Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 B 11 Þúsund myndir valdsins BOKMENNTIR Skáldsaga ENNISLOKKUR EIN- VALDSINS eftir Hertu Miiller. Franz Gislason bvddi. Ormstunra 1995 — 255 síður. 2.800 kr. UM ÁRARAÐIR hfur Herta Miiller verið í hópi at- hyglisverðustu rithöf- unda þýskrar tungu. Bæði hefur staða hennar sem eins þekktasta talsmanns hins þýskumælandi minnihluta Rúmeníu vakið á henni athygli, sérstaklega eftir koll- steypurnar miklu 1989-90, en það hef- ur ekki verið síður vegna hæfileika henn- ar sem listamanns sem hún hefur komist framarlega í flokk. Samt sker hún sig ei- lítið úr hópi þýskumæ- landi höfunda þar sem hún er í tvennum skilningi ,jaðar- kona“. Annars vegar sem fulltrúi minnihlutahóps í landi sem lengst af var einræðisríki og hins vegar sem ,,útlendingur“ í Þýskalandi þar sem hún segist enn ekki hafa fund- ið endanlega fótfestu. En það er einmitt þessi tvöfaldi bakgrunnur sem myndar uppistöðuna í verkum hennar, verk sem stundum snúast um tengsl hins þýskumælandi að- komumanns við „móðurlandið“ eða þá, eins og í „Ennislokki einvalds- ins“, um sálfræði valdsins og hinar margvislegu myndir sem það tekur á sig í einræðisþjóðskipulagi. En þrátt fyrir að Herta Múller vísi til þess þjóðfélags sem hún sjálf þekkti af eigin raun, alræðisstjórnar Ceau- sescus, eru einkenni valdsins sem hún sér þar í sinni yfirþyrmandi mynd samt heimfæranleg upp á sálfræði alls valds. Sagan um smá- borgina Timisoara í „Ennislokki einvaldsins“ er eins og titillinn á frummálinu gefur í skyn, saga af refum sem verða veiðimenn og öfugt. Byltingin 1989-90 er ekki rof heldur umbreyting valdakerfa þar sem allir verða að endingu sam- dauna valdinu. Gamla einræðis- skipulagið sýnir á nakinn hátt að allir taka á einhvern hátt þátt í að halda valdinu við og teygja það áfram inn í innstu kima daglegs lífs. En það er enginn kominn til með að segja að með því að skipta um stjórnunar- hætti séu þessi fíngerðu lögmál tekin úr sam- bandi. Þau halda áfram að vera fyrir hendi þó svo að löghelgun þeirra í hinu pólitíska kerfi sé það ekki lengur. Valdið er því uppi- stöðuþáttur bókarinn- ar. Það er sett fram í gegnum þéttum vef af smáatriðum og mynd- hverfingum sem vinda upp á sig við lestur verksins og skapa þétta heild sem hverfist utan um hina dularfullu uppsprettu sína: valdið. Frásögnin af hinum ytri pólitísku viðburðum er ekki svo mjög i for- grunni textans heldur lýsingar sem skipa hveijum smáhlut sess í heimi valdsins. Jafnvel náttúruleg fyrir- brigði eins og vindurinn eða trén eru hluti af ógn þess. Allt lýtur lögmálum þess og því eru hveiju smáatriði gerð nákvæm skil, les- andinn stígur varlega til jarðar í fyrstu, óviss hvert lýsingarnar leiði hann en eftir því sem líður á lestur- inn fara myndirnar að skírast og brotin að tengjast án þess þó allt gangi snyrtilega upp í lögbundinni skólabókarheild. Þetta er aðferð sem miðevrópskir höfundar hafa þróað meistaralega vel, nöfn eins og Bruno Schulz, Danilo Kis eða Witold Gombrowich koma hér upp í hugann. Sterkt næmi fyrir hárfín- Herta Múller Hrakfállabálkar BOKMENNTIR Barnabók GALLAGRIPIR eftir Andrés Indriðason Iðunn, 