Morgunblaðið - 11.11.1995, Page 7

Morgunblaðið - 11.11.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. NÓVEMBER 1995 D 7 Kímin hversdagsrómantík MYNPLIST Kjarvalsstadir MÁLVERK, HÖGGMYND- IR, BLÖNDUÐ TÆKNI Samsýning. Opið kl. 10-18 alla daga til 6. des. Sýningarskrá kr. 800 Aðgangur kr. 300 (gildir á allar sýningar). ÞAÐ hefur löngum verið talið álitamál hvort allar sýningar í opin- berum söfnum skuli vera á ábyrgð fastráðinna starfsmanna, eða hvort leitað skuli á stundum til utanað- komandi aðila til að fá inn ný við- horf og ólík vinnubrögð. Þetta hef- ur nú verið gert á Kjarvalsstöðum, en þar hefur verið opnuð sýning sem Auður Ólafsdóttir listfræðing- ur hefur valið og sett upp undir heitinu „Eins konar hversdagsróm- antík“. í sýningarskrá rekur Auður að nokkru hugsunina að baki sýning- unni, þegar hún bendir á að „í myndlistarhraðlest samtímans er stundum talað um að kynslóða- skipti verði á fimm ára fresti". Því sé öðru hverju nauðsynlegt „að taka púlsinn á þreifingum yngstu kynslóðarinnar í íslenskri mynd- list“, og þetta er sýningunni ætlað að gera. Til þess verks hefur hún valið sextán myndlistarmenn sem eiga það sameiginlegt að vera fæddir á sjöunda áratugnum, hafa lokið listnámi hér heima og erlend- is, og vera starfandi myndlistar- fólk. Þennan hóp, ólík efnistök listamannanna og viðfangsefni, tel- ur Auður gefa bestu mögulegu myndina af því sem er að gerjast meðal ungs myndlistarfólks í dag. Stór hlutur málverksins hér kann að koma mörgum á óvart í fyrstu, en er í góðu samræmi við hægfara þróun sem listunnendur hafa merkt síðustu ár í átt til kyrrlátra mál- verka sem eru hvoru tveggja í senn, kímin og íbyggin. Þetta er gjör- breyting frá þeim öfluga express- ionisma sem var að finna í hinu svokallaða nýja málverki, sem kom fram á sjónarsviðið hér fyrir rösk- um áratug. Þetta sést hér gleggst í málverk- um þeirra Birgis S. Birgissonar, Steinunnar H. Sigurðardóttur, Sig- tryggs B. Baldvinssonar, Þorra Hringssonar og jafnvel Valgerðar Guðlaugsdóttur, þó þar komi einnig fleira til. Þær ríkulegu tilvísanir sem finna má í þessum verkum til listasögunnar, æskunnar, málunar- tækninnar og hvunndagsins skapa um leið afar persónulega tjáningu viðkomandi listafólks, sem er vel aðgengileg fyrir áhorfendur. Svip- að má segja um verk þeirra Lilju B. Egilsdóttur, Victors G. Cilia og BIRGIR Snæbjörn Birgisson: Drengur á bát og ritur. 1995. jafnvel Guðbjargar H. Leaman, þó málverkið sjálft sé þar viðfangs- efnið fremur en ytri tilvísanir. Landslagshefðin er í nokkuð sér- stakri endurnýjun hjá sumum hér, og má einkum benda á verk Þor- bjargar Þorvaldsdóttur, þar sem gömul minni hverfast saman á nýj- an hátt. Gústaf G. Bollason er vissulega einnig að vinna með land- ið, en á nokkuð annan hátt, og svipað má segja um framlag Huldu H. Ágústsdóttur, sem raunar teng- ist þó ekki síður myndbandalist en nýsköpun landslagshefðarinnar. Ymislegt á sýningunni virðist fremur tengjast hinu liðna en því sem framundan er. Innsetningar, list orðsins og tæknispil hafa verið mjög áberandi á listvettvangi síð- ustu tvo áratugi og eru enn öflug listform, en njóta minni athygli en áður í þeirri endurskoðun og end- urnýjun s'em aldarlokin kalla á. Hér hallar líka á þessi verk í samhengi heildarinnar. Sýningarskráin sem fylgir er að þessu sinni unnin með nýju sniði sem er handhægt