Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.06.1996, Blaðsíða 8
FOLK Morgunblaðið/Björn Pálsson HEIÐUSRMENN úr sjómannastétt. Sveinn Daníel Arnarson, Skjöldur Þorgrímsson, Sigurður Kristófer Óskars- son, Tryggvi Blöndal, Einar Grétar Björnsson og Bolli Þóroddsson. Aldnir sjómetm heiðraðir Sjómannádagsráð Sveini D. Arnarsyni veittur SJ' Í/'j bikar fyrir biörgnnarafrek jenn áA fjmanna ° ° dagmn. Auk þess sem veittur var afreksbjörgunarverðlaunabikar fyrir þann sem leggur sig í hættu til að bjarga öðrum. Þeir, sem heiðraðir voru, eru Bolli Þóroddsson, Einar Grétar Björnsson, Sigurður Kristófer Óskarsson, Skjöldur Þorgrímsson og Iryggvi Blöndal. Þá var Sveini Daníel Arnarsyni veittur bikar fyrir björgun- ai afrek. Bolli Þóroddsson, vélstjóri er fæddur 16. janúar 1918 að Einhamri í Eörgárdal. Hann lauk minna mótor- vélstióraprófí Fiskifélags íslands árið 1937, sveinsprófí í vélvirkjun árið 1948, burtfararprófi frá rafmagns- deild Vélskóla íslands árið 1950 og hlaut meistararéttindi í vélvirkjun árið 1955. Bolli var 1. og yfirvélstjóri á bátum, togurum og frystiskipi meira og minna á árabilinu frá 1934 til 1980, þar af lengst af á togaranum Narfa. Hann stjórnaði niðursetningu á vélum og tækjum um borð í skip- um, starfaði hjá Rafmagnsveitum rík- isins frá 1966-68 og hjá Landsvirkjun á árunum 1974-77 og aftur frá 1980-88 þegar hann hætti störfum. Bolli er kvæntur Svanhvíti Hjartar- dóttur frá Vestmannaeyjum og eiga þau tvo syni. Byrjaði sem messagutti á Skeljungi Einar Grétar Björnsson mat- sveinn er fæddur 17. ágúst 1928 í Vestmanaeyjum. Hann hóf ungur að árum sjómennsku á trillu með föður sínum sem leiddi til ævistarfsins. Hann hóf störf sem messagutti á olí- flutningaskipinu Skeljungi 1944, síð- an á togurunum Drangey, Mars og Hauk frá Reykjavík og Elliða og Hafliða frá Siglufírði. Einnig var Bolli á fiskibátunum Gullborgu VE og Ársæli Sigurðssyni frá Hafnarfirði auk þess sem hann var matsveinn á skipum Sambandsins. Bolli hætti sjó- mennsku árið 1985 eftir 40 ára sjó- mannsstarf. Hann er kvæntur Angelu Guðbjörgu Guðjónsdóttur. Háseti á Hilmi 1943 Sigurður Kristófer Óskarsson er fæddur 18. júlí 1925 í Bakkabæ í Fróðárhreppi í Snæfellssýslu. Hann hóf sjómennsku sem háseti á Hilmi frá Reykjavík 1943, síðar á ýmsum fiskiskipum, þar til hann lauk meira fískimannaprófi frá Stýrimannaskó- lanum í Reykjavík árið 1950. Hann var lengst af 1. stýrimaður á togaran- um Þorsteini Ingólfssyni RE. Sigurð- ur fór í land 1963 og starfaði m.a. sem eftirlitsmaður hjá SH, hjá Fersk- fiskeftirlitinu og var yfirmatsmaður. Hann sinnti kennslu á sjóvinnunám- skeiðum Æskulýðsráðs Reykjavíkur og hóf kennslu við Fiskvinnsluskólann 1972. Sigurður er kvæntur Sigríði Guðmundsdóttur frá Stykkishólmi og eiga þau tvær dætur. TrúnaAarstörf fyrir Sjómannafélag Reykjavíkur Skjöldur Þorgrímsson er fæddur 8.júní 1928 í Grímsey. Hann hóf sjó- mennsku 13 ára gamall við beitningu og róðra frá Húsavík. Hann fór á vetrarvertíð suður með sjó 1945, m.a. á Barðanum og Pétri Jónssyni. Skjöldur hóf störf á kaupskipum árið 1948, fyrst sem hjálparkokkur á Reykjafossi. Hann var einnig háseti á Gullfossi, Tungufossi og Lagar- fossi. Hann hefur auk þess gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Sjó- mannafélag Reykajvíkur. Skjöldur er kvæntur Þórhildi Gunnarsdóttur frá Reykjavík. Hann á sjö börn, þar af fjögur með Þórhildi. ByrjaAI á Val frá HánefsstöAum Tryggvi Gunnar Magnússon Blöndal skipstjóri er fæddur 3.júlí 1914 í Stykkishólmi. Hann hóf sjó- mennsku 1930 sem háseti á Val frá Hánefsstöðum í Seyðisfirði og sama ár hóf hann störf á norskum flutn- ingaskipum. 1939 lauk hann prófi frá farmannadeild Stýrimannaskólans og var 2. og 3. stýrimaður á strandferða- skipum. 