Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 11.11.1995, Síða 1
 Efnið bíður handa þinna/4 Islenskt listagallerí í London/5 Frægasta skáldsaga Frakka/8 MENNING LISTIR D PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 11. NOVEMBER 1995 BLAÐ Inga Jónína Backman á einsöngstónleikum í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði á morgun Ljóðið í brennidepli MÉR fínnst mjög skemmtilegt að syngja ljóðatónlist, ekki síst ef textarnir eru fallegir og einhvers virði,“ segir Inga Jónína Backman sópransöngkona sem efnir til ein- söngstónleika í Víðistaðakirkju í Hafnarfírði á morgun kl. 17, Á efnisskránni eru sönglög eftir Mozart, Jón Ásgeirsson og Jórunni Við- ar. Ólafur Vignir Albertsson leikur undir á f píanó. „Ég valdi efnisskrána með hliðsjón af því | að Jón og Jórunn eru eftirminnilegir kennar- ar úr Söngskólanum í Reykjavík," segir Inga og bætir við að tónverk Mozarts séu alltaf heillandi og krefjandi viðfangsefni. Inga hefur jöfnum höndum lagt stund á kirkjusöng, ljóðasöng og óperusöng frá því hún lauk söngkennaraprófi frá Söngskól- anum í Reykjavík árið 1988. Hefur hún meðal annars komið fram sem einsöngvari með Pólýfónkórnum, Söngsveitinni Fil- harmóníu, Karlakór Reykjavíkur og Vox femiriae. Meðal óperuhlutverka Ingu má nefna Suor Angelica í samnefndri óperu eftir Puccini í uppfærslu óperusmiðjunnar og Frú Emilíu, hlutverk Mimiar í La Boheme í uppfærslu Borgarleikhússins og Óperusmiðjunnar og einsöng í Jörvagleði eftir Auði Bjamadóttur og Hákon Leifsson í uppfærslu Svöluleikhúss- ins. Þá hefur Inga sungið í Messíasi, óratoríu Hándels, og í Árstíðunum eftir Haydn. Starfar innan kirkjunnar Inga var ráðin í hlutastarf hjá Neskirkju sem söngkennari og stjórnandi Kórs eldri félaga árið 1986. Hefur hún síðan starfað mikið sem söngvari innan vébanda þjóðkirkj- unnar. „Lýrisk sópranrödd á vel við kirkju- lega tónlist og ég hef sungið mikið á hátíðum og við jarðarfarir," segir Inga og bætir við að hún hafi.öðlast mikla reynslu við að syngja við jarðarfarir en hún er félagi í Hljómkórn- um, félagsskap tiu kunnra söngvara, sem sérhæfir sig í söng við slíkar aðstæður. Morgunblaðið/Kristinn INGA Jónína Backman mun flytja sönglög eftir Mozart, Jón Ásgeirsson og Jór- unni Viðar á tónleikunum annað kvöld. Franska dagblaðið Le Monde um Tímaþjófinn Skáldskapurinn afhjúpar rithöfundinn SLEPPIÐ því að lesa sjálf- sævisögur og lesið þess í stað skáldsögur rithöfunda. Þeir sem lesa bækur til þess að kynnast því sem býr innra með rithöfundum, geta fundið svörin við fléstum spurningum sínum í skáldsögum þeirra. Þetta er skoðun skáldkonunnar Doris Lessing en svo einkennilega vill til að hún hefur nú þegar sent frá sér fyrsta bindi sjálfsævisögu sinnar „Under My Skin“ og vinnur kappsamlega að því næsta. Orð Lessing ber þó ekki að skilja svo að henni finnist ævisögur einskisverðar, heldur beri að horfa á þær sömu augum og skáldsögur enda sé munurinn ekki ýkja mik- ill, að, því er hún sagði í samtali við blaðamann Politiken á bóka- sýningunni í Gautaborg fyrir skemmstu en hún hlaut einkar góðar viðtökur hjá þeim stóra hópi kvenna sem sótti sýninguna heim. „Ég reyni að skrifa frásögn mína í ævisögunni svo almenna að hún hafí einhverja vísun til lesenda minna,“ segir skáldkon- an, sem er 76 ára. Hún segist hafa gott minni en jafnvel þó að maður sé minnugur, sé það ekk- ert á við allt það sem maður gæti munað. „Þegar maður er spurður hvað gerðist í gær man maður það nokkurn veginn, líka það sem átti sér stað í fyrradag og daginn þar áður. En svo fer málið að vandast. í ævisögu minni notast ég við samtöl því að þau eru góð aðferð til að knýja söguna áfram. Ég hef verið spurð að því hvernig ég geti munað samtöl se.m DORIS Lessing hafi átt sér stað fyrir fimmtíu árum. Ég svara því til að stundum get ég það en í önnur skipti sem ég þau út frá þeim atburðum sem áttu sér stað.