Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ AÐSTANDENDUR verð- bréfafyrirtækisins Hand- sals hf. sjá nú loks fyúr endann á þeim óróleika sem verið hefur í hluthafahópi fyrir- tækisins á síðustu misserum. Lang- vinnum deilum milli hluthafa lyktaði með því hinn 12. janúar sl. að Sigurð- ur Helgason og aðilar honum tengd- ir seldu sín bréf, sem voru að nafn- virði 47 milljónir króna, fyrir 103 milljónir. Um leið lét Edda Helgason af störfum framkvæmdastjóra. Kaupin voni gerð að frumkvæði ann- arra hluthafa sem mynduðu meiri- hluta, einkum Lífeyrissjóðs Austur- lands, en ætlunin er síðan að selja bréfin til hóps íjárfesta. Verið er að ganga endanlega frá sölu bréfanna þessa dagana og er útlit fyrir að eftirspum sé meiri en framboð. í því sambandi hafa verið nefndir til sögunnar sem hugsanlegir kaupendur Trygging hf., Sparisjóður vélstjóra, Prentsmiðjan Oddi hf., Sund hf. og Eignarhaldsfélagið Al- þýðubankinn hf., Skúli Þorvaldsson, eigandi Hótels Holts, tveir lífeyris- sjóðir, ásamt aðilum sem tengjast samvinnuhreyfmgunni. Ekki rekið í tengslum við banka Handsal hf. var stofnað fyrir rétt- um fimm árum undir forystu Eddu Helgason, rekstrarhagfræðings, en hún hafði þá starfað um árabil hjá Citibank og síðar stofnaði hún verð- bréfafyrirtækið Sleipner í London. Vel gekk að safna hlutafé og skrif- uðu sig fljótlega um 20 aðilar fyrir bréfum að fjárhæð um 70 milljónir. Samstarfsmenn Eddu voru tveir fyrr- um starfsmenn Fjárfestingarfélags íslands hf., þeir Pálmi Sigmarsson og Stefán Jóhannsson. Þegar í upp- hafí markaði fyrirtækið sér nokkra sérstöðu á íslenskum verðbréfamark- aði þar sem það var hvorki rekið í tengslum við banka eins og önnur verðbréfafyrirtæki eða hafði með höndum rekstur verðbréfasjóða. Því var ætlað að stunda svokallaða heild- sölu á þessu sviði í viðskiptum við fyrirtæki, stofnanir og lífeyrissjóði. Handsal tók fljótlega að sér umboð fyrir erlenda verðbréfasjóði og gerði ráðgjafarsamninga við nokkra lífeyr- issjóði. Verðbréfaveltan á fyrsta starfsárinu var alls 9,3 milljarðar en jókst í 15 milljarða árið 1992. Veltan var síðan 21 milljarður 1993, 19 milljarðar 1994 og tæplega 25 millj- arðar 1995. Hagnaður hefur verið hjá fyrirtækinu allt frá upphafi og hluthafar fengið 5—10% arð á hveiju ári. Trygging seldi eftir ársuppgjör 1994 Deilur innan félagsins eiga sér langan aðdraganda því samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom brestur í samstarfíð í stjóminni í desember árið 1994. Þá kom upp alvarlegur ágreiningur við Lífeyris- sjóð Austurlands, einn stærsta hlut- hafa félagsins, vegna viðskipta sjóðs- ins við fyrirtækið. Raunar hótaði líf- eyrissjóðurinn málaferlum á hendur fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri líf- eyrissjóðsins var þá varaformaður stjórnar og var hún óstarfhæf um sex mánaða skeið eða fram í maí- mánuð af þessari ástæðu. Næst bar til tíðinda um sumarið þegar Sigurður Helgason og fjöl- skylda ákváðu að kanna möguleika á sölu hlutabréfa sinna. Tilboð barst í bréfín bæði frá lögfræðiskrifstofu Sigurðar G. Guðjónssonar og öðrum hópi óþekktra fjárfesta. Þegar ljóst varð að bréfín yrðu ekki seld á þeim tíma tók Trygging hf. ákvörðun um að bjóða Sigurði Helgasyni 15% hlut sinn í félaginu til kaups. Trygging hafði verið annar stærsti hluthafínn á eftir Sigurði