Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 2
2 D FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 GETRAUNIR MORGUNBLAÐIÐ Diego fetar í fótspor föðurins Knattspyrnusnillingurinn Diego Armando Maradona var dýr- lingur í Napólí á Ítalíu þegar hann lék með liðinu 1984 til 1991. Arg- entínumanninum var þakkað að liðið varð loks Ítalíumeistari 1987 og með hann í fararbroddi endur- tók það leikinn 1990 auk þess sem Napólí var bikarmeistari 1987 og sigraði í Evrópukeppni félagsliða 1989. Á þessum árum voru ungir drengir á svæðinu gjaman skýrðir í höfuðið á meistaranum og í götu- boltanum í Napólí eru margir strákar sem heita Diego Armando og reyna að líkja eftir goðinu. Þeir eiga sér þann draum að verða eins og .hinn eini sanni Maradona en einn þeirra á ekki langt að sækja hæfileikana. Diego Armando Maradona yngri er níu ára. Hann hefur aldrei hitt föður sinn og aldrei séð hann en frammistaða hans með Virtus Nap- ólí, einum helsta knattspyrnuskóla borgarinnar, hefur vakið athygli og stráknum verið líkt við hinn eina og sanna. Þetta kemur fram í vikublaðinu The European sem kannaði stöðu drengsins og greindi frá málinu í liðinni viku. Hann á sér draum Haft er eftir Christina Sinagra, móður stráksins, að hún hafi átt í löngu og alvarlegu sambandi við Maradona frá því skömmu eftir að hann kom til Napólí 1984. Maradona hefur ávallt neitað meintu sambandi en í júlí sem leið hafði hún sigur í faðernismálinu þegar hæstiréttur Ítalíu úrskurðaði að Maradona væri faðir drengsins og gerði honum að greiða sem samsvarar um 200.000 krónur í meðlag á mánuði. Sinagra hefur aldrei farið dult með hver væri faðir stráksins. „Ég segi honum alltaf að pabbi hans sé langt í burtu en hann reynir stöðugt að sjá föður sinn í sjón- varpinu enda er hann helsti stuðn- ingsmaður hans.“ Strákurinn er þegar farinn að kynna sér hlutverkið með framtíð- ina í huga. „Ég vil verða meistari eins og pabbi minn og leika fyrir Napólí og Argentínu. Þegar ég spila gegn Englandi geri ég tvö mörk, annað með spyrnu og hitt með hendi.“ Hann er óneitanlega líkur föður sínum þegar hann var á svipuðum aldri, lítill en sterklega vaxinn og hárið svart og þykkt. Hreyfingar hans á vellinum minna einnig á snillinginn. Hann smýgur á milli manna með nettum hreyf- ingum og boltinn virðist sem límd- ur við fæturna. Aukaspyrnur eru hans sérgrein og hann stýrir bolt- anum markvisst upp í markvinkl- ana en eini sjánalegi munurinn á feðgunum er sá að sá stutti spyrn- ir frekar með hægri fæti. „Hann getur skotið á ferðinni, stýrt boltanum og skotið utan fót- ar en allt eru þetta erfið fram- kvæmdaratriði sem við forðumst að kenna bömum á hans aldri,“ sagði Riccardo De Lella, þjálfari Virtus Napólí. j,Það má sjá að knattspyma er honum í blóð bor- in,“ bætti hann við og minntist þess að Maradona hefði æft einn og sér í margar klukkustundir eft- ir æfingar. „Diego yngri er ná- kvæmlega eins, hann vill aldrei hætta.