Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.02.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hart deilt á mjólkuriðnaðinn Sól hf. hefur staðið í mikilli baráttu við mjólk- uriðnaðinn að undanfömu, m.a. í tengslum við tilraunir fyrírtækisins til að hefja framleiðslu á mjólkurafurðum. Þekktust er tilraun fyrirtækisins til kaupa á Mjólkursam- lagi Borgfírðinga fyrir um ári, en ágreinings- efnin em þó fleiri. Þorsteinn Víglundsson kynnti sér hvað þama liggur að baki. SÉRSTAÐA Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík og ann- arra mjólkurbúa lands- manna gagnvart öðrum at- vinnugreinum sem og samkeppni þessara fyrirtælqa við einkafyrirtæki í matvælaiðnaði hefur lengi verið ís- lenskum iðnrekendum þymir í aug- um. Sælgætisframleiðendur hafa haft horn í síðu mjólkurframleiðenda vegna einkaréttar þeirra fyrrnefndu til sölu á mjólkurdufti en sælgætis- framleiðendur hafa sagt verð það sem þeir þurfi að greiða fyrir þessa afurð vera langt yfir heimsmarkaðs- verði. Þá hefur Myllan einnig haft athugasemdir fram að færa við brauðframleiðslu Mjólkursamsölunn- ar í Reykjavík. Nýjasta dæmið er þó eflaust bar- átta Sólar hf. við mjólkurframleið- endur, en fyrirtækið hefur að undan- fömu leitað leiða til þess að rétta samkeppnisstöðu sína gagnvart mjólkurbúum og Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Meðal annars reyndi fyrirtækið að kaupa Mjólkursamlag Borgfirðinga síðastliðið vor er úrelda átti búið. Þessi mál virðast nú loks vera farin að skýrast og meðal ann- ars hélt Kaupfélag Borgfirðinga eignum sínum en á móti kom um 30 milljón króna skerðing á hámarks- greiðslu vegna úreldingar. I fram- haldinu er stjórn kaupfélagsins m.a. að íhuga að hefja framleiðslu á ávaxtasöfum í húsnæðinu, sem vænt- anlega yrði þá í samkeppni við Sól hf. Misheppnuð kauptilraun Sól hf. gerði á sínum tíma tilraun til þess að stofna nýtt fyrirtæki um rekstur á afurðastöð Mjólkursamlags Borgfírðinga í samvinnu við bændur og Kaupfélag Borgfirðinga, síðastlið- ið vor, eftir að umræða um úreldingu búsins fór af stað. Tilgangur Sólar hf. með þessum þreifíngum var að fá aðgang að hráefni til framleiðslu á vörum unnum úr mjólkurafurðum, en fyrirtækið hafði um nokkurt skeið lýst áhuga á að hefja slíka fram- leiðslu. Óformlegar viðræður um þessi kaup hófust við forsvarsmenn Kaup- félags Borgfirðinga haustið 1994 en tilraun Sólar til kaupa á búinu fór út um þúfur er landbúnaðarráðherra, Guðmundur Bjarnason, staðfesti samning um úreldingu búsins. Var því borið við að málaleitan Sólar hf. hefði borist of seint til þess að hægt væri að taka hana til greina. Auk þess lét ráðherra hafa eftir sér að engar óskir hefðu borist frá forsvars- mönnum Kaupfélags Borgfírðinga um breytingar á því samkomulagi sem fyrir hefði legið í málinu. í kjölfar ákvörðunar ráðherra var Ríkiskaupum falið að leita eftir kauptilboðum í eignir Mjólkursam- lags Borgfírðinga að Engjarási í Borgarnesi. Auglýsing þess efnis var birt í Morgunblaðinu 21. maí 1995 og var frestur til að skila inn tilboð- um veittur fram til 29. maí. Engin tilboð bárust í eignirnar og aðeins eitt í tæki frá Mjólkurbúi Flóa- manna, sem síðar var dregið til baka. Ekkert varð því af sölu eignanna. Útboðið sjónarspil? Forsvarsmenn Sólar sættu sig hins vegar ekki við hvemig staðið var að þessu útboði og nefndu þeir ein fimm atriði er þeir töldu ámælisverð, í bréfí til Ríkiskaupa dagsettu 26. maí 