Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.1996, Blaðsíða 12
FRJALSIÞROTTIR Frábært heimsmet spjótkastarans Jan Zelezny í Jena í Þýskalandi Stefnir á aðkasta yfirlOO metrana Tékkinn Jan Zelezny bætti heimsmet sitt í spjót- kasti um tæplega þrjá metra á móti í Jena í Þýska- landi um helgina. Hann kastaði 98,48 metra en fyrra metið var 95,66 m frá því í Sheffield í Englandi í ág- úst 1993. Þetta er í þriðja sinn sem tékkneski heims- og ólympíumeistarinn, sem er 29 ára, bætir heimsmet- ið sem hann setti fyrst 1987. Fyrir keppnina spurðist Zelezny fyrir um verðlaunaf- éð, um 450.000 krónur, fyrir að setja heimsjnet og hætti þegar það var í höfn í þriðju tilraun. „Ég vissi hvað ég gæti og nú vil ég kasta yfir 100 metrana," sagði hann. Tilhugsunin um að hann nái því hræðir skipuleggj- endur frjálsíþróttamóta en þegar spjótið flaug vega- lengdina síðast fyrir 12 árum varð að breyta spjótinu svo hægt væri að keppa í greininni á flestum völlum með stærð þeirra og öryggi áhorfenda í huga. Metið vakti mikla athygli og eins tap breska ólympíu- meistarans Sally Gunnells í 400 metra grindahlaupi. Gunnell, sem var frá lengst af á liðnu ári vegna meiðsía, varð að sætta sig við þriðja sætið á 55,84 sekúndum en Silvia Rieger frá Þýskalandi sigraði á 54,97 og Debbie Ann Parris frá Jamaíka hljóp á 55,62. Bandaríkjamaðurinn Butch Reynolds átti ekki f erfið- leikum með að sigra í 400 m hlaupi en heimsmethafinn lét sér nægja að hlaupa á 45,04 á þessu eina móti í Evrópu fyrir Ólympíuleikana. ¦ Heimsmetið í spjótkasti / D2 Reuter JAN Zelezny settl glæsllegt heimsmet í Þýskalandl Drummond hafði Lewis JOHN Drummond sá til þess að Carl Lewis sigraði ekki í síðustu keppni sinni fyrir bandariská úrtökumótið vegna Ólympíuleikanna í Atl- anta. Drummond rnjóp 200 metrana á 20,20 sek. á móti í Oregon um helgina og var tveimur hundruðustu úr sek- úndu á undan Lewis en frekar kalt var í veðri og meðvindur. „Ég er greinilega skenundar- vargur," sagði Drummond. „Hann hélt að hann væri á toppnum en svo kemur smá- peð eins og ég og sígra." Lewis sagði fyrir keppnina að hann væri til alls líklegur en eftir hlaupið sagðist hann æfla að fara heim til Houston og æfa fyrir úrtökumótið sem hefst 14. júni. „Eit.t hlaup skiptir ekki máli," sagði hann. Ég hleyp agætlega og hef engar áhyggjur af einu hlaupi." Gwen Torrence sigraði f 100 metra hiaupi kvenna á 10,96 sekúndum sem er næstbesti tími ársins. SUND Elín og Logi náðu ÓL- lágmarki í Mónakó íslandsmet hjá Elínu Sigurðardóttur í 50 m skriðsundi iElín Sigurðardóttir, SH, og Logi Jes Kristjánsson, ÍBV, náðu bæði ólympíulágmarki fyrir leikana í Atlanta í sumar á sundmóti í Mónakó um helgina. Elín náði lág- markinu í 50 metra skriðsundi, synti á 26,79 sek. og bætti íslands- met Helgu Sigurðardóttur frá því 1992, Hún var 0,01 sekúndu undir lágmarkinu og hafnaði í 7. sæti. Logi Jes varð í 6. sæti í 100 m baksundi og synti undir lágmark- inu, á 57,64 sek. en lágmarkið er 57,72 sek. Besti tími Loga fyrir sundið var 58,86 sek., frá því á Smáþjóðaleikunum í fyrra. Þau hafa því bæði tryggt sér þátttöku- rétt í Atlanta. „Þetta er mér mikill léttir og gleði. Ég hef haft þetta markmið í nokkur ár að komast á Ólympíuleik- ana og lagt stund á erfiðar æfing- ar. Nú er árangurinn að