Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1995, Blaðsíða 14
14 D FÖSTUDAGUR 1. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ HÉR SÝNA þeir Pálmar Ólason (t.v.) og Eiríkur Bjarnason hvernig útprentuð tölvu- gögn eru notuð til að setja fram kynningu á skipulaginu á þennan myndræna hátt. Morgunblaðið/Þorkell TIL HÆGRI er hefðbundið kort af einu hverfinu í Garðabæ en vinstra megin sést útprentuð tölvumynd þar sem sjá má betur hvemig landið liggur. Tölvuunnin skipu- lagsvinna Miklar breytingar hafa orðið á síðustu árum við skipulagsvinnu þar sem tölvutæknin hefur komið til skjalanna. Jóhannes Tómasson kynnti sér þessi vinnubrögð hjá bæjaryfír- völdum í Garðabæ og hönnuðum og tækni- mönnum sem unnið hafa með þeim við endurskoðun á aðalskipulagi til næstu 20 ára. Eru þeir sammála um að fljótlegra sé og ódýr- ara að vinna skipulag þannig. Tölvugögn eru birt sem kort eða myndir og dregnir fram hinir ýmsu þættir skipulagsins. í Garðabæ ÖRN Arnar Ingólfsson segir gamlan draum fyrir sig sem korta- gerðarmann hafa ræst þegar hægt var að taka upp þessa tölvu- væddu framsetningu á gögnum fyrir kortagerð. IHINNI nýyfirbyggðu göngu- götu við Garðatorg í Garðabæ hafa undanfamar vikur verið kynnt drög að aðalskipulagi fyrir tímabilið 1995 til 2015 en þar er hægt að koma fyrir sýningar- og sölubásum eftir því sem tilefni gefast. Vinna við aðalskipulagið er á lokastigi og verður það fljótlega á næsta ári sent Skipulagi ríkisins til umsagn- ar svo segja má að þetta hafí ver- ið eins konar forkynning. En burt- séð frá skipulaginu sjálfu, nýjum hverfum, fyrirhuguðum breyting- um á vegum og fleiru þá er kynn- ingin sjálf athyglisverð, það er að segja tæknin sem notuð er við framsetninguna. Þama hefur tölvutæknin verið notuð til hins ítrasta, tölvugögn prentuð út sem myndir og kort með öllum nauð- synlegum upplýsingum og segja arkitektarnir sem unnu skipulagið að með henni hafí orðið bylting á öllum vinnubrögðum í skipulags- vinnu. Skipulagshöfundar eru arkitektamir Pálmar Ólason og Einar Ingimarsson. Kerfi fyrir fasteignir, lagnir og lóðir Bæjaiyfírvöld í Garðabæ ákváðu árið 1992 að taka í notkun svokall- að landupplýsingakerfí sem hannað hefur verið í því skyni að hægt væri að geyma sem tölvugögn allar upplýsingar um byggingarland, * mælipunkta, lóðastærðir, lagnir, íbúasamsetningu í hverfunum, gatnakerfi og skipulag svo nokkuð sé nefnt og síðan geta starfsmenn bæjarins og samstarfsmenn þeirra unnið með þessi gögn, hver á sínu sviði. Skipta má upplýsingakerfinu í þrennt: Hvað fasteignir varðar eru þar geymdar upplýsingar um lóðir, lönd, lóðamarkapunkta, götuheiti og húsnúmer. Fyrir vatnsveituna er hægt að fá fram gögn um lagn- ir, loka og heimtaugar og um frá- veitu má sjá lagnir, bmnna og heim- taugar. Landfræðilegt gagnasafn Garða- bæjar samanstendur af þessum við- fangsefnum sem tæknideild bæjar- ins sér um auk annarra gagna sem almennt eru notuð í sveitarfélögum og minnst var á hér að framan. Með landfræðilegu gagnasafni er átt við öll gögn sem hægt er að staðbinda og setja fram á grafískan hátt, til dæmis með kortum eða í texta og tölum. Eiríkur Bjamason bæjarverk- fræðingur segir að þessi tölvu- vinnsla og meðferð gagna skipti sköpum á tvennan hátt. Annars vegar hvað nákvæmni varðar þegar unnið er að frágangi skipulags og allt þarf að vera nákvæmlega eins og mælt er fyrir um og hins vegar hvað varðar hraða. Hægt er að vinna með þessi gögn og setja hlut- ina fram skýrt og greinilega þannig að menn átti sig strax á því sem verið er að fjalla um. Þá er ónefnd- ur sá möguleiki að tengja saman upplýsingar úr fasteignamati og þjóðskrá. Er þá hægt að skoða ald- urssamsetningu íbúa, í hvaða hverf- um er mest um börn, fjölda íbúa eftir aldri og skoða hvort og hvern- ig þurfi að hafa slík atriði í huga varðandi skipulag og breytingar sem fyrirhugaðar eru. Oddviti Tæknideild Garðabæjar festi árið 1992 kaup á landfræðilega upplýs- ingakerfínu Oddvita. Það er alhliða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.