Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 6
6 D MIÐVIKUDAGUR 29. MAÍ 1996 MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Þjálfarasonurinn hélt uppteknum hætti er Akurnesingar burstuðu Kef Guðmundur var hetja KR-inga í fyrsta sigrinum Ivar Benediktsson skrifar GUÐMUNDUR Benediktsson var hetja KR-inga er þeirtóku á móti Leiftri í Frostaskjólinu á mánudaginn. Hann skoraöi bæði mörk Vesturbæjarliðsins íverðskulduðum 2:1 sigri, auk þess sem hann skaut varnar- mönnum Leifturs nokkru sinn- um skelk íbringu meðfærni sinni er hann lagði upp færi fyrir samherja sína. Leifturs- menn náðu ekki aðfylgja eftir sigrinum á ÍBV ífyrstu umferð og verða að sýna meiri djörf- ung ísóknarleiknum ínæstu umferð er þeir taka á móti ís- landsmeisturunum ífyrsta hei- maleik sínum. Leikmenn KR voru mun skæðari í upphafi leiksins og áttu nokk- ur þokkaleg færi til að komast yfir áður en Guðmundur skoraði fyrra mark sitt á 18. mínútu. Leiftursmenn !éku 4-5-1 gegn 4-4-2 uppstillingu KR. Fjórir leikmenn KR á miðjunni höfðu oftast nær í fullu tré gegn fimm kollegum sínum að norðan og ein skýringin getur verið sú að leikmenn Leifturs virtust oft hafa meiri áhyggjur af varnarleikn- um en sóknarleiknum í stað þess að herja hressilega á öftustu vörn KR sem lék sér oft að eldinum með því að senda hæpnar sendingar slag ofan í slag aftur á Kristján Finnbogason markvörð. Júlíus í aðgerð JÚLÍUS Tryggvason, leikmaður Leifturs, fór í gær í uppskurð þar sem laga átti brotið kinnbein. Brotið hlíiut hann eftir samstuð við félaga sinn, Daða Dervic, í fyrstu umferð gegn ÍBV. Þrátt fyrir brotið lék Júlíus leikinn þann til enda og ennfremur lék hann allan leikinn gegn KR í fyrradag. í hvorugum Ieiknum var hann með hlífðarbúnað fyrir andlitinu. Að sögn Óskars Ingi- mundarsonar var þetta lítil að- gerð sem Júlíus gekkst undir og bjóst hann við að Júlíus yrði með í næsta leik gegn IA Iaugardaginn 8. júní, en það verður fyrsti heimaleikur Leifturs í sumar. Kristófer ekki sést „KRISTOFER hefur ekki komið á æfingu upp á síðkastið og ég hef reynt að tala við hann en án árangurs," sagði Lúkas Kostic, þjálfari KR, í samtali við Morg- unblaðið eftir leikinn gegn Leiftri. Athygli hefur vakið að Kristófer Sigurgeirsson sem skipti úr Breiðabliki í KR fyrir, þessa leiktíð hefur ekki verið í leikmannahópi KR það sem af er. „Hvað Kristófer gerir veit ég ekki en það er á hreinu að hann f er ekki frá KR í sumar. Hann gerði eins árs samning við félagið og við ætlum ekki að leysa hann undan honum," bætti Lúkas við. KR-ingar voru sterkari en fátt var um færi þar til fór að halla á leikhlut- ann. Ásmundur Haraldsson átti skalla yfir á 35. mínútu og mínútu síðar varði Kristján vel hinumegin vallarins bakfallsspyrnu frá Syerri Sverrissyni eftir Iangt innkast. Áður en flautað var til leikhlés átti hvort lið eitt gott færi og voru það sömu leikmennirnir og áður sem stóðu í stórræðunum. Dauft var yfir upphafi síðari hálf- leiks og fátt um færi allt þar til á 10. mínútu að Guðmundur átti skalla í átt að marki Leifturs en bjargað var í horn. Upp úr hornspyrnunni frá hægri barst knötturinn yfir á mark- teigshornið vinstramegin þar sem Guðmundur spyrnti aftur fyrir sig