Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 B 5 Aukin notk- un Asksins NOTKUN upplýsingastands- ins Asks á síðasta ári var nærri því þrefalt meiri en árið 1994. Fjöldi fyrirspuma það ár var um 900 þúsund en á síðasta ári hafði fyrirspurnum fjölgað í 2,5 milljónir; að sögn Þorsteins Garðarssonar, fram- kvæmdastjóra hugbúnaðar- og markaðssviðs Skýrr hf. Þorsteinn segir að hluta þessarar aukningar megi skýra með fjölgun standa, en Askarnir eru nú 23 talsins í samanburði við 10 árið 1994. Hins vegar segir hann að með- alijöldi fyrirspurna á hvern stand hafi aukist ur 58 þúsund í 95 þúsund á milli ára. Auk fjölgunar standa er aukin notkun þökkuð fjölgun upplýs- ingaflokka og bætts útlits. Þorsteinn segir að mögu- leikar Asksins hafi mælst vel fyrir hjá erlendum ferðamönn- um og hafi Skýrr borist fjöldi bréfa og tölvupósts þar sem ferðamenn hafi lýst yfir ánægju sinni með hvernig þeir hafi geta notað Askinn til að skipuleggja ferðir sínar um landið. Flestar fyrirspurnir á Askinum eru hins vegar á ís- fönsku, éða 70%, en um 11% fyrirspurna- eru á þýsku og 10% á ensku. Flutningsmiðlun Ferill send- ingar rakinn á alnetinu ZIMSEN-fiutningsmiðlun, um- boðsaðili United Parcel Setvice (UPS), býður nú viðskiptavin- um sínum upp á þá nýjung að geta rakið feril sendingar á alnetinu í gegnum heimasíðu fyrirtækisins. Með þessum hætti getur viðskiptavinurinn fengið upplýsingar um hvenær sending fór af stað, hvar hún hefur komið við á leiðinni, hvar hún er stödd hverju sinni og hvort hún hefur verið móttek- in, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Þá má sjá hvort sending hefur stöðvast einhvers staðar á leiðinni og hver ástæða stöðvunarinnar er. Þegar send- ing hefur verið afhent kemur fram hvenær og hver tók á móti henni. Það eina sem þarf að gera er að slá inn sendingar- númer í þar til gerðan reit á heimasíðu Zimsen. Slóðin er: http://www.mmedia.is/zims- en. Nýtt tæki mæl- irhreinlæti Gefur upplýsingar um gerla og önnur lífræn efni FTC á íslandi, sem sérhæfir sig í efnum og búnaði til hraðvirkra mæliaðferða, hefur hafið sölu á nýju tæki, ChecMate, til mælinga á hreinlæti, segir í frétt frá fyrir- tækinu. Tækið er framleitt af Lumac sem er frumkvöðull í þróun ATP mælitækja fyrir hreinlæti og gerlafjölda í matvælum. ATP er efni sem er til staðar í öllum lif- andi verum, bæði gerl- um og öðrum líf- rænum efnum. Mæling á ATP gefur betri upplýs- ingar um hreinlæti en mælingar á gerlafjölda, því ATP gefur bæði upplýsingar um gerla og önnur lífræn efnL — Til þessa hefur hreinlætiseft- irlit nánast eingöngu falist í mæl- ingum á gerlafjölda, sem eru fram- kvæmdar á rannsóknarstofum og taka nokkra daga. Niðurstöðurnar leiða því ekki til úrbóta í tæka tíð, heldur segja einungis til um óhreinindi sem voru eða hafa verið til staðar í nokkurn tíma og hafa hugsanlega valdið tjóni og skaðað heilsu neytenda. Notkun Check- Mate getur því leitt til umtalsverða úrbóta í hreinlæti matvælafyrir- tækja, dregið úr sýkingarhættu og hugsanlegum sjúkdómum