Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.10.1995, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 5. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ + VIÐSKIPTI ÞAÐ HEFUR verið skammt stórra högga á milli hjá Ágústi Einars- syni alþingismanni á undanförnum árum. Hann tók við stöðu prófessors við viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1990 eftir 13 ára starf sem framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvarinnar í Reykja- vík. I alþingiskosningunum í vor var Ágúst síðan kjörinn á þing fyrir Þjóðvaka og hefur fengið fjögurra ára leyfí frá kennslu í háskólanum. Hann hefur á sínum starfsferli setið í stjórnum margra fyrirtækja og gegnt fjölmörgum trúnaðar- störfum í samtökum sjávarútvegs- ins og formennsku í bankaráði Seðlabankans, svo eitthvað sé nefnt. Þá hefur hann setið í stjórn Granda hf. og í stjórn fískmark- aða. Ágúst á ekki langt að sækja þessa miklu athafnasemi því faðir hans, Einar Sigurðsson, útgerðar- maður frá Vestmannaeyjum, var mjög umsvifamikill í sjávarútvegi og rak frystihús og útgerð víða um land. „Þegar ég kom frá námi bjó ég mér til þá reglu að ég ætlaði að- eins að vera 5-7 ár í hverju starfí," segir Ágúst þegar hann er spurður hvers vegna hann hafí tekið há- skólann fram yfír stjórnunarstarf í sjávarútvegsfyrirtæki. „Þegar 7 ár voru liðin lengdi ég tímann í átta ár, síðan í níu ár og svo koll af kolli. Svo áttaði ég mig á því að ég var að festast í sjávar- útvegi. Mig hafði lengi langað til að breyta um starf og stunda kennslu og rannsóknir. Þegar móguleiki á prófessorsstöðu í við- skiptadeildinni opnaðist tók ég þá ákvörðun að skipta alfarið um far- veg. Mér hafði gengið ágætlega í viðskiptum sem tengdust sjávarút- vegi, en langaði til að takast á við ný verkefni. Ég ráðlegg nemendum mínum að skipta um starf oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á ævinni því hverjum manni er hollt að skipta um starf eða jafnvel skipta álgjörlega um umhverfi. Mín að- koma var þó dálítið óvenjuleg því algengast er að háskólakennarar starfi áfram innan háskóla að loknu doktorsprófi. Það er að mörgu leyti ágætt að hafa slíka samfellu í háskólastarfinu, þ.e. byrja í lægri kennslustöðum og vinna sig upp." - Hvernig stóð á því að þú ákvaðst síðan að gefa kost á þér til setu á þingi? „Ég hef alltaf haft áhuga á stjórnmálum og starfaði nokkuð að þeim á námsárum erlendis'. Eg starfaði innan Alþýðuflokkslhs og sat á þingi 1978-1979. Síðar starf- aði ég með Vilmundi Gylfasyni í Bandalagi jafnaðarmanna og ég lít á Þjóðvaka sem nauðsýnlegan að- draganda að sameíningu jafnaðar- manna. Ég er dálítið róttækúr ævintýra- maður í pólitík þó ég sé jafnan jarðbundinn. Ég lít á þingmennsk- una núna sem alvarlega vinnu að tilteknum markmiðum. Þetta er skemmtilegt starf og tilbreytinga- ríkt. Ég hef alltaf unnið við eitt- hvað sem mér fínnst gaman að." Tölvumál tekin föstum tökum Þegar Agúst tók til starfa í há- skólanum hafði viðskiptafræðin- ámið verið í allföstum skorðum nokkuð lengi. Töluverðar breyting- ar hafa hins vegar litið dagsins ljós síðustu ár og ýmislegt er í farvatninu. „Á síðari árum höfum við verið að breyta áherslum innan deildarinnar. Viðskipta- og hag- fræðideild er í tveimur skorum, við- skiptafræðiskor og hagfræðiskor, 4/5 hlutar nemenda eru í við- skiptaskor og 1/5 í hagfræðiskor. Viðskiptafræðiskorin fór í gegn- um ákveðið sjálfsmat. Við spurðum forsvarsmenn í atvinnulífínú og eldri nemendur hvaða endurbætur væru æskilegar. Náminu var breytt töluvert eftir þetta. Bæði voru Allur heim- urinn eitt markaðstorg Viðtal Ágúst Einarsson tók við prófessorsstöðu í viðskiptadeild Háskóla íslands árið 1990 eftir 13 ára starf í sjávarútvegi. Hann söðl- aði enn á ný um þegar hann var kjörinn á þing fyrir Þjóðvaka í vor. Krístinn Briem ræddi við Ágúst, m.a. um þessi umskipti, starfið í háskólanum og stöðu viðskipta- og hagfræðideildar. námskeið felld niður og öðrum bætt við. Á síðustu misserum höf- um við tekið kennslu í tölvumálum föstum tökum og nemendur eru látnir fást við raunhæf verkefni. Tölvukostur deildarinnar hefur einnig verið bættur