koma í ljós," sagði LogiJes í samtali við Morgunblaðið. „Ég hafði stefnt að því að ná lágmarkinu strax í fyrstu tilraun og það tókst. Fyrir keppnina var eðlilega nokkuð stress í gangi og því varð nokkurt spennufall hjá mér er áfanginn var í höfn. En nú þegar markinu hefur verið náð má ég ekki gleyma mér heldur taka til við næsta verkefni sem undirbún- ingur fyrir leikana." Elín var að vonum einnig ánægð: „Þetta gekk alveg eins og það átti að gera, en samt var dálítil spenna í lokin því þetta stóð svo tæpt. Það er ofboðslegur léttir að vera búin að ná lágmarkinu, ég stefndi að því að ná því i fyrstu tilraun og það tókst. Eg held ég eigi meira inni og nú er bara að sýna það því allt stressið er farið í bili." Magnús Konráðsson synti á besta tíma sínum í 200 metra bringu- sundi, 2.23,17 mín., og hafnaði í 16. sæti og á 1.05,72 mín. í 100 metra bringusundi. Systir hans, Eydís, náði einnig besta tíma sínum í 200 m flugsundi, synti á 2.26,22 mín. og varð í 14. sæti. Hún varð sjötta í 100 m flugsundi á 1.03,38 mín., Logi Jes synti 200 m baksund á 2.07,91 mín. og Elín 100 m bringusund á 1.00,07 mín., sem er besti tími hennar í greininni. Arnar Freyr Ólafsson var töluvert frá sínu besta og synti 400 m skriðsund á 4.01,1 mín. og 200 m skriðsund á 1.53,95 mín. Sundfólkið keppir aftur um næstu helgi í Canet. Kristján fertil Noregs KRISTJÁN Halldórsson landsliðsþjáirari kvenna í handknattleik hefur á kveð- ið að framlengja ekki samning sinn við HSÍ um hjálfun landsliðsins. Þess í stað hefur hann tekið til- boði norska félagsins Lar- vik um að gerast aðalþjálf- ari kvennaliðs félagsins. Larvik lék til úrslita í Evr- ópukeppni félagsliða í vor, en beið lægri hlut fyrir ungversku félagi. Ríkarður setti ís- landsmet RÍKARÐUR Ríkarðsson sundmaður úr Ægi setti um helgina íslandsmet i 50 metra flugsundi í 50 metra laug á alþjóðlcgu sundmóti i Sheffield í Englaudi. Synti hann á 25,75 sekúndum og bætti fyrra metið um tæpa sekúndu og varð fjðrði í gr eininni en sigurvegari varð heimsmethaf inn Mark Foster frá Bretlandi, synti á 25,04 sekúndum. Auk Rikarðs tóku Hildur Ein- arsdóttir Og Sigurgeír Hreggviðsson þátt í mótinu en voru nokkuð frá sínu besta. Ríkarður hefur þegar náð lágmarki fyrir þátt- töku á EM í sprettsundum sem fram'fer í Rostock í ÞýskaJandi í nðvember. KNATTSPYRNA Konurnar til Frakklands og Hollands Islenska kvennalandsliðið í knatt- spyrnu heldur á morgun til Frakklands og Hollands. Liðið ieik- ur fyrst við Frakka í Angeers 1. júní og síðan við Hollendinga í Den Ham 5. júní. Báðir leikirnir eru lið- ir í Evrópukeppni kvenna. Kristinn Björnsson, landsliðs- þjálfari, hefur valið 16 stúlkur til fararinnar. Þær eru: Markverðir: Sigfríður Sophusdóttir, Breiðabliki Sigríður F. Pálsdóttir, KR Aðrir leikmenn: Ásthildur Helgadótir, Breiðabliki Erla Hendriksdóttir, Breíðabliki Helga Ósk Hannesdóttir, Breiðabliki Katrín Jónsdóttir, Breiðabliki Margrét Ólafsdóttir, Breiðabliki Sigrún Óttarsdóttir, Breiðabliki Vanda Sigurgeirsdóttir, Breiðabliki Guðlaug Jónsdóttir, KR Olga Færseth, KR Ingibjörg Ólafsdóttir, ÍA Ásgerður Ingibergsdóttir, Val Guðrún Sæmundsdóttir, Val Kristbjörg Ingadóttir, Val Ragna Lóa Stefánsdóttir, Val. SVIÞJOÐ: 1 1 X XXX X 2 1 1112

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.