“ „Hann var byijaður að sparka fótbolta áður en hann lærði að ganga,“ sagði Sinagra sem óttast ástríðufullan og kæfandi knatt- spymuáhuga í Napólí, en nú þegar reyna stuðningsmenn Napólí að snerta strákinn þegar hann fer á San Paolo völlinn. „Við bíðum eft- ir þér, Diego,“ kalla þeir. „Innst inni vona ég og bið þess að hann hætti í þessari íþrótt. Honum verður alltaf líkt við Mara- dona og sonur minn getur aldrei borið þá sálfræðilegu byrði.“ Þjálfarar keppast um að fá Di- ego yngri og hann hefur þegar skipt fjórum sinnum um félag. Fyrir skömmu átti hann að leika fyrsta leik sinn með Virtus en mætti ekki. Opinberlega var sagt að hann væri með flensu en sú skýring var ekki meðtekin af öll- um. „Hann er alveg eins og pabb- inn,“ sagði stjómarmaður í 3. deildar liði Nocerina. Einn maður öðmm fremur þurfti að glíma við súrsætan kraft í ít- alskri knattspyrnu en hann neitar að viðurkenna Diego yngri. „Ég er viss um að Diego þjáist," sagði De Lella. „Það hlýtur að særa besta leikmann heims að geta ekki kennt syni sínum að leika knattspymu." Sjaldan fellur eplid... „HANN getur skotið ð ferðinni, stýrt boltanum og skotið utan fótar en alit eru þetta erflð fram- kvæmdaratriði sem við forðumst að kenna börnum á hans aldri," sagði Riccardo De Lella, þjálfari Virtus Napólí, um Diego yngri við The European en með greininnf blrtist þessi mynd. ÍTALÍA staðan 1. deild (B) 11 5 1 0 19-5 Genoa 1 2 2 4-7 21 11 3 3 0 7-3 Brescia 2 1 2 10-5 19 11 4 2 0 10-6 Palermo 0 5 0 0-0 19 11 3 2 0 6-3 Bologna 1 4 1 4-3 18 11 4 1 1 6-2 Salernitan 1 1 3 4-4 17 11 3 0 2 10-7 Ancona 2 1 3 7-7 16 11 2 3 1 9-5 Verona 2 1 2 4-5 16 11 4 1 1 10-4 Cesena 0 2 3 7-10 15 11 3 1 2 11-11 Pescara 1 2 2 3-7 15 11 2 3 0 6-2 Reggiana 1 2 3 7-11 14 11 3 1 2 4-5 Avellino 1 1 3 6-8 14 11 2 3 0 7-3 Pistoiese 1 1 4 5-8 13 11 3 0 2 7-6 Fid.Andria 0 4 2 5-7 13 11 1 4 0 4-3 Reggina 1 3 2 4-10 13 11 2 3 1 9-7 Cosenza 0 3 2 2-6 12 11 2 3 0 9-3 Perugia 0 2 4 2-10 11 11 1 3 1 5-5 Lucchese 1 2 3 4-10 11 11 2 3 1 2-5 Foggia 0 2 3 4-9 11 11 0 4 1 2-3 Chievo 1 3 2 8-9 10 11 0 3 2 1-6 Venezia 1 2 3 4-8 10 3 1 1 8-5 2. deild (C1) Ravenna. 