Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ BORN OG UNGLIIMGAR FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1995 D 7 SH piltar unnu tíu greinar af tólf á UMÍ TVÖ íslandsmet voru sett á Unglingameistaramóti íslands sem fram fór í Sundhöll Reykja- víkur um sl. helgi. Örn Arnar- son, SH, sló fjórtán ára gamalt drengjamet Eðvarðs Þórs Eð- varðssonar í 200 m baksundi, synti á 2:14,38 mín., en gamla metið var 2:14,60 mín. Þá setti Örn met ásamt félögum sínum í sveit SH í 4x50 m fjórsundi pilta er sveitin synti á 1:55,73 mín., og bætti þar með fyrra met um 51/100 úr sekúndu. Alls tók hundrað fjörtíu og einn unglingur þátt að þessu sinni frá sautján félögum. Eydís Konráðsdóttir, Keflavík, var ókrýnd drottning þessa móts, hún sigraði örugglega í öllum þeim fímm greinum sem hún stakk sér Benediktsson t'1 sunds ..Ég er skrifar sátt við tímana mína síðari daginn, en síður með þann fyrri. Annars var þetta ekki eitt af þeim mótum sem ég stílaði upp árangur í minni æfingaáætlun. Þar horfí ég frekar til Bikarkeppninnar sem er í lok þessa mánaðar,“ sagði Eydís eftir að hún tók við fímmta gullpeningn- um. Piltamir í sveit SH vom mjög áberandi á mótinu og sigruðu úr átta af tíu einstaklingsgreinum og í báðum boðsundunum. Það var aðeins í 100 m skriðsundi þar sem Ægir Sigurðsson, Selfossi, sigraði og í 400 m fjórsundi pilta þar sem Róbert Sigurðsson, Keflavík, kom fyrstur í mark að hin feykisterka sveit SH varða að lúta í lægra haldi. í stúlkna flokki skiptust gull- peningarnir þannig að Keflavík fékk fimm, Ægir fímm og Vestri tvo. „Almment séð er sundið á upp- leið aftur. Breiddin í unglingaflokk- unum er að aukast og einnig efni- viðurinn í afreksfólki á alþjóðlegan mælikvarða. En við eigum enn tals- vert í land með að ná þeim styrk „Anægður með metið" „ÉG er að sjálfsögðu ánægður með metið, en ég stefndi ekkert sérstak- lega að því fyrir mótið að slá það. Ætlaði að reyna við það eftir þijár vikur í Bikarkeppninni, en það var ekkert verra að það tókst núna,“ sagði ánægður íslandsmethafi, Öm Amarson, SH, eftir að hafa slegið 14 ára gamalt drengja- met Eðvarðs Þórs Eðvarsson- ar í 200 m bak- sundi. Örn keppti í fimm greinum á mót- inu með boðsundum. Sigraði í 100 og 200 m baksundi og varð annar í 400 m skriðsundi á eftir félaga sínum úr SH, Ómari Snævari Frið- rikssyni. Þá krækti hann í tvö gull í báðum boðsundunum ásamt þeim Davíð Frey Þórunnarsyni, Gunn- laugi Magnússyni og Hjalta Guð- mundssyni, en í 4x50 fjórsundi settu þeir Islandsmet, 1:55,22 mín. „Núna á ég þijú íslandsmet í drengjaflokki og eitt í sveinaflokki. Ég ætla á næstunni að bæta met mitt í fímmtíu metra baksundi og bæta tíma minn í hundrað metra baksundi. Nú æfi ég sex sinnum í viku tvo og hálfan til fjóra og hálfan tíma í hvert sinn og stefnan hjá mér er að komast á Ólympíuleika í framtíð- inni en til þess verð ég að bæta mig verulega á næstu árum.