Morgunblaðið - 21.12.1995, Page 8

Morgunblaðið - 21.12.1995, Page 8
ffargtttifif«t!»fö VIÐSKIFTIAIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 1995 Morgunblaðið/Árni Sæberg HAFSTEINN Reykjalín, eigandi Avis bílaleigunnar Avis í alþjóða bókunarkerfi AVIS bílaleigan hefur tengst hinu alþjóðlega bókunarkerfi Avis Wizard sem teygir anga sína til 15 þúsund söluaðila víðsvegar um heiminn. Þetta gjörbreytir allri aðstöðu bíla- leigunnar til markaðssetningar erlendis og einfaldar mjög bók- anir fyrir erlenda aðila sem þurfa á bílaleigubíl að halda hér á Iandi. Að sama skapi opn- ast miklir möguleikar á að bóka bílaleigubíla fyrir íslendinga hvar sem er í heiminum á hag- stæðum kjörum. Eigandi Avis-bílaleigunnar, Hafsteinn Reykjalín, rak áður bílaleiguna RVS, en fékk Avis- umboðið ásamt öðrum árið 1989. Hann tók alfarið við um- boðinu árið 1992 og sameinaði þá bílaleigu RVS og Avis. Á þeim tíma var bílaleigan með 35 bíla en þeim hefur fjölgað um 35 á hveiju ári. Nú í sumar var fyrirtækið mest með 137 bíla í útleigu af ýmsum gerðum, bæði stóra og smáa. Avis starf- rækir útibú á Akureyri, Þórs- höfn, Höfn og Keflavíkurflug- velli. Stefnt er að því að vera með mun fleiri bíla í útleigu á næsta ári. Hjá fyrirtækinu starfa 6-9 manns að jafnaði auk starfsmanna á landsbyggðinni. Hafsteinn segir að nánast sama verðskrá hafi verið í gildi frá árinu 1991 og í mörgum tilfellum hafi verð lækkað frá þeim tíma. „Viðskiptin hafa verið að aukast smátt og smátt þannig að hagstæðari innkaup hafa náðst á bílum. Þá er minna um tjón og skemmdir á bílum en áður var. Síðan reynum við að halda yfirbyggingu og kostnaði í lágmarki. Bílaleiga er að færast í ríkari mæli út í að leigja bíla á föstu daggjaldi án kílómetragjalds. Það skiptir einnig miklu máli að ná upp góðri nýtingu á bílaflotann." Kerfið veitir yfirsýn Hingað til hafa bílar hjá Avis bílaleigunni verið bókaðir bréf- lega, gegnum fax eða síma og hafa viðskiptavinir því þurft að bíða eftir staðfestingu, að sögn Hafsteins. Með hinu nýja Wiz- ard-kerfi geta nú 15 þúsund söluaðilar um allan heim lagt inn pöntun á hvaða tíma sólar- hrings sem er og fengið stað- festingu á henni svo til sam- stundis. Um leið eru veittar upplýsingar um tegund bifreið- ar, verð, afhendingarstað og -stund. Meðal söluaðila eru ferðaskrifstofur og flugfélög um heim allan því kerfið er samtengt helstu bókunarkerf- um flugfélaganna eins og Amadeus og Galileo. Hægt verður að skrá allar bókhaldsupplýsingar í kerfið ásamt upplýsingum um verð, viðskiptavini, bíla o.s.frv. Það auðveldar því yfirsýn yfir dag- legan rekstur og gerir hann mun markvissari. Hafsteinn segir að núna hafi opnast möguleikar fyrir stjórn- endur fyrirtækisins að fylgjast með rekstri þess eða jafnvel fjarstýra því hvar sem er í heiminum því kerfið veiti upp- lýsingar um leigu á einstökum bílum, kílómetrafjölda, pantan- ir o.s.frv. Sömuleiðis sé unnt að setja fram sértilboð á útleigu bíla í tiltekinn tíma og kemur það upp á skjánutn hjá öllum þeim aðilum sem hafa aðgang að kerfinu. Á sama hátt eigi Islendingar nú kost á að nýta sér tilboð bílaleiga um allan heim. Vissulega feli þetta kerfi í sér töluverðan kostnað en reiknað sé með því að það muni skila sér margfalt til baka með auknum viðskiptum og hagræðingu. Fólk Nyir starfs- menn hjá Opn- um kerfum •KARL Björgvin Brynjólfsson hef- ur verið ráðinn hjá Opnum kerfum hf. sem markaðs- fulltrúi í heildsölu. Hann starfaði áður hjá Örtölvutækni lif. frá 1991. Karl hóf störf hjá Opn- um kerfum hf. í september