Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.12.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ I gamla daga • LÍTIL stúlka spurði ömmu sína: „Amma, hvernig léku börnin sér í gamla daga?“ Og spurning hennar varð til- efni bókar. Því að amma henn- ar, Oddný Thorsteinsson, fór að segja henni hvernig þau krakkarnir léku sér, þegar þau voru lítil. Sagan byrjaði svona: Þá var svo gaman að lifa og leika sér. „Sagan er nú komin út hjá F’jölvaútgáfunni og kallast eftir einni aðalsöguhetjunni Siggi hrekkjusvín. í byijun sögunnar lýsir Oddný ýmsum leikjum barna í Reykjavík í gamla daga, þegar krakkarnir voru mest á ferli úti við, eins og parís, kýlubolta, auð- vitað fótbolta og yfir, en síðan tekur sagan á sig holdgervingu söguhetjanna og verður um tíma æði spennandi, mest vegna þess hvað Siggi er brösóttur og kemst jafnvel í kast við lögregluna, en það átti eftir að koma í ljós að mannsefni var í Sigga,“ segir í kynningu. Bókin erístóru broti, um 80 bls. og myndskreytt ífullum litum afHöllu Sólveigu Þorgeirsdóttur. Hún er unnin íPrentmyndastof- unni og G.Ben-Eddu Prentstofu. BÓKMENNTIR PEÐ Á PLÁNETUNNI JÖRÐ Unglingasaga eftir Olgu Guðrúnu Arnadóttur, Mál og menning, 1995 -174 bls. HRESSANDI andblær leikur um síður bókar Olgu Guðrúnar Ámadóttur sem hún nefnir Peð á plánetunni Jörð. Þetta er vörpuleg unglingasaga sem höfðar einnig til fullorðinna því að viðfangsefni og vönduð efnistök Olgu Guðrúnar eru með þeim hætti. Sagan er at- burðarík en þó beinist meginat- hyglin að aðapersónunni og bar- áttu hennar fyrir því að vera tekin gild með kostum sínum og göllum; að fá að vera hún sjálf. Söguflétta bókarinnar er nokk- uð fjölþætt. Þannig er fjallað um mismunandi samband unglinga við foreldra sína, skólann og félaga- hópinn og okkur er veitt innsýn í ólíkar aðstæður fólks eftir fjárhag þess og þjóðfélagsstöðu. Við sjáum jafnt fyrir okkur heilsteypta fjöl- skyldumynd Möggu Stínu, aðal- persónunnar, þar sem ástúðin er í fyrirrúmi og sundraða fjölskyldu Völu, vinkonu hennar, þar sem einstæð móðir er að kikna undan óbærilegri fátækt og hyggst flýja land. Og við sjáum einnig að ver- aldlegt ríkidæmi á heimili Heiðu, sem einnig verður vinkona Möggu, tryggir ekki auðugt tilfínningalíf. Skólamál eru einnig í brenni- punkti sögunnar og sannast sagna er sú mynd sem dregin er upp af skólanum og kennurunum ekki allt of glæsileg. En megináherslan er þó lögð á sjálfsskilning og þroska aðalpersónunnar, baráttu Möggu Stínu fyrir rétti sínum og sjálfstæði gagnvart skólanum, íjölskyldunni og vinahópnum. Þar að auki fylgjumst við með vakn- andi kynþroska hennar, hvernig afstaða hennar til piltanna í vina- hópnum breytist með auknum þroska og hvernig áður óþekktar tilfinningar vakna með henni. Þrátt fyrir þennan fjölbreytileika er söguframvinda hröð og sagan skemmtileg og spennandi. Magga Stína er einnig sögu- maður sögunnar og setur það greinilegt mark sitt á stíl hennár. Málfarið er hressilegt unglinga- málfar og góð íslenska. Textinn speglar mjög persónueiginleika hennar og er glettinn og fjörleg- ur. Hún er skapandi