í notkun, þó það kunni að hugnast söfnurum illa. Hér er um að ræða möppu sem inniheldur stór kort af verkum ein- stakra listamanna, og hefti með ágætum og upplýsandi texta Auðar Ólafsdóttur. Efnislega er helst að lesandinn sakni samræmds yfirlits yfir feril þess listafólks sem hér sýnir og ætti að vera sjálfsagður hluti sýningarskrár. í heildina er þetta vel heppnuð og áhugaverð sýning á verkum yngstu kynslóðar starfandi mynd- listarfólks, sem vert er að benda fólki á; hana má taka sem eins konar spá um framtíðina og kæmi ekki á óvart þó ýmsir úr hópi sýn- enda hér ættu eftir að marka sín spor með afgerandi hætti í íslensk- um listheimi næstu áratugina. Eiríkur Þorláksson Magnificat í Landakotskirkju DÓMKÓRINN og kammerhljómsveit undir stjórn Rutar Ingólfsdóttur og ein- söngvararnir Marta G. Halldórsdóttir, Signý Sæmundsdótt- ir, Hrafnhildur Guð- mundsdóttir, Þorgeir J. Andrésson og Bergþór Pálsson munu í dagkl. 17 flytja Magnificateftir J. S. Bach í Landa- kotskirkju. Tónleik- arnir verða endur- teknir á sunnudag kl. 17. Sljórnandi tónleik- anna verður prófessor Hans Jo- achim Rotzsch, sem hefur starf- að í fjölda ára við sömu kirkju og Bach, Tómasarkirkjuna í Leipzig. Magnificat sem er lofsöngur Maríu, samdi J.S. Bach árið 1723 og var það sungið við aftansöng jóla í Tómasarkirkjunni í Leipz- ig. Bach umskrifaði verkið seinna eða 1730 og hefur það verið flutt síðan á þann hátt. Verkið er fyrir fimm einsöngv- ara, fimmraddaðan kór og hljómsveit. Mótettan „Jesu, meine Freude“ verð- ur einnig flutt á tón- leikunum í Landa- kotskirkju. Mótett- an, sem er fyrir fimmraddaðan kór og undirleik, var einnig samin á árum Bachs í Leipzig. Hún var sungin við útfar- ir heldri borgara. Textann valdi Bach sjálfur og lýsir hann af- stöðu hans til lrfs og dauða. „Þó mín bíði böl og stríð, er mitt skart og yndið bjarta Jesús, heill míns hjarta." Johann Sebastian Bach Myndlistar- maður mánaðarins í Gallerí List ÆJA, Þórey Magnúsdóttir, opnar sýningu á málverkum í Gallerí List við Skipholt 50b í dag, laugardaginn 11. nóvem- ber, ld. 11. Opnunartími Gall- erí Listar er virka daga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl. 11-14, sýningin stendur út mánuðinn. Æja lauk stúdentsprófi af listasviði Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1981. Hún stundaði nám í Myndlistarskóla Reykja- víkur 1979-1984. Æja hóf nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands 1982 og lauk prófi úr Myndmótunardeild 1985. Einn- ig var hún við nám í glersteypu þjá Jónasi B. Jónassyni gler- listamanni árið 1994. Á síðustu árum hefur hún unnið að list sinni. Æja hefur haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum hér- lendis. Steinleir og strákskapur MYNPUST Gallcrí Úmbra/ Mokka LEIRLIST/BLÖNDUÐ TÆKNI Lára K. Samúelsdóttir/Ásmundur Ásmundsson. Gallerí Úmbra: Opið kl. 14-18 alla daga nema mánud. til 15. nóv. Mokka: Opið alla dagatil 17. nóv. