Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 D 17 mér aukna möguleika á að fá gist- ingu tengda stórum ráðstefnum sem haldnar verða í Reykjavík þeg- ar gistirými þar þrýtur og ég sé líka fyrir mér að félög og fyrirtæki geti komið hingað með árshátíðir eða kvöldfundi því það þykir varla tiltökumál að aka í 45 mínútur. .Þetta er að vísu eitthvað háð því hvaða verðlag verður á akstri um göngin en á þessari leið verður ekki um fjallvegi að fara og vegur- inn teppist ekki af snjó eða roki nema kannski tvo daga á ári.“ Hótel Borgarnes er eina heils- árshótelið á stóru svæði á Vestur- landi en Pétur segir að á sumrin sé rekin gistiþjónusta á Hvanneyri með 120 rúmum, í Reykholti með 80 rúmum, Bifröst með 50 rúmum og nú síðast hafi Fjölbrautarskól- inn á Akranesi tekið að veita sum- argistingu. En er það þá ekki fá- heyrð bjartsýni að stækka hótelið svo mikið í allri þessari samkeppni á stuttum ferðaþjónustutíma? Vaxandi nýting „Nei, það held ég ekki. Það þykja kannski ekki merkileg rök en við getum rifjað upp að á Suðurlandi eru ein þrjú stór hótel: Örk og Kirkjubæjarklaustur auk sumar- gistingar á Laugarvatni og víðar og því skyldi ekki eitt stórt heils- árshótel geta gengið á Vestur- landi. Sennilega er helsta sam- keppnin við Hótel Stykkishólm en það er bara af hinu góða. Sumar- hótelin bjóða allt aðra aðstöðu, hafa ekki sjónvarp eða síma á her- bergjunum og oftast aðeins vask en ekki baðherbergi. Þess vegna eru þau á allt öðru verðlagi og geta kannski boðið herbergi á tvö þúsund krónum lægra verði en heilsárshótelin geta. En það er áfram þörf fyrir hótel og hún er að mínu viti vaxandi. Ég er að fá fleiri gesti frá stærstu viðskiptavinum mínum og ég er því ágætlega bjartsýnn á að nýt- ingin verði áfram góð eftir stækk- unina. Hún hefur verið kringum 15% yfir veturinn en á sumrin er meðalnýtingin kringum 70%.“ Starfsmenn hjá Hótel Borgar- nesi eru 10 til 12 yfir vetrartímann í föstum störfum en allt að 25 á sumrin. Pétur telur það fremur kost en löst að vera örlítinn spöl frá Borgarfjarðarbrúnni og þar með hringveginum, því þá sé hótel- ið laust við hávaða frá umferðinni. Sérleyfisbílar Sæmundar hafa endastöð við hótelið. Þá segir hann að nýir skyndibitastaðir í bænum hafi tekið nokkuð af veitingasöl- unni til sín en hótelið hefur veiting- ar á boðstólum allan daginn yfir sumarið en morgunverð og kvöld- verð yfir vetrartímann auk þjón- ustu sem tengist fundum og ráð- stefnum. En verður unnt að auka nýtingu á hótelinu? „Það er sú eilífðarspurning sem við erum alltaf að kljást við. Við getum verið þokkalega ánægð með þá 80 daga á sumrin sem nýtingin er góð en allir aðilar í ferðaþjón- ustunni eru að reyna að lengja þennan tíma með góðum tilboðum í apríl-maí og september-október. Þetta erum við að reyna að kynna fyrir ferðaskrifstofunum og þá er- um við að tala um allt að 50% lægra verð en yfir háannatímann og þetta gildir bæði um gistingu og flutning á farþegum. Menn spyija kannski hvernig þetta sé hægt, að bjóða þjónustuna á kostn- aðarverði eða jafnvel undir því. Það gerum við til að reyna að fá mark- aðinn til að líta við þessu, við fáum nýtingu á fjárfestinguna fremur en láta hana standa auða - það verður að fórna einhverju ti! að reyna þetta af alvöru. Ef okkur tekst að fá menn til að nota þenn- an árstíma meira hlýtur að koma að því að við geturn verðlagt hann þannig að allir hafi hag af því. Þá kemur til greina að taka hluta af eldri herbergjunum og bjóða ódýra gistingu til að blanda sér í þá samkeppni en það er þó aðeins hugmynd ennþá sem ég hef ekki ákveðið hvort hrint verður í fram- kvæmd.