Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.11.1995, Blaðsíða 8
Mikíl fjölgun beinna útsendinga frá knattspyrnuleikjum erlendis Skaðar ekki knattspym- una en gæti jafnvel komið illa við vetraríþróttimar Fylgst með Evrópu- keppninni í knattspyrnu AJAX frá Hollandi er Evr- ópumelstari í knatt- spyrnu, en liðið sigraði ít- alska liðlð AC Milan í fyrra. IMú geta íslendingar fengið að fylgjast með Evrópukeppninni og delld- arkeppnl i mörgum lönd- um Evrópu af melri gaum- gæfnl en áður því fjöl- breytni belnna útsendlnga frá knattspyrnuvöllum víðs vegar um Evrópu mun aukast mjög á næstunnl þegar Sýn og Stöð 3 hefja útsendingar. Á myndlnni hór að neðan fagna lelk- menn AJax markl sem þelr gerðu í Melstaradeild Evr- ópu gegn Real Madríd. Sýn mun sýna leiki i Melstarakeppninnl beint í vetur á mlðvlkudögum. Talsverður titringur er nú á sjónvarpsstöðv- unum vegna aukins framboðs á knattspymu- leilgum. Skúli Unnar Sveinsson komst að því að menn hafa áhyggjur af því að aðkeypt íþróttaefni hækki gífurlega í verði með tilkomu samkeppninnar. að eru ekki mörg ár síðan sýn- ingar frá ensku knattspym- unni, á laugardags eftirmiðdögum í Ríkissjónvarpinu, voru einu beinu útsendingarnar frá knattspyrnu- leikjum utan landssteinanna. Síðan kom Stöð 2 með ítölsku knattspyrn- una og á næstu vikum bætast tvær sjónvarpsrásir við með beinar út- sendingar frá erlendum knatt- spyrnuleikjum, Sýn og Stöð 3. Þegar allar fjórar sjónvarpsstöðvamar verða komnar á fullt munu knatt- spyrnuáhugamenn geta fylgst með fimm deildarleikjum í beinni útsend- ingu vikulega auk þeirra leikja sem sjá má þýsku sjónvarpsstöðinni Sat 1 og á Eurosport en margir hafa aðgang að þessum og fleiri erlendum stöðvum. Þær vikur sem Sýn verður með leik úr Meistaradeild Evrópu- keppninnar verða beinu útsending- amar því 'sex og að auki verða í boði margir þættir um'knattspymu þar sem sýndir eru valdir kaflar frá Englandi, Þýskalandi, Spáni, ítaliu, Brasilíu og víðar að. Óumflýjanleg þróun Þessu fagna knattspymuáhuga- menn auðvitað en öðrum fínnst sjálf- sagt nóg um. Þessi þróun er óumflýj- anleg, segja menn, því hún hefur þegar orðið víðast hvar um Evrópu og nú síðast í Skandinavíu og því ljóst að hún næði hingað fyrr en seinna. Hvað svo sem mönnum sýn- ist um ágæti þessa aukna framboðs af knattspyrnu í sjónvarpi telja við- mælendur Morgunblaðsins einsýnt að þetta muni ekki koma niður á íslenskri knattspymu. „Við fögnum þessu sem knattspyrnuáhugamenn," sagði Eggert Magnússon formaður Knattspymusambandins í samtali við Morgunblaðið og sagði samband- ið með tryggingu fyrir því að ekki væri sýnt beint frá erlendum knatt- spymuleikjum á meðan deildar- keppnin hér á landi stæði yfír, nema í undantekningartilvikum eins og HM og EM. „Reglur Knattspyrnu- sambands Evrópu banna að sýnt sé beint frá öðmm löndum á meðan deildarkeppnin viðkomandi landa er í gangi og þannig erum við með tryggingu fyrir því að þetta kemur ekki illa við okkur,“ sagði Eggert. Knattspyrnuforystan hefur engar áhyggjur, en það væri ekki óeðlilegt að