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er stutt á milli þessara sýn- ingarstaða, en það er lengra bil á milli þess sem þar getur að líta; annars vegar er hefðbundin úr- vinnsla skraut- og nytjamuna, hins vegar stráksleg skemmtun á grunni spurninga um á hveiju ein listsýning kunni að byggja og hlut listamanns- ins sjálfs í þvi samhengi. Lára K. Samúelsdóttir Lára stundaði nám við kennara- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands um miðjan áttunda áratug- inn, en sneri aftur síðar til að setjast í keramikdeildina. Eftir að hafa starfað sem myndmenntakennari á annan áratug tók hún fyrir nokkrum árum að helga sig leirnum, og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum, en hér er á ferðinni fyrsta einkasýn- ing hennar. Listakonan sýnir tæplega fjörutíu verk unnin í steinleir. Þeim má skipta í tvo meginflokka; annars vegar ramma og hins vegar ker, skálar og fleira, sem hún kallar einu nafni „meiri eða minni leirmál". Milli þess- ara tveggja er síðan mót af eyra í ramma, sem vísar til listasögunnar. Um leið vísar þetta tiltekna verk til rammanna sem fylla einn vegg- inn, en þar má fínna úrvinnslu sem bendir til ýmissa þekktra verka. Þessir rammar eru að vissu marki hluti af eins konar „afleiðslu“-iðnaði tengdum iistasögunni, sem verður gjarna mjög klisjukenndur; hér er þó farið vel með efnið, en rammarn- ir hefðu eflaust notið sín best einir. Hin ýmsu leirmál, ker og skálar, eru áhugaverðasti þáttur sýningar- innar. Hér er farið mjög faglega með efnið, og vönduð vinnubrögð skila sér í tignarlegum verkum, eink- um í kerum og stærri skálum eins og nr. 20 og 36. Fínleg litbrigði blá- mans njóta sín vel í mörgum þeirra, sem og sú mynsturvinna, sem kemur fram í mörgum verkanna, jafnt stór- um kerum sem smáum bollum. Verklagið er hér til fyrirmyndar og skilar af sér vel unnum gripum, sem ættu að sóma sér vel innan leir- listarinnar. Ásmundur Ásmundsson í Mokka hefur verið komið fyrir nokkrum verkum frá ungum lista- manni, Ásmundi Ásmundssyni, sem stundar nú frekara listnám í New York. Ásmundur hélt sína fýrstu einkasýningu í Gerðubergi stuttu eftir að hann útskrifaðist frá MHÍ fyrir tveimur árum, og hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum síðan. Yfirskrift sýningarinnar hér er „Ásmyndir á (S)Mokka!!“, sem er vægt sagt of sjálfsagður orðaleikur til að vera fyndinn, en það virðist öðru fremur markmiðið með ýmsu því sem hér er sett fram. Þetta á við 18 ljósmyndir frá vinnustofu listamannsins og 6 svonefnda „Snið- uga skúlptúra" sem eru einföld gifs- verk þar sem formgæðin eru óljós, en titlarnir eiga að marka verkin. Sterkasti þáttur uppsetningarinn- ar felst í tveimur ljósmyndum af listamanninum sem nefndar eru „Fyrir og eftir“, og er skemmtilegt að velta fyrir sér því hyldýpi sem er milli tilvísana myndanna, þó breyting þeirra sé í sjálfu sér ein- föld; annars vegar einurð, alvarleiki, ákveðni - en hins vegar ögrun, kæruleysi og sjálfumgleði. Annað atriði við þessa framkvæmd sem lyftir brún gesta er að finna í sýningarskránni, þar sem gert er góðlátlegt grín að mikilfengleik um- fangsmeiri sýninga og öllum þeim sem að slíku verki koma; hér þakkar listamaðurinn auðmjúklega öllum sem áttu einhvern þátt í að sýningin varð til - skrifurum, uppsetjurum, ljósmyndurum, umboðsmönnum, sendisveinum - nánast þrátt fyrir lítinn hlut listamannsins sjálfs. Þessi strákskapur Ásmundar minnir réttilega á að listsýning er oft spurning um framsetningu frem- ur en innihald, og hlutur listamanns- ins sjálfs getur verið eftir því veiga- lítill. Eiríkur Þorláksson MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Kjarvalsstaðir Kjarval - mótunarár 1885-1930. Sýn. Einskonar hversdagsleg róman- tík og sýn. Einars Sveinss. tii 9. des. Listasafn