og listræn í hugsun og sá eiginleiki birtist í fijóu ímyndunarafli og hugmyndaríku orð- færi. Magga er skap- mikil stúlka og lendir ósjaldan í andlegum átökum við kennara og annað fólk enda þótt skapharkan hafi einnig sína kosti. Henni hætt- ir því til að vera dóm- hörð og yfirlýsingaglöð eins og reyndar ungl- inga er háttur og dreg- ur hún því gjarnan upp svarthvíta mynd af veruleikanum. Þannig eru foreldrar hennar fyrirmyndarforeldrar. Um mömmu sín’a segir hún: „Barnaverndarfélag á tveim fótum með alheimsyfirsýn." (127) en um mömmu Heiðu að hún vildi „frekar búa í skókassa nr. 34 en sitja uppi með mömmu hennar Heiðu...“(132). Samt sem áður getur hún verið sanngjörn og end- urskoðar þá fyrri dóma sína ef hún áttar sig á því að hún hafi gert einhveijum rangt til. Það á þó einna síst við um skól- ann, kennarana og skólakerfið enda fær þessi þrenning hina verstu dóma. Kennararnir eru í flestum tilvikum duglausir fýl- upúkar og letidýr eða ósanngjarn- ir harðstjórar sem leggja nemendur sína í einelti. Enda þótt ljós finnist í kennara- svartnættinu er ekki laust við að þessi ein- faldaða afstaða til skólans verði að sterkri söguhneigð í bókinni, ekki síst í ljósi þess að foreldrar Möggu eru látnir vitna í sömu veru: „Við erum leið á lé- legu skólakerfi og duglausum kennur- um...“(142). Að vísu finnst mér þarna dregin upp helst til einhliða mynd af skólakerfinu og kennarastétt- inni en vafalaust hafa Magga Stína, foreldrar hennar og höfund- ur eitthvað til síns máls. Peð á plánetunni Jörð er ágætlega skrif- uð bók, spennandi og skemmtileg, full með ögrandi athugasemdum um lífið og tilveruna og höfðar örugglega jafnt til unglinga sem fullorðinna. Hún er þess utan svona aukreitis jarðbundin krufn- ing á ýmsum samfélagslegum vanda, skólakerfi og fjölskyldu- málum, og því innlegg í umræðuna um þau mál. Skafti Þ. Halldórsson Peðið sækir fram Ojga Guðrún Árnadóttir MYNDSKREYTING eftir Mary Rayner Svín eða hundur? BOKMENNTIR Unglingabók VASKI GRÍSINN BADDI Höfundur: Dick King-Smith Þýðing: Dóra Hvanndal Myndir: Mary Rayn- er Himbrimi 1995 - 107 síður. ÞETTA er bráðskemmtileg bók fyrir sveitastrák eins og mig. Víst hefi eg þekkt afburða fjárhunda, suma svo snjalla, að eg þori ekki að segja ykkur, hvor hafi haft meira vit, hundur eða smali. Að þessum skepnum hefi eg dáðst, og vorkennt þeim bændum, sem aldrei hafa kynnst öðru en bílagjömmurum, hafa því orðið að ofbjóða fótum og lungum í fjárleitum, leikandi hunda um fjöll og dal. Eg hefi líka kynnst grísum, bæði ærslafullu fjöri þeirra ungra, og svo bráðgóðu- kjöti þeirra eldri. En að grís gæti skákað færustu Ijárhund- um, það vissi eg ekki fyrr en við Iestur þessarar bókar, og sannast því enn, að svo lengi lærir sem lifir. Höfundur segir þessa sögu á sann- færandi hátt, enda hlaut hann barna- bókaverðlaun The Guardian, er sag- an kom út 1983. . Baddi, grísinn, er fullur áhuga að læra allt sem fóstra hans fjártíkin Fluga kunni, og ekki skal kennara hans Jörmu, rollu er hann kynntist, gleymt. Uuga álítur, að agi og festa sé list íjárgæzlunnar, en Jarma kenn- ir