forráðamenn annara íþrótta, sem stundaðar eru að vetri til hefu áhyggjur. Þegar boðið er uppá knatt- spyrnuleiki stórliða sömu daga og deildarleikir eru í hand- eða körfu- knattleik hér heima, er hætt við að einhveijir, sem annars hefði látið sjá sig, muni sleppa því að fara á völl- inn. Aukin knattspyrna í sjónvarpi gæti því leitt til færri áhorfenda hjá handboltanum og körfuboltanum. Fögnum samkeppni Ingólfur Hannesson, íþróttastjóri hjá RÚV sagðist fagna samkeppn- inni en viðurkenndi að það væri slæmt fyrir RÚV að missa bikarúr- slitaleikinn í Englandi yfir til Stöðv- ar 3. „Okkur þykir slæmt að missa leikinn úr opinni dagskrá yfir í lok- aða dagskrá til tiltölulega fárra, en þetta er aðstaða sem sjónvarpsstöðv- ar sambærilegar okkur hafa lent í víða í Evrópu, að missa íþróttavið- burði yfir í áskriftarsjónvarp," sagði Ingólfur. Hann benti einnig á að RÚV gæti ekki keppt við einkastöðvarnar því út frá viðskiptalegum sjónarmið- um væri betra fýrir seljanda vörunn- ar að selja allan pakkann, það er að segja marga leiki í bikarkeppn- inni. „Við höfum ekki pláss í dag- skránni til að sýna nema úrslitaleik- inn og ef vil vill einn til tvo leiki að auki og því er eðlilegt að seljandinn vilji fá meira fyrir sinn snúð með því að selja Stöð 3 allan pakkann. Dagskráin hjá okkur er svo þröng að við komum ekki leikjum að þó svo við hefðum ef til vill áhuga á því, enda sýnum við rúmlega 400 klukkustundir af íþróttaefni á ári.“ Valtýr Bjöm Valtýsson, deildar- stjóri íþróttadeildar Stöðvar 2, var sammála Ingólfi um að samkeppnin væri af hinu góða en sagðist efast um að menn hefðu hugsað dæmið alveg til enda. „Ég er dálítið hrædd- ur um að þegar kemur að því að endurnýja samninga geti komið upp sú staða að söluaðilar vilji fá meira fyrir sinn snúð þannig að efnið verði orðið of dýrt fyrir okkur hér á ís- landi.“ Aðrir viðmælendur tóku í sama streng en Úlfar Steindórsson, sjónvarpsstjóri á Stöð 3, sagði þetta. einfaldlega vera spuminguna um framboð og eftirspurn. „Það er auð- vitað hætt við að varan hækki eitt- hvað í verði eins og oft vill gerast þegar samkeppnin kemur, en fyrir okkur verður þetta að koma í ljós. Við verðum að meta þetta þegar fram líða stundir útfrá því hvort fólk vill horfa á þessa knattspymu eða ekki. Ef fólk vill horfa þá kaup- ir það áskrift og það er það sem við stefnum að,“ sagði Úlfar. Míkil verðhækkun Menn virðast óttast að verðlagn- ing á íþróttaefni, og raunar öllu efni til sjónvarps, sé stöðugt að hækka og stefni jafnvel í óefni fyrir ekki fjölmennari þjóð en við íslendingar erum. Sem dæmi má nefna að réttur til að sjónvarpa efni frá Ólympíuleik- unum sem verða í Atlanta næsta sumar kostar 300% meira en það kostaði að senda frá síðustu leikum sem vom í Barcelona á Spáni. Þetta er sjálfsagt öfgakennt dæmi en engu að síður satt og sýnir hver þróunin er. Enska knattspyman var lengi sýnd beint á laugardögum á ríkisrás- um í allri Skandinavíu en þegar fijálsu stöðvamar fóru að bjóða í leikina hækkuðu þeir um rúm 300% í verði frá því sem verið hafði. Sum- ir