Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 3
1 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9, NÓVEMBER1995 D 3 GETRAUNIR PARMA féll úr itölsku bikar- keppninni strax í 16 liða úrslitum og mátti hrósa happi að komast áfram í Evrópukeppni bikarhafa í siðustu viku, eftir að hafa tapað fyrri leiknum 0:3 í Svíþjóð. Þrátt fyrir þetta fóru strákamir hans Nevio Scala vel af stað í itölsku deildinni, sem er liklega sú erfið- asta í Evrópu, og era núna i efsta sæti ásamt AC Milan en eru þó ekki að leika jafn vel og siðastlið- inn vetur, að sögn Scala. Ástæða óánægju er aðallega vegna vandræða með útlending- ana, sem eru fimm á samningi við félagið í vetur. í næst siðustu umferð fékk aðeins Sensini að klára allan leikinn, en þó hann sé Argentínumaður er reyndar hann stundum talinn til heima- manna þar sem afi hans er ítali. Hinir fjórir eru Scala meira og minna til vandræða. Tomas Brol- in, sem missti stöðuna eftir að hann ökklabrotnaði i haust, vill komast í burtu og er væntanlega á leið til Englands, Kólumbíumað- urinn Faustino Asprilla er búinn að vera lengi á sölulista vegna slæmrar hegðunar, en þar sem samningar hafa ekki náðst um söluverð lýkur hann samningnum hjá Parma þótt hann hafi ekki spilað eina mínútu þetta timabil. Hristo Stoichkov er reyndar bú- inn að gera mörg mikilvæg mörk, en veldur Scala sífelidum vand- ræðum með misjafnri frammi- stöðu og t.d. lét þjálfarinn Stoic- hkov, sem kjörinn var besti knatt- spyrnumaður Evrópu siðasta vet- ur, sitja á bekknum i 80 minútur í deildarleik fyrir skömmu. Portúgalinn Fernando Couto er heldur ekki vinsæll meðal for- ráðamanna Parma og vill Scala einna helst senda hann heim til Porto í skiptum fyrir Brasilíu- manninn Emerson. En portúg- ölsku meistararnir eru ekki með skipti í huga og setja upp 400 miUjónir króna fyrir Emerson. ENGLAND staðan Kraftaverk í IMapólí Vandræði í Parma LárusOrri ánægður hjá Stoke City 1. deild 15 3 2 2 8-7 Millwall 5 3 0 11-6 29 15 2 2 3 12-13 Leicester 6 2 0 15-7 28 15 4 4 0 14-6 Birmingham 3 1 3 12-10 26 15 3 3 1 10-7 Sunderland 3 4 1 8-7 25 14 4 3 1 18-9 Tranmere 2 3 1 8-5 24 15 6 1 2 12-7 WBA 2 2 3 10-11 24 15 3 4 1 11-8 Charlton 2 3 2 8-6 22 15 4 3 1 12-12 Bamsley 2 1 4 10-15 22 15 4 3 1 15-9 Oldham 1 3 3 6-8 21 15 3 3 1 8-5 Norwich 2 3 3 13-13 21 15 3 4 0 7-4 Grimsby 2 2 4 9-13 21 15 5 1 2 15-10 Huddersfld 1 2 4 5-12 21 15 4 1 3 16-13 Ipswich 1 4 2 10-10 20 15 4 2 1 7-4 Southend 1 2 5 7-14 19 15 2 4 2 10-6 Stoke 2 2 3 10-13 18 15 3 1 3 13-14 Reading 1 5 2 7-8 18 16 2 4 1 7-6 Derby 2 2 4 10-17 18 15 3 2 2 10-8 Wolves 1 3 4 8-12 17 14 1 3 3 7-10 C. Palace 3 2 2 9-9 17 15 2 4 2 11-9 Watford 1 2 4 9-14 15 15 3 1 4 13-14 Sheff. Utd 1 1 5 8-13 14 15 2 2 3 10-10 Portsmouth 1 2 5 10-17 13 15 0 2 5 5-12 Port Vale 2 4 2 9-8 12 15 1 1 5 7-12 Luton 2 2 4 3-10 12 2. delld 16 5 3 0 15-5 Swindon 6 1 1 17-7 37 15 6 1 0 15-5 Crewe 3 3 2 15-11 31 16 5 1 2 14-8 Notts Cnty 4 3 1 12-7 31 16 3 4 1 10-8 Wycombe 4 3 1 14-7 28 16 5 2 1 12-5 Blackpool 3 2 3 11-10 28 16 6 1 1 16-6 Chesterfield 2 2 4 7-9 27 16 6 2 1 16-8 Burnley 2 3 3 9-10 26 16 5 1 2 14-11 Bradford 2 2 4 9-14 24 16 4 3 1 14-11 Wrexham 2 3 3 7-9 24 16 2 5 1 9-6 Stockport 3 2 3 9-8 22 16 4 2 2 11-9 Boumemouth 2 2 4 7-10 22 16 5 1 2 14-8 Oxford Utd 0 5 3 6-10 21 16 2 2 4 8-14 Bristol Rovers 4 1 3 9-11 21 16 4 0 4 12-10 Shrewsbury 2 2 4 10-15 20 16 5 3 0 15-7 Rotherham 0 2 6 6-15 20 16 4 2 2 15-8 Peterboro 0 4 4 6-17 18 16 3 3 2 12-9 Swansea 1 3 4 6-13 18 16 2 4 2 11-10 Walsall 2 1 5 5-6 