1952 var Tryggvi fastráðinn skipstjóri hjá Skipaútgerð ríkisins auk þess sem hann hafði eftirlit með ný- smíðum fyrir útgerðina. Hann lét af störfum 1979 fyrir aldurssakir. Tryggvi er kvæntur Margréti Ástríði Sigurðardóttur frá Reykjavík og eiga þau þrjú börn. BjargaAi skipsfélaga frá drukknun Sveinn Daníel Arnarson hlaut afreksbjörgunarverðlaunabikar fyrir að bjarga skipsfélaga sínum um borð í Þorsteini GK þann 25.febrúar. Sveinn kom með réttum viðbrögðum og snarræði í veg fyrir alvarlegt slys er hann losaði félaga sinn sem hafði fest fót sinn í bugt á færi netatrossu og dregist með henni útbyrðis. Sveinn Daníel er 22 ára og lauk fiskimanna- prófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík 1993. Lárus Ægir formaður FRH • LÁRUS Ægir Guð- mundsson frá Skagaströnd var kjörinn formaður stjórnar Félags rækju- og hörpu- diskframleiðenda á nýaf- stöðum aðalfundi félagsins. Lárus Ægir léysir af hólmi Tryggva Finnsson frá Húsavík, sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi setu í stjóm, þar sem hann er að láta af störfum sem fram- kvæmdastjóri Fiskiðjusam- lags Húsavíkur. Aðrir í stjórn félagsins voru kjörnir þeir Kári Snorrason, Blönduósi, Arnar Kristins- son, Isafirði, Aðalsteinn Helgason, Akureyri og Sig- urður Ágústsson, Stykkis- hólmi. Úr stjórninni gengu nú auk Tryggva þeir Auðunn Karlsson, Súðavík og Ellert Kristinsson, Stykkishólmi. Framkvæmdastjóri félagsins er Pétur Bjarnason og er skrifstofa félagsins á Akur- eyri. Lárus Ægir þakkaði fundarmönnum traustið, sem honum var veitt með form- annskjörinu. Hann sagði mik- Lárus Ægir Tryggvi Guðmundsson Finnsson ilvægi þessarar atvinnugrein- ar fara stöðugt vaxandi og hann myndi vinna að fram- gangi hennar. Hann sagði einnig að mikil breyting hefði orðið til hins betra á sam- skiptum rækjuframleiðenda frá fyrri árum, enda yrðu þeir sterkari sem heild með aukinni samvinnu. „Eg vona að vel takist til um samstarf okkar í framtíðinni og félagið haldi áfram að eflast,“ sagði Lárus Ægir. Tryggvi Finns- son, fráfandi formaður, þakk- aði Pétri Bjarnasyni, fram- kvæmdastjóra félagsins, gott samstarf svo og samstarfs- mönnum í stjórn þess: „Stjórn félagsins hefur verið sam- stæð í sínum störfum og ein- ing á meðal framleiðenda hefur alltaf verið að aukast. Sameiginleg verkefni eru líka ærin og er full ástæða til þess að ítreka óskir um áframhaldandi einingu fram- leiðenda hörpudisk- og rækjuafurða.“ Ahöfn Orvars fær viðurkenningri • ÁHÖFIN á Örvari HU hreppti gæðaskjöld Coldwater Seafood fyrir bestu fram- leiðslu og vöruvöndun um borð í frystitogara árið 1995. Sjó- frystar vörur eru um 40% af söluvörum Coldwater og hafa vörurnar á sér mikinn gæðast- impil í Bandaríkjunum. Á myndinni má sjá Hafþór Gylfason, skipstjóra Órvars, taka við gæðaskyldinum úr höndum Páls Péturssonar, gæðastjóra Coldwater Seafood. Heilsteiktur silungur að hætti Spánverja VEIÐI á laxi og silungi er nú hafin og hefur mjög góð- ur gangur verið í silungsveiðinni. Það er því ekki úr rqvra'WMNnHW vegi að kynna lesendum Versins hvern- ig Spánverjar heilsteikja silung. Upp- skriftin er fengin frá samtökum fiskeldismanna á Spáni, en þeir kynna eidisfiskinn með skipulögðum hætti viða um heim. í þennan rétt má bæði nota bleikju og urr- iða, fremur smáa fiska, og hugsanlega gengur smæsti laxinn í þetta líka. Fjöldi fiska í uppskriftina fer auðvit- að eftir þvi fyrir hve marga hún er ætluð og hve stór silungurinn er, en hér er reiknað með fjórum í mat og einum silungi á mann. í réttinn þarf: Fjóra litla silunga 1 lauk 1 rif' af mördum hvítlauk 2 msk. af saxaðri steinselju 2 lárviðarlauf 1 msk. timían 2 msk hveiti B msk. olifuoliu sitrónusafa 20 gr smjör Salt og pipar Gerið að fiskinum, hafi það ekki verið gert áður, hreins- ið hreistrið at honum og þvoið síðan. Látið silunginn i skál eða á djúpt. fat með hann með salti. pipar, fjórum matskeiðum af olíu, timian, lauk, hvítiauk og lárviðar laufi og látið hami marinerast 1 eina og hálfa klukku- stund. Veltíð silunginum síða upp úr hveiti og steikið á báðum hliðuni í heitrí oliu á pönnu. Saltið og piprið og bakið síðan ofni í um hálfa klukkustund. Sósan er síð- an gerð úr ieginuni ai' fiskinum, smjörini. og sítrónusaf- anum. Hellið sósunni yfir fiskinn og berið hann strax fram. Hrísgrjón, hvítar kartöflur, hvítlauksbrauð og salat fer vel með silungnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.