“ Nálægt ÓL lágmarki „NÚNA horfí ég til þess að ná lág- markinu I eitt hundrað metra flug- sundi fyrir Ólympíuleikana í Atlanta, en til þess þarf ég helst að komast utan til keppni og núna er verið að athuga mögleik- ana á því og alls óvíst hvað kemur út úr þeim at- hugunum," sagði Eydís Konráðsdóttir, sundkona úr Keflavík, en hún er 0,7 sekúndum frá lágmarki í 100 m fjugsundi fyrir Ólymþíu- leikana í Atlanta á næsta sumri. Það er 1:03,17 mín. „Nú æfí ég tíu sinnum í viku, en það er misjafnt hversu lengi í hvert sinn, allt frá tveimur og upp í fimm tíma á dag. Svo það fer mikill tími í sundið hjá mér. Með þessu er ég á þriðju önn í Fjöl- brautaskóla Suðurnesja, svo ég hef nóg að gera.“ Nú fer mikill tími í æfíngar og einnig verður að gefa náminu sinn tíma, er ekki erfítt að hafa tíma fyrir þetta allt? „Jú, það getur verið það, en ég er metnaðargjörn í því sem ég tek mér fyrir hendur og með því að skipuleggja sig vel tekst þetta,“ sagði þessi ákveðna sundkona úr Keflavík, Eydís Konráðsdóttir, að lokum, en hún yfírgaf Sundhöllina um helgina með fimm gullpeninga úr fimm greinum. EYDÍS Æfi 30 tíma á viku „ÉG mæti þrisvar í viku á æfingu klukkan fimm á morgnana og æfí þá í einn og hálfan tíma. Þessa daga þarf ég að vakna upp úr klukkan fjögur til að fá mér morg- unmat,“ sagði Hjalti Guðmundsson, 17 ára sundkappi úr SH, en hann sigraði í tveimur greinum á Ungl- i.ngamótinu, 100 og 200 m bringu- sundi og varð annar í 400 m fjór- sundi. Þá varð hann í sigursveit SH í báðum boðsundum í piltaflokki. „Það fara um þijátíu tímar í æf- ingar hjá mér á viku og bringusund- ið er mín aðalgrein. Ég er á öðru ári í Flensborg og það getur verið erfítt að samræma æfingamar við skóla- gönguna, en ég stefni á Ólympíuleik- ana í Sidney árið 2000 og það þýð- ir ekkert annað en að æfa af krafti til að ná því takmarki. Ég er þokkalega sáttur við bringusundið hjá mér um helgina en óánægður með fjórsundið. Þar var tíminn ekkert sérstakur og fyr- ir vikið lenti ég í öðru sæti. Ég stefni hins vegar á að gera betur í Bikar- keppninni eftir þijár vikur.“ Morgunblaðið/ívar Sigursælir Hafnfirðingar SUNDSVEIT SH sem settl íslandsmet C 4 x 50 m fjór- sundi, f.v.: Hjaltl GuAmunds- son, Örn Arnarson, Gunn- laugur Magnússon og Davíð Freyr Þórunnarson. sem var í sundinu hér á árunum nítján hundruð átta tíu og sex til níutíu og eitt,“ sagði Guðmundur Harðarson, fyrrverandi landsliðs- þjálfari í sundi, en hann fylgist grannt með mótinu eins og hans er von og vísa. „Á þessu móti voru þau Eydís Konráðsdóttir, Hjalti Guðmundsson og Örn Árnarson mest áberandi, auk þess sem tvær stúlkur úr Njarðvík, Ragnheiður Möller og Anna Valborg Guðmundsdóttir, sýndu að þær eru í mikilli framför, enda á þeim aldri þar sem framfar- ir sundmanna eru hvað mestar. Það er vaxandi fjöldi sem æfír í félögunum. Félögin eru nú betur skipulögð en áður og því betur í stakk búin að taka við nýjum iðk- endum,“ sagði Guðmundur að lok- um. Morgunblaðið/ívar STÚLKURNAR frá Óðnl f.v.: Krlstjana Pálsdóttir, Margrét Skúladóttir og Anna Kristín