“ Hún segir að það hvernig fólk upplifi ýmsa atburði sé misjafnt og eigi ekki alltaf mikið skylt við staðreyndir málsins. Nefnir hún sem dæmi um það atburð sem hún og bróðir hennar upplifðu og hún taldi mikilvægan og hafa markað tímamót í lífi sínu. Hún var þess fullviss að þau systkinin deildu þessari minningu en þegar hún spurði bróðurinn mörgum árum síðar um atburðinn, mundi hann ekkert. Annað dæmi var ferð hennar til Rússlands þegar hún var ung stúlka. Þegar hún ræddi hana síðar við ferðafélaga sinn var eins og þau hefðu verið hvort í sinni ferðinni. Lessing segir ævisögur í raun draga upp ranga mynd af raun- veruleikanum og að oft nálgist rithöfundar sannleikann meira í skáldsögum en í sjálfsævisögum. „Þegar menn skrifa sjálfsævisögur skipta þeir lífinu upp í álíka stóra hluti. Hveiju tímabili lífsins er úthlutað álíka miklu plássi en ætlaði maður að skipta ævisögu niður eftir því hvaða tímabi! hefði verið mikilvægast, hefði maður lagt 75% undir fyrstu 15 árin og svoleiðis skrifar maður ekki ævi- sögur.“ Lessing bendir einnig á að miklu skipti hvenær á lífsleiðinni menn skrifí sjálfsævisögu sína. „Ef ég hefði samið slíka bók á þrítugs- aldri hefði hún verið átakamikil og knýjandi. Á fertugsaldrinum hefði hún verið full sjálfshóls, á fimmtugsaldrinum hefði sektin verið mest áberandi en frá þeim tíma er eins og maður sjái sjálfan sig æ meira utan frá.“ Ástæðu þess að hún vinnur að sjálfsævisögu sinni segir hún ekki vera þá að hún þrái að fá bók eftir sig útgefna, heldur sé hún heilluð af því ferli sem slíkar skriftir séu. Þá hafði það sitt að segja að skáldkonan hafði veður af því að fjórir rithöfundar hygð- ust skrifa hver sína bókina um hana og ákvað Lessing að þá væri eins gott að gera það sjálf, „enda þekki ég efnið ágætlega." FRANSKA dagblaðið Le Monde birti fyrir skömmu ritdóm um Tímaþjófinn, skáldsögu Stein- unnar Sigurðardóttur. Sagan heitir á frönsku „Le voleur de ?? vie“ og er þýdd af Régis Boyer. * Ritdómari Le Monde, Nicole Zand, segir þá tilbreytingu sem Íbókin bjóði upp á halda lesend- um við efnið. Rithöfundur þessi minni ekki á neinn ann- an. Samt sem áður sé fátt t mjög frumlegt við þann harm- leik er bókin fjalli um. Frumleikinn felist i stíl Steinunnar, hröðum ryþma sögunnar þar sem sögusvið- ið breytist ört. Zand rekur efni sögunn- ar ítarlega, vitnar nokkr- um sinnum í kafla og seg- ir bókina hrífa menn með sér til norðursins mikla. Til ís- lands, lands sem fæstir kannist við bókmenntalega séð þó svo að það sé heimaland hins mikla rithöfundar Halldórs Laxness, er hlotið hafi bókmenntaverð- laun Nóbels árið 1955. Höfundurinn er sagður hávax- in stúlka með framandi nafn og ævihlaup Steinunnar rakið. Tek- ið er fram að bókin hafi komið út árið 1986 og notið mikilla vin- sælda á Norðurlöndum. Er vitn- að í ummæli Steinunnar þar sem hún segir bókina hafa bærst lengi innra með sér og verið lengi í smíðum. Frásagnarstíllinn segir rit- dómarinn vera rykkjóttan og ávallt kaldan og hlédrægan sem sé í andstöðu við ástríður sögu- hetjunnar. „Framandi bók. Framandi höfundur. Hún á það skilið að maður doki örlítið við hjá þess- um íslenska ástríðuhita,“ segir í lok ritdómsins. í samtali við Laufeyju Helga- dóttur í París sagði Steinunn að hún gerði sér engar vonir um að bókin verði metsölubók á frönskum markaði. „En auðvitað geri ég mér vonir umað henni vegni vel og að hún fái þokka- lega dóma og ef hún fær það þá er ekki hægt að biðja um mikið meira. Það getur verið að það hjálpi eitthvað að vera svona skrítinn fugl frá þessu skrítna landi. Starfsmenn forlagsins sem hafa lesið bókina virðast mjög ánægðir og hafa sagt mér að fjölmiðlafólk sýni henni áhuga. Þetta lítur því ágætlega út.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.