3 2 0 7-4 21 10 4 0 1 7-3 Spal 3 0 2 5-4 21 10 4 0 0 7-1 Fiorenzuola 2 1 3 4-5 19 10 3 1 1 6-2 Empoli 2 2 1 5-3 18 10 3 0 2 8-5 Modena 2 2 1 7-8 17 10 3 0 2 6-5 Montevarchi 2 2 1 4-3 17 10 3 2 0 11-4 Carpi 0 4 1 4-6 15 10 1 3 1 4-4 Monza 2 1 2 7-8 13 10 3 0 2 7-7 Prato 1 1 3 5-8 13 10 1 2 1 4-3 Como 2 1 3 4-5 12 10 3 2 1 5-3 Alessandria 0 1 3 0-4 12 10 1 4 1 7-6 Saronno 1 1 2 4-5 11 10 1 1 3 2-6 Pro Sesto 2 1 2 6-4 11 10 2 0 3 2-3 Massese 1 2 2 4-5 11 10 1 3 1 7-9 Leffe 1 1 3 2-6 10 10 1 2 2 2-2 Carrarese 1 1 3 6-10 9 10 0 3 2 5-7 Brescello 1 2 2 6-7 8 10 2 1 2 6-6 Spezia 0 0 5 1-9 7 „Vörn Arsen- al sú besta“ DENNIS Bergkamp, hollenski landsliðsframheij- inn sem kom til Arsenal frá Internazionale í Mílanó fyrir keppnistimabilið, hrósaði David Seaman, markverði Arsenal og enska landsliðsins í hástert í vikunni, svo og varnarmðnnum liðsins. „Seaman er frábær og vörnin í heild sú besta sem ég hef leikið með,“ sagði hann. Bruce Rioch, sem tók við starfi framkvæmdastjóra Arsenal liðsins í sumar, breytti engu í vöminni. Lee Dixon, Steve Bould, Tony Adams og Nigel Winterburn hafa allir hald- ið stöðum sínum, en þeir hafa leikið saman í vöm Arsenal síðan 1988. „Þegar ég kom fundaði ég með starfsmönnum félagsins í heilan dag um leik- menn og allir sögðu: ekki snerta vöminina — vera má að strákamir séu famir að reskjast, en sem heild er þetta besta vörnin í landinu." Keegan bað Evans afsökunar NEWCASTLE var heppið að sigra Liverpool á heimavelli sínum á laugardaginn — eins og sást í beinni útsendingu RÚV. Liverpool lék frábæra knattspymu og var með knöttinn meirihlutann af leiknum. Enda sagðist Kevin Keegan, stjóri New- castle, og fyrram leikmaður Liverpool, aðeins hafa sagt eitt við Roy Evans, starfsbróður sinn hjá Rauða hemum: „Fyrirgefðu." Glímdu Wð ————— m Árangur á heimavelli frá 1979 Ásgeir Logi m Þín spá Laugardagur 11. nóv. úrslit 1 Leicester - Watford 2 6 2 21:17 1 1 1 2 Millwall - Ipswich 2 1 1 6:5 1 X 1 1 3 Derby - W.B.A. 2 2 0 9:6 1 X. 2 1 X 1 X 2 4 Reading - Birmingham 0 2 0 3:3 1 2 X 2 1 2 5 Sunderland - Tranmere 2 1 1 5:4 1 1 X 2 1 x 6 Norwich - Crystal Palace 5 3 1 17:13 1 2 1 1 7 Luton - Oldham 3 1 1 7:4 1 1 ~2 1 X 2 8 Grimsby - Barnsley 5 1 4 14:12 1 X 1 1 9 Southend - Stoke 1 1 0 4:2 1 1 X 2 i — 10 Portsmouth - Huddersfield 3 1 0 9:4 1 ' 1 X X 11 Port Vale - Sheffield Utd. 0 1 1 1:3 1 X 2 X 1 X 12 Hull - Wrexham 0 0 0 0:0 1 2 1 X 13 Bournemouth - Bristol City 0 0^ 0 0:0 1 x i Hve oft sigurvegari (vikur): 1 f - y i Hvað marga rétta i heild: 1 7 1 1 6.J nsH Sunnudagur 12. nóv. 1 Cesena - Avellino 2 Pistoiese - Pescara 3 Genoa - Palermo 4 Ancona - Brescia 5 Perugia - Chievo 6 Fid. Andria - Cosenza 7 Verona - Foggia 8 Lucches'e - Salemitan 9 Reggina - Venczia 10 Carrarese - Pro Sesto 11 Revenna - Prato 12 Monza - Massese 13 Como - Montevarch úrslit Árangur á heimavelli frá 1988 0:0 0:0 0:0 8:3 2:1 2:1 1:0 1:1 0:0 0:0 0:0 0:0 0:0 Hve oft sigurvegari (vikur): UtfnA m orno ráH-a í haiM' Ásgeir 8 Logi 9 Þín spá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.