Helgasyni og sat Ágúst Karlsson, forstjóri félagsins, í stjórn Handsals. Tryggingafélagið var mjög óánægt með samstarfíð í stjóminni eftir það sem á undan var gengið, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Einn- ig blandaðist inn í þessar deilur óánægja með lántökur Eddu Helga- son hjá félaginu sem komu fram í uppgjöri fyrir árið 1994. Þetta atriði mun raunar hafa verið þymir í aug- um fleiri hluthafa og starfsfólks fyr- irtækisins. Salan á hlutabréfum Tryggingar gekk þó ekki snurðulaust fyrir sig, #• Oldumar að lægja hjá Handsali Fréttaskýring Loks sér fyrir endann á langvinnum deilum hluthafa Handsals sem staðið hafa yfir frá árínu 1994. Nýir og öflugir fjárfestar eru að ganga til liðs við fyrirtækið og rætt er um að auka hlutaféð um 50 milljónir vegna mikillar eftirspumar eftir hlutum. Kristínn Briem fjallar hér um átökin innan félagsins og framtíðarhorfur í rekstri þess. Hluthafar í Handsali hf um síðustu áramót Landis holdings sELT 32,7% Skeifan 15 10,8% lifeyrfss). Austuriands 9,4% Edda Helgason s&V-T 6,6% Pálmi Sigmarsson 5,8% Árni Gestsson 4,5% Páll Ásgeir Tryggvason 4,3% Þórhallur Þorláksson 4,2% Jáhannes Markússon s£lT 4,0% Gísli Marteinsson 2,9% Sandur hf. 2,7% Sigurður M. Magnússon 2,7% Ólöf H. Preston sELt 1,4% Rolf Johansen 1,4% Sigurður I. SlgurðssorsELT 1,4% Sindrastál hf. 1,4% Helgi H. Sigurðsson s E LT1,3% Framtíðarsjóðurinn hf. 1,3% Smith & Norland 0,8% Hlutafé samtals 95 milljónir kr. enda var þá orðið Ijóst að tvær fylk- ingar höfðu myndast í hluthafahópn- um. í annarri fylkingunni var Sigurð- ur Helgason og aðilar honum tengd- ir með rétt tæpan helming bréfanna. í hinni var Lífeyrissjóður Austur- lands, bræðurnir Sveinn og Ágúst Valfells og fleiri hluthafar sem sam- anlagt áttu nauman meirihluta hluta- flárins. Sigurður Helgason og hans fólk gerðu tilboð í bréfín miðað við geng- ið 1,90 og var gengið frá samningum um kaupin með fyrirvara um for- kaupsrétt annarra hluthafa. Þetta olli úlfaþyt meðal annarra hluthafa sem töldu hagsmunum sínum ógnað, en kaupin hefðu að óbreyttu þýtt að Sigurður og aðilar honum tengdir væru komnir með meirihluta. Niður- staðan varð sú að hluthafarnir ákváðu allir sem einn að nýta sér forkaupsréttinn þannig að valdajafn- vægið hélst óbreytt í félaginu. í því sambandi er því haldið fram að lán- tökur framkvæmdastjórans hafí opn- að augu manna fyrir þeirri áhættu sem fylgt gæti meirihluta einnar fjöl- skyldu. Raunar' er einnig fullyrt að Sigurður Helgason hafí árangurs- laust reynt að kaupa hluti í félaginu allt fram á þetta ár og bent á að einungis hafi vantað prósentubrot upp á meirihlutann. „Samsæriskenningum“ mótmælt Þessum kenningum er hins vegar harðlega mótmælt af hálfu Sigurðar og fjölskyldu hans. Aldrei hafí staðið til að kaupa öll bréf Tryggingar hf. og skýrt komið fram að enginn áhugi væri fyrir að ná meirihluta í félag- inu. Raunar hafí verið boðsent sér- stakt bréf til allra hluthafa þessa efnis. Tilboðið hafi verið gert með vitund og samþykki stjórnarfor- manns og stjórnar í þeim tilgangi að höggva á þann hnút sem mynd- ast hafði vegna Tryggingar. Endan- leg niðurstaða sem lyktaði með kaup- um allra hluthafanna hafi verið mjög af hinu góða. Á það er bent að bréf Sigurðar M. Magnússonar og fleiri aðila hafí einnig verið til sölu á þessum tíma og raunar hafi