verulega. Við áttum því láni að fagna að HP á íslandi færði okkur pentium-tölvur að gjöf að verðmæti 2 milljónir króna. Það hefur einfaldað alla kennslu á þessu sviði verulega. í haust var tekið upp sérstakt námskeið með heitinu „tjáning og samskipti" þar sem við kennum nemendum að koma frá sér efni í ræðu og á rituðu máli. Viðskipta- fræðingar þurfa að geta komið frá sér efni á markvissan hátt og við kennum það beinlínis við deildina. Þá höfum við tekið upp nýtt kjör- svið þar sem kennd eru viðskipta- tungumál, þ.e. viðskiptaenska, við- skiptaþýska og viðskiptafranska. Núna í haust hófst kennsla í við- skiptaítölsku. I þessu námi lærir fólk ekki aðeins tungumálið heldur einnig hvernig eigi að stunda við- skipti á viðkomandi svæðum og um sögu og hefðir viðkomandi svæða. Þetta er mjög mikilvægur þáttur Morgunblaðið/Árni Sæberg vegna þess að alþjóðleg viðskipti verða ekki gerð nema menn kunni vel skil á bakgrunni þess fólks sem þeir eru að eiga viðskipti við. Um 20 manns stunda nú nám á þessu sviði. í tengslum við námið höfum við náð sambandi við erienda háskóla og t.d. fara fímm nemendur okkar til ítalíu eftir áramót og dvelja þar eitt misseri. Það má geta þess að ítolskunámið var tekið upp vegna óska ítalskra stjórnvalda sem ætla að leggja okkur til fjármagn eftir áramót til kennslunnar. Þeir meta það svo að það sé í þeirra þágu að menn læri tungumálið." „Viljum ekki ala upp heimalninga" „Síðan er í undirbúningi að bjóða BA-nám í hagfræði, félagsfræði og heimspeki. Hér er um að ræða al- menna menntun í hagfræði og tengdum greinum sem hentar m.a. fólki á fjölmiðlum og þeim sem hyggjast hasla sér völl í stjórnmál- um. Einnig verður tekið upp 3 ára nám í viðskiptafræðum til B.S. prófs. Jafnframt er verið að undirbúa meistaranám í viðskiptafræðum. Það verður tveggja ára framhalds- nám sem hefur m.a. þá sérstöðu að nemendur verða að vera eitt árið erlendis. Við viljum ekki ala upp heimalninga. Það er grundvall- arsjónarmið í háskólum núqrðið að menn eiga að brjótast út úr sínu nánasta umhverfi bæði með skipt- um á nemendum og kennurum. Þess vegna verða nemendurnir í meistaranáminu að fara til út- landa. Síðan hafa stofnanir okkar verið að styrkjast. Hagfræðistofnun hef- ur verið býsna áberandi í þjóðlífinu með margvíslegar úttektir. Það hefur verið unnið töluvert að út- gáfumálum innan viðskiptafræðí- stofnunar í samvinnu við ----------- útgáfufélagið Framtíð- arsýn. Búið er að gefa út á annan tug smárita um ýmiskonar efni sem tengjast viðskiptafræði og hagfræði. Sú útgáfa hefur mælst mjög vel fyrir. Þá hefur verið unnið að gerð orðasafns í hagfræði og útgáfan er væntanleg á næstunni. Við höfum stöðugt lagt meiri áherslu á samskipti við erlenda skóla og hvetjum okkar nemendur til að taka þátt í alþjóðlegum sam- skiptaáætlunum eins og Erasmus^ og Sókrates. Það er einnig stefnt að því að taka upp námskeið á ensku til að hægt sé að bjóða er- lendum stúdentum upp á kennslu hér á landi. Þetta er nauðsynlegt til að geta tengst háskólanetum erlendis. Að vísu hamlar fjárskort- ur þessum hugmyndum. Á þessu ári gekk hagfræðiskor í gegnum alþjóðlega úttekt á sinni starfsemi og fékk mjóg lofsamlega dóma, bæði hvað varðar kennslu- hætti og rannsóknir. Námið er því á alþjóðlega viðurkenndum grunni. Við erum einnig með meistaranám í hagfræði, sem er að festa sig í sessi. Þá má geta þess að nú er að hefjast meistaranám í sjávarút- vegsfræðum sem fímm deildir há- skólans koma að, þ.e. viðskipta- og hagfræðideild, raunvísinda- deild, verkfræðideild, félagsvís- indadeild og lagadeild. Átta nem- endur með mismunandi bakgrunn hafa þegar hafíð nám í þessum fræðum. Þarna erum við að bjóða upp á rannsóknartengt framhalds- nám í sjávarútvegsfræðum sem á vafalítið eftir að skila okkur miklu þegar fram líða stundir." Erum undir hungurmörkum Ágústi verður einnig tíðrætt um þann fjárhagsvanda sem háskólinn stendur frammi fyrir. „Rannsóknir hafa sýnt að lagt er til háskólans u.