Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 1996 D 5 ÞRÍR einstaklingar eru að byggja fiskverkunarhús á Þingeyri og ætla að hefja þar saltfiskverkun í haust. „Ég hef alist upp við það að þurfa að bjarga mér sjálfur. Annaðhvort urðum við að gera þetta eða fara héðan,“ segir Sigfús Jóhannsson vélstjóri, fram- kvæmdastjóri fyrirtækisins sem fengið hefur nafnið Unnur ehf. Aðaleigendur með Sigfúsi eru tengdasonur hans og mágur, Ragnar Gunnarsson sjómaður og Kristján Guðberg Gunnarsson bóndi. Tveir kunningjar Sigfúsar eru minni hluthafar. Lítið hefur verið um einkafram- tak á Þingeyri þar sem Kaupfélag Dýrfirðinga og dótturfyrirtæki þess hafa haft meginhluta atvinnu- rekstrarins með höndum. Einstakl- ingar sem viljað hafa vera með eigin rekstur á staðnum hafa af einhveijum ástæðum átt erfítt upp- dráttar. Sigfús hefur verið fyrsti vélstjóri á frystitogaranum Slétta- nesi en fór núna í land til að vinna við uppbyggingu nýja fyrirtækisins með félögum sínum. „Ég hef verið að hugsa um þetta í þijú ár og þegar ég fékk Reyni og Kristján með mér ákvað ég að hella mér út í þetta. Ég hef áður verið í rekstri og veit alveg hvað ég er að gera,“ segir Sigfús og slær á allar úrtölu- raddir. „Fólk verður að átta sig á því að það verður sjálft að leggja eitthvað af mörkum til að hægt sé að búa hér og helst að vinna saman.“ Sjórinn kallaði Sigfús er frá Patreksfirði og byijaði ungur á sjó, eftir að faðir hans fórst. Hann fór í vélstjóra- nám og var á togara frá Patreks- firði þar til skipið var selt í burtu. Þá flutti hann með fjölskylduna til Reykjavíkur og stofnaði vél- smiðju. Rak hann fyrirtækið með félaga sínum í fjórtán ár, byggði yfir það hús í Kópavogi og segist hafa átt fyrirtækið skuldlaust þegar hann flutti aftur vestur, nú á Þingeyri. „Ég fann mig aldrei í Reykjavík. Vestfirðir kölluðu, sjórinn kallaði,“ segir Sigfús þegar hann er spurður um ástæðu þess að hann flútti aftur vestur. Konan hans er úr Dýrafirði og þau voru þar mikið á sumrin. Hann fór að taka afleysin- gatúra á togurunum og ílentist á Þingeyri. Markaðssetja harðfiskinn Sigfús keypti trillu fyrir nokkr- um árum sem hann gerir nú út í félagi við Ragnar tengdason sinn. Þeir hófu harðfiskverkun í vetur og eru búnir að herða 20 tonn af afla bátsins. Nú er verið að mark- aðssetja afurðirnar og segir Sigfús að það gangi vel þrátt fyrir að Byggja upp saltfiskverkun á Þingeyri Fólk verður að bjarga sér sjálft Einstaklingar eru að hefja saltfiskverkun á Þingeyri og er þetta fyrsta einkaframtakið á þessu sviði á staðnum. Helgi Bjarnason ræddi við Sigfús Jóhannsson framkvæmdastjóra, en hann er að hætta á sjónum til að vinna að uppbyggingu fyrirtækisins. SIGFÚS og Reynir að störfum við þurrkhjallinn. Morgunblaðið/Helgi Bjamason AÐALEIGENDUR Unnar ehf., f.v. Reynir Gunnarsson, Sigfús Jóhannsson og Krislján Guðberg Gunnarsson. margir séu að bítast um markað- inn. Bæði báturinn og harðfisk- . verkunin renna inn í nýja fyrirtæk- ið. Þeir eru núna að reisa 200 fer- metra saltfiskverkunarhús við smábátahöfnina á Þingeyri og ætla að hefja verkun eigin afla með nýju kvótaári í haust. í húsinu verður einnig beitningaraðstaða fyrir annan bát og hafa þeir áhuga á að taka bát í viðskipti. Einnig ætla þeir að kaupa hráefni á mark- aði eftir því sem hagkvæmt reyn- ist. Reikna þeir með að taka á móti 200 tonnum af fiski á ári. Sigfús, Reynir og Kristján ætla að vinna sjálfir við fyrirtækið og von- ast Sigfús til að það skapi vinnu fyrir sex manns í framtíðinni. Aðstaða til trilluútgerðar frá Þingeyri hefur gjörbreyst með nýrri smábátahöfn sem gerð var í vetur. Nú er hægt að hafa bát- ana á floti allt árið og róa þegar veður leyfir. „Við Vestfirðingar erum það illa settir gagnvart veð- rum að við verðum að fara eftir þeim og eigum'erfitt með að fara eftir skipunum stjórnvalda. Skap- arinn er miklu betri stjórnandi," segir Sigfús. Verðum að flýja með bátinn Erfiðleikar hafa verið í rekstri Fáfnis hf., frystihússins á Þing- eyri, og öllu starfsfólki þess og Kaupfélags Dýrfirðinga hefur ver- ið sagt upp störfum. Sigfús segist ekki geta rætt vandamál fyrirtæk- isins, hann hafi ekki fylgst nógu vel með málum til þess. „Frá því við hófum trilluútgerð fyrir tíu árum höfum við landað öllum af- lanum hjá kaupfélaginu, hugsað fyrst um byggðarlagið áður en við höfum litið annað. Við höfum ekki tapað neinu á því og átt ágæist