hann gert kröfu um að bréf sín yrðu keypt. Þannig hefði verið hægðarleikur að ná meirihluta í félaginu en fyrir því hafi einfaldlega ekki verið áhugi. Þessi staðreynd afsanni allar kenningar um að fjöl- skyldan hafi ætlað sér að ná meiri- hlutanum. Skipt um fjóra stjórnarmenn Á aðalfundi Handsals hf. hinn 22. september dró aftur til tíðinda í hlut- hafahópnum. Þá lagði fulltrúi Lífeyr- issjóðs Austurlands fram tillögu um að hlutafé félagsins yrði aukið um 50 milljónir króna, félagið yrði opnað og hluthafahópurinn breikkaður. Jafnframt var iögð fram tillaga þess efnis að sett yrði inn í samþykktir ákvæði um að starfsmönnum væri óheimilt að taka lán hjá fyrirtækinu. Þessar tillögur náðu ekki fram að ganga heldur var vísað til stjórnar. Stjórnarkjörið endurspeglaði síðan hræringarnar hjá félaginu, þar sem kjömir voru í stjórn þeir Ragnar S. Halldórsson, formaður, Einar Hálf- danarson, Sigurður Helgason, Ög- mundur Skarphéðinsson og Sigurður M. Magnússon. Þeir fjórir fyrst- nefndu komu í stað Ágústs Valfells, Ágústs Karlssonar, Eddu Helgason og Gísla Marteinssonar. Fylkingamar tvær voru nú hvor með sína tvo menn í stjórninni, en náðu samkomulagi um að Ragnar Halldórsson yrði stjómarformaður sem hlutlaus aðili til eftirlits. Lántökurnar gagnrýndar í skýrslu bankaeftirlits Hins vegar lá fyrir á aðalfundin- um að Edda Helgason hafði gert upp sín lán að fullu. Því máii var þó ekki endanlega lokið því það skaut aftur upp kollinum í skýrslu bankaeftirlits Seðlabankans um Handsal sem unnin var undir lok sl. árs. Bankaeftirlitið gerði þar at- hugasemdir við lántökur Eddu, en ekki síður við lántökur Pálma Sig- marssonar, hins framkvæmdastjóra félagsins. Pálmi hafði þá einnig gert upp sín lán til fulls. Eftir því sem næst verður komist taldi bankaeftirlitið að umræddar lántökur væru ekki við hæfí þar sem í hlut ættu framkvæmdastjórar verð- bréfafyrirtækis og handhafar leyfis til verðbréfamiðlunar. Heimildamenn Morgunblaðsins benda á í því sam- bandi að strangar kröfur séu gerðar um viðskiptasiðferði og vinnubrögð þeirra sem hafi slík leyfi og það verði að vera yfír allan vafa hafið. Edda hefur vísað því á bug að starfslok hennar hafí stafað af ein- hvers konar misferli í starfi. 1 frétta- tilkynningu segist hún hafa notið lánafyrirgreiðslu með vitund stjórn- enda fyrirtækisins, vextir hafi verið greiddir á eðlilegan hátt og endur- greiðsla átt sér stað að fullu. Lántökur Eddu eiga sér eðlilega skýringu, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Edda stóð i miklum málaferlum í Bretlandi fyrir nokkrum árum ásamt fyrrverandi viðskiptafé- laga sínum vegna starfa sinna þar í landi. Hann lýsti sig gjaldþrota á sínum tíma og gerðu lögmenn hans kröfu um að Edda stæði skil á lög- fræðikostnaði hans þar sem hún væri félagslega ábyrg. Lögfræði- kostnaðurinn vegna málaferlanna lenti því með tvöföldum þunga á Eddu og þurfti hún því á ákveðinni lánafyrirgreiðslu að halda til að mæta honum . Um aðrar athugasemdir bankaeft- irlitsins er lítt vitað. Ragnar S. Hall- dórsson, stjómarformaður Handsals, kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki geta skýrt frá einstökum atrið- um í skýrslu bankaeftirlitsins. „Það er hlutverk bankaeftirlitsins að hafa eftirlit með fjármálafyrirtækjum og auðvitað gerði það sinar athuga- semdir," sagði Ragnar. „Hins vegar voru þær að miklu leyti samhljóða þeim athugasemdum sem við höfðum þegar fengið frá löggiltum endur- skoðanda félagsins, KPMG Endur- skoðun hf. Þess vegna vorum við farnir að vinna að þessu og héldum áfram eftir að við fengum þessar athugasemdir. Þegar við gáfum svör um hvenær við myndum geta lokið við að koma því í lag sem bankaeftir- litið fann að, var málinu lokið af þess hálfu.