Islands Sýn. safns Ásgríms Jónss. til 26. nóv. Gallerí Fold Sigurbjörg og Adam sýna til 19. nóv. Gallerí Borg Ingálvur af Reyni sýnir. Listhús 39 Einar Már Guðvarðarson og Susanne Christensen sýna til 27. nóv. Hafnarborg Erla B. Axelsd., og Jón Gunnarss., sýna til 27. nóv. Ásmundarsalur Ásdís Kalman sýnir til 19. nóv. Norræna húsið Ljósmyndasýn. Tove Kurtzweill til 12. nóv., Grafíksýn. til 3. des. í and- dyri; Berta Moltke frá Danm. sýnir grafíkverk til 3. des. og Lína Lang- sokkur/jólasýn. til 31. des. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sýning á völdum andlitsmyndum eft- ir Sigurjón Ólafsson. Gallerí Úmbra Lára K. Samúelsd. sýnir leirv. til 15. nóv. Gallerí Sólon íslandus Steph. sýnir ljósmyndir til 16. nóv. (jnnur hæð Alan Charlton sýnir út desember Nýlistasafnið Guðný og Thomas sýna og Martin f Setustofu til 26. nóv. Gallerí Greip Tinna Gunnarsdóttir sýnir til 26 nóv. Mokka Ásmundur Ásmundsson sýnir. Við Hamarinn Karl Jóhann Jónsson sýnir til 12. nóv. Listhúsið, Laugardal Eva Benjamínsdóttir sýnir ._______ TONLIST Laugardagur 11. nóvember Skagf. söngsv. og söngsv. Drangey með afm.tónl. t Langholtskirkju kl. 17. Einsöngstónl. í Selfosskirkju kl. 16; Svava K. Ingólfsd. messósópran og Iwona Jagla pranól. Magnifica eftir Bach í Landakotskirkju kl. 17. Sunnudagur 12. nóvember Magnifica eftir Bach í Landakots- kirkju kl. 17. Tónlistard. Dómkirkj- unnar kl. 15; Natalia Chow og Helgi Pétursson. Miðvikudagur 15. nóvember Haustvísa í Hafnarborg; kl. 20. Kór Langholtskirkju í kirkjunni kl. 20.30. Blásarakammermúsík í Áskirkju kl. 20.30. Fimmtudagur 16. nóvcmber Senoritukórinn og gamlir fóstbræður skemmta ásamt öðrum gestum að Ægisgötu 7 kl. 20.30. Föstudagur 17. nóvember Karlak. Fóslbræður í Digraneskirkju kl. 20.30. - Laugardagur 18. nóvember Kór Langholtskirkju í Logal. Borg- arf. kl. 15. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Þrek og tár sun. 12. nóv., ftm., fös., lau. Taktu lagið, Lóa sun. 12. nóv., fim., fos., lau. Stakkaskipti lau. 11. nóv. Sannur karlmaður lau. 11. nóv. Kardemommubærinn lau. 11. nóv., sun., lau. Glerbrot mið. 15. nóv. Borgarleikhúsið Lína Langsokkur lau. 11 nóv., sun. Súperstar lau. 11. nóv., fim. Tvískinnungsóperan lau. 11. nóv. Hvað dreymdi þig Valentína? lau. 11. nóv., fós. BarPar frums. lau. 11. nóv., fds., lau. Við borgum ekki Við borgum ekki lau. 18. nóv. íslenski dansflokkur- inn: Sex ballettverk sun. 12. nóv., lau. Hamingjupakkið á Litla sviðinu. Dagur, söng, dans og leikverk sun. 12. nóv. MöguleikhúsiðÆvintýrabókin lau. 11. nóv., sun., mið. Loftkastalinn: Rocky Hotror lau. 11. nóv., fös. HafnarQarðarleikhúsið: Himnaríki, lau. 11. nóv., fós. fslenska óperan: Carmina Burana lau. 11. nóv., Madama Butterfly sun. 12. nóv. Kaffileikhúsið: Sápa þtjú og hálft fös. 17. nóv. Kennslustundin frums. lau. 11. nóv., fim. Sögukvöld mið. 15. nóv. Leikfélag Akureyrar Drakúla lau. 11. nóv., lau. Listvinafélag HaJlgrímskirkju Heimur Guðríðar, í safitaðarsal Hall- grímskirkju sun. 12. nóv., mið. Furðuleikhúsið: „Bétveir" í Tjamarbíó sun. 12. nóv. Kópavogsleikhúsið: Galdrakarlinn f Oz lau. 11. nóv., sun. Leikhúskjallarinn Dagskrá urn Arthur Miller mánud.kv. KVIKMYNDIR MÍR „Hin unga sveit“ 1. hluti sun. kl. 16. Norræna húsið Herremannsbruden Norsk kvikm. fýrir börn sun. kl. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.