Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 2

Morgunblaðið - 12.12.1995, Page 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 12. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Michael Jordan tekjuhæstur 1995, fjórða árið í röð MICHAEL JORDAN [ 2.900 milljónir kr. körfuknattleikur TYSON hnefaleikar -,-Q c/> ro Q 2 5= Q ^ Nr. 3 2 600 m kr , I Stærstur hlutinn af þessu er MIkf ’ ' ......fyrir 89 sek. í hringnum í ágúst en nokkur hluti eru fyrirframgreiðslur 1.600 m.kr. 1.500 £ § v. Q -2 Q <S et^ Nr.4 1.430 Ul ^ ii o-i S-t 5s Nr.5 1.170 I s. 8=§ o-a Oc Nr.6 1.040 Nr.7 I 3 * Ot o 3 cn Nr.8 Til samanburðar má nefna að fyrir ári síðan kostaði Guðbjörgin nýja um 1.600 milljónir kr. I o 1=1 sig o <0 S §; S'i? Nr.9 I CD Uj -ic l-s s-!2 lNr.10 ■ NOKKRUM stuðningsmönum Vlkings var heitt í hamsi eftir leik- inn gegn KA í 1. deildinni í hand- bolta í Víkinnl á sunnudaginn og fóru inná völlinn eftir leikinn til að „ræða“ við dómarana. Starfsmönn- um hússins tókst þó að sjá til þess að heitir áhorfendur kæmust ekki of nálægt dómurunum. ■ FIMLEIKASTÚLKUR úr Gróttu sýndu dans í leikhléi í leik Gróttu og FH á Seltjarnarnesi á sunnudaginn. Nokkrir hressir áhorfendur sögðu að það hefði ver- ið meira spennandi en fyrri hálfleik- ur handboltamannanna. ■ HARALDUR Hannesson, sem í vor var valinn besti leikmaður handboltaliðs ÍBV, hefur lítð leikið með fram til þessa vegna meiðsla í baki. Hann var þó með gegn KR á laugardaginn og skoraði tvö mörk en lét lítið fyrir sér fara eftir það. ■ KARL Malone gerði 51 stig fyrir Utah í 123:109 sigri gegn Golden State í NBA-deildinni um helgina. Tveimur dögum fyrr lék Mahmoud Abdul-Rauf hjá Den- ver sama leikinn í sömu höll en Mm FOLK enginn hefur skorað meira í leik á tímabilinu. ■ MALONE hitti úr 19 af 28 skottilraunum utan af velli og úr 13 af 16 vítaskotum. Þetta er hæsta skor hans í tæplega sex ár en í janúar 1990 skoraði hann 61 stig gegn Milwaukee og er það per- sónulegt met. ■ PATRICK Ewing hefur leikið mjög vel fyrir New York að undan- förnu en hann gerði 29 stig í Atl- anta um helgina. Þá vann New York 101:92 og gerði Ewing 14 stig í fjórða leikhluta en Atlanta setti boltann aðeins einu sinni niður á síðustu níu mínútunum. „Mér leið vel í fjórða leikhluta," sagði Ewing. „Ég vil alltaf fá boltann og fékk hann.“ ■ MICHAEL Jordan var með 45 stig fyrir Chicago gegn Mil- waukee og er það persónulegt met hjá honum á tímabilinu. Chicago vann 118:106. ■ PREDRAG Danilovic tryggði Miami fyrsta sigur félagsins í Pho- enix. Nýliðinn gerði 30 stig og nokkrum sekúndum fyrir leikslok náði hann frákasti og gaf á Kurt Thomas sem skoraði, 94:92. ■ JERRY Colangelo, eigandi Phoenix í NBA-deildinni og Ariz- ona í bandarísku hafnaboltadeild- inni, er svo gott sem búinn að tryggja sér Winnipeg Jets í NHL- deildinni í íshokkí og sagði um helg- ina að samningar þess efnis yrðu Undirritaðir í dag. ■ EIGENDUR Jets voru í viðræð- um við fulltrúa Minneapoiis og St. Paul, en upp úr slitnaði í liðinni viku. Jets hefur verið í Winnipeg í Kanada í 23 ár en nú bendir allt til að liðið flytji suður til Phoenix að loknu yfirstandandi tímabili. HM’98 Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu verður viða- meiri með hverri keppni. Fleiri nöfn verða í hattinum í Louvre- safninu í París í dag en áður þegar .