Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Veraldarvefurínn veitir fyrírtæki'um ódýran aðgang að markaði, sem er í örum vexti. Um 100 íslensk fyrírtæki hafa nú opnað heimasíðu á veraldarvefnum og fjölmörg önnur hafa hugsað sér til hreyfings. Kjartan Magnús- son ræðir hér við Pétur J. Lockton, viðskiptafræðing, og Þórarín Stefánsson, markaðsfræðing, um markaðssetn- ingu á veraldarvefnum. Þeir hvetja fleirí fyrírtæki til að hasla sér völl á netinu en minna á að kapp sé best með forsjá. Alnetið öfíug- asta mark- aðstækið Á veraldarvefnum geta íslendingar keppt á jafnréttisgrandvelli við erlend fyrirtæki Morgunblaðið/Emilía „VERALDARVEFURINN er í auknum mæli notaður til að selja vörur og þjónustu,“ segir Pétur Jens Lockton viðskiptafræðingur. PÉTUR Jens Lockton er ný- útskrifaður viðskiptafræð- ingur frá Háskóla íslands og ij'allaði lokaritgerð hans um markaðssetningu á veraldarvefn- um. Hann segir að fyrirtæki geti nýtt sér veraldarvefinn með ýmsum hætti. Flest líti þó einkum til þeirra möguleika að kynna sig, vörur sínar og þjónustu á veraldarvefí alnetsins. Lítill kostnaður Kostir markaðsssetningar á ver- aldarvefnum eru fjölmargir að sögn Péturs. „Einn stærsti kosturinn- er sá að hægt er að bjóða mjög ýtarleg- ar upplýsingar og gera hveijum not- anda kleift að velja það sem hann sjálfur hefur áhuga á. Kostnaðurinn er lítill og nánast óháður því hve miklar upplýsingar eru í boði og hve margir kynna sér þær. Ekki er óal- gengt að hönnunarkostnaður nokk- urra vefsíðna sé á bilinu 30-50 þús- und krónur. Þá hafa opnast mögu- leikar til að ná til tugmilljóna manna um allan heim með litlum tilkostnaði á markaði sem er í örum vexti. Þann- ig geta fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum keppt á jafnréttisgrund- velli.“ Pétur segir að hægt sé að fram- kvæma allt kynningar- og söluferlið í gegnum veraldarvefínn og strax sé hægt að fá haldgóðar upplýsingar um árangur markaðssetningarinnar enda vandalaust að kalla fram upp- lýsingar um flölda þeirra sem fara inn á viðkomandi heima-síðu. „Flest fyrirtæki á vefnum bjóða einfalda kynningu á fyrirtækinu, vörum þess og þjónustu. Aukinnar tilhneigingar gætir þó tvímælalaust í þá átt að vefurinn sé notaður á æ sérhæfðari hátt til að selja vörur og það krefst flóknara vefumhverfis. Þá fjöigar þeim fyrirtækjum og stofnunum stöðugt sem nota vefinn til að miðla upplýsingum á ódýran hátt. Verald- arvefurinn hentar sérstaklega vel fyrir íslensk fyrirtæki vegna þess að ekki skiptir máli á netinu hvort fyrir- tækið sé staðsett í Kópavogi eða Kaliforníu." Rétti tíminn til að „vefvæðast" -Hvers konar fyrirtæki ættu helst að nýta sér veraldarvefwn til mark- aðssetningar? „Ég tel að öll fyrirtæki ættu að hugleiða þann möguleika að ná sam- bandi við væntanlega viðskiptavini á vefnum. Fyrir dæmigert íslenskt fyr- irtæki á heimamarkaði er ef til vill fátt, sem bendir til þess að það verði fyrir skaða þótt það bíði með að „vefvæðast" nokkur ár í viðbót. Þetta er þó ekki skiljanleg afstaða þegar litið er til hins öra vaxtar netsins að undanfömu. Eigi fyrirtæki á annað borð erindi á vefinn er rétti tíminn til þess núna. Heimsóknir á veraldar- vefnum eru orðnar eitt helsta og tímafrekasta tómstundagaman hjá ungu fólki hérlendis og í hinum vest- ræna heimi. Er svo komið að margir þekkja vart aðra miðla. Netið er sér- staklega vinsælt meðal háskólanema, eða hátekjumanna framtíðarinnar. Það er mjög erfitt að mæla fyrirfram hvaða árangri fyrirtæki muni ná með því að fara inn á vefinn en hins veg- ar geta flest fyrirtæki átt von_á..því að verða af viðskiptum með því að gera það ekki. Þar sem svo lítil kostn- aður fylgir því að hanna heimasíðu ættu stjórnendur fyrirtækja ekki að hugsa sig um tvisvar. Af þeim þús- undum fyrirtækja og stofnana sem eru á vefnum má sjá að hægt er að hanna vefkynningu fyrir alla.