Morgunblaðið - 21.10.1995, Side 1

Morgunblaðið - 21.10.1995, Side 1
 • Hin heilaga minning/3 • Uppsveifla í útgáfu/4 • Nöldrað um Heaney/6 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MENNING USTIR LAUGARDAGUR 21. OKTÓBER 1995 BLAÐ{ Arthur Miller áttræður Morgunblaðið/Ásdís Röskir ræningjar KARDEMOMMUBÆRINN eftir Thorbjörn Egner verður frum- sýndur í fimmta sinn í Þjóðleik- húsinu í dag og munu ræningj- arnir þrír væntanlega baða sig í sviðsljósinu. Nánar er fjallað um sýninguna á blaðsíðu 3 í Menningarblaðinu í dag. ÁSHILDUR Haraldsdóttir SELMA Guðmundsdóttir flautuleikari. píanóleikari. Smáverk á tónleikumog geisladiski Ashildur Haraldsdóttir flautuleikari og Selma Guðmunds- dóttir píanóleikari halda útgáfutón- leika í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafn- arfjarðar, á morgun sunnudag kl. 20.30. Á efnisskrá tón- leikanna er að finna úrval stuttra tón- verka, svokallaðra smáverka, fyrir flautu og píanó sem þær Áshildur og Selma hafa nýlega leikið inn á hljóm- disk. Diskurinn, sem ber nafnið Min- iatures, kemur út hjá útgáfufyrirtæk- inu Spori á næst- unni. Áshildur sagðist í spjalli við Morgun- blaðið efast um að smáverkin hafi ver- ið leikin hér á landi áður og sum þeirra hafa jafnvel aldrei verið leikin inn á plötu áður. „Margt af því sem ég spila er eitthvað sem ég hef grafið upp hér og þar. Sum verkin eru eftir óþekkt tónskáld sem ég fann ekki einu sinni í tónlistarorðabókum, þótt inn á milli séu þekktari verk.“ Áshildur sagði að flautuleikarar leiki mikið sömu verkin aftur og aftur og þá gjarnan verk sem þeir læra meðan þeir eru í námi. „Mér finnst oft gleymast að flest frá síðustu aldamótum og tengdust Tónlistar- háskólanum í París. Verk íslensku höf- undanna, þeirra Árna Björnssonar, Atla Heimis Sveins- sonar og Þorkels Sigurbjörnssonar, eru mun yngri en eru svipuð að lengd. leita annað og finna ný verk. Eg er alltaf að leita að verkum og grúska hér og þar og vonast alltaf eftir að finna einhveijar perlur þótt auðvitað kaupi ég einnig mik- ið af ónothæfum verkum,“ sagði Áshildur. Hún sagði að smáverkin væru Tveir fingurbijótar Áshildur sagði að á diskinum og efnis- skrá tónleikanna væru tveir sannkall- aðir fingurbrjótar sem eiga að leiða í ljós hvers flautan er tæknilega megnug. „Þetta eru tvö smá- verk. Ég spila þau til að hrista upp í fólki og bijóta uþp stemmninguna á diskinum,“ sagði' hún. Áshildur býr í París og hefur nóg að gera við spila- mennsku bæði sem einleikari og með kammerhljómsveit. Hún segist leika u.þ.b. tvisvar á ári á tónleikum hér á landi sem er að hennar sögn hæfilegt fyrir stærð markaðsins en bætti við að hún myndi fegin vilja búa á ís- landi ef unnt væri að leika þar oftar. Væntanlegur er diskur sem gefinn verður út í Svíþjóð en þar leikur Áshildur, með undirleik hljómsveitar, konserta frá barr- okktímabilinu og mun hún fylgja honum eftir þar í landi á næst- unni. Samstarf hennar og Selmu er nýtt af nálinni og hefur það geng- ið mjög vel enda Selma sjóuð í meðleik á geisladiskum að sögn Áshildar, en hún lék meðal ann- ars með Sigrúnu Eðvaldsdótt- ur fiðluleikara á disk hennar, Cantabile. Selma hefur einnig haldið fjölda ein- leikstónleika, leikið einleik með hljómsveitum og spil- að kammertónlist. gp, Norwich. Reuter. BANDARÍSKA leikritaskáld- ið Arthur Miller hélt upp á 80 ára afmæli sitt á þriðjudag með því að gefa út nýja skáld- sögu og greina frá nýju leik- riti, sem hann hefði í smíðum. Arthur Miller Miller er eitt helsta leik- ritaskáld þessarar aldar, þótt ef til vill þekki hann fleiri fyrir að hafa verið kvæntur Marilyn Monroe og barist gegn kommúnistaveiðum Jos- ephs McCarthys í Bandaríkj- unum, en að hafa skrifað „Sölumaður deyr“ og „Horft af brúnni". Skrifar meira nú Skáldskapargyðjan virðist ekki hafa yfirgefið Miller og hann kveðst skrifa meira nú en hann gerði fyrir nokkrum árum. „Þetta er arður, sem ég átti ekki von á,“ sagði Miller á afmælisdeginum. „Að geta skrifað hvað sem mér sýnist og hafa minni áhyggjur en áður af því hvernig því er tekið." Miller kaus að halda upp á afmælið í nýju leikhúsi, sem verið er að reisa í Norwich á Austur-Englandi. Við háskól- ann þar er sérstök deild kennd við MiIIer. Miller lætur sér fátt um uppfærslur og leiksýningar á Broadway finnast um þessar mundir og hægri sveiflan í bandariskum stjórnmálum er honum lítt að skapi. „Það er meira sýnt eftir Tennessee Williams í London, en í New York. Á síðasta ári voru aðeins tvö hefðbundin leikrit sýnd á Broadway. Allt hitt voru söngleikir. Há útgjöld hafa lamað New York [í leikhúsmálum],“ sagði Miller. Gagnrýnir Bandaríkjaþing „Þetta er afturhalds- amasta Bandaríkjaþing, sem ég hef upplifað. En stjórnmál eru eins og stórt gerdeig, sem lyftist og fellur og hefur á sér endaskipti í sífellu. Eins og stendur er pólitíkin til hægri og það er ég ekki ánægður með.“ Nýja skáldsagan hans, „Sú látlausa" (The Plain Girl), sem er aðeins 50 blaðsíður að lengd, hefur fengið misjafnar viðtök- ur, en hann lætur það ekki á sig fá: „Það væri hins vegar hræði- legt ef þeir segðu að hún væri of löng.“ Miller kveðst ætla að Ijúka nýju leikriti inn- an hálfs árs og segist enn hafa úthald til að vinna myrkranna á milli. Nú er verið að kvik- mynda eitt af vinsælustu leikritum hans, „I deigl- unni“ (The Crucible), með Daniel Day-Lewis og Winonu Ryder í aðal- hlutverkum. Verkið fjallar um nornaveiðarnar í Salem í Massachusetts, en er í raun ádeila á kommún- istaveiðar hinnar svokölluðu óamerísku nefndar Banda- ríkjaþings á sjötta áratugn- um. Leikritið hefur selst í sjö milljónum eintaka í pappírs- kilju í Bandaríkjunum. Miller skrifaði kvikmyndahandritið og segir að boðskapur þess sé enn í fullu gildi. „Sjúkleg tortryggni færist jafnt og þétt í aukana í heim- inum og leikritið fjallar um dulda ógn af því tagi,“ segir Miller. Fagnar með nýrri bók og boðar leikrit !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.