beint á kollinn á Ólafi Kristjánssyni sem staddur var á markteig hægra megin. Ólafur skallaði í átt að marki en Pétur Björn Jónsson varði greini- lega með hendi, en ekkert var dæmt. KR-ingar héldu áfram að sækja og gestunum gekk erfiðlega að byggja upp sóknir. En eftir að KR-ingar voru komnir tveimur mörkum yfir á þá skipti Óskar Ingimundarson þjálf- ari Leifturs Baldri Bragasyni inn fyrir Pál Guðmundsson. Um leið fóru norðanmenn að leika meira 4-3-3 og það hreif því aukinn þungi færðist í sóknina sem skilaði marki skömmu síðar. „Við urðum að breyta leik okkar eftir að KR hafði skoraði ann- að mark sitt á vægast sagt vafasöm- um forsendum," sagði Óskar þjálfari Leifturs að leik loknum. „Okkur tókst að gera eitt mark og með smá heppni 1>^%Sigurður Örn Jóns- ¦ %JPson tók innkast á 19. mínútu hægra megin á vailar- helmingi Leífturs og fljötiega barst boltinn til Hilmars Björns- sonar sem lék stutta leið og sendi síðan rakieitt inn á miðjan vítateiginn þar sem Guðmund- ur Benediktsson var einn á ferð og hann skailaði af krafti efst í markhornið hægra megin, óverjandi fyrír Þorvald JÓnsson. 2gi^%Á 69. mímitu brýtur ¦ %JSígurður örn Jóns- son sókn Leifturs á bak aftur á miðjum eigin vallarhelmingi og án hiks sendir hann knöttinn rakieitt fram á völlinn inn fyrir vörn Leifturs þar sem Guð- mundur Benediktsson tók við honum. Guðmundur var greiní- iega rangstæður, en engin at- hugasemd var gerð og hann hélt því sínu striki með knöttinn upp að marki Leifturs. Er hann var komínn rétt inn fyrir víta- teig skaut hann föstu skoti með hægri fæti sem rataði í vinstri hluta marksins, 2m 4 Pétur Bjöm Jónsson ¦ I sótti upp hægrí kant- inn á 83. mínútu rétt við víta- teigshornið. Hann sendí stutta sendingu á Baldur Bragason sem ætíaði að senda f þríhyrning aftur á Pétur en Brynjar Gunn- arsson, varnarmaður KR, komst ínn í sendinguna og hugðist hreinsa frá en skot hans var máttlaust og fór beint fyrir fæt- ur Rastislavs Lazoriks sem var ekki seinn að kveikja á perunni og skaut föstu skoti með hægri fæti í vinstra markhornið án þess að Kristján Finnbogason kæmi við vörnum í marki KR. hefðum við átt að bæta við, en það tókst ekki. Við komum fullir sjálfs- trausts til leiks ákveðnir í að taka stig því þetta eru áþekk lið," bætti Óskar við. En honum varð ekki að ósk sinni þrátt fyrir nokkur þokkaleg færi á lokakaflanum. „Þó að þeir hafí komið af krafti inn í leikinn undir lokin er enginn vafi á að við verðskulduðum sigur- inn," sagði brosmildur Lúkas Kostic þjálfari KR eftir að fyrsti heimasig- urinn á leiktíðinni var í höfn. „Okkur vantar meira jafnvægi í liðið þar sem ekki hefur verið möguleiki á að stilla upp bestu leikmönnum í hvern leik vegna meiðsla. Ég vonast til þess að mér takist að koma meira jafn- vægi á fyrir leik okkar í þriðju um- ferð en þangað til eru tólf dagar," sagði Lúkas ennfremur. FOLK ¦ STURLAUGUR Haraldsson \ék ekki með Skagamönnum á móti Keflvíkingum en hann fékk högg á læri í leiknum við Stjörnuna og verð- ur að taka því rólega í viku til viðbót- ar. ¦ STEINAR Adolfsson lék fyrsta deildarleik sinn fyrir ÍA en hann tók út leikbann í 1. umferð. ¦ ZORAN Miljkovic lék ekki með ÍA í fyrradag, þar sem hann var