^dregið hefur verið í riðla HM, en 90 mínútna dag- skránni, dagskrá sem er eins löng og knatt- spyrnuleikur, verður sjónvarpað beint um allan heim. Sumir skilja eflaust ekki eftirvæntinguna og spyrja hvaða máli skipti í hvaða riðli lið lenda en þeir sem tengjast viðkomandi liðum á einn eða annan hátt vita að mikið er í húfi. í fyrsta lagi skiptir mjög miklú1 máli að komast í 32 liða úrslita- keppnina. Það að vera í hópi þeirra bestu hefur mikið að segja og ekki skemmir fyrir að greiðsl- ur eru í samræmi við árangi’’ - því lengra sem lið kemsi, því meiri hagnaður. Með fyrrnefnt í huga hefur drátturinn í dag allt að segja. Ekki aðeins fyrir lið sem eiga raunhæfa möguleika á að kom- ast í úrslitakeppnina heldur líka fyrir „litlu“ liðin eins og ísland. Þau geta komist í hærri styrk- leikaflokk og átt þannig meiri möguleika í næstu keppni en „hagstæður“ dráttur getur einn- ig fleytt þeim langt í komandi keppni. Sala á sjónvarps- og auglýsingarétti getur líka skipt sköpum fyrir fátækari sambönd. Liðum Evrópu hefur verið rað- að í sex_ styrkleikaflokka eftir árangri. Island er í fjórða styrk- leikaflokki ásamt Lettlandi, Wal- es, Ungveijalandi, Kýpur, Úkra- ínu, Slóveníu, Georgíu og Júgó- slavíu. Þessi lið lenda ekki saman en að öðru leyti er allt opið inn- an hvers styrkleikaflokks. Að þessu sinni taka 173 þjóð- ir þátt í keppninni. Frakkar sem gestgjafar og Brasilíumenn sem heimsmeistarar fara beint í úr- slitakeppnina en hinar þjóðirnar keppa um lausu sætin í hverri álfu. HM í Bandaríkjunum í fyrra gaf um 293 milljónir svissneskra franka í hagnað vegna að- göngumiðasölu, styrktaraðila og sölu sjónvarpsréttar en nú er gert ráð fyrir að hagnaður vegna sömu þátta verði um 450 milljón- ii svissneskra franka (um 25 mi'.ljarðar). Stór hluti fer til mótshaldara og Alþjóða knatt- spymusambandsins, FIFA, en aliir fá einhvern hluta af kök- unni. Miklir möguleikar eru á að ísland lendi í riðli með „gulllið- um“. Verði það að veruleika blasa við ný vandamál. Þegar ísland og Sviss léku í Evrópu- keppninni á Laugardaisvelli í sumar komu um 1.500 Sviss- lendingar gagngert til landsins vegna leiksins. Stuðningsmenn Englands, Irlands og Hollands em þekktir fyrir að fylgja liðum sínum í enn ríkari mæli og sama má segja um stuðningsmenn ýmissa annarra liða. Að óbreyttu er ekki aðstaða til að taka á móti þessu fólki. Svo furðulegt sem það er er vinsælasta íþrótt landsins ekki samkeppnisfær. Og verið er að draga í HM ’98. Steinþór Guðbjartsson íslendingar geta lent í „hagstæðum" riðli og mætt „gullliðum" ÁttiAkureyringurinn LÁRUS ORRISIGURÐSSON von á svona góðu gengi Stoke? Árangurinn framar vonum LARUS ORRI Sigurðsson og samherjar hans hjá Stoke hafa staðið sig mjög vel að undanförnu og eru nú komnir ítoppbar- áttuna íensku 1. deildinni. Stoke sigraði WBA 1:0 á útivelli um helgina og hefur unnið fjóra síðustu leiki sína með sömu markatölu. Liðið hefur ekki tapað deildarleik sfðan 28. október og unnið sex af sfðustu sjö, einum leik lauk