Badda að meiru skipti skilningur og samvinna. Sú kemur stund, að Fluga hallast líka að þessari skoðun, -'og fær kindurnar til þess að kenna sér lykilorð vináttunnar, - ber það til Badda, og Hugi bóndi heldur heim með bezta íjárhund landsins, sem þó er ekki hundur, heldur grís. Fynd- ið? Já, það má hlæja. En kannske er höfundur að tala um háttalag okkar manna, og þá vaknar sú spurn, hvort ekki eigi að gráta. Bókin er vel þýdd, málið gott og iipurt. Myndir frábærar. Bók fyrir þá sem hafa ímyndunarafl. ri . J Sig. Haukur Nýjar bækur Garðblómabókin ÍSLENSKA bókaútgáfan hefur gefið út Islensku garðblómabókina eftir Hólmfríði A. Sigurðardóttur, kenn- ara við Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. I bókinni er meðal annars fjallað um nafngiftir plantna, ræktun, fjölg- un og umhirðu garðblóma, jarðveg, áburð, safnhauga, skjól í görðum, sólreiti, blómabeð, steinhæðir og steinbeð, plöntuval í blómabeð, sum- arblóm, lauk- og hnýðisjurtir, grasfl- atir og blómaengi. Fjallað er um 61 ætt burkna, tvík- ímblöðunga og einkímblöðunga, tæp- lega 400.. ættkyíslir og. einkennum þeirra lýst, fjallað um nokkuð á ann- að þúsund tegundir garðblóma og auk þess fjölmörg afbrigði þeirra, tilbrigði og sortir. í bókinni eru íslenskar og latnesk- ar skrár yfir öll plöntunöfn. Umfjöll- un er um langflestar tegundir, af- brigði og sortir garðblóma sem reynd hafa verið í íslenskum görðum og gefið hafa góða raun. Bókin hefur verið tilnefnd til ís- lensku bókmenntaverðlaunanna 1996. Bókin er 464 bls. og í henni eru hátt í 700 litmyndir af garðblómum í íslenskum görðufn. Tragikó rne d í a í of inörg’um orðum BOKMENNTIR Saga UNDIR FJALAKETTI eftir Gunnar Gunnarsson. Orms- tunga 1995 - 256 síður. Prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi hf. GUNNAR Gunnarsson hefur á seinustu tveimur áratugum gefið út sjö skáldsögur, auk leikrita, leikgerða og ijölda greina. Undir fjalaketti er áttunda skáldsaga hans. Fyrsta skáldsagan, Beta gengur laus (1973), vakti tölu- verða athygli þegar hún kom út. Síðar sendi Gunnar frá sér saka- málasögurnar Gátan leyst og Mar- geir og spaugarinn sem eru prýðis skáldskapur, báðar spennandi reyfarar með vel unnar persónur. Undir fjalaketti segir frá leikar- anum Guðlaugi Bergmann Lárus- syni, Herdísi konu hans og brokk- gengu hjónabandi þeirra. Þegar þau hittast fyrst er Guðlaugur á leikferð um landið. Hann tekur eftir ungri stúlku á fremsta bekk sem horfir hugfangin á hann á hverri sýningu, sama hvort er á Akureyri, Húsavík eða Raufar- höfn. í upphafí er ást Herdísar skilyrðislaus, hún dáir sinn mann og elskar. Og eins og Gúðlaugur Bé hugsar með sér á einum stað þá bindast karlmenn fyrstu konu sem játar þeim ást sína. Annað væri ekki sanngjarnt gagnvart konunni. Guðlaugur og Herdís eru fremur áttavilltir karakterar í fyrstu. Helsti styrkleiki Guðlaugs er að kunna að koma áhorfendum til að hlæja. Herdís lærir íslensku og ensku í háskólanum og fer að skrifa í blöð um bókmenntir og er að lokum orðinn leiklistargagn- rýnandi. Að vonum fer þetta illa saman, leikarinn og leiklistar- gagmýnandinn, ekki