“ Sigurjón Sighvatsson meðal tilboðsgjafa Sala Sigurðar Helgasonar og tengdra aðila á tæplega helmings hlut í félaginu hinn 12. janúar sl. átti sér skamman aðdraganda. Þá var aftur á ferðinni sami hópurinn og hafði sýnt áhuga á að kaupa bréf- in síðastliðið sumar. Þannig gerði Almenna lögfræðistofan sem Sigurð- ur G. Guðjónsson er í forsvari fyrir, tilboð fyrir hönd breiðs hóps flár- festa sem hljóðaði upp á 2,0. Tilboð- ið var síðan hækkað í 2,05 og aftur í 2,1, en lengra náðu þær þreifingar ekki. Meðal þessara tilboðsgjafa voru aðilar sem tengdust Íslenska út- varpsfélaginu hf., þ.á.m. Siguijón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood, ásamt Jafeti Ólafssyni, fyrrverandi útvarpsstjóra félagsins. Fjölskyldan vildi upphaflega selja bréfin á genginu 3,0, en gerði þessum aðilum gagntilboð miðað við gengið 2,35. Á það reyndi ekki heldur varð nið- urstaðan sú að samningar tókust við Einar S. Hálfdanarson, fulltrúa Skeifunnar 15, eignarhaldsfélags Valfells-bræðra, og Lífeyrissjóðs Austurlands, um kaupin miðað við gengið 2,2. Bréfin voru að nafnverði um 47 milljónir og nam söluandvirði þeirra því um 103 milljónum, eins og fyrr segir. Sala bréfanna til hóps fjárfesta er nú á lokastigi. Áhuginn meðal væntanlegra kaupenda virðist tölu- verður og er nú rætt um að auka hlutaféð um 50 milljónir króna til að mæta eftirspurninni. Það mun væntanlega skýrast á allra næstu dögum hveijir verða nýir eigendur fyrirtækisins. Stóraukin umsvif í fyrra Á síðasta ári jukust umsvif Hand- sals verulega því fjármunir í fjár- vörslu fóru úr 2,5 milljörðum í 5 milljarða milli ára. Sérstaklega hef- ur fjárvarsla aukist fyrir lífeyrissjóði vegna fjárfestinga þeirra erlendis. Þá hafði félagið frumkvæði að því að bjóða svonefnd fasteignalán til einstaklinga sem eru til 25 ára og hafði milligöngu um slík lán sam- tals að fjárhæð 3 milljarðar. Önnur verðbréfafyrirtæki og bankar hófu einnig að bjóða þessi lán í kjölfarið sem hleypti auknu lífi í samkeppnina á fjármagnsmarkaðnum. Þykir ljóst að hér hafi verið um mikið framfara- spor að ræða hjá Handsali. Þetta ásamt fleiri þáttum skilaði sér í 38% tekjuaukningu á árinu. Einhver hagnaður varð hjá félaginu á árinu en endanleg tala liggur ekki fyrir. Forráðamenn Handsals eru bjart- sýnir á framtíð rekstrarins og telja að fyrirtækið muni áfram njóta mjög góðs af þeirri sérstöðu sinni að hafa ekki með höndum rekstur verðbréfa- sjóða og vera óháð bönkum. Tekist hefur að lækka rekstrarkostnað að undanfömu, m.a. með fækkun starfsmanna, og gera áætlanir ráð fyrir tæplega 20 milljóna hagnaði á þessu ári. Þá hefur einn af reynd- ustu verðbréfamiðlurum landsins, Þorsteinn Ólafs, sest í framkvæmda- stjórastólinn, sem mun opna félaginu ný sóknarfæri. Síðast enn ekki síst er gert ráð fyrir að nýir og öflugir hluthafar muni færa fyrirtækinu aukin viðskipti og styrkja ímynd þess.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.