Morgunblaðið - 04.11.1995, Síða 4

Morgunblaðið - 04.11.1995, Síða 4
4 C LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ PINKERTON sjóliðsforingi (Ólafur Árni Bjarnason) og Cio-Cio-San (Ólöf Kol- brún Harðardóttir) meðan allt leikur í lyndi. SHARPLESS (Bergþór Pálsson) gefur sig á tal við Madame Butte GEISURNAR þokkafullu: Fulltri ir segja að sé eitt erfiðasta sópran- hlutverk óperubókmenntanna. „Hlutverkið er vissulega krefjandi en ég hef engu að síður sungið álíka krefjandi hlutverk áður. Sérstaða þess er á hinn bóginn sú að persón- an kemur úr ólíkum menningar- heimi. Það hefur því tekið lengri tíma en ella að tileinka sér hana en ég byijaði að leggja línurnar' með hljómsveitarstjóranum, Robin Stapleton, síðasta vetur.“ Ólöf segir að þrátt fyrir strit á köflum hafi það verið skemmtilegt og spennandi verkefni að setja sig í spor Cio-Cio-San. „Maður verður að ganga eins langt og mögulegt er til að finna fyrir persónunni og_ Meistaraverk óperu- bókmenntanna íslenska óperan frumsýnir eina af perlum óperubókmenntanna, Madame Butterfly eftir Giacomo Puccini, næstkomandi föstudag. Orri Páll Ormarsson kynnti sér þetta nafntogaða verk og skyggndist á bak við tjöldin í íslensku óperunni. sér grein fyrir alvöru málsins þegar hún er knúin til að gefa hjónunum barnið. Að því búnu dregur hún sig í hlé og sviptir sig lífí. Hádramatískar óperur Giacomo Puccini hefur verið kall- aður merkasti fulltrúi rómantísks raunsæis í ítölskum óperum. Óperur hans eru lagrænar og hádramatísk- ar og mörkuðu endalok langrar óperuhefðar á Ítalíu. Þeirra þekkt- astar eru La Boheme, Tosca og Turandot, auk Madame Butterfly. Madame Butterfly var frumsýnd í La Scala 1904. Engu var til spari að og tefldi óperan fram sínu fær- asta fólki. Sjálfur Arturo Toscanini hélt um tónsprotann og hin nafn- togaða Rosina Storchio söng titil- hlutverkið. Puccini var bjartsýnn. Engu að síður dundi reiðarslagið yfir: Frumsýningargestir snerust af heift gegn óperunni. Flytjendur voru svívirtir á sviðinu og eru þessi viðbrögð enn í dag ein stærsta ráð- gáta óperusögunnar. Puccini var öllum lokið. Flann yfirgaf leikhúsið í örvæntingu og ekki varð af frek- ari sýningum um sinn. Þótt Puccini væri sleginn út af laginu gafst hann ekki upp, heldur endurskoðaði Madame Butterfly frá grunni, ummyndaði óperuna úr tveimur þáttum í þtjá og bætti við „HANN er karlrembusvín,“ segir Ólafur um sjóliðsforingjann sjálfumglaða, Pinkerton. stuttri aríu fyrir tenórinn. Pólska söngkonan Salomea Krusheniski var ráðin í hlutverk Cio-Cio-San og í þessari breyttu mynd var Madame Butterfly frumflutt undir stjórn Cleofonte Campanini í Teatro Grande í Brescia 1906. Þar með hófst sigurför hennar. Fært til í tíma Halldór leikstjóri kveðst vinna út frá því að íslendingar hafi ekki séð óteljandi uppfærslur af Madame Butterfly en verkið var síðast sýnt hérlendis fyrir tæpum þijátíu árum í Þjóðleikhúsinu. Það hefur verið fært til í tíma og gerist leikurinn nú skömmu eftir lok heimsstyijald- arinnár síðari. „Tilgangurinn er að styrkja þessa örlagaríku sögu. Við einblínum á tilfinningar þessarar ógæfusömu geisu og reynum að ná af henni grímunni svo við sjáum hana í réttu ljósi.“ Halldór segir að töluverður mun- ur sé á því að starfa í óperuhúsi og leikhúsi. „í óperunni ræður tón- listin ferðinni. Henni verður ekki breytt enda er búið að kortleggja sálarlíf persónanna með henni. Leikstjóri óperusýningar verður einnig að taka tillit til miklu fleiri aðila og þátta en leikstjóri í leik- húsi.“ Ólöf Kolbrún Harðardóttir syng- ur hlutverk Cio-Cio-San, sem marg- MADAME Butterfly er meistaraverk óperubók- menntanna. Leiksviðið kann að vera Nagasaki en tilfinningarnar sem bærast í bijósti Butterfly eru alþjóðlegar og mannlegar. Þess vegna hitta þær í mark, hvar sem er í heiminum,“ segir Halldór E. Laxness sem leik- stýrir Madame Butterfly, einni vin- sælustu óperu allra tíma, sem frum- sýnd verður í íslensku óperunni föstudaginn 10. nóvember. Sögusvið Madame Butterfly er Japan. Bandarískur sjóliðsforingi, Pinkerton að nafni, fær bækistöð í Nagasaki. Lætur hann miðlara út- vega sér einbýlishús og fylgir því þokkastúlkan eða geisan Cio-Cio- San. Á hún einungis að vera leik- fang hans og hjákona en þó er haldið brúðkaup þeirra. Pinkerton hverfur síðan frá Japan þrátt fyrir að Madame Butterfly, eins og hann kallar stúlkuna, beri barn hans undir belti. Hún bíður eftir honum í trúnaðartrausti og hafnar efnileg- um biðlum á þeirri forsendu að hún sé þegar gift. Þremur árum síðar snýr Pinker- ton aftur, með bandaríska eigin- konu upp á arminn, í þeim tilgangi að sækja son sinn. Butterfly á í fyrstu bágt með að skilja að sjóliðs- foringinn hafi svikið sig en gerir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.