1995. Þar á meðal var gerð athuga- semd við að hvergi væri tilgreint í auglýsingunni að óheimilt væri að taka þær eignir sem boðnar væru til sölu í notkun til mjólkurvinnslu á ný, í samræmi við þær reglur sem giltu um úreldingu mjólkurbúa. Einnig var gerð athugasemd við ummæli sem höfð voru eftir Þóri Páli Guðjónssyni, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borgfirðinga, í Morgun- blaðinu 10. maí 1995. Þar kemur fram að þegar hafi náðst samkomu- lag um að Engjaás ehf., fyrirtæki sem kaupfélagið stofnaði til helm- inga á móti Osta- og smjörsölunni, Mjólkursamsölunni og Mjólkurbúi Flóamanna, keypti umræddar eignir. Þórir Páll sagði þó að málið yrði skoðað ef utanaðkomandi aðili gerði tilboð, en slíkt væri talið ólíklegt. Þessi ummæii töldu forsvarsmenn Sólar benda til þess að þegar hefði verið samið um kaupverð og útboði Ríkiskaupa á eignunum því ekki ætlað að koma á raunverulegri sölu, heldur hafi þarna einungis verið um málamyndaútboð að ræða. Því hafí þarna verið framið brot á þeim grundvallarreglum sem lög um fram- kvæmd útboða og almennar reglur um útboð byggi á. Þá var ennfremur gerð athuga- semd við það orðalag umræddrar auglýsingar að söluaðilar áskildu sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Þessi fyrirvari var að þeirra mati andstæður reglum um jafnræði bjóðenda, úr því að ákveðið hefði verið að beita útboðs- fyrirkomulagi við sölu umræddra eigna. í ljósi þessara athugasemda töldu forsvarsmenn Sólar hf. það mikið skorta á að umrætt útboð stæðist lög, að þeir treystu sér ekki til að bjóða í umræddar eignir. Þeir áskildu sér hins vegar rétt til þess að krefj- ast nýs útboðs og ógildingar á þeim samningum sem kynnu að verða gerðir um sölu eignanna, auk þess sem skorað var á Ríkiskaup að stöðva útboðið. Ríkiskaup svöruðu bréfí Sólar hf. með bréfí dagsettu 31. maí 1995. Kemur þar fram að í um- ræddri auglýsingu hafi verið tilgreint hvar bjóð- endur gætu nálgast frek- ari upplýsingar um þær eignir sem ætti að selja og því hefði bjóðendum verið kleift að afla sér upplýsinga um þær kvað- ir sem fylgdu sölu eignanna. Ennfremur kemur þar fram að Ríkiskaupum hafi ekki verið kunnugt um að neinn samningur hafí legið fyrir um sölu eignanna er útboðið fór fram, og ekki vitað betur en til stæði að selja eignirnar ef viðunandi tilboð fengist. Þá bentu Ríkiskaup jafn- framt á að lög um framkvæmd út- boða eigi ekki við um sölu eigna heldur falli hún undir reglugerð um ráðstöfun eigna ríkisins. Hvað áskilinn rétt um að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum svöruðu Ríkiskaup því til að við sölu á eignum ríkisins væri litið til heildar- verðs og greiðslukjara, en heildar- verð þurfí ekki alltaf að vera hag- stæðast þar sem í tilboðum kunni að vera atriði eins og greiðslukjör og ýmsir fyrirvarar sem einnig þurfi að skoða. Ríkiskaup töldu því ekki neina ágalla vera á sölumeðferðinni sem yllu því að ógilda yrði útboðið og var beiðni Sólar hf. þess efnis því hafnað. Málinu skotið til landbúnaðarráðuneytis Forsvarsmenn Sólar hf. sættu sig ekki við þessa niðurstöðu og skutu því málinu til Landbúnaðarráðuneyt- isins með bréfí dagsettu 14. júlí 1995, í ljósi þess að ráðuneytið hafði falið Ríkiskaupum að bjóða eignirnar út. Þar voru fyrmefndar athugasemdir ítrekaðar, auk þess sem því sjónar- miði Ríkiskaupa, að lög um fram- kvæmd útboða ættu ekki við, var mótmælt. Jafnframt var óskað eftir upplýs- ingum