með jafntefli. Stoke er nú í 2. til 7. sæti deildarinnar með 34 stig, þremur stigum á eftir Sunderland, sem er efst. Lárus Orri, sem er 22 ára, gekk til liðs við Stoke í lok síðasta árs, vann sér fljótlega sæti í byij- unarliðinu og var Ff,ir viðureignin gegn Vg/B WBA um helgina Jónatansson 50. leikur hans með liðinu. Fyrir yfirstandandi tímabil skrifaði hann undir þriggja ára samning við fé- lagið sem veitir honum aukið starfsöryggi. Eiginkona hans er Sveindís Benediktsdóttir og eign- uðust þau son fyrir nokkrum vik- um, sem hefur verið nefndur Sig- urður Marteinn og verður skírður hér heima í sumar. - Nú heíur liðinu gengið vei og er komið í toppbaráttuna, hver er skýringin á þessu góða gengi liðs- ins? „Það hefur gengið framar okkar björtustu vonum. Þegar það geng- ur svona vel er gaman að lifa. Mikil barátta er í leikmannahópn- um og stemmningin ótrúlega góð. Það vinna allir fyrir einn og einn fyrir alla og ætli það sé ekki skýr- ingin á því hversu vel hefur geng- ið. Við erum með baráttulið sem gefur andstæðingnum aldrei frið.“ - Hvaða leikaðferð spilar liðið? „Við leikum yfirleitt með fimm manna vörn, það er að segja þijá miðverði og tvo bakverði, á útivöll- um en fjögurra manna vörn í hei- maleikjum. Þetta er dæmigerður enskur fótbolti.“ - Nú hefur þú leikið alia leiki liðs- ins síðan 1. febrúar. Hvada stöðu hefur þú verið í að undanförnu? „Ég hef verið miðvörður síðustu tvo leiki. Ég var settur í bakvarðar- stöðuna þegar Ian Cranson kom inn í liðið eftir meiðsli í byijun nóvember en síðan meiddist Vince Overson fyrirliði fyrir þremur leikj- um og þá var ég aftur færður í Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson LÁRUS Orri, sem er 22 ára, er ánægður með lífið hjá Stoke og hefur nú leikið yfir 40 leiki með liðinu á þessu ári. stöðu miðvarðar við hlið Cran- sons.“ - Lou Macari var kosinn fram- kvæmdastjóri nóvembermánaðar í 1. deild. Hvernig kanntu við hann? „Mér líkar ágætlega við Macari. Hann hefur sérstakar skoðanir á hlutunum og verður að fá að hafa þær í friði. Hann leggur mikið upp úr því að leikmenn séu í góðri æfingu og það er því æft af krafti. Og hann virðist hafa trú á mér, annars væri ég ekki í liðinu." - Þegar liðinu gengur svona vel koma þá ekki fieiri stúðningsmenn á völlinn? „Jú, jú. Þetta fylgist alltaf að. Við höfum haft mjög góða aðsókn í síðustu heimaleikjum. Við feng- um þijú þúsund aðgöngumiða á útileikinn gegn West Bromvich síð- asta laugardag og þeir seldust upp á skömmum tima og komust færri með okkur en vildu. Ahuginn er mikill og vonandi verður framhald á þessu góða gengi.“ - Eru ieikmenn og þjálfari farnir að gera sér vonir um að komast upp í úrvalsdeildina? „Já, auðvitað. Þessi sigurganga í undanförnum leikjum segir okkur að það er ýmislegt hægt. Hvers vegna ættum við ekki að komast upp? Við erum í toppbaráttunni og ætlum okkur auðvitað að vera þar áfram. Annars er þetta svo fljótt að breytast því munurinn á efstu og neðstu liðum er ekki svo mikill. Það eru margir leikir eftir og því of snemmt að spá um það hvort við komust upp eða ekki, en við erum inni í myndinni."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.