Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI A C O • A C O Bremerhaven leysir Hamborg af trólmi hjá Samskipum Höfnin einn stærsti fiskmarkaður Evrópu Uranus, leiguskip Sam- skipa, lagði í fyrsta sinn að bryggju í Bremerha- ven í Þýskalandi í síð- ustu viku. Koma skips- ins markaði upphaf að vikulegum viðkomum skipa félagsins í Brem- erhaven. Sigþór Ein- arsson heimsótti skrif- stofu Samskipa í þessari nýju viðkomuhöfn Darmstadt. Morgunblaðið. Olafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, sagði í sam- tali við Morgunblaðið, að ákvörðunin um að færa viðkomustað félagsins hafi verið þjónustulegs eðlis, þar sem stjórn- endur félagsins teldu, að Bremer- haven hentaði viðskiptavinum fé- lagsins að mörgu leyti betur en Hamborg, bæði hvað inn- og út- flutning varðar. Þetta rökstyður Ólafur með því, að í Bremerhaven sé einn stærsti fískmarkaður á meginlandi Evrópu, og höfnin eigi sér framtíð sem tengihöfn til fjar- lægari áfangastaða. Félagið mun hins vegar áfram bjóða vörumót- töku í Hamborg. Höfðinglegar móttökur Hafnarborgin Bremerhaven til- heyrir sambandsríkinu Bremen, sem er eitt þriggja borgarríkja í Þýskalandi. Borgar- og hafnaryfir- völd í Bremen/Bremerhaven gerðu mikið úr upphafi siglinga Samskipa til borgarinnar. Af þessu tilefni var efnt til sérstakrar móttöku, þar sem samningur hafnarinnar og Sam- skipa var undirritaður, og í fram- haldi af því fylgdust gestir með er Uranus sigldi í höfn.-Forsætisráð- herra sambandsríkisins var m.a. viðstaddur móttökuna, ásamt Ingi- mundi Sigfússyni, sendiherra Is- lands í Þýskalandi. Höfnin í Bremerhaven er talsvert minni en höfnin í Hamborg. Hún hefur verið í miklum vexti undan- farin ár, og státar nú af lengsta bryggjukanti í heimi, sem er ríflega þriggja kíiómetra langur. Mjög að- djúpt er í höfninni, og er það ein ástæða bjartsýni rekstraraðila hennar, sem telja að dýpið muni tryggja þeim framtíðarviðskipti í ljósi þess að flutningaskip fari æ stækkandi. Rekstrarfélag hafnar- innar, Bremer Lagerhaus-Gesellsc- haft (BLG) hefur um 3.500 starfs- menn, og um höfnina fara um 1,3 milljónir gáma auk 760 þús. bíla á ári. í ávarpi sínu í móttökunni sagði fulltrúi BLG m.a. að ákvörðun Sam- skipa væri enn ein sönnun þess, að höfnin væri á réttri leið í sam- keppni við höfnina í Hamborg. Góðir tengimöguleikar Ólafur Ólafsson, forstjóri Sam- skipa, segir að þrátt fyrir að félag- ið spari nokkurn kostnað við breyt- inguna, ekki síst þar sem siglinga- tími styttist um 2-3 tíma, hafi kostnaðarhugleiðingar ekki ráðið þessari ákvörðun. „Upphafið má rekja til þess, að Bruno Bischoff- skipafélagið keypti hlut í Samskip- um fyrir nokkrum misserum, og •;c SP, '.vjs.'"¦ kf ¦¦• -*? iumse Ég > W.:; ¦¦ . iiMi......¦» jlíl§2 míM *1 "2» , -"' » "^ 4 1 1 1 w i ^BDV ' v?'~:-.-: ':':-.';:v,':'r':r:-í''.:: vS-;-^::--^;:"^:;^.;.:--.^--. .:- - ¦:.-;:í5í''vi. ¦¦:;¦:::. 1 ) Æ wka**'™ ~m^zm^^& :¦¦¦•¦'.'¦¦ ÍSÍ33?é£i&: Morgunbiaðið/Sigþór ÓLAFUR Ólafsson, forstjóri Samskipa og Baldur Guðnason, framkvæmdasljóri flutningasviðs tóku á móti Úranusi í Bremer- haven í fyrstu ferð skipsins þangað. varð í framhaldi af því umboðsaðili Samskipa í Þýskalandi," sagði Ólaf- ur. „Félagið hefur aðalaðsetur í Bremen, og er með skrifstofur í Bremerhaven og Hamborg. Fljót- lega kviknaði sú hugmynd, hvort það hentaði okkur að hefja sigling- ar til Bremerhaven." Ólafur segir, að ætlunin með breytingunni sé ekki að tengjast siglinganeti Bruno Bischoff. „Þeir eiga sína eigin hafn- araðstöðu í Bremerhaven, en við skiptum við BLG. Við teljum ein- faldlega að þessi höfn henti hags- munum viðskiptavinum okkar bet: ur, bæði í inn- og útflutningi. í Bremerhaven er einn stærsti fisk- markaður á meginlandi Evrópu, og þangað fer mikið af íslenskum físki. Þá teljum við Bremerhaven eiga bjartari framtíð en Hamborg, ekki síst hvað tengingar vestur um haf og til Asíu áhrærir. Skip á þessum leiðum fara stækkandi, og fyrir það er höfnin í Bremerhaven vel undir- búin. Við höfum aðgang að feikna stórum frystigeymslum í Bremerha- ven, og getum þannig boðið upp á athyglisverða tengimöguleika fyrir fiskútflytjendur. Þessi staðreynd fellur vel að þeirri stefnu okkar, að koma okkur frekar upp frysti- geymsluaðstöðu á mikilvægum tengihöfnum erlendis, en ekki í Reykjavík, þar sem við teljum slíkt henta viðskiptavinum okkar betur. Höfnin í Bremerhaven er einnig afar skilvirk, afgreiðslutími skipa er styttri en í^Hamborg. „Frysti- geymslan sem Ólafur minntist á var byggð og notuð af bandaríska hern- um, sem hafði um árabil mikil umsvif í Bremerhaven. í kjölfar minnkandi umsvifa hersins getur BLG nú boðið viðskiptavinum sínum afnot af þessari aðstöðu. Vörumóttaka á fyrrum viðkomustöðum reynist vel Samskip reka tvö skip á leiðar- neti sínu til meginlands Evrópu, Uranus og Helgafell. Undanfarin misseri hefur leiðanetið verið ein- faldað til muna, og viðkomustððum verið fækkað verulega. Félagið býður hins vegar upp á vörumót- töku á mörgum stöðum sem áður var siglt til, t.d. Kaupmannahöfn og Antwerpen. Ólafur segir að sú þjónusta hafi gefist svo vel, að við- skiptavinir veiti því vart athygli að ekki sé lengur siglt til viðkom- andi staða. Hann segist þess fuil- viss, að það sama verði upp á ten- ingnum varðandi vörumóttöku fé- lagsins í Hamborg. „Við erum ánægðir með að hafa stigið þetta skref, og ég tel mig geta fullyrt að viðskiptavinir okkar verði mér sammála," sagði Ólafur. SPSeagate Haröir diskar FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 B 5 O • ACO • ACO • ACO Mtfi aco SKIPHOLTI 17 ¦ 105 REYKJAVIK SÍMl: 562 7333 • FAX: 562 8622 /^ Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Viðveitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna iöllum greinum. O LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.