samt í einka- lífinu heldur út á við. Hjá leikfélag- inu er Guðlaugi núið um nasir að stýra penna konu sinnar í þeim eina til- gangi að klekkja á starfsfélögum sínum. Andrúmsloftið verður eitrað og Guðlaugi er sagt upp störfum. Þá fyrst fer sagan að nálgast hápunktinn; uppgjör Guðlaugs, bæði hvað snertir einkalíf og atvinnu, er óumflýjanlegt. Fórnir verður að færa. Persónulýsingar í bókinni eru margar vel unnar en ekki að sama skapi eftirminnilegar. Upp úr standa bæði Guðlaugur og Herdís. Feður þeirra beggja, bókavörðurinn Jónas og úrsmiðurinn Lárus, eru fastir fyr- ir, hvor með sínum hætti. Gengið í leikhúsinu er hálfvillt og yfir- borðskennt lífernið þar á ekki alls kostar við Guðlaug. Samskipti Guðlaugs og Bóa Hermannssonar eru dramatísk án þess þó að per- sóna Bóa risti mjög djúpt. Sagan er fyndin án þess að vera nokkurn tíma aulafyndin. Fyndnin síast í gegnum hvers- dagslegustu atburði, lýsingar eru látlausar en bera með sér vand- ræðalegan keim sem koma manni til að hlæja næstum eins og á óvart. Þegar tilfinningarnar eru spenntar og katastrófan á næsta leiti er stutt í kómíkina; minnir á ekki minni snilling en Shakespe- are. Herdís heldur fram hjá Guð- Iaugi, hann ráfar hvað eftir annað að svefnherbergisdyrunum til þess eins að uppgötva æ ofan í æ að dyrnar eru læstar og fyrirgangur í rúminu. Hvað gerir maður í eigin- konunauð? Guðlaugur Bergmann Lárusson fer inn í næsta herbergi og leggst þar með tiltækri konu. Svo er nú það. Eða hádramatískasta atriði sögunnar, hvar skyldi það gerast annars staðar en á raunverulegu leiksviði? Ekki er hægt að lýsa því nán- ar án þess að spilla fyrir ánægju væntan- legra lesenda. í þessu atriði tekst höfundin- um best að tefla sam- an fáránleika, hallær- ishætti, fyndni, af- brýði og sorg í einn heljarþungan punkt. Eins og svo marg- ar aðrar skáldsögur dregur þessi sinn djöf- ul. Það kann að hljóma eins og kækur að þessi ritdómari hér kvarti undan skorti á hugsaðri byggingu í íslenskum skáldsögum. Bygging þessarar sögu er einföld, of ein- föld til þess að dramatíkin nái þeim sprengikrafti sem vænta má. Þótt aukapersónur séu margar spennandi eru þær illa nýttar til þess að varpa ljósi á aðalpersónuna Guðlaug. Samverkamenn hans í leikhúsinu eru fremur samsafn statista en heilsteyptra karaktera. Persónur þurfa hvorki að gera margt né segja margt til þess að lifna við. Þær þurfa bara að gera hið rétta og segja hið rétta á réttu augnabliki. Slíkt kemur að vísu fyrir en bara alltof tilviljanakennt. í þessari bók er mikið um beina ræðu sem á köflum er vel unnin. Á móti kemur alltof oft fyrir að persónur lenda á samræðufylleríi sem gæti vel átt sér stað í veruleik- anum en lítur illa út á pappír í skáldsögu. Með öðrum orðum: Styttri bók hefði orðið betri bók. í lokin þetta: Hér er á ferðinni alltof frumlegt efni og efnismeð- ferð til þess að verá_ eingöngu geymt sem skáldsaga. Ég sé fyrir mér að Undan fjalaketti gæti orð- ið spennandi, fyndin og tilfinn- ingarík sjónvarpsmynd. Ingi Bogi Bogason Gunnar Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.