Morgunblaðið - 04.11.1995, Page 6

Morgunblaðið - 04.11.1995, Page 6
6 C LAUGARDAGUR 4. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ áhrifamikla hugsuði 19. aldar. Páll Skúlason, prófessor við Háskóla ís- lands, fjallaði um Stephan G. sem gagnrýninn hugsuð og náttúruspek- ing sem sameinaði vísindalega og skáldlega hugsun í verkum sínum. Þorsteinn Gylfason, prófessor við Háskóla íslands, ræddi um Stephan G. og gullaldir í listum og bókmennt- um sem yfirleitt stæðu stutt og viit- ust eiga sér rætur í fjörugum deilum í samfélaginu. Gísli Sigurðsson, ís- lenskufræðingur, gerði grein fyrir ólíkum myndum sem dregnar væru upp af Stephani G. á íslandi og í Kanada í ýmsum útgáfum af ljóðum hans. Baldur Hafstað, bókmennta- fræðingur, fjallaði um skáldskap Stephans G. og tengsl hans við ís- lenskar miðaldabókmenntir. Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur, ræddi um líkingar í ljóðum Stephans G. þar sem hugmyndir um þroska og umhyggju koma víða fyrir. Loks flutti Haraldur Bessason, fyrrum rektor Háskólans á Akureyri, fyrir- lestur um kvæðið „Skagafjörður" og goðsöguleg tákn þess. Auk þessara fyrirlestra um Steph- an G. voru flutt fímm erindi á ráð- stefnunni um vestur-íslenska menn- ingu. Christopher Hale, prófessor í Edmonton, fjallaði um landnám ís- lendinga í Kanada. Daisy Neijmann frá háskólanum í Winnipeg ræddi um mótun hins „kanadíska Islendings". Shaun Hughes, prófessor við Purdue háskóla í Bandaríkjunum, flutti fyrir- lestur um rímur og rímnakveðskap íslendinga. Birna Ambjörnsdóttir, sem starfar við háskólann í New Hampshire, ræddi um áhrif ensku á þróun íslenskunnar meðal íslendinga í Vesturheimi. Þá flutti Sandra Sig- urðson-Heidrick, prófessor í Edmon- ton, erindi um skáldkonuna Helenu Sveinbjömsdóttur (dóttur Svein- bjöms Sveinbjömssonar tónskálds). Auk þessa var í tengslum við ráð- stefnuna lesið úr ljóðum Stephans G., Nína Margrét Grímsdóttir, píanó- leikari, kom fram og lék íslensk píanóverk og haldin vár sýning á verkum Guðnýjar Magnúsdóttur og Borghildar Óskarsdóttur, myndlistar- manna. Vel heppnuð ráðstefna í tengslum við ráðstefnuna var mikil umijöllun í fjölmiðlum um Step- han G. og íslensk áhrif hér í Alberta. „Við vonum að þessi ráðstefna hafi orðið til þess að auka enn frekar áhuga á Stephan G. og íslenskri menningu," sagði Ted Dyck. „Stjóm Alberta hefur haldið minn- ingu Stephans G. á lofti með því að varðveita hans gamla heimiii. Ég held að þessi ráðstefna hafi verið mikilsverð og sýnt Albertabúum að íslendingar virða minningu Step- hans,“ sagði Haraldur Bessason, og bætti við: „Það væri gaman ef við gætum haldið aðra svipaða ráðstefnu heima - kannski á bemskuslóðum hans í Skagafirði?" Vel heppnuð ráðstefna um Stephan G. í Kanada SKÁLD, heimspekingur, land- nemi, bóndi, - Stephan G. Stephansson var aðal- umræðuefnið í Red Deer um síðustu helgi. Skammt frá Mark- erville, á hásléttum Kanada með Klettafjöllin í baksýn, hittust íslend- ingar frá íslandi og Kanada og skipt- ust á skoðunum. Á ráðstefnunni var hópur ís- lenskra fræðimanna og heimspek- inga, einnig kanadískir fræðimenn og vestur-íslensk skáld. Það var ljóst af ráðstefnunni að íslensk áhrif teygja sig víða um Kanada. Stephan G. fluttist ásamt hópi íslendinga til Markerville í Alberta árið 1889 og bjó þar, þar til hann lést 1927. Flestir afkomenda hans búa enn í nágrenni Markerville. Þrjú bamabama hans sóttu ráðstefnuna, þau Edwin Stephanson, Stephan Benediktsson og Helga Bourne. Helga var himinlifandi yfir ráðstefn- unni og sagðist hún hafa orðið margs vísari um skáldið og manninn Step- han G. Sonur Helgu, Bill Bourne, er þekktur þjóðlagasöngvari og lék hann fyrir ráðstefnugesti á laugar- dagskvöldinu. I Markerville hefur verið sett upp safn til minningar um Stephan G. Húsið sem Stephan G. byggði hefur verið varðveitt ásamt húsbúnaði og öðru úr eigu hans. Er safnið fallegur minnisvarði um skáldið og gefur góða mynd af heimilishaldinu á bænum og lífi íslendinganna hér í Alberta um aldamótin. íslenskar skáldskaparrætur Red Deer College hafði veg og vanda af skipulagningu ráðstefn- unnar „íslenskar rætur“ og hefur undibúningurinn staðið í um 2 ár. „Við héldum ráðstefnu hér fyrir tveimur árum um Leonard Cohen, skáld og tónlistarmann. Sú ráðstefna var mjög vel heppnuð og ákváðum við í lista- og heimspekideildinni hér að standa fyrir slíkum ráðstefnum annað hvert ár,“ segir dr. Ted Dyck, einn aðalskipuleggjandi ráðstefn- unnar. „Þegar við fórum að huga að næstu hátíð kom nafn Stephans