af völdum salmonellu, listeríu og öðr- um hættulegum örverum. CheckMate fellur vel að kröfum nútíma gæðakerfa, svo sem GÁMES og ISO, sem öll matvæla- fyrirtæki eru skyldug að taka upp samkvæmt nýjum reglugerðum. Reynsla af notkun eldri gerða ATP mælitækja sýnir áð auk bætts hreinlætis leiðir notkun þeirra til markvissari stjórnunar á þrifnaði og lækkunar á launakostnaði og notkun hreinlætisefna. Tækið vinnur þannig, að sér- stökum strokupinna, SwabMate er rennt yfir flötinn sem mæla á. Hylki sem inniheldur öll mótefni til mælingarinnar er síðan brotinn og eft- ir að strokupinnan- um hefur verið dýft í mótefn in, er glasið með efnun- um sett í tækið, sem gefur svar um hrein- ____ lætið á nok- krum sekúnd- um. Minni í tækinu er hægt að forrita með kröfum í hreinlæti fyrir allt að 5 mismunandi mæli- staði og birtist niðurstaðan, grænt (í lagi), gult (vafi, mæla aftur) og rautt (þrífa betur) svæði, nánast samstundis. Hægt er að geyma allt að 999 mæligildi í minni tækis- ins og lesa niðurstöðurnar inn á tölvu í gegnum RS 232 tengi. CheckMate vegur einungis 900 grömm með hliðaról og "úmast auðveldlega í hendi, segir enn- fremur í fréttinni. Morgunblaðið/Sverrir Morgunblaðið/Jón Svavarsson STARFSMENN Tölvuvaka eru f.v. Björgvin Arngrímsson, Unnar G. Holmann, Halldór B. Hreinsson, Þórður G. Lárusson og Atli Norðdahl. Nýr þjón- ustuaðili fyrir Reuter REUTER fréttastofan gerði ný- lega þjónustusamning við Tölvu- vaka ehf. Samningurinn felur í sér uppsetningu og viðhald á öll- um tölvu- og fjarskiptabúnaði í eigu Reuter á íslandi, og við- skiptavinir Reuter nota, en þeir eru fjármálafyrirtæki, fréttastof- ur og fjölmiðlar, segir í frétt. Tölvuvaki er ungt fyrirtæki sem hefur haslað sér völl sem fyrsta óháða þjónustufyrirtækið fyrir tölvunotendur. Það var stofnað af sex vinnufélögum, sem unnið hafa saman í mörg ár við þjónustu á vél- og hugbúnaði tölva. Starfsemi Tölvuvaka bygg- ist að stórum hluta á viðhaldi og viðgerðum á prenturum og tölv- um, að því er fram kemur í frétt. Einnig er mikilvægur þáttur í starfseminni prófanir, bilanaleit og kapaltengingar. Fram kemur að fyrirtækið á eitt öflugasta mælitækið til að mæla tölvu- strengi og tengla sem völ er á hér á landi í dag. Verslun með vinnufatnað NÝLEGA var opnuð ný verslun hieð vinnufatnað og hnífa á Grens- ásvegi 16. Verslunin heitir Stál og hnífur og eru eigendur hennar þau Jens Jensson, Olafur Guð- mundsson, Hrafnhildur Skúladótt- ir, Kristín Birgisdóttir, Guðmund- ur S. Guðmundsson og Hanne Jeppesen. I versluninni verður hægt að kaupa vinnufatnað af ýmsu tagi ásamt hnífum, bæði til atvinnu- og heimilisnota. Á mynd- inni má sjá nokkra af eigendum ásamt börnum við opnunina. Fólk Gæðastjóri ráð- inn til RARIK •STEINUNN Huld Atladóttir hefur verið ráðin gæðastjóri hjá RARIK. Steinunn lauk BÁ-prófi í ensku frá Háskóla Islands árið 1990 og MA-prófi í nútímabók- menntum frá Uni- versity of East Anglia árið 1991. Að námi loknu hóf Steinunn störf hjá Eimskipi og vann þar að gæðamál- um uns hún