“ Til sölu lítill búgarður á 5 ha leigulandi m/heitavatnsrétt- indum í þéttbýliskjarna, 110 km frá Reykjavík. Byggingar eru 154 fm vandað einbhús, 90 fm tvöfaldur bílskúr, 86 fm 3ja herb. gamalt einbhús, 54 fm gróður- skáli m/heitum potti, 100 fm lélegt gróðurhús. Mikill trjágróður og fallegt útsýni til allra átta. Möguleiki að taka minni eign upp í kaupin. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 12, s. 551-9540 og 551-9191. Morgunblaðið/Þorkell LOKIÐ er samkeppni um deiliskipulag fyrir Hvaleyrarhraun og sést hér SAMSTARFSMENN Pálmars Kristmundssonar arki- tillagan sem var valin til frekari úrvinnslu. tekts voru Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarki- tekt sem er lengst til vinstri á myndinni og Sigríður ________________________________________________________________________ Waage arkitekt. Tillaga Pálmars Krist- mundssonar valin fyrir byggð í Hvaleyrarhrauni Finnbogi Kristjánsson, löggiltur fasteigna- og skipasali, Síðumúla 1, sími 533-1313. ___________________________/ Nýjung á lánamarkaðnum. Kynnið ykkur lánakjörin hjá fasteignasölum í félagi fasteignasala. Féiag Fasteic.nasala MIÐSKÓGAR á Álftanesi er 375 fermetra hús með garðskála og séríbúð. ARKITEKT hússins er Vífill Magnússon. Yfir 370 fermetra ein- býlishús á Álftanesi YFIR 370 fermetra einbýlishús við Miðskóga 7 í Bessastaða- hreppi er til sölu hjá Fasteigna- markaðnum í Reykjavík. Arkitekt hússins er Vífill Magnússon og var það byggt úr steini árið 1984. Jón Guðmundsson fasteignasali segir að hér sé um afar vandað hús að ræða með eikarinnréttingum, gróð- urskála og 50 fermetratveggja herbergja íbúð. „Þetta er með glæsilegri húsum á höfuðborgarsvæðinu og hefur Vífíll Magnússon arkitekt teflt þrí- hyrningum þarna skemmtilega fram sem ganga eins og rauður þráður um allt húsið og koma fram í gluggum, veggjum og innrétting- um sem hann teiknaði líka,“ segir Jón Guðmundsson. Húsið er að hluta til á tveimur hæðum og skipt- ist í anddyri með gestasalerni, stofu og samliggjandi borðstofu, setu- stofu og eldhús með miklum inn- réttingum. Gólfefni eru vönduð og að mestu lögð með kínverskum skíf- um eða parketi. Fyrir miðju húsinu er 60 fer- metra gróðurskáli með suðrænum aldintijám og sést hann víða úr öðrum vistarverum hússins og teng- ist honum stór og afgirt sólverönd. I svefnálmu er-hjónaherbergi með miklum skápum og annað herbergi sem nú er notað sem bókaherbergi en mætti samkvæmt teikningu nota sem svefnherbergi, auk þvottaher- bergis. A neðri hæð hússins er tvöfaldur 44 fermetra bilskúr og inn af honum 15 fermetra geymsla og síðan góð tveggja herbergja 50 fermetra íbúð en þótt húsið sé mjög stórt eru svefnherbergi ekki mörg þar sem stofur