í banni vegna brottreksturs gegn Stjörnunni í 1. umferð. ¦ STJÖRNUVÖLLURINN var sérlega glæsilegur á mánudaginn, fagurgrænn og sléttur auk þess sem hann var fastur í sér. Garðbæingar hafa líka hugsað vel um hann og breytingarnar á síðustu tveimur árum eru ótrúlegar. Frá því í fyrra- haust eru heimamenn búnir að setja um 400 kíló af golfvallarfræi á völl- inn, enda er hann eins og teppi. ¦ KRISTINN Lárusson reif liðþðfa í leiknum gegn ÍA í fyrstu umferð- inni á fímmtudaginn var, en hann var samt mættur til leiks á mánudag- inn. ¦ HEIMIR Hallgrímsson, vinstri bakvörður Eyjamanna, var í leik- banni á móti Val. Rútur Snorrason, sem var líklegastur til að leysa hann af, veiktist fyrir leikinn og var ekki með. Magnús Sigurðsson tók því stöðu vinstri bakvarðar. ¦ KRISTINN Hafliðason lék fyrsta leik sinn fyrir IBV í 1. deild gegn Val. Hann kom inn á sem vara- maður fyrir Tryggva Guðmundsson á 67. mínútu. ¦ BLIKAR gerðu tvær breytingar á vörninni á móti Grindavík frá því í fyrstu umferð gegn Fylki. Hreiðar Bjarnason og Sævar Pétursson tóku stöðu miðvarða í stað Guð- mundar Arnar Guðmundssonar og Theódórs Hervarssonar. ¦ GUÐMUNDUR Torfason, þjálf- ari Grindvíkinga, skipti sjálfum sér inn á þegar fimm mínútur voru eftir af Ieiknum gegn Breiðabliki. ¦ ÓSKAR Hrafn Þorvaldsson hef- ur ekkert leikið með KR það sem af er íslandsmótinu og að sögn Lúk- asar Kostic, þjálfara liðsins, er ekki reiknað með að hann leiki með með fyrr en í fjórðu umferð. Það er lið- þófi í hægra hné sem er skaddaður hjá Óskari. GUÐMUNDUR Benedlktsson lék sérlega vel með KR gegn Lelftrl og á Akureyri, sem lék klnnbelnsbrotlnn elns og ge< Bjarni með fj þrennu suma Táningurinn hefurgertfimm mörkíl Eiríksson skrifar Bjarni Guðjónsson var í sviðsljós- inu þegar íslandsmeistarar ÍA unnu Keflvíkinga 5:0 á Akranes- velli í fyrradag. Bjarni, sem er að- eins 17 ára, gerði þrjú mörk og er það fyrsta þrenna hans í 1. deild og auk þess fyrsta þrenna íslandsmótsins í ár, en táningurinn gerði tvö mörk gegn Stjörnunni í 1. umferð. Það besta undanfarið „Frammistaða okkar í síðari hálf- leik er tvímælalaust það besta sem við höfum s£nt í undanförnum leikj- um,"^ sagði Ólafur Þórðarson, fyrir- liði ÍA, við Morgunblaðið. „Þetta er vonandi teikn um betri tíð. Við höfum verið í erfiðum æfingum og því verið frekar þungir í síðustu leikjum en þetta virðist vera að smella hjá okkur. Keflvíkingar börðust vel í fyrri hálfleik en við fengum tvö fyrstu mörkin á góðum tíma og eftir það þurfti ekki að spyrja að leikslokum." Eftir að hafa náð stigi gegn KR í fyrstu umferð komu Keflvíkingar ákveðnir til leiks á Skaganum og til að byrja með áttu íslandsmeist- ararnir í töluverðum vandræðum með baráttuglaða mótherja. En Skagamenn létu fljótlega til sín taka og fyrsta færið kom á 18. mínútu en Ólafur Þórðarson skall- aði naumlega framhjá. Mínútu síðar ptjónuðu Bjarni og Mihajlo Bibercic sig í gegnum vörn Keflvíkinga en gestunum tókst að bjarga áður en sá síðarnefndi náði skoti. ísinn brotinn Fjórum mínútum síðar braust Ólafur af miklu harðfylgi í gegnum vo; m£ þri sp; Jó) ha ísii fy ek há jaí þe; fæ Þó St< sk; fy ar Sk mí mc síð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.