17 15 3 3 2 8-5 Bristol City 1 2 4 5-14 17 16 2 3 3 9-10 York 2 0 6 8-17 15 16 4 0 4 8-8 Brentford 0 3 5 4-14 15 16 3 3 2 9-6 Carlisle 0 2 6 7-19 14 16 2 2 4 8-11 Brighton 1 1 6 5-15 12 16 1 4 3 6-10 Hull 0 3 5 4-13 10 Ekki alls fyrir löngu hallaði verulega undan fæti hjá ítalska félaginu Napoli. Meðan Diego Armando Maradona var upp á sitt besta og lék með félaginu var liðið sigursælt, en fljótlega eftir að argentínski snillingurinn hraktist í burtu, virtist draum- urinn ætla að breyast í martröð. Hvorki meira né minna en 4,2 milljarða króna skuldafjall hvíldi á SSC Napoli og aðeins virtist spurning um tíma hvenær félagið yrði gjaldþrota. En með miklum krafti hefur stjórninni tekist að bjarga sér frá algjöru hruni. Síðastliðin þijú ár hefur liðið selt frá sér fjöldann allan af stjörnum; ítölsku landsliðsmennina Gianfranco Zola, Massimo Crippa (sem báðir leika nú með Parma) og Ciro Ferrara (Juventus), Úr- úgvæann Daniel Fonseca (AS Roma) og Brasilíumanninn snjalla Careca (Japan) og eru þá bara þeir frægustu taldir upp. Með þessum aðgerðum hefur félaginu tekist að ná inn þremur milljörðum og bæta fjárhag- inn til muna. Þegar liðið var komið í fallbaráttuna á miðju síðasta ári og margir höfðu afskrifað það var serbneski þjálfarinn Vujadin Boskov ráðinn til liðsins og honum tókst það sem enginn hafði reiknað með. Gamla kempan Boskov hóf liðið aftur til flugs með ótrúlegum árangri; 16 sigrar, 12 jafn- tefli og 7 töp. Uppskriftin að árangri Boskovs er eins og hann segir sjálfur „all- ’italiana". Fjögurra manna vörn heyrir sög- unni til. Hann lætur brasilíska landsliðs- manninn Andre Cruz spila sem aftasta mann með tvo sér við hlið og fyrir framan þá eru tveir miðheijar semgera vörn Nap- oli nánast óbijótanlega. A miðjunni sér Fausto Pizzi um að halda reglu á hlutun- um. Pizzi, sem komst hvorki að hjá Inter né Parma blómstraði hjá Napoli. Þessi ör- fætti miðvallarspilari — „Fantasisti" eins og áhangendur Napoli eru vanir að kalla stjömur á borð við og Zola og Maradona — er löngu orðinn hetja í Napoli. í framlín- unni er svo nítján ára töframaðurinn og uppgötvun Boskovs, Carmelo Imbriani, sem er talinn einn efnilegasti leikmaður Ítalíu. Til þess að koma boltanum örugglega í netið var svo franski markakóngurinn Christ’ophe Dugarry keyptur frá Bordeaux. Árangurinn lætur ekki á sér standa, liðið byijaði þetta tímabil með miklum krafti og er til alls líklegt í toppbaráttunni. AKUREYRINGURINN Lárus Orri Sigurðsson hefur leikið vel með Stoke City að undanförnu í ensku 1. deildinni. Hann hef- ur leikið alla leiki liðsins á tímabilinu nema einn en þá var hann meiddur. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið fyrir keppnistímabilið og segir það færa sér mikið at- vinnuöryggi. „Mér líður vel hjá Stoke og þessi samningur gef- ur mér möguleika til að bæta mig sem knattspyrnumaður. Það er gott Iff að geta verið í knattspyrnu og fá fyrir það laun sem hægt er að lifa afsagði Lárus Orri í samtali við Morgunblað- ið. Hann hefur nýlega flutt í nýtt húsnæði og á dögunum eign- uðust hann og eiginkona hans, Sveindís Benediktsdóttir, son og hefur hann verið nefndur Sigurður Marteinn. Lárus Orri er 21 árs og á því framtíðina fyrir sér í knatt- spymunni. Hann leikur sem mið- vörður í liði Stoke við hlið fyrirlið- ans Vince Oversons. í fyrra lék Ian Cranson í stöðu Lárusar Orra en hann hefur verið meiddur í upp- hafi keppnistímabilsins. Lárus Orri sagði að Cranson væri að komast í góða æfingu núna og því gæti baráttan um stöðuna orðið harðari