Sigursteinsdóttir. Gengur ágætlega Okkur hefur gengið ágætlega," sagði Anna Kristín Sigursteinsdóttir, þegar Morgunblaðið hitti hana, Kristjönu Pálsdóttur og Margréti Skúladóttur á Unglingameistaramótinu, en þær kepptu fyrir sundfélagið Óðin á Akureyri. „Við erum að fara að keppa í síðustu greininni, fjórum sinnum fimmtíu metra skriðsundi og ætlum að fara að hita upp fyrir þá grein. Það er búið að vera mjög gaman hér um helgina. Við erum níu sem komum hingað suður til að keppa og komum saman á bílaleigubíl. í gær [laugardag] fórum við á Pizza 67 og í Bíóhöllina þegar við vorum búin að keppa, en förum strax heim í kvöld þegar keppninni lýkur.“ Þær sögðust æfa sex daga í viku, Anna og Margrét tvo tíma í senn en Kristjana einn og hálfan tíma, en þjálfari þeirra er fyrrum sunddrottn- ing og Iþróttamaður ársins árið 1991, Ragnheiður Runólfsdóttir. „Ragn- heiður er hress og skemmtileg en er líka ákveðin við okkur á æfíngum, við kunnum vel við hana,“ sögðu þær Anna Kristín, Margrét og Kristjana að lokum. Bara sund og skóli ær stöllur úr Ármanni, Katrín Haraldsdóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir, voru í óða önn að hita upp í afmarkaðri laug í Sund- höllinni þegar Morgunblaðið hitti þær. „Mér hefur ekki gengið nógu vel í þeim fjórum greinum sem ég hef tekið þátt í, hef verið við minn besta tíma, en ekki náð að bæta mig í neinni," sagði Katrín. Hrafn- hildur var heldur brattari. „Ég bætti mig um sex sekúndur í hundr- að metra flugsundi og var við minn besta tíma í tvö hundruð metra flug- sundi, svo ég er alveg sátt.“ Þær stöllur sögðust æfa sex sinn- um í viku og upp á síðkastið hefðu verið mjög erfíðar æfíngar og ástæðan fyrir því væri að stefnt væri á að þeirra lið yrði í toppæf- KATRÍN Haraldsdóttlr og Hrafnhlldur Guðmundsdótt- lr fara í æflngabúóir á Laug- arvatnl nú um helgina. ingu í Bikarkeppninni í lok mánað- arins. Um næstu helgi færi allt Ármannsliðið í æfingabúðir á Laug- arvatn og þar yrði æft grimmt. „Annars fer mikill tími í æfingar og ekki tími til annars en að æfa, stunda skólann og sofa, en það er bara svo gaman í sundinu að þetta er í góðu lagi,“ sögðu þær Katrín og Hrafnhildur að lokum. URSLIT Sund Unglingameistaramót íslands fór fram I Sundhöll Reykjavíkur um síðustu helgi. Úrslit urðu sem hér segir. 1.500 m skriðsund pilta: Ómar Snævar Friðriksson, SH.....16:57,80 AmarMár Jónsson, Keflavík.......17:88,48 Eiríkur Einarsson, Stjömunni....18:57,72 400 m skriðsund stúlkna: Eydfs Konráðsdóttir, Keflavík....4:38,44 Kristín Minney Péturedóttir, ÍA..4:47,35 Ama Magnúsdóttir, ÍA.............4:49,20 200 m bringusund pilta: Hjalti Guðmundsson, SH...........2:27,61 Marteinn Friðriksson, Ármanni....2:40,66 ÁsgeirValurFlosason, KR..........2:43,06 100 m bringusund stúlkna: Lára Hrand Bjargardóttir, Ægi....1:17,19 Halldóra Þorgeirsdóttir, Ægi.....1:17,89 Ragnheiður Möller, UMFN..........1:17,94 100 m flugsund pilta: Davíð FreyrÞórannarson, SH.......1:01,68 Ægir