þ.b. þrír fjórðu af því fjánuagni sem þykir nauðsynlegt erlendis fyrir grunnkennslu í háskóla af sömu stærð. Við erum því undir hungurmörkum. Auðvit- ________ að kemur þetta niður á gæðum í kennslu þó við séum yfírleitt með vel menntaða kennara sem hafa numið við bestu ~"™~""" háskóla erlendis. Það er talið að til að hægt sé að reka rannsóknarháskóla eins og Háskóla íslands þurfí um 2 milljónir manna. Við erum aðeins 260 þúsund og okkur fínnst sjálf- sagt að reka háskóla á alþjóðlegan mælikvarða. Til að hafa nám á sambærilegu stigi og þekkist er- lendis þarf auðvitað fjármagn. Við erum í samkeppni við aðra háskóla og það verður sífellt erfíðara að fá vel menntaða háskólamenn til starfa, einfaldlega vegna launa- kjara." Háskólinn verði regnhlífarsamtök Ágúst segist sjá fyrir sér að Háskóli íslands verði eins konar regnhlífarsamtök fyrir nám á há- skólastigi víðsvegar um landið. Kennsla í heilbrigðisfræðum geti t.d. að einhverju leyti átt sér stað Meistaranám í viðskipta- fræði bæði í Reykjavík og á Akureyri. „Það vantar samræmingu í há- skólanám hérlendis og ég held að menn eigi að starfa undir sömu regnhlíf til að ná sem allra mestu út úr þeim takmörkuðu fjármunum sem lagðir eru í menntun hér á landi. Við höfum ekki efni á skipu- lagi sem er ekki nógu árangursríkt. Margt þarfnast endurbóta í Há- skóla íslands. Þar er mikil miðstýr- ing og mitt mat er að það eigi að brjóta hana upp. Ég sé t.d. fyrir mér að ýmsar deildir sameinuðust í minni háskóla innan Háskóla ís- lands með sjálfstæðan fjárhag og starfsmannahald, Þetta gætu verið deildir eins og viðskipta- og hag- fræðideild, félagsvísindadeild og lögfræðideild. Þá gætu t.d. læknadeild, tann- læknadeild og hjúkrun- arfræði sameinast í einn skóla. Ég held að mið- stýringin hái okkur. Ég þekki þetta nokkuð því ég hef ver- ið skorarformaður og deildarfor- seti. Stefnumörkun af opinberri hálfu verður að fylgja með. Það vantar löggjöf um menntun á háskóla- stigi. Ríkisvaldið leggur til háskól- ans rúmlega einn og hálfan millj- arð króna sem er ekki mikið fé og langt undir því sem talið er lág- mark erlendis eins og ég nefndi. Það þarf að byggja upp rann- sóknartengt framhaldsnám sem kostar mikið fé. Við verðum að stunda rannsóknir í öflugu sam- bandi við aðra meftintamenn og aðra háskóla. Ef íslendingar ein- angra sig á rannsóknarsviðinu mun það umsvifalaust koma fram í lak- ari lífskjörum og lakari kennslu. Á næstu áratugum mun sam- keppnin milli þjóða fyrst og fremst ráðast af menntunarstigi. Sú þjóð sem vill standa sig í alþjóðlegri samkeppni og búa við góð lífskjör verður að standa sig á menntasvið- inu." \ Ekki óalgengt að 30-40% nemenda falli á fyrsta ári „í framhaldsskólunum hefur mikil áhersla verið lögð á bóknám- ið meðan verknámsgreinar eru látnar sitja á hakanum. Okkur vantar fagháskóla ^hérlendis en núverandi kerfi hefur leitt til þess að við érum að fá of margt fólk inn í þáskólann sem hefur ekki næganVundirbúningxbannig að margir falla á fyrsta ari^ Það er ekki óalgengt að 30-40% nemenda falli á fyrsta árinu. Við höfum velt því fyrir okkur innan háskóíans hvort það eigi að taka upp inntökupróf í íslensku, ensku, stærðfræði og tölvunotkun. Það hefur ekkert orðið úr því. Einn- ig hefur verið rætt um að beita fjöldatakmörkunum sem byggist á einkunnum á stúdentsprófí. Sú aðferðafræði er notuð víðast er- ________ lendis en menn hafa horfíð frá því hér á landi vegna þess að stúdents- prófið hér á landi er ekki samræmt. ^"" Við erum einnig mjög aftarlega á merinni varðandi há- skólabókasafn og við erum mjög fátæklega búin bókum, sem er auðvitað lykilatriði í kennslu og rannsóknum. Þjóðarbókhlaðan var að opna eftir 20 ára smíðatíma. Það gengur ekki að við séum með bókakost sem teljist ekki boðlegur við erlenda háskóla." Oþrjótandi verkefni fyrir viðskipta- og hagfræðinga - Nemendur í viðskipta- og hag- fræðideild eru nú um 600 talsins og hefur þeim fjölgað upp á síðk- astið. Stundum er talað um að markaðurinn fyrir viðskiptafræð- inga sé mettaður og margir þeirra myín eiga erfítt með að finna störf við sitt hæfi. Hvert er þitt mat á ^þessii? / „Ég sé þetta ekki þannig og ,' erlendar kannanir hafa sýnt að framtíðin er hvað björtust i við- \ Margir falla á fyrsta ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.