viðmælanda Morgunblaðsins bentu á í gær að það íþróttaefni sem Stöð 3 væri að kaupa þessa dagana væri miklu /Jýrara en sambærilegt efni sem RÚV og Stöð 2 hafí verið með undanfarin ár. Sjónvarpsstjóri Stöðvar 3 neitar þessu. „íþróttaefnið sem við erum að kaupa er alls ekki svo dýrt miðað við annað efni sem við emm að kaupa og þýska knatt- spyman er til dæmis á mjög góðu verði,“ sagði Úlfar. Hvað svo sem tíminn leiðir í ljós varðandi verð á aðkeyptu íþróttaefni er ljóst að menn í viðskiptaheiminum vita af því hvað er að gerast á ís- landi því hér á landi er staddur full- trúi TWI fyrirtækisins í Englandi sem er einn alstærsti seljandi íþróttaefnis í heiminum. En hvaða áhrif hefur þetta aukna framboð og samkeppni á þær stöðvar sem fyrir em? Ingólfur og Valtýr bentu báðir á að það væri ljóst á hvaða mið nýju stöðvarnar rém, knattspymuna, enda væri hún vin- sælasta íþróttin. Hjá RÚV telja menn að sérstaða sjónvarpsins komi vel í ljós í þessu nýja umhverfí sem er að skapast hér á landi. „Sérstaða okkar sést til dæmis í því sem við emm að gera gagnvart innlendum íþróttum og öðmm íþróttum sem hafa ekki endilega tilvísun til flestra áhorf- enda,“ sagði Ingólfur og Valtýr benti á að VISA-sport þátturinn á Stöð 2 hefði aldrei haft meira áhorf en ein- mitt um þessar mundir og síðan væri Stöð 2 með körfuknattleikinn hér landi á sínum snæmm auk NBA. Viðmælendur voru flestir sam- mála um að þrátt fyrir aukna knatt- spymu í sjónvarpi sé framboðið alls ekki of mikið og bentu máli sínu til stuðnings á að þróunin í ljósvaka- miðlum um allan heim væri að menn væru alltaf að velja og hafna. Þann- ig væri sá tími sem til dæmis fót- boltaáhugamaður hefði til að sinna áhugamáli sínu takmarkaður og eft- ir því sem framboðið af knattspyrnu- efni ykist í sjónvarpi horfði hann minna á annað. Með öðmm orðum, fótboltamenn horfa á meiri fótbolta en minna af öðm efni, tennismaður- inn horfir á allan tennis en sleppir öðru og svo framvegis. Úlfar benti einnig á nokkuð athyglisvert. „Það er fullt af fótboltaáhugamönnum hér sem fylgjast með leikjum á Sky sport en þá stöð á ekki að vera hægt að sjá hér á landi og hún má ekki senda hingað. Við munum ekki breyta því að hún næst hér, en það sem við gemm er að bjóða fólki að ná þess- ari stöð heima í stofu í stað þess að þurfa að fara út á eitthvert veit- ingahús til að sjá leikinn. Það má því segja að þetta sé ekki stórvægi- leg breyting," sagði Úlfar. Menn virðast nokkuð vissir um að í kjölfar aukinnar knattspymu í sjón- varpi muni framboð af öðmm íþrótta- greinum einnig aukast enda séu menn að sanka að sér miklu efni og því þurfí að koma „í loftið". Líklegt er talið að bæði RÚV og Stöð 2 muni í næstu framtíð breyta áherslum sín- um og þá ef til vill helst þannig að innlendar íþróttir verði fyrirferðar- meiri í dagskránni .en verið hefur. „Það er ljóst að með þessu breytta umhverfi sem er að skella á munum við athuga okkar gang og þetta kall- ar trúlega á einhveijar breytingar hjá okkur,“ sagði Ingólfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.