eru hafðar stórar og er arinn í þremur þeirra. Ásett verð hússins er 27,5 milljónir króna. í hjarta Borgarfjarðar LOKIÐ er samanburðarsam- keppni um skipulag þjónustu- og íbúðabyggðar í Hvaleyrar- hrauni vestan Hvaleyrarholts í Hafnarfirði og var tillaga Pálm- ars Kristmundssonar arkitekts valin til frekari úrvinnslu. Aðrir þátttakendur voru J.L. arkitekt- ar Jakob Líndal og Kristján Ásgeirsson og Kanon arkitekt- ar, þau Halldóra Bragadóttir, Helgi B. Thoroddsen og Þórður Steingrímsson. Bæjarskipulag Hafnarfjarðar og skipulagsnefnd bæjarins efndu til samanburðarsam- keppni um „Byggðina í Hraun- inu“, deiliskipulag fyrir frekari byggð í Hvaleyrarhrauni. Alls verður um 3.500 manna byggð í Hvaleyrarhrauni og holtinu en íbúafjöldi hverfanna er nú um 2.600. Skipulagssv&ðið afmark- ast af Reykjanesbraut, golfvelli og grænu svæði neðan byggðar í Holtinu, alls um 15 hektara svæði. I aðalskipulagi er gert ráð fyrir mismunandi landnotk- un, þ.e. íbúðum, verslun og þjón- ustu svo og útivistarsvæðum. Þá er gert ráð fyrir rými fyrir Ijaldstæði og þyrpinu smáhýsa fyrir næturgistingu ásamt við- eigandi þjónustuaðstöðu. Áætl- aður heildarfjöldi íbúða er 75 til 120. I dómnefnd sátu þrír skipu- lagsnefndarmenn: Sigurður Gíslason, Sigurður Einarsson og Daníel Pétursson og valdi nefndin til þátttöku þá arkitekta er að framan greinir. Tillögurn- ar þóttu allar vera af háum gæðaflokki og uppfylla útboðs- skilmála og þykja eiga það sam- eiginlegt að blöndun húsa er lít- il, þ.e. reitunum er svæðaskipt eftir íbúðagerð með fáum und- antekningum. í umsögn dóm- efndar um tillögu Pálmars Kristmundssonar sem valin var til frekari úrvinnslu segir að aðkoman inn á svæðið sé skemmtileg um tvö hlið í hraun- inu og að hugmyndin um byggð og götur með tilvitnun í gamla bæinn sé vel útfærð. Þá er hug- mynd að þjónustusvæðinu talin athygliverð, smáhýsabyggðin raunhæf og gatnakerfi hag- kvæmt. Einnig er byggð á norð- urhluta svæðisins talin liggja vel með tilliti til ríkjandi vindátta. Nú er lag! 2ja-3ja herb. íbúð óskast í Hlíðunum eða Fossvogi fyrir áreiðan- lega manneskju. Vogar. 2ja herb. notaleg og hlýleg íbúð 53 fm í kjallara. Allt sér. Gott fyrir byrjendur og lengra komna. Vesturborgin. Ca 87 fm rúmgóð endaíbúð á 2. hæð í fjórbhúsi. Áhv. 5,2 millj. byggsj. Útb. 3,3 millj. Bílskýli. Nú er lag - við nýja miðbæinn. 105 fm íb. á 2. hæð. Gott fyrir þá sem vilja stórar stofur + sólskála. Vandaðar innr. Tvennar sval- ir. Áhv. 3 millj. byggsj. Grandar. 87 fm, sem er hæð + svefnherb. í risi. Áhv. byggsj. 2,5 millj. Miðborgin — efsta hæð. Fyrir þá sem vilja upplifa heimsborgara- stemmninguna. Áhv. byggsj. 3,5 millj. Útb. 2,5 millj. Vesturborgin — 5 herb. Á efstu hæð, sem er breytt og endur- bætt, hæð og ris. Áhv. 4,6 millj. Skipti á stærra. Vogar - sérhæð. Um 170 fm nettó, með innb. bílsk., í fjórbhúsi sem skiptist í vandaða hæð og svefnherb. í rishæð. Skemmtil. útsýni yfir borgina og fjallasýn. Verð 11.950 þús. Áhv. 3 millj. Einbýli Óskast. Ca 120-150 fm fyrir dugmikið barnafólk. Óskum eftir öllum gerðum eigna á skrá - hafðu samband og ég kem til þín

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.