um hvetja landbúnaðarráð- herra hefði skipað í hagræðingar- nefnd, sem honum bar samkvæmt þar að lútandi reglugerð að skipa til að hafa umsjón með úreldingu og sölu á eignum Mjólkursamlags Borg- fírðinga. Ennfremur var óskað eftir upplýsingum um þátt ráðuneytisins í því að fela Ríkiskaupum að auglýsa eftir tilboðum í eignir MSB, í ljósi fyrrgreindra reglna. Hinn 18. ágúst sl. var erindi Sólar ítrekað og svo aftur mán- uði síðar, þar sem enn hafði ekkert svár borist frá landbúnaðarráðuneyt- inu. Að sögn Guðmundar Sigþórssonar, skrifstofu- stjóra í landbúnaðarráðuneytinu, var svar ráðuneytisins sent Sól hf. í síð- ustu viku, um 7 mánuðum eftir að erindið barst ráðuneytinu. Páll Kr. Pálsson, forstjóri Sólar hf., sakaði landbúnaðarráðherra um óeðlilegan drátt á afgreiðslu málsins og þar með brot á 9. gr. stjórnsýslu- laganna í viðtali við Morgunblaðið 4. febrúar síðastliðinn. Guðmundur Sigþórsson segir að því miður vilji það brenna við að afgreiðsla mála dragist á langinn hjá ráðuneytum. „Hins vegar sjáum við ekki að það hefði breytt gangi mála í þessu til- felli vegna þess að búið var að svara því sem mestu máli skipti um útboðs- meðferðina. Þetta er líka spurning um hvaða aðild Sól hefði getað átt að málinu þar sem þeir voru ekki bjóðendur, en þeim hefði verið fijálst að bjóða hefðu þeir viljað.“ Engar athugasemdir við niðurstöðu Ríkiskaupa Að sögn Guðmundar var svar ráðuneytisins á þá leið að það hefði engu við niðurstöðu Ríkiskaupa að bæta og að eðlilega hefði verið stað- ið að umræddu útboði, „Það lá fyrir að við hefðum engar athugasemdir við svari Ríkiskaupa á sínum tíma. Lögfræðingar þessa ráðuneytis sáu ekki ástæðu til þess að grípa þar inn í.“ Hvað varðar athugasemdir Sólar segir Guðmundur að aðilar málsins hafí verið bundnir þröngum tíma- mörkum við framkvæmd útboðsins, en Ríkiskaupum hafi verið. treyst fyllilega til þess að annast það. „Að vísu töldu forsvarsmenn Sólar að þetta útboð hefði aðeins verið til málamynda, en það var nú ekki.“ Aðspurður um fyrrnefnd ummæli kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borg- fírðinga segir Guðmundur að kaupfé- lagsstjóri hafí á þeim tíma ekki verið í aðstöðu til að lýsa slíku yfir. „Hann var búinn að skuldbinda sig í samn- ingi við okkur um að við hefðum alveg fullan rétt til þess að auglýsa eignirnar, sem var gert, og að taka ákvörðun um þær í framhaldinu mið- að við þau tilboð sem bærust. Það lá því fyrir samkomulag um að þær yrðu seldar en ekkert'annað." Kaupfélagið heldur eignunum í samningi um úreldingu MSB var tekið fram að sölutilraunum á eign- um búsins skyldi lokið 1. júní. Eins og fyrr var tilgreint voru eignirnar auglýstar 21. maí og var frestur til að skila tilboðum veittur til 29. maí. Þar sem ekki tókst að selja þær eign- ir Mjólkursamlags Borgfirðinga sem voru úreltar og samningaumleitanir Hagræðinganefndar við Mjólkurbúið FUNDUR framundan! Tæknivæddir þingsalir í öllum stærðum. Leitið upplýsinga og við sendum gögn um hæl. SCANDIC LOFTLEIÐIR Sími: 5050 900 • Fax: 5050 905 Samkeppnishæf kjör & Langur lánstími * Stuttur afgreiðslutími Eriendar myntir Sveigjanleg endurgreiðsla Virk þjónusta á lánstíma Milliliðalaus lánveiting IÐNLANASJOÐUR ÁRMÚLA 13a »155 REYKJAV(K»SÍMI 588 6400 o t- Búið áfram í eigu Kaup- félagsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1996 B 7 VIÐSKIPTI um markaðsverð báru ekki árangur, vísaði nefndin málinu til landbúnað- arráðherra. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins stóð þá ágreiningur á milli . nefndarinnar og Kaupfélags Borg- fírðinga um það hvort skylt væri að setja eignirnar í virka sölu eða með hvaða hætti kaupfélagið ætti að greiða fyrir áframhaldandi not af húsnæðinu undir aðra ------------ starfsemi en mjólkurfram- leiðslu. Hugmyndir nefnd- arinnar voru á þá leið að eignimar yrðu auglýstar til sölu að nýju, eða Kaupfé- ' laginu gert að greiða um 80 milljón- ir króna fyrir áframhaldandi not. Guðmundur Sigþórsson segir að ráðherra hafí síðan lokið málinu með samkomulagi við stjórn kaupfélags- ins hvemig hátta skuli lokameðferð málsins. „Það samkomulag fól það í sér að mat var lagt á markaðsvirði eignanna, sem byggði á líkum for- sendum og áður höfðu verið notaðar við úreldingu annarra hliðstæðra eigna,“ segir Guðmundur. „Þetta mat hljóðaði upp á 227 milljónir króna eða 31 milljón króna lægri fjár- hæð en bókfært verð fasteigna og véla sem komu til úreldingar." Hann segir að samkvæmt þeim lögum sem sett voru um hagræðingu í mjólkuriðnaði í árslok 1992 hafi verið heimilt að sækja um hagræð- ingarstyrk sem næmi allt að 100% af bókfærðu verði véla og fasteigna. í reglunum var jafnframt kveðið á um að ef unnt væri að selja þessar eignir til annarra nota væri heimilt að draga hálft söluverð þeirra frá úreldingarstyrknum. „Það sem þetta felur í sér er að í samningnum var fullkomin heimild til þess að mark- aðssetja, auglýsa og selja eignirnar þeim aðilum sem sýndu þeim áhuga. Hins vegar í þessu tilviki þegar ekki berst neitt kauptilboð, þá liggur það alveg ljóst fyrir að eignin verður í eigu kaupfélagsins," segir Guðmund- ur. Það kann að vekja furðu manna að niðurstaðan skuli vera sú að kaup- félagið haldi eignunum án þess að nokkur greiðsla komi fyrir, eftir að greiddar höfðu verið 227 milljónir króna af verðmiðlunarfé til úrelding- ar búsins, Mjólkursamsalan í Reykja- vík framreitt 75 milljónir til viðbótar í tengslum við samning um uppgjör á eignarhluta í samsölunni, auk þess sem hið nýja hlutafélag, Engjaás ehf., fékk 40 milljón króna hlutafjár- framlag frá Mólkursamsölunni og Mjólkurbúi Flóamanna. Samtals var því um að ræða liðlega 340 milljónir króna, sem beint og óbeint voru til- komnar vegna úreldingarinnar. Svar ráðu- neytis dróst í 7 mánuði Guðmundur segir það hins vegar alltaf hafa verið ljóst að styrkur þessi væri einungis til úreldingar á eignun- um til nota í mjólkuriðnaði, en honum hefðu ekki fylgt neinar kvaðir um eignayfírfærslu og því væru fast- eignirnar ekki ríkiseign. Þá sé það alveg ljóst að hagsmunir Kaupfélags- ins hafi fólgist í því að eignin seldist á sem hæstu verði enda hefði það þýtt hærri greiðslu til þess. „Samn- ingurinn um framkvæmd úreldingar gerði ráð fyrir því að sölutilraunum , yrði lokið 1. júní. Miðað við að samn- ingagerðin hefði verið í eðlilegum farvegi, þá hefði samningur legið fyrir í janúar-febrúar. Þess í stað dregst hann fram í maí vegna ágrein- ings um eignarhald mjólkurbúsins. Þessi ágreiningur olli því hins vegar að sölutíminn styttist verulega, en hann var þó ennþá innan marka sem Ríkiskaup töldu að væri í lagi að vinna innan." I skilmálum úreldingarinnar er kveðið á um að ekki megi ráðstafa fasteignum eða tækjum mjólkurbús- ins til mjólkurframleiðslu. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins var hluti tækjabúnaðarins hins vegar seldur til mjólkurbúsins í Búðardal. Guðmundur Sigþórsson segir þetta vera rétt. Hins vegar hafi hér verið um að ræða eina vél, sem hafí áður verið tekin út af úreldingarlista og því ekki greiddur neinn úreldingar- styrkur vegna hennar. Afgangur tækjabúnaðarins sé hins vegar enn til staðar í hús- næði Kaupfélagsins, enda hafí við úreldinguna verið gert ráð fyrir því að nýta ““ mætti hann til annars en mjólkurframleiðslu. Hvað núverandi nýtingu hús- næðisins varðar fengust þær upplýs- ingar hjá Þóri Páli Guðjónssyni, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Borg- firðinga, að ný not hefðu fundist fyrir 3/4 hluta húsnæðisins. Þar færi fram móttaka á mjólk frá bænd- um og neyslumjólk væri dreift í versl- anir á svæðinu þaðan. Þá hefði áfengisframleiðsla þar verið aukin og pizzugerð væri þar einnig til húsa. Hann sagði að nú væri verið að kanna í framhaldinu hvaða not væri frekar hægt að hafa af húsnæðinu, og sagði aðspurður að meðal þeirra möguleika sem verið væri að kanna væri fram- leiðsla á ávaxtasöfum. Ýmis annar ágreiningur á ferðinni Ágreiningurinn um sölu MSB er ekki það eina sem forsvarsmenn Sólar hf. hafa deilt um við mjólkur- framleiðendur. Eftir að tilraunin til kaupa á MSB fór út um þúfur leit- aði fyrirtækið eftir verðtilboði í mjólk frá Mjólkursamsölunni, miðað við að hún væri sótt og afgreidd á tank, en ekki í neytendaumbúðum. Mjólk- ursamsalan gerði fyrirtækinu tilboð sem ekki var talið ásættanlegt sökum þess hversu lítill munur var á því verði og heildsöluverði á mjólk I neyt- endapakkningum til verslana. Málinu var því vísað til fimmmannanefndar. Að sögn Georgs Ólafssonar, for- manns nefndarinnar, hefur nefndin tekið málið til meðferðar og er niður- stöðu að vænta innan skamms. Þá hefur Sól einnig sent Sam- keppnisráði erindi þar sem farið er fram á fjárhagslegan aðskilnað á milli þess hluta rekstrar mjólkurbú- anna og Mjólkursamsölunnar í Reykjavík sem er í fijálsri sam- keppni við aðra aðila á markaðnum, og hins vegar þess hluta rekstrarins sem snýr að vinnslu á mjólk og mjólk- urafurðum. Samkvæmt upplýsingum Samkeppnisstofnunar er málið enn í athugun þar, en þeir segja að vænta megi niðurstöðu á næstunni. Leggðu pappírana á borðið í smMm~ Með ATLAS-kápum og BIND-O-MATIC innbindivélum getur þú lagt fram ársreikninga, fundargerðir, tilboð vörulista o.m.fl. með frágangi sem lýsir fagmennsku. Staðlaðar eða sérmerktar kápur ef óskað er. Atlas BIND-O-MATIC innbindivélar frá 8.153 kr. Borgartúni 24 • sími 562 1155 TÆKNIBYLTING! niiisÉo em þeqar hafa verið ii— engdar samnetinu (ISDN) stofntengingu (PRI) á íslandi. NHsÉú Vms.. • Voice mail (talhólf). • Fyrir allar stærðir fyrirtækja. • Sjálfvirk svörun. • Símaskrá (nafnaskrá) 2000 númer. • Innbyggt skilaboðakerfi. • Vídeó símafundur (conference) milli notenda mögulegur. • Hægt að tengja við tölvunet o.fl., o.fl. Seldar um allan heim, yfir 500 Nitsuko Venus símstöðvar með samnettengingu (ISDN) í Noregi. Er bæði með grunn-(BRI) og stofntengingu (PRI) til tengingar við samnetið (ISDN). ... ÓBnúaiileglr miigiileiltar! SÍNWIRKINN •u Hátúni 6A, C' í'ff sími 561-4040, Jimtce/Q fl.f. fax 561-4005. þú ert aldrei einn n rieð Cl ISCO n s t o S v s i m CISCO er mest seldi netbúnaður í heiminum í dag. 1 CISCO fyrir Samnetið / ISDN, Internetið og allar nettengingar. Hátækni til framfara Tæknival Skeifunni 17 • Slmi 568-1665 • Fax 568-0664

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.