1995 - 140 s. ANDRÉS Indriðason hefur um langt árabil skrifað sögur fyrir unga lesendur, þar sem söguhetjurnar eru táningar en efni sagnanna höfðar ekki síður til yngri les- enda, einkum 11-12 ára barna. Þessi saga er í svipuðum dúr. Hún segir frá Ásbirni Har- aldssyni sem er ótrú- legur hrakfallabálkur. Hann missir steypu- fötu á fótinn á sér fyrsta daginn í sumar- vinnunni og með gifsið á fætinum höktir hann um og lendir í enn meiri hremmingum. Frásögnin er lipur og tilgerðarlaus enda á höfundur mjög gott með að lýsa vand- ræðagangi unglinga og draga það fram með skýrum dráttum hvað lífið getur oft böggl- ast fyrir þeim. Skakkaföll Ása eru mörg og ijölbreytt og drengurinn ber þau með mestu hugprýði. í sögunni er ástin ekki langt undan. Ási er skotinn í stelpu sem vinnur í sjoppu og er sannfærður um að sú ást sé gagnkvæm en kemst síðan að því að besti vinur hans hefur stungið undan honum. Þá er bara að snúa sér að næsta kvenmanni og á þeim er enginn skortur. Soffía Kristbjörg er kjarn- orkukvenmaður enda þótt hún stami illa og sé þess vegna ekki eins spennandi og aðrar stelpur. í þessari sögu er alvarlegur und- irtónn. Fjölskyldulíf Ása er ekki eins slétt og fellt og það virðist á yfír- borðinu. Þau búa í stóru, hálf- byggðu húsi sem er hurðalaust og ekkert á gólfinu nema steinninn. Faðir hans er leigubílstjóri og mamma hans er hinn sívinnandi bjargvættur sem heldur heimilinu saman. Hún vinnur bæði í Stórkaup- um og svo saumar hún á kvöldin fyrir fólk. Faðir hans leikur tveim skjöldum og ,er sekur um mjög svo óskemmti- lega iðju. Persónusköpun er ekki sterka hlið sög- unnar. Við kynnumst foreldrum Ása aðeins sem bakgrunnsmynd- um og sjáum aðgerðir þeirra og athafnir og systir Ása kemur lítið við sögu nema til að fylla upp í umgjörðina enda þótt hún búi á heimilinu. Sagan um Ása og öll slysin sem hann verður fyrir á einu sumri snertir líttillega á drykkjuvanda- málum barna í Reykjavík nútímans þar sem óprúttnir menn selja veik- geðja unglingum dauðann í plast- flöskum. En aðallega er sagan létt og fyndin lesning um krakka sem eru einstaklega lagin að koma sér í klandur og klípu. Sigrún Klara Hannesdóttir Andrés Indriðason um blæbrigðum og smáatriðum er ætíð í forgrunni en undir niðri tengj- ast þessi margslungnu myndlög við siðferðilegan eða þjóðfélagslegan veruleika. Myndhverfingarnar eiga ætíð ætt sína að rekja til seigfljót- andi straums valdsins sem rennur án afláts í gegnum allt í textanum og er af þeim sökum svo yfirþyrm- andi að engin orð virðast geta náð yfir hann. Hann er næstum því óhöndlanlegur í ógn sinni. Vandamálið við að þýða texta af þessum toga yfir á íslensku er ekki hvað síst fólgið í því að koma smáatriðahugsun þeirra til skila svo vel sé. Lýsingarnar útheimta mikla nákvæmni og slík nákvæmni liggur að mörgu leyti vel við í þýsku vegna þess hve fjölbreytilegir möguleikar á notkun mismunandi forskeyta í sagnorðum og rík beiting nafnorða ná vel að afmarka og skerpa at- burði og verknaði. Glíman við þessa eðliseigind þýskunnar hefur oft reynst islenskum þýðendum erfið. Ekki síst vegna þess að umritun yfir á það málsnið sem venjulega er kallað „eðlilegt mál“ virðist fljótt afmynda og falsa frumtextann og menningarumhverfi hans. Umritunin svíkur hina sérkenni- legu hrynjandi sem miðevrópskar skáldsögur státa af og er óneitan- lega stundum nokkuð frábrugðin þeirra „sagnahefð" sem sögð er tömust fólki á norðurhjara. Það hefur ekki verið létt verk að snara þessari bók og þegar á heildina er litið hefur Franz Gíslasyni tekist það býsna vel en oft hnýtur les- andinn um setningar sem misbjóða viðkvæmri íslenskri málvitund og sem eiga sér ekki afsökun í mynd- máli frumtextans. Þannig eru setn- ingar eins og: „Forstjórinn dregur inn hnakkann" (bls. 105), eða: „Þeir [hundarnir] eru hræddir og spyrna á hlaupunum gegnum ennið á sér áður en þeir bíta“ (bls. 27) óneitan- lega hálf kindarlegar og fleiri dæmi mætti tína til. En þetta er áhrifa- mikil bók og verður vonandi til að opna augu einhverra fyrir hinum ísmeygilegu töfrum miðevrópskrar frásagnarlistar sem oft hefur átt erfitt uppdráttar hér á landi burtséð náttúrulega frá gidli hennar sem frásagnar af djöfulskap kúgunar og helsis. Kristján B. Jónasson Skartmaður á skáldabekk * Einn af tengdasonum Islands, Knut 0degárd, átti afmæli um daginn og í því tilefni gáfu Norðmenn út úrval ljóða hans. Jóhann Hjálmarsson leit í bókina og sann- færðist um að þar væri margt gott að fínna. KNUT Ðdegárd varð fimmtugur 6. nóvem- ber sl. I tilefni afmæl- isins kom út hjá Cappelen úrval ljóða hans: Dikt i utval. Ljóðin völdu tveir kunnir rithöfundar, Kolbein Falkeid og Edvard Hoem og skrifa þeir lika inn- gang. Fyrsta bók 0degárds, Droymar- en, vandraren og kjelda, kom út 1967 og síðan hefur hann verið afkastamikið ljóðskáld, þýðandi, barna- og ungl- ingabókahöfundur og leikritaskáld. Hann hefur kynnt og þýtt íslensk skáld og ritað bók um ísland. Er óhætt að segja að með því starfi hafi hann lagt dijúgt af mörkum til að birta Norðmönnum raunsanna mynd af íslandi og íslenskum skáld- skap. Það hlýtur að teljast sérstak- lega þakkarvert að í Skandinavíu gefist þess kostur að fá óbijálaða mynd af íslandi og íslendingum. Þeir Kolbein Falkeid og Edvard Hoem þurfa ekki að segja undirrit- uðum það sem stendur í inngangin- um að Knut Ðdegárd hafí aldrei ort betur en nú og þá sérstaklega með í huga tvær síðustu ljóðabækur hans: Kinomaskinist (1991) • og Buktale (1995), en að rödd hans sé einstök í norskum skáldskap er Knut Gdegárd gott að fá staðfest hjá þeim. Hattar, heiðursmerki, treflar, vesti í lok inngangs leyfa þeir félagar sér nokkra léttúð í lýsingu á skáld- inu. Þeir segja m.a.: „Ekkert norskt skáld á jafnmarga hatta, heið- ursmerki, silkitrefla og marglit vesti og Knut 0degárd.“ Þeir benda líka á að hið gjöfula í fari skáldsins, örlæti og ákaflyndi hans séu ástæður þess að hann nái sífellt betri árangri í skáldskapnum. Val Jjóðanna i Dikt i utval gefur heilsteypta mynd af skáldskap 0degárds. Þar má greina megin- þætti ljóðstíls hans, jafnt orðflæði frásagnarljóðanna og hnitmiðun styttri ljóða þar sem maður og nátt- úra eru í öndvegi. ísland er í þessari bók, mælskt ljóð úr umhverfi heitra hvera. Það er athyglisvert að í innganginum skrifa Norðmennirnir tveir að löng íslandsdvöl