem var gert. Þá kallaði hann leikmenn sína saman í æfíngabúð- ir tvisvar til þrisvar á keppnistíma- bili, en landsliðsmenn Sviss voru saman í 85 daga á árinu 1994. Sigurður Grétarsson, fyrrum fyrirliði landsliðsins, sem lék með Luzern og Grasshopper, hefur fylgst vel með uppbyggingunni á landsliði Svisslendinga, segir að stór hluti landsliðsmanna Sviss leiki með liðum í Þýskalandi, Frakklandi og Englandi. „Það þekktist varla fyrir tíu árum að Svisslendingar léku með liðum utan Sviss. Þessi breyting hefur styrkt landslið Sviss, sem hefur marga mjög góða leikmenn, Adrian Knup, sem lék með Eyjólfi Sverrissyni hjá Stuttgart, hefur skorað 24 mörk í 39 landsleikjum. Hann er að ná sér á strik eftir meiðsli. Alain Sutter lék lítið sem ekkert með Bayern Miinchen sl. keppnistímabil og um tíma stóð tll að selja hann frá liðinu. Otto Rehhagel, nýráðinn þjálfari Bayern, vildl gefa Sutter annað tækifæri. eins og Stephane Chapuisat hjá Dortmund, sem er meiddur og leik- ur ekki á íslandi, Ciriaco Sforza og Alain Sutter hjá Bayern Munchen og Adrian Knup hjá Karlsruhe, sem er allur að koma til eftir þrálát meiðsli síðastliðið keppnistímabil.“ Sigurður sagði að leikurinn í Reykjavík væri mjög þýðingarmik- ill fyrir Svisslendinga. „Þeir ætla sér að ná í þrjú stig til Reykjavíkur — þannig að þeir geti leikið afslappaðir í næsta leik sínum, gegn Svíum í Svíþjóð. Ég hef trú á því að Svisslendingar leiki til sigurs — ég á ekki von á því að þeir dragi lið sitt til baka. Þeir eru með gott lið, sem er skip- að leikmönnum sem geta stjórnað leiknum, þar sem þeir halda knett- inum mjög vel og eru einnig vel spilandi. Vörnin er veikasti hlekkur liðsins. Sá sem stjórnar miðvallarspilinu er Sforza, sem var keyptur frá Kaiserslautern til Bayern. Hann er geysilega yfirvegaður leikmað- ur, sem hefur gott auga fyrir sam- leik. Ég kynntist honum vel, þar sem við lékum saman hjá Grass- Roy Hodgson, 47 ára, lék á árum áður með Crystal Palace. Hann gerðist fram- kvæmdastjóri Bristol City, áður en hann fór að þjálfa í Svíþjóð — hjá Halmstad, Örebro, Malmö FF. Þaðan fór hann til Sviss og gerðist þjálfari hjá Xamax Neuchat- el, tók síðan við landsliðl Sviss 1992. hopper. Ef íslenska liðið nær góðum leik, þá á það möguleika á sigri. Að mínu mati hefur svissneska liðið ekki verið að leika eins vel að und- anförnu og það gerði í fyrra, þegar liðið lék í heimsmeistarakeppninni í Bandaríkjunum,“ sagði Sigurður Grétarsson. Leikmenn Markverðir Marco Pascolo, Servett.............. 29 Pascal Zuberbiihler, Grasshopper..... 2 Varnarmenn Alain Geiger, Grasshopper...........106 Stéphane Henchoz, Hamburger.......... 9 Dominique Herr, Sion................ 50 Marc Hottiger, Newcastle............ 53 Yvan Quentin, Sion.................. 19 Pascal Thiiler, Grasshopper.......... 4 Ramon Vega, Grasshopper.............. 5 Miðju og sóknarleikmenn Christian Colombo, Lugano............ 4 Sébastien Fournier, Sion............. 6 Marco Grassi, Renners............... 17 Adrian Knup, Karlsruhe.............. 39 Christophe Ohrel, St. Etienne........ 40 Ciriaco Sforza, Bayern Munchen...... 34 Alain Sutter, Bayern Miinchen........ 56 Kubilay Tuerkyilmaz, Galatasaray.... 43 Johann Vogel, Grasshopper............. 2 Dario Zuffi, Basel.................. 17 EIMSKIP Sími 525 7000 • Fax 525 7179 Netfang: mottaka@eimskip.is V|S / QISQH V1|AH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.