samskipti við kaupfélagsstjórann. Núna fáum við ekki greitt og höf- um orðið að flýja með bátinn til Patreksfjarðar. Við þurfum þessa peninga í uppbyggingu fyrirtækis- ins,“ segir Sigfús. Sigfús hefur aðeins fengist við þorskeldi. Fyrir tveimur árum fékk hann ásamt fleiri áhugamönnum leyfi til að veiða fimm tonn af þorski og setja í kví á Dýrafirði. Eldið mislánaðist, að sögn Sigfús- ar, en með því fékkst mikilvæg reynsla. Ekki var reynt við þetta í fyrra því Sigfús var langdvölum við störf í Smugunni í Barentshafi en hefur fengið leyfi fyrir nýrri tilraun í sumar. Snurvoðarbátur er fenginn til að veiða smáþorsk og flytja í kví nú í júlí. Vonast Sigfús til að hann muni tvöfaldi þyngd sína fram að slátrun í jan- úar. Fiskeldið er áhugamannastarf sem Sigfús segist hafa gaman af að spreyta sig á. Mikil veltuaukning hjá Formax hf. MIKILL uppgangur hefur átt sér stað hjá iðnfyrirtækinu Formax hf. á undanförnum árum en fyrirtækið framleiðir m.a. ýmsan búnað fyrir sjávar- útveg. Velta fyritækisins hefur aukist um 25-40% á ári og seg- ir Ólafur Sigmundsson, fram- kvæmdastjóri, að nú sé fyritæk- ið komið í stærra húsnæði sem bjóði enn meiri möguleika til stækkunar ef þörf sé á. Formax hf. flutti fyrir skemmstu í nýtt húsnæði og segir Ólafur möguleika á að stækka enn frekar en þeir hafi verið löngu búnir að sprengja utan af sér gamla húsnæðið. „Við erum með um 500 fermetr- um stærra húsnæði auk þess sem hér höfum við útisvæði sem við höfðum ekki á gamla staðn- um. Þá vorum við svo gott sem stopp því að fyrirtækið hefur verið í mikilli þenslu undanfarin ár og velta þess að aukast um 25-40% á ári,“ segir Ólafur. Formax leigir húsnæðið af Reykjavíkurhöfn og að sögn Ólafs var það geymsluhúsnæði en þeir hjá Formax hefðu séð alveg um innréttingar á því og sniðið að sínum þörfum. Byltingakenndur lampi Formax hefur sérhæft sig í framleiðslu á ýmsum búnaði fyr- ir sjávarútveg. Ólafur segir þá einkum hafa framleitt flutning- skerfi fyrir fiskvinnslur en einn- ig hafi verið mikið að gera í framleiðslu á snyrtilínulömpum. „Við höfum verið að framleiða nýja týpu sem má segja að sé nokkur bylting í framleiðslu slíkra lampa og næstum eina nýjungin í framleiðslu þeirra síð- an 1987. Lampinn hefur mikla sérstöðu og er sérstaklega hann- aður til að þola vel háþrýsti- þvott sem er einmitt mikið beitt í frystihúsum í dag. Þennan lampa höfum við verið að selja út um allan heim og erum eigin- lega einir á markaðnum með slíka vöru. Það má því segja að við séum mjög framarlega í þessum málum. Þá er að koma úr framleiðslu hjá okkur ný gerð af lampa sem verður mjög högg- þolinn og á að þola flest þau högg sem þessi búnaður verður fyrir á vinnustöðum,“ segir Ólaf- ur. Auk framleiðslunnar rekur Formax einnig innflutningdeild og er hún nú um 17% af veltu fyrirtækisins. Fluttir eru inn hlutir fyrir iðnað sem og reimar, mótorar og annað í færibanda- framleiðslu. Ólafur segir að á síðastliðnum 12 mánuðum hafi um 80% fram- leiðslunnar endað í gjaldeyri. Fyrirtækið framleiði mikið fyrir önnur fyrirtæki sem byggja sína framleiðslu á útflutningi en Formax hf. hefur að sögn Ólafs ekki staðið sjálft í beinum út- flutningi fyrir utan útflutning á snyrtilínulampanum en fyrirtæki eins og Marel hf., Póls, verk- fræðistofan Meka og fleiri hafi verið að kaupa hjá þeim hluti í framleiðslu sína sem að mestu leyti er flutt út. Þá hafi Formax einnig framleitt vinnslubúnað sem hafi verið settur um borð í erlend skip í Slippstöðinni hf. á Akureyri. Mikill uppgangur Ólafur segir að margt sé á pijónunum hjá fyrirtækinu þessa dagana. I lok apríl hafi farið fram síðasta afhending í rúss- neska niðursuðverksmiðju og einnig hafi fyrirtækið verið að smíða lausfrysta fyrir Kæli- smiðjuna Frost hf. sem hafi m.a. verið settir upp í Fiskiðju Grund- arfjarðar og um borð í Sval- barða. Þá sé í smíðum pökkunar- lína fyrir Samheija hf. og vinnslulína fyrir Slippstöðina hf. á Akureyri. Ölafur segir að einn- ig hafi verið talsvert smíðað fyr- ir Marel nú í apríl og maí enda megi segja að framleiðslu- sprenging hafi orðið hjá þeim að undanförnu. „Það hefur allt verið á uppleið hjá okkur upp á síðkastið, mikið að gera og má segja að allir hafi unnið 160% vinnu síðustu 18 mánuðina. Nú eru 23 manns í vinnu hjá okkur og vonandi förum við að sjá fram á náðugri tíma,“ segir Ólafur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.