réðst til RARIK nú í janúar. Unnið hefur verið að uppbyggingu gæðastjórn- unar hjá RARIK undanfarin ár. Gæðakerfi fyrirtækisins tók form- lega gildi 1994 og var RARIK þar með fyrst íslenskra orkufyrirtækja til að færa sér þetta stjórntæki í nyt. Nýráðnum gæðastjóra er ætl- að að halda utan um frekari þróun gæðakerfisins og m.a. að færa það nær altækri gæðastjórnun. Nýr markaðs- stjóri Stöðvar 3 • BOGI Þór Siguroddsson hefur verið ráðinn markaðsstjóri Stöðvar 3. Bogi er rekstrarhagfræðingur með MBA-próf frá Rutgers, Gradu- ate School of Management í New Jersey í Bandaríkjunum. Bogi er höfundur markaðsfræðibók- arinnar „Sigur í samkeppni“ og hann hefur einnig verið formaður ÍMARK frá 1994. Áður en hann hóf störf hjá Stöð 3 var hann forstöðumaður heildsölu Hans Petersen hf. Samstarf vildarklúbbs Flugleiða ogSAS EuroBonus VILDARKLÚBBUR Flugleiða og SAS EuroBonus hafa tekið upp sam- vinnu með þeim hætti að handhafar Vildarkorta Flugleiða ávinna sér punkta á völdum flugleiðum SAS og EuroBonus félagar SAS ávinna sér punkta með sama hætti í flugi með Flugleiðum. Korthafar geta svo tekið út vildarferðir á sömu flugleið- um, að því ecsegir í frétt frá félögun- um. Samkomulagið gefur Vildarkort- höfum hjá Flugleiðum punkta í flugi með SAS milli Kaupmannahafnar og Austurríkis, Belgíu, Eystrasalts- ríkjanna, Finnlands, Frakklands, GrikklandSj Grænlands, Hollands, Indlands, Irlands, íslands, ísraels, Ítalíu, Lúxemborgar, Noregs, Pól- lands, Rússlands, Spánar, Sviss, Svíþjóðar, Tékklands, Tyrklands, Ungverjalands, Úkraínu, Þýska- lands. Áð auki milli Norðurlandanna, t.d. milli Svíþjóðar og Finnlands. Með sama hætti fá EuroBonus korthafar punkta _ fyrir flug með Flugleiðum milli íslands og Dan- merkur, Svíþjóðar og Noregs. Þetta samkomulag færir korthöf- um hjá báðum félögum aukna mögu- leika á punktasöfnun og möguleika til að nýta sér punkta á fleiri leiðum en áður. Grundvöllur þessarar sam- vinnu var lagður með samstarfs- samningi Flugleiða og SAS sem var undirritaður 1993. Samningurinn leiddi til stóraukinnar ferðatíðni í flugi milli íslands og Kaupmanna- hafnar og þátttöku Flugleiða í flugi milli Kaupmannahafnar og Ham- borgar. Með samningi um tengingu vildarkerfa styrkja félögin samstarf sitt og auka hag viðskiptavina af þátttöku í Vildarklúbbi Flugleiða og SAS EuroBonus kerfinu, segir enn- fremur í frétt fyrirtækjanna. l'S 11 l'S | TILKYNNING UM UTBOÐ MARKAÐSVERÐBRÉFA HLUTABRÉF í ÍSLENSKA FJÁRSJÓÐNUM HF. Heildarnafnverð nýs hlutafjár: 50.000.000.- kr. Sölugengi á útgáfudegi: 1,20 Fyrsti söludagur: 26. febrúar 1996 Umsjón með útboði: Landsbréf hf. Utboðslýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Landsbréfum hf. og umboðsmönnum Landsbréfa hf. í útibúum Landsbanka Islands um allt land. 1» LANDSBREF HF. 'H fu- /fttxU Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 588 9200, bréfasími 588 8598. LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKI, AÐILt AÐ VERÐBRÉFAÞINGIÍSLANDS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.