sl. Unnusta Karls er El- ísabet Erla Dungal bankastarfs- maður og eiga þau eitt barn. •BENEDIKT Gröndal hefur verið ráðinn hjá Opnum kerfum hf. við þjónustu og ráðgjöf á net- kerfum og víð- netsbúnaði. Hann lauk tæknifræði- prófi frá Tækni- skóla Kaup- mannahafnar árið 1987 og hóf þá störf hjá Oli- vetti í Kaupmannahöfn. Arið 1988 hóf hann störf í tölvudeild Raf- magnsveitu Reykjavíkur þar sem hann starfaði til ársins 1990. Síðastl- iðin fimm ár starfaði hann hjá Ört- ölvutækni hf. þangað til hann var ráðinn til Opinna kerfa hf. Benedikt er kvæntur Ragnhildi Teitsdóttur og eiga þau saman 2 börn. •HANS Pétur Jónsson hefur verið ráðinn hjá Opnum kerfum hf. í starf mark- asðfulltrúa í beinni sölu. Hans sér um PC-tölvur frá Hewlett-Packard og FISKARS-raf- bakhjarla ásamt því að annast viðskiptavini sem nota HP-vélbúnað til keyrslu á Conc- ord/XAL-hugbúnaði. Hans starfaði Hans Pétur Jónsson hjá Hans Petersen hf. frá 1979 til 1986 og sem deildarstjóri Tölvu- tækni-Hans Petersen hf. frá 1986 þar til Örtölvutækni-Tölvukaup hf. keypti reksturinn í lok árs 1991. Þar starfaði Hans síðan þar til hann hóf störf hjá Opnum kerfum hf. í lok október sl. Hans er kvæntur Öldu Björk Sigurðardóttur og eiga þau tvö börn. Nyráð- gjafarstofa •HÖSKULDUR Frímannsson hefur stofnað rekstrarráð- gjafarstofu. Við- fangsefni stof- unnar verða eink- um á sviði stjórn- unar, endurskipu- lagningar, stefnu- mótunar og al- tækrar gæða- stjórnunar. Jafnframt hyggst hann sinna ritstörfum um stjórnun og skyld efni, að því er segir í frétt. Höskuldur er stúdent frá Versl- unarskóla Islands 1970, viðskipta- fræðingur frá Háskóla íslands 1977 og með MBA frá University of Bridgeport 1978. Frá því hann lauk námi hefur hann starfað við að stuðla að betra samstarfi á milli fyrirtækja, deilda og starfsmanna. Síðastliðin 10 ár hefur hann starfað sem rekstrarráðgjafi, fyrst hjá Skýrr og síðan hjá Ráðgarði frá 1990. Hann varð stundakennari við Viðskipta- og hagfræðideild HI 1984 og lektor við deildina 1988. Auk þessa hefur hann flutt fyrir- lestra, haldið námskeið og ritað greinar í blöð og tímarit um stjórnun. Höskuldur kemur til með að leggja áherslu á vinnu með stjórn- endum þar sem skilvirkni samstarfs milli þeirra og starfsmanna er auk- in. Leitast verður við að beisla það afl sem til staðar er í fyrirtækjum til að þau verði samkeppnishæfari. Til að ná þessum árangri mun Hös- kuldur notast við aðferðir gæða- stjórnunar og lærdómsfyrirtækisins. Einnig er boðið að byggja upp hópa með frelsi til frumkvæðis. Torgið Heildasala á láns- fjármarkaði HUGMYNDIR nokkurra fjárfesta með Sjóvá-Almennar og Vátryggingarfélag ís- lands í fararbroddi um stofnun nýs fjár- málafyrirtækis hér á landi, sem m.a. myndi starfa sem heildsölubanki, voru í fréttum í síðustu viku. Þetta er mjög áhugaverður kostur á íslenskum fjár- magnsmarkaði en spurningin er hvort slíkur banki gæti boðið íslenskum fyrir- tækjum upp á betri lánskjör en þeim bjóð- ast nú hér á landi. Morgunblaðið gerði lauslega könnun á því hvaða kjör væru í boði hjá nokkrum bönkum og fjárfestingarlánasjóðum. Gengið var út frá því að fyrirtækið teldist vera traustur viðskiptavinur sem væri að taka 50 milljónir króna að láni til lengri tíma. Ekki voru teknar með í reikninginn þær þóknanir sem ríkissjóður tekur til sín, en þar er m.a. að finna 1,5% stimpil- gjald sem ekki er hægt að semja um neinn afslátt á., sama um hversu háar upphæðir er að ræða. Hjá Fiskveiðasjóði eru teknir 6,5% vextir af lánum. Þeir breytast þó í sam- ræmi