með hveijumleik og því væri mikil- vægt að standa sig vel. Liðið á uppleið „Það hefur gengið mjög vel hjá mér í síðustu leikjum og liðið virð- ist vera á uppleið eftir erfíða byij- un. JLeikmenn eru farnir að trúa því að þeir geti þetta. Við unnum stórsigur á Luton um síðustu helgi og vonandi náum við að fylgja því eftir. Við spilum við Southend á laugardaginn og ætlum okkur alla vega að ná jafntefli þar. Southend hefur verið erfítt heim að sækja og við töpuðum þar 4:1 síðast þeg- ar við spiluðum þar þannig að minningarnar eru ekki góðar. Þetta gæti því reynst erfíður leik- ur. Deildin er mjög jöfn og staðan er fljót að breytast þegar þrjú stig eru gefín fyrir sigur." - Hvernig knattspymu leikur Stoke? „Við spilum dæmigerðan enskan fótbolta og líklega erum við með dæmigerðasta enska liðið í deildar- keppninni. Leikaðferðin er 4-4-2.“ - Hvernig kanntu við Lou Macari framkvæmdastjóra? „Ég kann bara mjög vel við hann. Hann hefur að vísu sínar skoðanir á hlutunum. Hann leggur mikið upp úr því að leikmenn æfi mikið og séu því í mjög góðu líkam- legu formi. Hann kemur lítið á æfíngar hjá okkur. Hann sér um að stjórna félaginu en velur þó alltaf liðið sjálfur. Hann hefur tvo aðstoðarmenn sér við hlið sem sjá alfarið um þjálfun liðsins." Millwali best í delldinni Lárus Orri segir að Millwall sé líklega með sterkasta liðið í 1. deildinni um þessar mundir. „Millwall hefur komið mjög á óvart og staðið sig vel. Leicester er með gott lið líka þó svo að við hefðum unnið það 3:1 í byijun móts. Veð- bankarnir í Englandi spá Leicester sigri í deildinni. Birmingham sem kom upp úr 2. deild í fyrra hefur líka verið að leika vel og verður að teljast til alls líklegt. Lið eins og Wolves hefur valdið miklum vonbrigðum í vetur og eins Crystal Palace. Það er erfitt að reikna þetta út því liðin virðast vera jafn- ari en oft áður og allt getur í raun gerst í þessu.“ Uð Newcastle frábært Stoke City fær venjulega um 10 til 12 þúsund áhorfendur á heimavöll sinn, Victoria Ground, sem tekur rúmlega 24 þúsund áhorfendur. Það hefur einu sinni verið uppselt á völlinn á tímabilinu og var það þegar liðið lék gegn Newcastle í bikarkeppninni og tap- aði 0:4. Lárus lék þann leik og sagði að Newcastle væri líklega með besta liðið í úrvalsdeildinni. „Þeir eru rosalega góðir og við áttum aldrei möguleika gegn þeim. Leikurinn var eins og kennslustund fyrir okkur og það var erfítt að vera í vöminni. Ánnar bakvörður- inn okkar var kominn með rauða spjaldið strax í fyrri hálfleik eftir endurtekin brot á Ginola, sem er líklega sá besti í úrvalsdeildinni. Ég verð að tippa á að Newcastle verði meistari eftir þessa útreið sem við fengum hjá þeim.“ Um 40 knattspyrnumenn eru á launaskrá hjá Stoke að sögn Lárus- ar Orra. Hann sagði að þegar hann kom til liðsins í fyrra hafí hann fengið æfingagalla númer 39. LÁRUS Orri Sigurðsson eða „Siggy“ eins og ensk- Ir kalla hann hefur átt fast sæti í llði Stoke City. Fyrstu mistök Irwinsífjögurár? ÍRSKI bakvörðurmn Denis Irwin, leikmaður Manchester United, hefur leikið sérlega vel með liði sinu síðustu árin; frábær leikmaður þó hann sé ekki alltaf mikið í sviðsijósinu. Dennis Berg- kamp gerði sigurmark Arsenal gegn United um síðustu helgi eftir slæm mistök Irwins; Berg- kamp komst inn í slaka sendingu hans til mark- varðarins, Danans Peter Schmeichel. En Daninn var ekki að erfa það: „Þetta eru ábyggilega fyrstu mistökin sem Denis gerir þau Qögur ár sem ég hef verið þjá félaginu."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.