Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 15. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Afáhættumati og útlánatöpum Innlendar lánastofnanir hafa dregið dýran lærdóm af ófullkomnu áhættumati á undan- förnum árum. í kjölfarið hefur í auknum mæli verið grípið til mats á greiðsluþoli lántakanda í stað þess að meta einungis tryggingar að baki lánum. Á sama tíma hefur hins vegar aðilum á lánsfjármarkaði farið fjölgandi með auknu frelsi á fjármagns- markaði og hefur framkvæmdastjóri Iðnl- ánasjóðs dregið í efa að lærdómur lánastofn- ana hafí skilað sér til þessara aðila. sú, að fjárfestarnir, sem að mest- um hluta til eru lífeyrissjóðirnir í landinu, séu ekki búnir að læra þá lexíu sem bankar og sjóðir lærðu, þegar þeir stóðu frammi fyrir útlánatöpum.“ Bragi veltir því einnig fyrir sér hvernig greiðslugeta skuldara sé metin í þessum útlánum, t.d. hvað varðar lokuð skuldabréfaútboð fyr- irtækja sem fara fram í gegnum verðbréfafyrirtækin. „Hvað vita fjárfestar um greiðslugetu skuldarans? Byggist fjárfestingar- mat þeirra á gildi gömlu góðu steinsteypunnar eins og í lána- stofnunum á árum áður?“ spyr Bragi og segir að þessum spurn- ingum verði að svara áður en menn vakni upp við ný útlánatöp, að þessu sinni hjá öðrum aðilum en lánastofnunum. Þorsteinn Víglundsson kynnti sér hvað þama liggur að baki. ISLENSKUR íjármagns- markaður hefur tekið stakka- skiptum á undanförnum misserum og hefur samkeppni á lánsfjármarkaði aukist til muna. í stað þess að leita til viðskipta- banka eða lánasjóða eru mörg fyrirtæki og sveitarfélög farin að snúa sér beint að verðbréfamark- aði með útgáfu skuldabréfa. Kaupendur þessara bréfa, sem samanstanda af lífeyrissjóðum, verðbréfasjóðum og hlutabréfa- sjóðum, svo dæmi séu tekin, eru því orðnir virkari í lánveitingum en áður hefir tíðkast. Bragi Hannesson, framkvæmda- stjóri Iðnlánasjóðs, lýsir hins vegar yfir áhyggjum af því að áhættumat þessara nýju aðila á lánsfjármark- aði sé hugsanlega ófullkomið, í leið- ara nýjasta tölublaðs Iðnlánasjóðs- tíðinda, og segir það ekki vera í takt við þann lærdóm sem bankar og lánasjóðir hafí dregið af útlán- atöpum undangenginna ára. Bragi segir að flestar lánastofn- anir hafi tekið áhættumat sitt til gagngerrar endurskoðunar í kjöl- far þessara útlánatapa. Þar hafi stöðugleikinn í efnahagslífinu auð- veldað verkið nokkuð. „Trygging fyrir láni er ekki það sem fyrst er skoðað nú heldur greiðslugeta skuldarans," segir Bragi í grein sinni. „Úr því þarf að fást skorið, hvort rekstur, efnahagur og stjórn viðkomandi fyrirtækis sé með þeim hætti að lán verði endurgreitt, áður en hugað er að næsta þætti, sem er mat á tryggingum." Gagnrýni Braga virðist fyrst og fremst beinast að verðbréfafyrir- tækjum og lífeyrissjóðum. Þessir aðilar hafí verið vaxandi þátttak- endur á markaðnum að undan- förnu, meðal annars í tengslum við aukin skuldabréfaútboð fyrirtækja og sveitarfélaga, fyrir milligöngu verðbréfafyrirtækja. Bragi segir að fullyrða megi að áhættumat fjárfesta á innlendum fjármagns- markaði sé mjög ófullkomið. „Skýringin á þessu kann að vera Hlutverk verðbréfafyrirtækja er að tniðla upplýsingum Davíð Bjömsson, deildarstjóri hjá Landsbréfum, segir það ekki rétt að verðbréfafyrirtækin starfi eftir einhverjum öðrum aðferðum en bankakerfið, hvað áhættumat við útlán varðar. „Okkar vinna felst í því að taka saman allar fáan- legar og nauðsynlegar upplýsingar sem gera endanlegum kaupendum kleift að taka ákvörðun. í þeim útboðum sem hér er verið að ræða um, að því er mér sýnist,.eru tekn- ar saman útboðslýsingar þar sem allar upplýsingar um viðkomandi aðila koma fram, bæði hvað fjár- hag varðar og einnig hvað varðar upplýsingar um stjórnun og hvað gera á við lánið.“ Davíð segir hins vegar að smærri aðilar fái ekki lán með þessum hætti nema gegn veði í fasteignuin. Við þær aðstæður fari fram greiðslumat á viðkom- andi 'og fasteignirnar sem taka á veð í séu metnar af hlutlausum fasteignasölum. „Þegar þessari vinnu sem snýr að verðbréfafyrir- tækinu er lokið, sendum við þess- ar upplýsingar til kaupenda, hvort sem þar er um að ræða lífeyris- sjóði eða aðra aðila. Þar með erum Davíð Björnsson Bragi Hannesson Jóhannes Siggeirsson við búnir að gera það sem við eig- um að gera sem miðlarar, þ.e. að ganga úr skugga um að allar nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir. Þá sjá fjárfestar hver kjörin eru og geta út frá því ákveðið hvort þeir séu tilbúnir til þess að kaupa bréfin eða ekki. Þeir hafa í vaxandi mæli slegið til og keypf skuldabréf beint af fyrirtækj- unum, í stað þess að kaupa skuldabréf af einstökum lána- stofnunum. Þetta er í raun aðeins spurning um framboð og eftir- spurn, þarna ræður markaðurinn og ekkert athugavert við það að framboð og eftirspurn stjórni verðinu á fijálsum markaði, þar sem allar upplýsingar liggja fyr- ir.