Sigurðsson, Selfossi........1:04,81 Kristinn Pálmason, Ægi...........1:06,65 200 m flugsund stúlkna: Aðalheiður Gestsdóttir, Vestra...2:41,26 Guðrún B. Rúnarsdóttir, SH.......2:44,40 Berglind Fróðadóttir, ÍA.........2:46,66 200 m baksund pilta: Öm Amarson, SH..................,.2:14,38 Ragnar Freyr Þorsteinsson, UMSB ..2:25,93 Karl K. Kristjánsson, í A........2:30,76 100 ra baksund stúlkna: Eydís Konráðsdóttir, Keflavfk....1:07,36 KolbrúnÝrKristjánsdóttir, ÍA.....1:13,23 Vilborg Magnúsdóttir, Selfossi...1:13,44 100 m skríðsund pilta: Ægir Sigurðsson, Selfossi........0:56,89 ÁsgeirValur Flosason, KR.........0:57,64 RagnarFreyrÞorsteinsson, UMSB ..0:59,43 400 m fjórsund stúlkna: Aðalheiður Gestsdóttir, Vestra...5:31,23 Halldóra Þorgeirsdóttir, Ægi.....5:35,66 Ama Magnúsdóttir, ÍA.............5:86,55 4 x 50 m skríðsund pilta: A-sveit SH.......................1:46,36 A-sveit Selfoss.....'............1:48,18 A-sveit Ægis.....................1:50,04 4 x 50 m fjórsund stúlkna: A-sveit Ægis.....................2:12,92 A-sveit ÍA.......................2:15,10 A-sveit UMFA.....................2:17,28 800 m skríðsund stúlkna: Lára Hrund Bjargardóttir, Ægi....9:21,32 Kristín Minney Pétursdóttir, ÍA..9:53,30 Sunna Ingibjargardóttir, Kefl...10:03,55 400 m skríðsund pilta: Ómar Snævar Friðriksson, SH......4:20,91 Öm Amarson, SH...................4:21,68 Róbert Birgisson, Keflavík.......4:29,21 200 m bríngusund stúlkna: HalldóraÞorgeirsdóttir, Ægi......2:47,98 Ragnheiður Möller, UMFN..........2:48,60 Anna V. Guðmundsdóttir, UMFN.....2:51,37 100 m bríngusund pilta: Hjalti Guðmundsson, SH...........1:07,45 Marteinn Friðriksson, Ármanni....1:14,73 ÁsgeirValurFlosason, KR..........1:15,47 100 m flugsund stúlkna: Eydfs Konráðsdóttir, Keflavík....1:04,82 Guðrún B. Rúnarsdóttir, SH.......1:11,83 Aðalheiður Gestsdóttir, Vestra...1:13,70 200 m flugsund pilta: Davíð FreyrÞórannarson, SH.......2:17,16 Kristinn Pálmason, Ægi...........2:29,09 Friðfinnur Kristinsson, Selfossi.2:33,96 200 m baksund stúlkna: Eydfs Konráðsdóttir, Keflavfk....2:25,05 Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA.,.2:86,98 Eva Björk Bjömsdóttir, UMFA......2:37,54 100 m baksund pilta: Öm Amarson, SH...................1:03,96 Ragnar Freyr Þorsteinsson, UMSB ..1:06,77 Tómas Sturlaugsson, Ægi..........1:08,62 100 m skríðsund stúlkna: Eydfs Konráðsdóttir, Keflavfk....1:00,45 Kristín Minney Pétursdóttir, ÍA..1:08,95 Margrét R. Sigurðard., Selfossi..1:04,65 400 m fjórsund pilta: RóbertBirgisson, Keflavík........5:01,20 Hjalti Guðmundsson, SH...........5:01,46 Ægir Sigurðsson, Selfossi........5:08,04 4 x 50 m skríðsund stúlkna: A-sveit Ægis.....................1:56,26 A-sveitHSÞ.......................1:59,97 A-sveit ÍA.......................2:00,06 4 x 50 m fjórsund pilta: A-sveitSH..................,,...1:55,22 A-sveitÆgis......................2:05,21 A-sveitÁrmanns...................2:05,60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.