“ Vefurinn er tvístefnumiðill Það er þó enginn hægðarleikur að setja upp árangursríka kynningu á vefnum þar sem um er að ræða nýjan miðil, sem er ólíkur þeim sem áður hafa þekkst að sögn Péturs. „Hefðbundnir auglýsingamiðlar eins og dagblöð, útvarp, sjónvarp og bæklingar eru einstefnumiðlar en Veraldarvefurinn er tvístefnumiðill eða gagnvirkur miðill. Með auglýs- ingu í einstefnumiðli er treyst á að viðtakendur hafi sjálfir samband við auglýsandann en á veraldarvefnum er viðskiptavinurinn með vali sínu á upplýsingum að gefa mikilvægar upplýsingar um sjálfan sig. Fyrirtæki geta því þróað heimasíður sínar og jafnvel þjónustu með því að fyígjast náið með hvaða upplýsingar er helst sótt í.“ Pétur segir að mjög þurfí að vanda til þess efnis sem boðið sé á vefnum. „Margir átta sig ekki á þessu og láta hönnuði vefsíðna oft hafa gamalt auglýsingaefni en slíkt getur ekki skilað góðum árangri. Viðkomandi efni þarf að hanna út frá innsæi sölu- manna og annarra, sem þekkja við- skiptavini fyrirtækisins. Vefumhverf- ið verður líka að vera til þess fallið að skoðandinn hafí áhuga á því að koma aftur, t.d. til að skoða nýtt efni en viðbætur eru einfaldar og ódýrar. Auðvitað verður þó að velja efnið af kostgæfni og gæta þess að drekkja ekki viðskiptavinum í upplýsingum." íslendingar verða að hugsa sinn gang Hátt í eitt hundrað íslensk fyrir- tæki og stofnanir eru nú þegar kom- in með heimasíðu á veraldarvefnum og að sögn Péturs samanstanda þær yfirleitt af 1-10 vefsíðum. „Það gefur því auga leið að þar er yfirleitt að finna takmarkaðar upplýsingar um fyrirtækin. Útlit þeirra flestra er mjög gott en flestir útlendingar hljóta að hrista hausinn þegar þeir lesa textann. Fæstum hefur hug- kvæmst að bjóða annað en auglýs- ingaefni, sem hentar ekki á vefnum. Þá er ekki nóg að henda efni inn á vefinn og aðhafast ekki frekar. Til að viðhalda áhuga notenda þarf að halda efninu við. Oft er sagt að með hefðbundinni markaðssetningu sé dýrara að ná í viðskiptavin en halda honum. Á veraldarvefnum er þessu öfugt farið. Þar er ódýrt að ná í við- skiptavin en dýrt að halda honum." -Geturðu nefnt fyrirtæki sem er til fyrirmyndar að þessu leyti? „Útgáfufyrirtækið „Iceland Revi- ew“ leggur líklega mesta áherslu á að endurnýja upplýsingarnar á vefs- íðum sínum. Það notar þær til að birta fréttir frá íslandi á ensku fimm daga í viku og auglýsa söluvörur sín- ar. Fréttaþjónustan leiðir til þess að vefsíður fyrirtækisins eiga sér stóran og sístækkandi hóp lesenda um allan heim og það nýtur góðs af þessu með auknum viðskiptum. í sumum tilvikum dugar auðvitað að hafa ein- ungis vöruupplýsingar en eftir því sem framboðið heldur áfram að auk- ast munu þeir, sem bjóða bestu og skemmtilegustu upplýsingarnar, hafa vinninginn. Notendur vefsins eru ekki að leita að auglýsingum heldur að áhugaverðu og skemmti- legu efni. Bandarísk fyrirtæki standa líklega fremst á þessu sviði og heim- asíður margra þeirra eru hreinasta skemmtiefni.“ Þróun greiðslukerfa Pétur segir að íslensk fyrirtæki séu nú æ betur að átta sig á mögu- leikum netsins. Nauðsynlegt sé fyrir mörg þeirra að drífa sig inn á verald- arvefinn til að öðlast dýrmæta reynslu og koma í veg fyrir að þau dragist aftur úr keppinautunum. „Margir hafa hingað til talið að rétti tíminn sé ekki runninn upp. Nefnt er að enn hafi ekkert greiðsluform náð fótfestu á netinu þótt ýmsar við- urkenndar greiðsluaðferðir séu til staðar, s.s. greiðslukerfi Netkaupa og Heimakringlunnar. Auk þess hafa greiðslukortafyrirtækin Visa og Mastercard nú tekið saman höndum um að hanna viðurkennt greiðslu- kerfi og mun það væntanlega líta dagsins ljós á næstu mánuðum. Miklir mögu- leikar á vefnum Alnetið nýtist íslenskum útflutningsfyrirtækj- um með ýmsum hætti ef rétt er á haldið Morgunblaðið/Halldór „ÖLL samskipti við fjarlæga viðskiptavini eða deildir erlendis verða miklu auðveldari en áður,“ segir Þórarinn Stefánsson, markaðsfræðingur hjá Utflutningsráði. ÓRARINN Stefánsson, er markaðsfræðingur hjá Útflutningsráði. ' Hann vinnur nú að skýrslu um notagildi alnetsins í alþjóðaviðskipt- . um frá sjónarhóli íslendinga. Hann hefur einnig sótt sýningar og ráð- stefnur erlendis um viðskipti á ver- aldarvefnum. íslensk fyrirtæki á vefnum -Hvernig nýtist netið íslenskum útflutningsfyrirtækjum? Það