“ Að sögn Davíðs fara fyrirtækin í gegnum ákveðna síu hjá verð- bréfafyrirtækjum, og mörg hver komast ekki í gegnum það mat sem þar fer fram, þar sem einhveijir hlutir eru ekki í lagi. „Það sem á annað borð fer frá okkur, fullmet- ið og með öllum nauðsynlegum upplýsingum, er lagt fyrír fagmenn sem eru fullfærir um að meta þá áhættu sem fylgir viðkomandi fjár- festingu,“ segir Davíð. Ávöxtunarkrafan of lág? Meðal þess sem Bragi gerir sér- staklega að umfjöllunarefni í grein sinni er lítill munur á þeim vaxta- kjörum sem fyrirtækjum og sveitarfélögum býðst á markaðn- um, í samanburði við lánakjör rík- isins. Bendir Bragi á að á innlend- um íjármagnsmarkaði, séu skráð fyrirtæki og skuldsett sveitarfélög að fá lán, án nokkurrar tryggingar með 0,5-0,70% ávöxtun umfram ríkistryggð húsbréf. „Miðað við hliðstæð viðskipti á alþjóðlegum markaði væri þessi munur frá 1,5% til 3,0%.“ Davíð Björnsson svarar því til að 6,5-7,0% raunvextir teljist varla vera lágir fyrir íslensk fyrirtæki, sérstaklega ef miðað er við það sem fyrirtæki erlendis eru að greiða. „Þessir vextir mættu ekki vera mikið .hairri án þess að fyrirtæki snúi sér alfarið að erlendum lánum. Við verðum að horfa á að það er ekki bara mikil samkeppni á milli innlendra lánveitenda, heldur eig- um við einnig í samkeppni við er- lenda aðila.“ Ekki farið út í greiðslumat Jóhannes Siggeirsson, fram- kvæmdastjóri Sameinaða lífeyris- sjóðsins, segir að sjóðurinn hafi ekki farið út í greiðslumat á lán- þegum sínum, líkt því sem lánþeg- ar húsnæðisstofnunar þurfa að ganga í gegnum. Þessi möguleiki hafi verið ræddur en ekki hafi ver- ið farið út í þá matsaðferð enn að minnsta kosti. Hann segir að þess í stað hafi sjóðurinn hert nokkuð á reglum sínum hvað veðsetningu varðar og þannig reynt að tak- marka upphæð skuldar sjóðfélaga við sjóðinn. Að sögn Jóhannesar eru það einkum þrír hópar fjárfesta sem kaupi markaðstengd skuldabréf hér á landi. Þeir eru lífeyrissjóðir, verðbréfasjóðir og fjársterkir ein- staklingar og fyrirtæki. Hann seg- ist ekki geta svarað því hvernig áhættumati hjá þessum hópum sé hagað almennt, en hjá Sameinaða lífeyrissjóðnum hafi það verið met- ið svo að ekki væri mikil áhætta fólgin í því að kaupa skuldabréf af sveitarfélagi á borð við Reykja- víkurborg. „Við höfum einnig til fjölda ára lánað sjóðsfélögum gegn fast- eignaveði. Við höfum verið mjög íhaldssöm í því og reyndar fengið skammir frá okkar sjóðsfélögum fyrir það. Við höfum miðað þar við að lána ekki hærri fjárhæðir FUNDUR framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. SCANDIC LOFTLEIÐI R Stmi: 5050 900 • Fax: 5050 905 Framtali á vaxtatekjum af spariskírteinum verði breytt UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur beint þeim tilmælum til ríkisskatt- stjóra að embættið endurskoði leið- beiningar til einstaklinga varðandi útfyllingu skattframtals. Telur um- boðsmaður eðlilegt að einstaklingum verði gefinn kostur á því að teija ár- lega fram áfallnar vaxtatekjur af spariskírteinum ríkissjóðs, í stað nú- verandi fyrirkomulags þar sem þessar tekjur eru taldar fram í heild á því ári sem skírteinin koma til innlausnar. Umboðsmaður segir að svo virðist sem núverandi fyrirkomulag hafi verið tekið upp á sínum tíma til að einfalda einstaklingum framtal Umboðsmaður Alþingis um framtals- leiðbeiningar þessara tekna, enda höfðu þær eng- in áhrif til skerðingar vaxtabóta né annarra skattalegra réttinda. Hins vegar hafi orðið breyting þar á frá og með 1. janúar 1995 er þessar tekjur hafi komið til frádráttar framtöldum vaxtagjöldum við út- reikning vaxtabóta. Einstaklingar hafi því staðið frammi fyrir því að uppsafnaðar vaxtatekjur og verð- bætur tiltekins árafjölda af spari- skírteinum kæmu til frádráttar vaxtabótum þeirra á því ári sem bréfin kæmu til innlausnar. Umboðsmaður segir að ekki sé sjálfgefíð að þessi uppgjörsháttur geti fallist óbreyttur undir íþyngjandi lagabreytingar við gildistöku þeirra, þegar svo er komið, að tekjur þessar skerði skattaleg réttindi einstaklinga samkvæmt ákvörðun löggjafans. Telur hann því eðlilegt að framtelj- endum verði gert kleift að telja fram vaxtatekjur hvers árs af spariskír- teinum, enda sé það í samræmi við uppgjörsaðferð þeirra á öðrum vaxtatekjum og -gjöldum. Tæknival CISCO er mest seldi netbúnaöur í heiminum í dag. CISCO fyrir Samnetiö / ISDN, Internetiö og allar nettengingar. -+

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.