hafi komið því til leiðar að 0degárd hafi auðnast að endur- heimta bernskuár sín í Molde í ljóði og hinn gráglettni og ýkjukenndi tónn í mörgum ljóðanna sýni að honum hafi nýst lærdómar frá vinnu sinni við miðlun keltneskra og vesturnorrænna bókmennta. K/K eftir Lárus Má Björnsson Sá klóki sigrar að lokum MÉR FINNST það allt of algengt við- horf í dag að það megi ekki vera neinn boðskapur í bókmenntum," segir Lárus Már Björnsson sem sent hefur frá sér unglingasöguna K/K, Keflavík- urdagar/Kefla- víkurnætur. Hann heldur áfram: „Mér finnst um- ræðan um þetta komin í hring. Fyr- Lárus Már Björnsson boðskap. Nú hefur þetta snúist við, „boðskapur" er orð- ið skammaryrði. Ég er ekki sammála þessu því ef við reyn- um ekki að þroskast af bókmenntum þá veit ég ekki til hvers þær eru.“ K/K fjallar um unglingamenning- una á okkar tímum og er, að sögn Lárus- ar, allt eins ætluð fuílorðnu fólki. „Þetta er kannski ir tuttugu árum töluðu menn um að bókmenntir yrðu að hafa fyrst og fremst sagan um að það er sá klóki sem sigrar að lokum. Við gætum sagt að bók- in fjallaði um köttinn og mús- ina, þar sem músin er kannski kötturinn og öfugt þegar allt kemur.til alls.“ Lárus segist hafa verið orð- inn leiður á hinum klisjukenndu, galtómu unglingabókum. „Ég hef lengi lifað og hrærst í heimi unglinga og nýti mér það í bók- inni. Ég ákvað einn daginn að gera úttekt á reynslu minni af því að vinna með unglingum og þetta er útkoman úr því. Nálgun mín er þannig einna mest í ætt við heimildasögu. Mér finnst að höfundar hafi oft skrifað niður til unglinganna; ég reyni að nálgast þau eins og þau eru.“ K/K Ég gæti byijað á að segja frá því þegar Emmi og Steini skrifuðu ástarbréfið til Maríu Rúnar og undirrit- uðu það með nafni Hadda. Aumingja María Rún, yfir sig ástfangin af Hadda, sat heilt kvöld í tíu stiga frosti á tröppunum fyrir utan Z og keðjureykti, leit á klukk- una á fimm mínútna fresti og vænti síns heittelskaða. Hjartslátt hennar mátti heyra yfir Hafnargötuna þvera, inn í Golfinn hans Vidda reykspólara. Nei, það var ekki fyndið hvað hún var ógeðslega dán eftir að hafa setið þarna allt kvöldið og vonað, en enginn kom og hún var föl og grá í vöngum, stíf af kulda og niður- beygð af skömm þegar hún tölti heim til sín þetta desemberkvöld: Eins og hún vildi helst vera ósýnileg. Nei, það var ekki fyndið. Ég gæti líka byijað á öðru bréfi, bréfinu sem við Gaui skrifuðum til Víðis böggara, bréfinu frá draugn- um, sem vildi ná sér niðri á þessum harðsvíraða einelt- isgemsa. Við Gaui töfruðum fram drauginn, eins og Þorgrímur galdrakarl í Gísla sögu, fengum hann til liðs_ við okkur til að kenna Víði smálexíu. Ég gæti líka byijað daginn sem stelpan úr Sand- gerði fór að horfa á mig eins og ég væri Richard Gere og gerði mig með augnaráðinu svo miklu stærri og sterkari en ég er. Gleymdi ég ekki annars að segja að ég er bara fimmtán og lítill og mjór miðað við aldur? Alls ekkert kyntröll og þegar saga þessi hefst var ég hreinn og óflekkaður sveinn. Ég get lofað ykkur því að það átti eftir að breytast. Sjensinn að ég hefði linnt látum fyrr . . .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.