við gengisbreytingar og breytingar á líbor-vöxtum erlendis. Þessir vextir mið- ast við gengiskörfu fiskveiðasjóðs sem í grófum dráttum er samsett af jeni(20%), dollar(30%) og evrópskum gjaldmiðl- um(50%). Lántakandi getur þó valið aðra kosti og t.d er mögulegt að taka lán í einni erlendri mynt og ber lánið þá líbor-vexti í viðkomandi landi að viðbættu 2,2% álagi. Sem dæmi má nefna að ef lánið er tekið í jenum eru líbor-vextir í dag 0,45%, og vextir af láninu því 2,65%. Láp í mörkum myndi í dag bera 6,01% vexti og svo koll af kolli. Gengisáhætta viðkom- andi verður þó mun meiri með þessum hætti. Iðnlánasjóður býður upp á 6,75% vexti, íslandsbanki upp á 6,8% vexti en hjá Búnaðarbankanum eru kjörvextir lægstir eða 6,45%. Ekki fékkst uppgefið hvaða skilyrði fyrirtæki þurfa að uppfylla hjá bönkunum til þess að fá hagstæð- ustu kjör en á það hefur verið bent að þar sé um mjög lítiinn hluta fyrirtækja að ræða. Hjá Iðnlánasjóði fengust þær upplýsingar að um fjórðungur viðskipta- vinanna fái bestu kjör og eins og fyrr segir er aðeins eitt vaxtastig hjá fisk- veiðasjóði og því allir viðskiptvinir á sömu vaxtakjörum. Fljótt á litið virðist hins vegar muna mestu í þóknun. Hjá Fiskveiðasjóði er lántökuþóknunin 1% en 2% hjá íslands- banka og Búnaðarbanka. Ekki fékkst upp- gefið hver lántökuþóknunin er hjá Iðnl- ánasjóði. Hins vegar er bent á að þóknun- in sé í flestum tilfellum samningsatriði hjá bönkunum þegar að góðir viðskipta- Samanburaur á iánskjBrum banka og fjárfest.iánasjoða Lánastofnun Vextir Lántökugj. Búnaðarbanki 6,45% * 2,0% íslandsbanki 6,80% * 2,0% Iðnlánasjóður 6,75% * Ekki gefið upp Fiskveiðasjóður 6,50% 1,0% * Kiörvextir vinir eiga í hlut, og samningsstaða fyrir- tækja sé eðlilega misjöfn. Því má ætla að þessi munur sé eitthvað minni í raun. Það virðist því ekki vera ýkja mikill munur á þeim kjörum sem að bankakerf- ið býður fyrirtækjum upp á nú, og þeim kjörum sem þau geta fengið hjá fjárfest- ingarlánasjóðum. Erfitt er að gera sér grein fyrir því hvort að heildsölubanki gæti boðið betri kjör en þetta. Hugsan- lega gæti þó verið eitthvað svigrúm til þess að lækka þóknunina, en ekki mun vera óalgengt að þóknun erlendra heild- sölubanka fari allt niður í 0,2% þegar um hærri fjárhæðir er að tefla. Þessi kjör virðast heldur ekki vera ósvipuð því sem fyrirtæki hafa getað fengið á frjálsum markaði hér heima með skuldabréfaútboði. Þar hafa vaxtakjörin verið í kringum 6,5%-7,0%, eða aðeins um 1% lakari en þau kjör sem ríkissjóði býðst á innlendum lánamarkaði og þykir ýmsum sem munurinn þar sé helst til lítill. Sú spurning sem eftir stendur er þá hvort að fyrirtæki geti nálgast eitthvað hagstæðari lán erlendis. Þar skiptir gríð- arlega miklu máli hvort að banka- eða ríkisábyrgð liggi að baki. Betri kjör nást út á slíkar ábyrgðir en fyrir þær þarf að sjálfsögðu að greiða. Bankar og fjárfest- ingarlánasjóðir geta tekið lán á u.þ.b. 0,2-0,4% yfir líbor, enda liggur þar ríkis- ábyrgð eða ígildi hennar að baki. Ef um fyrirtæki kýs að notast ekki við neinar ábyrgðir er ekki óalgengt að þau greiði u.þ.b. 1,5%-2,5% yfir líbor, sem er um- talsvert meira en ríki og lánastofnanir greiða. Því má vel hugsa sér að íslenskur heild- sölubanki, sem hefur komið sér upp þokkalegu lánstrausti, geti miðlað slíkum lánum hingað til lands á betri kjörum en nú er. Um slíkt skal þó ekki fullyrt hér en þetta er spennandi möguleiki sem áhugavert verður að fylgjast með hvort úr rætist í framtíðinni. ÞV

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.