G. Stephanssonar strax upp. Áhrif hans voru mikil hér í Alberta, sér- staklega í nágrenni við Red Deer. Stuttu seinna ákváðum við að breikka sviðið og nefndum ráðstefn- una „íslenskar rætur“. Við höfðum samband við Christopher Hale og Kristjönu Gunnars r Edmonton og Harald Bessason við Háskólann á HÚS Stephans G. Stephanssonar í Markersville í Alberta. Þar er nú safn um Stephan G. og landnám íslendinga í Alberta. ÞORSTEINN Gylfason með Helgu Bourne, dótt- urdóttur Stephans G. HARALDUR Bessason og Ted Dyck sem stóðu að skipulagningu ráðstefnunnar um Stephan G. Akureyri og þetta vatt smám saman upp á sig. Af ráðstefnunni að dæma teygja íslensku ræturnar sig víða. Stephan G. hafði auðvitað mikil áhrif á samfélagið í kringum Markerville, ekki aðeins skáldið Stephan G. held- ur bóndinn, mannvinurinn og fram- farasinninn Stephan G. Síðan eru liðin allmörg ár, en íslendingamir em síður en svo hættir skáldskapar- iðkun hér í Vestur-Kanada. Á ráð- stefnunni las W.D. Valgardsson smásögu sem tengist uppvaxtarár- um hans í íslendingabyggðum í Manitoba. Bill Valgardsson kennir nú við háskólann í Victoria í British Columbia. Tveir aðrir vestur- íslenskir rithöfundar komu einnig við sögu. Kristjana Gunnars flutti erindi um ólíkar aðferðir við ljóða- þýðingar. Kristjana er þekktur rit- höfundur hér um slóðir, en hún hefur einnig fengist við þýðingar og hefur úrval ljóða Stephans G. komið út á ensku í þýðingum henn- ar. Þá flutti Davíð Arnason einnig erindi á ráðstefnunni en hann er rithöfundur í Manitoba. Skáldið og heimspekingurinn Á ráðstefnunni voru haldnir marg- ir fyrirlestrar um skáldið og heim- spekinginn Stephan G. Finnbogi Guð- mundsson, fyrrverandi landsbóka- vörður, hélt upphafserindi ráðstefn- unnar um landnám íslendinga og um skáldskap Stephans G. Kristján Kristjánsson, dósent við háskólann á Akureyri, flutti yfirgripsmikinn fyrir- lestur um heimspeki Stephans og gerði grein fyrir andlegum skyldleika hans við John Stuart Mill og fleiri CARMEN Callil, einn af stofn- endum Virago. METSÖLUHÖFUNDAR Virago: Maya Angelou, sem kölluð hefur verið „lárviðarskáld“ Clintons Bandaríkjaforseta, en hún hélt ræðu við innsetningarathöfn hans í embætti. Edith Wharton, sem útgáfan uppgötvaði að nýju, en hún er höfundur „Aldar sakleysisins" sem samnefnd kvikmynd var gerð eftir. Pat Barker, sem tilnefnd hefur verið til Booker-verðlaunanna, en hún hefur nú flutt sig til Pengu- in-útgáfunnar. Margaret Atwood, sem hóf feril sinn hjá Virago árið 1979. Þekktust verka hennar er „Saga þernunnar". Kvennaútgáfa í klandri ALLT ER í óvissu um framtíð breska útgáfufyrirtækisins Virago, sem stofnað var fyrir 22 árum, af konum og fyrir konur. Ýmislegt bendir nú til þess að vegna fjárhagsörðugleika verði það selt einum samkeppnisaðilanna og hafa nöfn Random House og Bloomsbury verið nefnd, að því er fram kemur í The Independent. Ástæður þess að svo illa er komið fyrir útgáfunni eru sagðar margar. Hún hafi átt erfitt uppdráttar eins og svo margar aðrar útgáfur á því samdráttarskeiði sem verið hefur að undanfömu. Þá hafa verið hatramm- ar deilur innan útgáfunnar vegna þeirrar ákvörðunar útgáfustjórnar- innar að gefa einnig út verk eftir karlmenn. Virago var stofnuð fyrir 22 árum er kvenréttindahreyfinginn var upp á sitt besta en að útgáfunni stóðu Carmen Callil, Ursula Owens og Rosie Boycott. Tilgangurinn var sá að gefa konum kost á að vinna sér sess í breskum bókmenntum, bæði rithöfundum og útgefendum. Fyrstu árin stóð á titilsíðu allra bókanna: „Virago er feminískt útgáfufyrir- tæki“. Þar á eftir fylgdi listi yfir ráðgjafa útgefenda, m.a. Germaine Greer, og nokkurs konar heróp Sheilu Rowbotham. Virago-útgáfan hefur komið mörgum heimsþekktum höfundum á framfæri, m.a. Margaret Atwood, Maya Angelou, Angela Carter og Pat Barker, sem tilnefnd hefur verið til Booker-verðlaunanna. Þá „endur- uppgötvuðu“ konurnar í Virago rit- höfunda á borð við Edith Wharton, Willu Carter og Rosamond Leh- mann. Virago hefur haldist misvel á þeim höfundum sem hafa átt góðu gengi að fagna en Angelou og Atwo- od hafa þó haldið tryggð við útgáf- una. Deilt er um það hvort þörf sé á sérstakri kvennaútgáfu, nú þegar allt er í óvissu um framtíð Virago. Breska skáldkonan Fay Weldon telur að svo sé ekki. „Þörfin fyrir hana er ekki lengur fyrir hendi. Ég held að það sé til marks um árangur þeirra að við getum nú litið á allar bókmenntir, fremur en að aðgreina þær í karla- og kvennabókmenntir."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.