getur nýst þeim á fjölmörg- um sviðum starfseminnar einkum við markaðssókn erlendis," segir Þórarinn. „Með réttri notkun er hægt að spara verulega fjármuni við að afla viðskiptavina og veita gömlum viðskiptavinum betri þjón- ustu en áður. Mikilvægt er að hafa hugfast að netið er engin töfra- sproti heldur verkfæri sem leysir engan vanda nema því sé beitt á réttan hátt. Það kostar mikla vinnu og forsjálni að ná tökum á því og nýta sér það í atvinnuskyni. Fremur fá íslensk fyrirtæki hafa enn sem - komið er nýtt netið til milliríkjavið- skipta svo nokkru nemi. í þeim hópi hefur mest bqrið á hugbúnað- arfyrirtækjum og hefur OZ hf. til dæmis mikið notað netið til að koma upplýsingum á framfæri á sínu sviði. Það hefur síðan skilað sér í viðskiptatækifærum og hreinum og klárum verkefnum. Ferðaiðnaður- inn hefur einnig notfært sér netið. Hér er starfrækt „Iceland Travel Net“ þar sem íslenskar ferðaskrif- stofur hópa sig saman og bjóða erlendum aðilum þjónustu. Dýrmæt reynsla hefur fengist af þessu fyrir- tæki og í fyrra keyptu nokkur hund- ruð útlendingar ferðir hingað beint af internetinu.“ Netið greiðir fyrir samskiptum Þórarinn segir að með netinu bjóð- ist fleiri möguleikar en hægt sé að telja ,upp í einu blaðaviðtali. Öll samskipti við fjarlæga viðskiptavini verða miklu auðveldari en áður svo ekki sé minnst á dreifiaðila eða deildir erlendis. íslensk fyrirtæki, með starfsemi á fjarlægum slóðum, hafi undantekningarlítið nýtt sér þessa tækni til að koma upplýsing- um til og frá höfuðstöðvunum. „ís- lenskar sjávarafurðir hér heima eru til dæmis í stöðugu netsambandi við starfsmenn sína á Kamtsjatka og fá með því móti stöðugar upplýs- ingar um veiðar og vinnslu hinum megin á hnettinum." Upplýsingaflóðið hefur vandamál í för með sér Þórarinn segir að netið komi þó líklega að mestu gagni við öflun upplýsinga, m.a. markaðsrannsókn- ir enda leitun að málefni, sem ekki sé hægt að finna fullnægjandi upp- lýsingar um á netinu. „Upplýsinga- flóðið er orðið vandamál. Fyrir skömmu var ég að afla upplýsinga á netinu og lenti þá í því að tölvan fann 102.683 síður þar sem leitar- orðið, sem þó var sérhæft, kom fyrir á. Oft eyðir maður mesta tím- anum í að sníða leitina til þannig að maður ráði við að vinna úr þessu mikla magni og finna það sem maður leitar að. Á netinu er hægt að fylgjast með starfsemi samkeppnisaðila, bæði með því að fylgjast með heimasíðum þeirra ef einhveijar eru og frétta- efni. Flestar fyrirtækjahandbækur eru komnar á tölvutækt form og hægt að nálgast þær á netinu. Leit í slíkum skrám getur verið mjög gagnleg og ekki kemur að sök að hún er í flestum_ tilvikum ókeypis. Á heimasíðum Útflutningsráðs er að finna tengingar á flesta staði þar sem viðskiptaupplýsingar er að finna. Veffang Útflutningsráðs er http://www.icetrade.is .“ - Athygli leiðir til viðskipta Framsetning upplýsinga á alnet- inu getur einnig nýst fyrirtækjum mjög vel til alþjóðlegrar markaðs-' sóknar, þar sem upplýsingarnar verða þannig aðgengilegar um allan heim að sögn Þórarins. „Þótt upp- lýsingarnar sjálfar séu aðgengileg- ar getur hins vegar orðið þung raun að koma þeim á framfæri við rétta aðila. Við getum ekki sent þær eins og hvern annan póst til valinna fyrirtækja heldur verður að treysta því að notandinn heimsæki vefinn. Þess vegna er mikilvægt að menn hafi markaðslögmálin í huga þegar þeir fara inn á vefinn. Helsta vanda- mál fyrirtækja við heimasíðugerð er að oftar en ekki eru tölvumenn en ekki markaðsmenn látnir vinna verkið. Enginn sér kynningu efnis á veraldarvefnum nema umsjónar- menn vefkynningarinnar. Því ríður á að finna leiðir til að ginna notend- ur út á vefinn ef svo má segja. Til dæmis má hafa tiltækar áhugaverð- ar upplýsingar, sem tengjast vör- unni eða vænlegum kaupendum. Einnig má auglýsa með beinum og óbeinum hætti á netinu og þá helst á veraldarvefnum en einnig er mjög algengt að vefsíðufang fyrirtækja sé að finna í öllu öðru kynningar- efni þeirra eins og t.d. í blaðaaug- lýsingum og á bréfsefni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.